Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 I Reykjavílc og nágrenni eiga sér nú stad skipulögö innbrot í heimahús. Árlega er brotist inn í um 200 ein- býlishús og radhús í Reykja- vik og nágrenni, og eru þá innbrot i íbúðir og geymslur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur MEÐAN heimilismenn silja yfir sjónvarpsfréttum eftir erilsaman dag, gerast und- arlegir atburðir í mannlausu húsi nágrannans. Sjónvarpið, myndbands- tækið, og hljómflutnings- tækin eru borin út í bíl af tveimur mönnum og á hæla þeirra kemur kona með málverk og skartgripi. Fólk- ið ekur í burtu með um- rædda hluti, en kemur aftur næsta dag og í tvær vikur, eða meðan eigendur sleikja sólina á Spánarströnd, at- hafnar f ólkið sig í umræddu húsi, borðar, drekkur og jafnvel sefur án þess að nokkur amist við því. Atburðurinn sem minnir helst á atriði úr kvikmynd gerðist í Reykjavík fyrir skömmu og er ekkert eins- dæmi. Svo virðist sem inn- brotum í einbýlishús og íbúðir fjölgi, eftir því sem öryggisgæsla verður meiri hjá fyrirtækjum. Fyrir síðustu páska hafði verið brotist inn í rúm- lega 30 hús í Seljahverfi í Reykjavík, og stóð sá innbrotafaraldur yfír í tvo mánuði. Yfirleitt var myndbandstækjum, upptökutækjum, gjald- eyri, skartgripum og áfengi stolið, og í nokkrum tilvikum var helm- ingur innbús einnig horfinn. Faraldur af þessu tagi átti sér einnig stað í Fossvogi sl. sumar, þegar hverfið var svo að segja „kembt" og tjónið gífurlegt. íslendingar hafa hingað til ski- lið eftir hús sín mannlaus þegar farið er í frí og haft af því Iitlar áhyggjur, í hæsta lagi beðið ætt- ingja um að skvetta á blómin einu sinni til tvisvar í viku. En svo virð- ist sem ákveðnum kafla í hinu annars friðsæla samfélagi okkar sé lokið, því árlega er brotist inn í tæplega 200 einbýlishús og rað- hús í Reykjavík og næsta ná- grenni, og verðmæti stolið fyrir margar milljónir. Eru þá ótalin innbrot ííbúðir og geymslur í fjöl- býlishúsum en þau eru síður en svo færri. Sofið í hjónarúmi Það er nokkurt áfall fyrir þjóð sem fram að þessu hefur talið sig óhulta fyrir innbrotum eins og þeim sem tíðkast erlendis, að upp- götva að hér býr fólk sem stundar skipulagða þjófnaði í heimahúsum og lifir á feng sínum. í samtali við fimm rannsóknar- lögreglumenn sem eru eigendur Vaktþjónustunnar hf., fyrirtækis sem hefur eftirlit með eignum manna, kemur fram að þeir sem stunda innbrot þessi hafa yfirleitt komið við sögu. hjá lögreglunni áður, eiga oft marga dóma yfir höfði sér og eru ekki borgunar- menn fyrir því tjóni sem þeir valda. „Þeir selja feng sinn á skipti- mörkuðum, t.d. láta þeir sér nægja um fimm þúsund krónur fyrir sto- lið myndbandstæki sem er í raun fjörutíu þúsund króna virði. Fyrir andvirðið eru oftast keypt fíkniefni af öllu tagi, pillur og áfengi." Komið hefur fyrir að þjófum hefur ekki fundist þeir hafa nóg upp úr krafsinu við innbrot og þá skemmt hluti til að gera eitthvað. Einn mölbraut verðmæta fiðlu, því hann varð „pirraður". Svavar G. Jónsson deildarstjóri hjá Vara - sérhæfðri öryggisþjón- ustu, segir að svo virðist sem þjó- far hafi í ríkari mæli snúið sér að innbrotum í heimahúsum eftir að öryggisgæsla varð algengari hjá fyrirtækjum. „Fólk trúir því ekki að heimili þess geti orðið fyrir þessu. En þegar svo er komið virð- ist tjónið sjálft ekki vera það versta, heldur fer það illa í fólk að vita af einhverjum gramsandi í eigum þess. Það var til dæmis brotist inn í hús í Garðabæ og gat húsmóðirin ekki hugsað sér að búa í húsinu eftir innbrotið." Einn húseigandi sem sem varð fyrir því að brotist var inn hjá honum og verðmæti fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur stolið, seg- ir að það sé ekki það versta að missa muni sem hann ef til vill gæti fengið bætta, „heldur það að vita af þessum óþjóðalýð sofandi í hjónarúminu, og snuðrandi og káfandi í öllum skúffum og skáp- um." Þótt ótrúlegt sé, þá hafa menn búið í mannlausum húsum í marg- ar vikur og má nefna að í Foss- vogi fyrir nokkrum árum bjó úti- gangsmaður í einbýlishúsi þar í tæpar sex vikur meðan húseigend- ur voru í fríi erlendis. Kom hann inn garðmegin á hverju kvöldi, lagaði kaffí, eldaði mat, sem var nægur í frystikistunni, horfði á Morgunblaðið/Ragnar Axelsson sjónvarp og svaf. Á morgnana lét hann sig hverfa og hafði ætíð með sér eitthvað úr innbúi, silfur og ættargripi sem hann kom í verð. Nágrannar sinnulausir Eins og áður kom fram var inn- brotafaraldur bæði í Fossvogi og í Seljahverfi, en einnig var farald- ur í Garðabæ, Kópavogi og Hafn- arfirði á síðasta ári. Ránnsóknar- lögregla ríkisins upplýsir mikinn fjölda innbrota árlega, en þótt inn- brotum fjölgi gífurlega þá fjölgar rannsóknarlögreglumönnum ekki að sama skapi og því ekki óeðli- legt þó borgarinn spyrji sjálfan sig hver þróunin verði í þessum mál- um. Til að húseigendur fái bætt tjón veTður að sanna að um inn- brot hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., þá bætir venjuleg fjölskyldutrygg- ing innbrot ef búið hefur verið í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.