Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 ERLENT INNLENT Ný ríkis- stjórn Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, undir forsæti Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, tók við völd- um á þriðjudag. Ráðherrar í ríkis- stjórninni eru Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-, dóms- og kirkju- málaráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Ólafur G. Ein- arsson, menntamálaráðherra, Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra, Sig- hvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra og Eiður Guðnason, umhverfismála- ráðherra. Búist við vaxtahækkun Þeir Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, og Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, hafa lýst því yfir að búast megi við því að vextir hækki á næstunni. Ástæðan sé sú að ríkisskuldabréf liggi óseld og að fyrri ríkisstjórn hafi ekki viljað hækka vexti í það sem þeir í rauninni væru. Svo virðist einnig sem ástand ríkisfjármála sé mun verra en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum fjármálaráðherra, vildi vera láta fyrir kosningar. Þá lét hann í veðri vaka að hallinn yrði um sex milljarðar. Samkvæmt upplýsingum embættismanna fjármálaráðuneytisins er þó líklegt að hann verði um átta milljarðar króna og Ríkisendur- skoðun telur að hann geti orðið rúmir tólf milljarðar króna. Þátttöku í EES-viðræðum hætt Aðalsamningamaður íslands í viðræðunum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) gekk út af samningafundi tíl að mótmæla áherslum Evrópubandalagsins (EB) í sjávarútvegsmálum. Ríkis- stjórn íslands ætlar að koma sam- an til sérstaks fundar í kvöld, sunnudagskvöld til að taka ákvörðun um áframhaldandi þátt- töku íslendinga í EES-viðræðun- um. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir Norð- menn og Svía styðja aðgerðir ís- lendinga. Skreiðarsamlagið lagt niður Sölusamband íslenskra físk- framleiðenda (SÍF) hefur tekið yfír starfsemi Samlags skreiðar- framleiðenda. Var þetta gert að beiðni Skreiðarsamlagsins. Tveir íslendingar fórust í bílslysi í Englandi Þrír karlmenn, tveir íslendingar og einn Breti, fórust í hörðum árekstri norður af borginni Exeter í Englandi aðfaranótt fimmtu- dagsins. Fjórir íslendingar liggja enn á sjúkrahúsi í Exeter eftir slysið sem varð á alræmdum slys- akafla. Voru íslendingarnir á golfferðalagi og höfðu þeir tekið litla rútu á leigu. Skall rúta þeirra á sendiferðabíl sem ekið var úr gagnstæðri átt. ERLEIMT Frá sjávarþorpi í Bangladesh. Mannskæður fellibylur í Bangladesh Meira en 125.000 manns fórust í fellibyl, sem gekk yfir Bangladesh á mánudag, að sögn embættis- manna í landinu á föstudag og óttast þeir að tala látinna geti farið í 150.000. Mikil hætta er talin á hungursneyð og farsóttum, svo sem kólerufaraldri, í kjölfar fellibylsins. Mikið flóð fylgdi of- viðrinu og ölduhæðin var um sex metrar. Vindhraðinn var 235 km á klukkustund. Landskjálfti í Sovétríkjunum Öflugur landskjálfti, sem mældist 7,0 stig á Richters-kvarða, reið yfir Kákasus-lýðveldið Georgíu í suðurhluta Sovétrikjanna á mánu- dag. Að minnsta kosti 180 biðu bana í skjálftanum og mikið tjón varð á byggingum, einkum í af- skekktum fjallabæjum. Tímamótaviðræður á Norður-írlandi Leiðtogar katólskra manna og mótmælenda á Norður-írlandi komu á þriðjudag saman til við- ræðna um framtíð landsins og hvernig unnt væri að binda enda á óöldina, sem staðið hefur f tvo Borfs Jcltsin áratugi og kostað 3.000 manns lífið. Er hér um tímamótaviðburð að ræða og fyrst og fremst að þakka - skeleggri framgöngu Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, Peter Brooke. Jeltsín nær samkomulagi við námamenn Borís Jeltsín, leiðtogi Rússlands, hefur samið um það við náma- menn í'Síberíu, sem verið hafa í verkfalli í tvo mánuði, að snúi þeir aftur til vinnu muni yfirstjórn ná- manna verða færð undir yfirvöld í rússneska lýð- veldinu. Er búist við að sovétstjórnin sam- þykki þessar breytingar eftir helgi. Níkolaj Ryzhkov, fyrrum forsætisráðherra Sovétríkjanna, tilkynnti á miðvikudag að hann hygðist bjóða sig fram gegn Jeltsín í forsetakosningunum í Rússlandi 12. júní. Jeltsín skýrði frá þvl á þriðjudag að Míkhaíl Gorbatsjov hefði fallist á að for- seti Sovétríkjanna yrði kjörinn í beinum kosningum þjóðarinnar