Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 Grein 2 úr flóttamannabúðunum í Elhol sem bjuggu í bænum Dahuc í Norð- , ur-Irak. Þetta er einn af bæjunum á svæði Kúrda þar sem barist var. „Þegar Kúrdar náðu bænum rudd- ust þeir inn í mitt hús af því ég er íraki og þóttust vera að leita að einhverju. Þeir eyðilögðu allt. Ekki hafði ég gert neitt fyrir Saddam Hussein eða nokkurn annan. Er bara bílstjóri með stóra fjölskyldu. Þá vissi ég að okkur var ekki óhætt hvort sem stjórnarherinn eða Kúrd- arnir héldu bænum. Svo við flúðum með börnin til að bjarga lífi okkar allra. Við vildum bara komast út úr írak. Kúrdarnir flýja af því að þeir eru hræddir við Saddam Hus- sein og við af því að við erum líka hrædd við þá.“ Konan kemur með glas með heimalöguðu jógúrt og býður gestinum af naumum birgð- um sínum. Og önnur kemur með vatnsglas. Eg veit að maður á ekki að taka áhættuna af að drekka aðflutt vatn af óvissum uppruna. En hvernig er hægt að hafna slíkri gestrisni? Vatnið kemur í tunnum, en nú er verið að reisa snyrtingar með vatni og salernisaðstöðu. Kúrdarnir vænta engra griða Og svo hitti ég Kúrdana, sem eru allfjölmennur hópur í búðunum. Einn þeirra er mikið rauðhærður og þeir segja mér að það sé heilmik- ið af rauðhærðu fólki þarna í Norð- ur írak. Einn kveðst hafa heyrt frá afa sínum að beir séu komnir frá Svíjjjóð, en seiur það ekki dýrara en hann keypti. Hvað um það, þeir vilja helst komast til Svíþjóðar eða Danmerkur. Þar hafa þeir heyrt að sé gott að búa. Og aldrei segjast þeir mundu snúa aftur til íraks. Þar sé engu að treysta. Af því hafa lexti og myndir: tlin ralmadottir Ungur piltur nálgast varlega í flóttamannabúðum í Elhol Sýrlandsmegin við landamæri íraks: „Gætirðu fundið hana systur mína, sem heitir Aida Assis Johanne, í Frakklandi.“ Hann er líklega 15-16 ára gamall og hefur flúið frá Bagdad meðan stríðið var þar í algleymingi og sprengjunum rigndi. Foreldrar hans urðu þar eftir. Þau vissu að Amals Assads biði ekki annað en vera tekinn í her Saddams Husseins og sendur á þennan eilífa vígvöll. Héldu að ef hann kæmist út úr Irak gæti hann fundið hana systur sína, sem er gift einhvers staðar í Frakklandi. í örvæntingu sinni ætlaði hann bara að biðja þennan blaðamann, sem allt í einu var kominn í búðirnar, um að setja af honum mynd í franska sjónvarpið, svo hún gæti fundið hann. Það var að byrja að renna upp fyrir þessum dapra dreng hve aðstaða hans var vonlítil. Seinna um daginn sátum við í tjald- inu, þar sem kona frá Rauða krossinum var að byrja að skrifa upp flóttafólkið sem kynni að þurfa að láta leita uppi fjölskyldu sína eða bara einhvern einhvern staðar í heiminum. 0g ég þuldi upp allar borgir í norðurhluta Frakk- lands, í von um að drengurinn kynni að kannast við einhveija sem heim- kynni systur sinnar. Án slíkrar staðsetningar væri varla hægt að byrja á að leita. Við vorum öll þrjú gráti næst af vonbrigðum þegar ekkert gekk. En konan frá Rauða krossinum ætlaði að reyna að koma bréfi til foreldra hans í Bagdad, svo þau vissu að hann væri heill og fá heimilisfang systurinnar. Eftir því mundi hann þurfa að bíða þarna í búðunum í marga mánuði, jafnvel þótt það tækist. Sem maður röltir milli tjaldanna á guium eyðimerkursandinum í .þessum 1.500 manna búðum íraska flóttafólksins rennur manni til rifja hve vandi þessa fólks er mikill og margvíslegur, jafnvel þótt þessir séu svo heppnir miðað við fólkið í hrakningunum í nálægum fjöllum við Tyrkland að vera í bili sloppnir í öryggi. Fá að hrúgast þarna sam- an í tjaldi á sandinum og mat að borða. Fjölskylda býður mér af gestrisni inn í tjaldið sitt og ein konan fer að hita á prímusnum vatn í te handa gestinum. Hópurinn í kring um mig stækkar í sífellu. Börnin eru átta. „Hvað gátum við gert annað? Við bara fórum og skildum eftir húsið okkar, bílinn og allt sem við áttum,“ segja þau þeg- ar þau eru spurð af hveiju þau hafi flúið. Þau er kristnir írakar, E Kúrdarnir földu vopn sín á daginn í hellum í fjöllunum og réðust í náttmyrkri gegn her Saddams Husseins. Þessa mynd af sér hafði einn Kúrdinn í flóttamannahúðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.