Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991
HVEK TEKUK m ÁF Dim?
eftir Þórhall Jósepsson
Sami maður er nú í senn borgarfulltrúi, borgarstjóri, alþingismaður, forsætisráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins: Davíð Oddsson. Hann stefnir að því að láta af embætti borgarstjóra og annar maður taki
við á næsta fundi borgarstjórnar, 16. maí. 20 manna hópur borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins velur eftirmann Davíðs, að fenginni tillögu hans. Þegar þetta er skrifað, á föstudag, er alls
óljóst hver verður næsti borgarstjóri. Fjórir borgarfulltrúar hafa öðrum fremur verið orðaðir við embætt-
ið, hér taldir í þeirri rðð sem þeir voru kosnir í borgarstjórn: Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjeldsted,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Arni Sigfússon.
Það er ekki nýtt að borgarstjórinn forsætisráðherraembætti tveimur
í Reykjavík verði þingmaður dögum fyrr hefur ekki syigrúm til
eða ráðherra. Magnús Oskars- að skila starfinu af sér."
Af samtölum við borgarfulltrúa
kað er ekki nýtt að borgarstjórinn
í Reykjavík verði þingmaður
eða ráðherra. Magnús Oskars-
son borgarlögmaður hefur skoðað
fyrri dæmi þess.
Hann bendir á að Bjarni Bene-
diktsson var borgarstjóri, en lét af
embættinu um leið og hann tók við
ráðherraembætti 4. febrúar 1947.
Gunnar Thoroddsen, sem tók við
borgarstjóraembættinu af Bjarna,
varð ráðherra 1959. Gunnar hélt
sæti sínu í borgarstjórn það
kjörtímabil og byrjaði á að fá leyfi
um sinn frá störfum borgarstjóra.
Þá voru til bráðabirgða settir tveir
borgarstjórar, Geir Hallgrímsson og
Auður Auðuns. Gunnar var forseti
borgarstjórnar og sat áfram í borg-
arráði.
Geir Hallgrímsson var borgar-
stjóri 1959 til 1972. Hann varð al-
þingismaður 1970 og forsætisráð-
herra 1974.
Birgir ísleifur Gunnarsson tók við
embættinu af Geir, hann varð þing-
maður 1979, ári eftir að hann lét
af störfum borgarstjóra.
„Borgarstjóri og forsætisráð-
herra, það dettur engum manni í
hug að fari saman," segir Magnús
Óskarsson. „Það stendur bara þann-
ig af sér almanakið að borgarstjórn-
arfundur, sem er hálfsmánaðarlega,
er á fímmtudegi og það segir sig
sjálft að borgarstjóri sem tekur við
og varaborgarfulltrúa í liðinni viku'
má ráða að keppni hafi farið af stað
á milli manna um hver yrði valinn.
í byrjun vikunnar voru einkum Vil-
hjálmur og Árni nefndir til sögunn-
ar, en fljótt kom nafn Katrínar upp,
einnig Magnúsar, hann væri til stað-
ar, ef ekki næðist samstaða um eitt-
hvert hinna, þótt hann sækist ekki
eftir embættinu eins og fram kemur
í viðtali við hann hér á opnunni.
Einhverjir borgarfulltrúar hafa
lofað stuðningi við borgarstjóra-
kandidata, en hlutföll eru óljós. Einn
úr 20 manna hópnum segir: „Ég
lofaði mínum stuðningi miðað við
að valið stæði milli tveggja, ég hlýt
að endurskoða það þegar fleiri
blanda sér í málið."
Eining í hættu
Mikil áhersla hefur verið lögð á,
í málflutningi sjálfstæðismanna, að
borgarstjórnarflokkurinn sé sam-
stæður hópur. Þegar fjórir borgar-
fulltrúar, ef ekki fleiri, sækjast eftir
embætti borgarstjóra, setur ugg að
mönnum um að samstaðan rofni.
Sá uggur magnaðist í vikunni, þegar
fjölmiðlar fluttu frásagnir af meintri
baráttu milli manna.
Borgarfulltrúar og varaborgar-
fulltrúar sem rætt var við létu í ljósi
ótta um að ef svo héldi áfram sem
horfði, liti út fyrir harðvítug átök
milli manna, borgarstjórnarflokkur-
inn gæti skipst upp í fylkingar og
trúnaðarbrestur orðið á milli manna.