eftir að nýr sambandssáttmáli sovétlýðveldanna gengi í gildi. íraksstjórn sögð fallast á frjálsar kosningar Einn af leiðtogum Kúrda, Jalal Talabani, skýrði frá því á mið- vikudag að stjórn Saddams Hus- seins Iraksforseta hefði fallist á að leggja niður helstu valdastofn- un landsins, Byltingarráðið, og efna til frjálsra kosninga innan sex mánaða. Hersveitir Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra héldu lengra inn í írak á fimmtudag og er nú griðasvæðið fyrir Kúrda í norðurhluta landsins orðið tvöfalt stærra en í upphafi, 120 km langt og 60 km breitt. Evrópubandalagið ræðst að lífsháttum nútíma Breta St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdasyórn Evrópubandalagsins (EB) hefur ákveðið að banna sætuefni í nokkrum hluta kartöfluflagna frá og með árinu 1993. Bretar líta á þetta sem alvarlega árás á lífshætti sína. Kartöfluflögur eru álíka mikil- vægur þáttur í mataræði nútíma Breta og ölkolla. Bretar innbyrða tvo milljarða poka af kartöfluflögum á ári en þær eru hvergi framleiddar í Evrópubandalagslöndunum nema í Bretlandi og á írlandi. Um síðustu helgi kom fram í frétt- um, að framkvæmdastjórn EB hefur ákveðið að óheimilt verði að nota sætuefni í kartöfluflögur frá og með árinu 1993 nema þær séu óbragð- bættar eða með salt- eða ediks- bragði. Sætuefni í kartöfluflögur með öllu öðru bragði verða bönnuð. Framleiðendur segja, að ómögu- legt sé að framleiða flögurnar nema nota sætuefni. Af þeim tveimur millj- örðum pakka, sem Bretar neyta á ári hveriu af kartöfluflögum, eru 300 milljónir með öðru bragðefni en þeim þremur, sem verða leyfileg. Þessi ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar stafar af mistökum. Við ákvörðun um leyfilega notkun á sætuefnum sást embættismönnun- um yfir kartöfluflögur með öðru bragði en þeir mundu eftir gos- drykkjum, sælgæti og ís. Kartöfluflögurnar heyra undir stjórnarmanninn Martin Bangemann hjá EB. Þegar athygli hans var vak- in á yfírsjóninni nýlega, lofaði hann að leiðrétta þetta hið snarasta. En ekkert hefur gerst. Fyrir nokkru upplýsti hann á fundi í Brussel, að listanum yrði ekki _ breytt. Teddy Taylor, þingmaður íhaldsflokksins, segir þetta bara nýjasta dæmið um yfirgang embættismanna í Brussel. „Hver er tilgangurinn með því að kjósa í kosningum ef einhver mann- fýla í Brussel tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á líf manns og það sem hann ákveður kann að velta á því hvað hann fékk sér í morgunmat?" Landbúnaðar- og viðskiptaráðu- neytið í London undirbúa nú aðgerð- ir til að verja þessan einstæða sið Breta að éta kartöfluflögur í öll mál. Hvalveiðireglur hunsaðar Kaupmannahðfn. Frá N..I. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKIR veiðimenn hafa ekki orðið við krðfu um að kaupa sprengiskutla til hvalveiða, sem innleiddir voru 1. maí á Grænlandi, m.a. að kröfu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Engar pantanir hafa borist Grænlandsverslun. Heimastjórnin vill ekki hvika frá kröfunni um notkun sprengiskutla ef hvalveiðibyssur eru um borð í hvalveiðibátum. Undanþága hefur þó verið veitt 40 fiskimönnum á opnum bátum til hrefnuveiða með rifflum. Þær undanþágur fara allar til bæjarfélaga þar sem hvalveiði- heimild er fyrir hendi en enginn bátur búinn hvalveiðibyssu. Saddam sannfærður um að ekki yrði af innrás Ráðgátan um það hvers vegna Saddam Hussein virti að vett- ugi allar viðvaranir um að her hans yrði eytt og land hans lamað, ef hann ekki drægi hann út úr Kúveit, hefur síðan í Flóastríðinu verið að velkjast fyrir mönnum. Flestir fréttaskýrendur, erlendir og innlendir, látið sér nægja að segja að viðhlítandi skýring hafi ekki fengist. Eftir að hafa á undanfðrnum vikum hitt á þessum slóðum margt fólk sem var í Bagdad fram á síðustu stundu 15. janúar, sumt í návígi við atburðarásina frá þeirri hlið, virðist liggja h'óst fyrir að Saddam Hussein var sannfærður um að alþjóðaher- inn mundi aldrei þora að leggja til atlögu. Ekki af því að hann væri sjálfur viss um að eiga í té við hann, sem má m.a. marka af því hve fh'ótt hann brá á það ráð að koma bestu flugvélum sinum undan til írans, heldur vegna andstöðunnar i heimalöndunum. Sama sinnis var utanríkisráðherra hans Tariz Azez, sem fullyrti það dagin áður, 14. janúar, að slíkt mundu Bandaríkjamenn aldr- ei þora að leggja í. BAKSVID eftir Elínu Pálmadóttur AVesturlöndum kann þetta að þykja óraunsæi og hefur verið látið að því Hggja að skýring- in á þessu ranga mati hafi bara verið meinloka í höfði Saddams Husseins. Ekki lítur það þannig út í hugum þeirra sem til þekkja og voru í Bagdad með- an dró æ nær úrslitastund- inni. Þeir horfðu beinlínis upp á það hvernig þessi sannfæring Husseins styrkt- ist í því að ekki yrði af neinni árás á land hans eða hersveitir í Kúveit. Ekki hefi ég leyfi til að geta heimilda, en þær eru komnar frá fleirum en einum, m.a. háft settum aðilum innah Sameinuðu þjóðanna. Áður en lengra er haldið ber að hafa í huga að Saddam Hus- sein hafði sjálfur litla möguleika til þess að skilja gangvirkið og hugsunarhátt á Vesturlöndum. Hann hefur aldrei út fyrir land sitt komið, að undanskildri ferð til Egyptalands, sem líka er ara- baríki. Og hann er kominn yfir það að hlusta á nokkurn mann sem andæfir skoðunum hans, ef einhver þorir því enn. En hann er að margra mati glöggur maður og slunginn. Hussein hernam Kúveit í ágúst- mánuði sl. haust. Óþarfi er að rekja atburðarásina frá þeirri stundu og þar til alþjóðaherinn réðst gegn honum 15. janúar. Samþykktir öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og úrslitakostir, svo og gíslarnir sem Hussein neitaði að sleppa úr landi, er alkunn saga. En hvernig blasti hún við í Bagdad? í októbermánuði tóku að streyma á fund Husseins fyrrver- andi leiðtogar frá Evrópulöndum þeim sem áttu þar gísla. Þetta voru þekkt nöfn. Josuk Nakasane fyrrv. forsætisráðherra Japans, Jessie Jackson blökkumanna- leiðtoginn frá Bandaríkjunum, Edward Heath, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, Willy Brandt, fyrrver- andi kanslari Þýskalands, Anker Jörgensen fyrrverandi forsætis- ráðherra Danmerkur, Kurt Wald- heim kanslari Austurríkis o.fl. Allir komnir vel meinandi til þess að lokka Hussein til þess að sleppa gíslum sinnar þjóðar úr landi. Og í sjónvarpinu í Bagdad gátu allir séð og heyrt viku eftir viku hve hessir áhrifamestu stjórnmála- menn umheimsins mátu Saddam Hussein mikils og styrkleika hans. Þeir stóðu og kvöddu á flugvellin- um eftir að hafa hitt hann og lýstu því yfir að þeir vildu frið, alls ekkert stríð. Vel var tíundaður ferill þessara manna, svo allir mættu skilja að þeir væru áhrifa- menn í sínu landi og síðan voru þeir látnir lýsa aðdáun sinni á Hussein. Sá eini sem ekki lét hafa sig í þetta var Kurt Waldheim, sögðu heimildarmenn mínir. Sum- ir smurðu vel á, sjálfsagt í þágu gíslanna. Ekki þori ég að hafa eftir það sem menn þóttust t.d. muna að Anker Jörgensen hefði sagt við brottförina á flugvellin- um, en eftir að hafa í öðru sjón- varpi í næsta landi horft á allar fréttir byrja á einhverjum heilla- óskaskeytum eða lofsamlegum ummælum erlendis eða á einhverj- um fundum um viturleika Assads Sýrlandsforseta, þegar ekkert er svosem um að vera, get ég ímyn- dað mér áhrifin. Niðurstaðan var semsagt sú, að ekki aðeins al- menningur í írak heldur líka æðstu menn urðu æ sannfærðari um að áhrifamenn í hverju landi mundu beita sér gegn því að fjöl- þjóðaherinn fengi að ráðist inn í Kúveit. Það yrði ekki liðið. Þegar komið var fram undir jól og allir gíslar lukkulega leystir, tók við nýtt tímabil í sjónvarpi í Bagdad, þar sem í hverjum frétt- atíma mátíi sjá mótmælastöður og göngur í Bandaríkjunum og Evrópuborgum gegn hugsanlegu stríði. Öll slík mótmæli sjálfsagt tfnd upp, að því er heimildarmenn mínir sögðu. Og þar mátti sjá fjöl- skyldur að kveðja með tárum her- mennina sem Bush var að senda til Saudi Arabíu í þetta voðalega stríð. Niðurstaðan var semsagt sú, að hvorki Saddam Hussein né öðrum írökum datt í hug að það yrði liðið í heimalöndunum að ráð- ist yrði til atlögu. Fyrir því væri einfaldlega ekki fylgi. Slík væri andstaðan heima fyrir. Og því var það að Tariez Azez utanríkisráð- herra Husseins, sem þó þekkir meira til gangs mála í vestrænum lýðræðisríkjum en Hussein, lýsti daginn fyrir úrslitastundina yfír með sannfæringu: „Það verður ekkert stríð. Þeir munu aldrei þora að leggja í það." Og því var það samkvæmt skoðun heimilda- manna minna að Saddam Hussein var óviðbúinn innrásinni 17. jan- úar, þrátt fyrir allar aðvaranir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.