Innan borgarstjórnarflokksins höfðu
menn gert með sér samkomulag um
að útkljá málið innan hópsins, reka
það ekki í fjölmiðlum. Þegar fjölmiðl-
arnir fóru engu að síður að fjalla
um málið olli það spennu á milli
manna.
Eftir því sem leið á vikuna var
greinilegt að menn höfðu róast og
ákveðið að láta opinbera umræðu
og ágiskanir um eftirmann Davíðs
Oddssonar ekki stýra geði sínu meira
en góðu hófi gegndi, tónninn linaðist
og áherslan á samheldni og sátt
varð ríkjandi, þótt enn vildi hver
halda sínum hlut.
Einn borgarfulltrúi sagði:
„Ábyrgð okkar borgarfulltrúa er
mjög mikil og þessi hópur hefur
miklar skyldur gagnvart íbúum
borgarinnar. Miklar kröfur eru gerð-
ar til okkar og við verðum að standa
undir þeim kröfum. Þess vegna verð-
um við að halda ró okkar og hlíta
niðurstöðu borgarstjórnarflokksins
þegar hún liggur fyrir."
Spyrja má hvers vegna ekki sé
einhlítt hver taki við af Davíð. Um
það skal ekki dæmt hér, en einn
borgarfulltrúi lýsir stöðunni svo: „Ég
Davíó Oddsson
MJÚ6 WKILY/E6T iB
SMTMHMSMSIEKKI
DAVÍD Oddsson borgarstjóri hef ur lykilhlutverki að gegna við val
eftirmanns síns, þar sem í hans hlut kemur að ná samstöðu í borgar-
sti^rnarflokki sjálfstæðisnianna um valið. Hann ræðir við borgarfuil-
trúa og varaborgarfulltrúa um eða eftir helgina og stefnt er að því
að ákvbrðun sjálfstæðismanna um eftírmann hans liggi fyrir í vikulok.
Rætt var við Davíð um þetta verkefni og hans framtið sem borgarfull-
trúa, eftir að hann hefur tekið víð embætti forsætisráðherra.
Davíð ságði að reynt verðí að
ganga frá ákvörðun um arftaka
hans í borgarstjóraembætti fyr-
ir borgarstjórnarfund 16. maí. Hann
t kvaðst ætla að ræða við hvern og
einn borgarfulltrúa og varaborgar-
fulltrua Sjálfstæðisflokksins. „Eftir
það mun ég væntaniega gera tillögu
til borgarsyómarflokksins," sagði
hann. „Ég býst við að það gerist I
næstuviku."
Davfð var spurður hvort hann
hefði áhyggjur af deilum innan borg-
arstiórnarflokksins um borgarstjóra-
efni, hugsanlega illvígum deilum.
„Ég hef nú passað að fjálla lítið um
þetta meðan á þessu stæði, en ein-
hvern veginn ímynda ég mér að það
aetti að vera hægt að komast hjá því
að hafa iilvígar deilur um þetta, með
þessari aðferð sem ég hef notað, eins
og með ráðherrana, að tata við alla
ogheyrahpðið."
Hann kvaðst mundu reyna að
held að staðan sé þannig að það sé
ekki hægt að benda afgerandi á'einn
mann núna sem allir segðu um:
Húrra, þessi maður er góður, og
stendur þannig upp úr. Þetta er
vandinn sem við eigum við."
Mörg sjónarmið koma til álita við
val borgarstjóra: Sumir vitna til þess
að viðtakandi borgarstjóri hafi jafn-
an verið ungur, milli þrítugs og fer-
tugs, eins og Bjarni, Gunnar, Geir
og Birgir ísleifur. Sumir vilja að
kona fái að spreyta sig á starfinu,
sumir vilja mann sém fyrst og fremst
hefur sýnt stjórnunarhæfileika og
býr yfir mikilli reynslu, aðrir leita
að foringjaeiginleikum sem höfða til
almennings.
Hinn almenni sjálfstæðismaður í
borginni segir síðan sitt álit í næsta
prófkjöri. Þar verður val borgar-
stjóra nú staðfest fái hann góða
kosningu, eða að honum verður
hafnað og leitað eftir' nýjum. Af
Léttmjólkin er fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum a'ð jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri og
)