Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 j< .>j |/ MORGUNBÍÚAÐlSKffiíWSSEðíA^Ul' ÍW'^' H 823 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjöm Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁmiJörgensen. . Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Viðskilnaður vinstri stjórnar Iumræðum um stjórnarskiptin, sem fram hafa farið að und- anförnu, hafa talsmenn fráfar- andi ríkisstjórnarflokka haldið því fram, að þeir hafi skilað ein- hverju bezta búi, sem sögur fara af í hendur hinni nýju ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hið eina, sem er rétt í þeim fullyrðingum, er sú staðreynd, að verðbólgustigið nú er lægra en það hefur nokkru sinni verið sl. tuttugu ár. Þetta lága verðbólgustig náðist vegna frumkvæðis aðila vinnumarkað- arins, eins og Morgunblaðið hef- ur margslnnis bent á. Hitt er mikið áhyggjuefni hve viðskilnaður fráfarandi ríkis- stjórnar í ríkisfjármálum er hrikalegur. í stuttu máli er því spáð, að hallinn á rekstri ríkis- sjóðs verði að óbreyttu 8-12 milljarðar króna. Jafnvel fyrr- verandi fjármálaráðherra, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, hefur við- urkennt, að þessi halli verði um og yfir 6 milljarðar króna. Þá kemur í ljós, að sparnaður hér innanlands ér ekki meiri en svo, að nánast útilokað er að jafna þennan hallarekstur með inn- lendum lántökum. Og loks er augljóst, að fráfarandi ríkis- stjórn hefur haldið vaxtastiginu niðri af pólitískum ástæðum með þeim afleiðingum, að ríkissjóði hefur gengið afar illa frá ára- mótum að selja ríkisverðbréf, þegar á heildina er litið. Það er heldur óskemmtilegt fyrir nýja ríkisstjórn að taka við ástandi af þessu tagi. Það er lítið fagnaðarefni fyrir Davið Oddsson, forsætisráðherra, og Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, að þurfa að lýsa því eftir fyrsta fund hinnar nýju ríkis- stjórnar að óhjákvæmilegt verði að hækka vexti og jafnvel að taka erlend lán til þess að fjár- magna þann hallarekstur, sem fyrrverandi ríkisstjórn skildi eft- ir. En á þessum óskemmtilegu viðfangsefnum verður núver- andi ríkisstjórn að taka þegar í stað. Hitt er svo annað mál, að þess verður vænzt, þegar tekið er mið af málflutningi stjórnar- flokkanna í kosningabaráttunni og þá ekki sízt talsmanna Sjálf- stæðisflokksins, að þessum vandamálum verði ekki bara mætt með vaxtahækkun og er- lendum lántökum. Það skiptir öllu máli, áð nú á þessu vori verði gerðar ráðstafanir til þess að draga saman seglin í ríkis- fjármálum, að skera niður út- gjöld með afgerandi hætti og draga að öðru leyti úr fjárþörf opinberra aðila. Takist það, lækka vextir fljótt á nýjan leik, bæði atvinnulífi og einstakling- um til hagsbóta. Ríkisstjórnin má ekki draga það fram á næsta haust, þegar fjárlagafrumvarp verður lagt fram, að leggja fram tillögur sínar um niðurskurð á ríkisút- gjöldum og annan samdrátt í ríkisumsvifum. Slíkar tillögur þurfa að koma fram á næstu mánuðum og undan því verður ekki vikizt með nokkrum hætti. Framtíð þessarar ríkisstjórnar getur byggzt á því, að vel takist til í þeim efnum og enginn vafi leikur á því, að hún hefur nú í upphafi starfsferils síns byr til þess að taka á málum með þess- um hætti. Það verður erfiðara, þegar líður á kjörtímabilið. Kvótinn og Seyðis- fjörður Líklega er fiskveiðistefnan og kvótakerfið margslungn- asta viðfangsefni, sem til um- ræðu er um þessar mundir. Fyr- ir hálfum mánuði birtust í Morg- unblaðinu viðtöl við launþega, atvinnurekendur og forsvars- menn sveitarfélagsins á Seyðis- firði. Þar birtist önnur hlið á kvótakerfinu, sem lítið hefur verið fjallað um. Víða á lands- byggðinni er vandinn sá, að fiskiskip í einstökum sjávar- plássum^ hafa ekki nægilegan kvóta. Á Seyðisfirði er nægur kvóti en vandinn er í því fólg- inn, að annar togarinn, sem þaðan er gerður út, selur allan afla sinn á erlendum markaði en hinn togarinn að hluta til. Afleiðingin er sú, að vinnu vant- ar fyrir verkafólk í landi. • Kvótinn fylgir hins vegar skipum en ekki byggðarlögum. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, sagði í sam- tali við Morgunblaðið: „í núver- andi kerfi er útgerðinni treyst fyrir þessum rétti ... Og þeir eiga ekki að ráðstafa kvóta óháð hagsmunum byggðarlagsins." Trausti Magnússon, skipstjóri, segir hins vegar: „Útgerðin parf að hafa ráðstöfunarrétt á kvót- anum til að fiska með sem hag- kvæmustum hætti." Og Jón Guðmundsson, varaformaður Verkamannafélagsins Fram, sagði í samtali við Morgunblað- ið: „Hérna kristallast allir gallar kvótakerfisins. Það gengur ekki að útgerðarmenn „eigi" kvóta, sem byggðarlögum er ætlað að lifa á." Þetta er ein hlið kvótakerfis- ins, sem lítið hefur verið rædd, en er dæmi um, að þetta kerfi getur valdið ófriði í einstökum byggðarlögum, sem menn sjá ekki fyrir endann á. ~t AO STJÓRN- X^x^i«mála- flokkar haf a sinn tíma einsog annað og engin trygging fyrir því nú- verandi flokkaskipan sé óhagganleg í svo gjörbreyttum heimi sem raun ber vitni. Það er ávallt hætta á pólitískri upplausn í kjölfar breyttrar heims- myndar. Við lifum nú slík tímamót. Jafnvel Alþýðubandalagið er orðið að tveimur ef ekki þremur flokks- brotum. Það segir sína sögu — og þá ekki síður hitt hve dreifbýlissjón- armið eru farin að há flokknum í þéttbýlinu. Jafnaðarmennska nægir engum flokki til fulltingis í nútíma- þjóðfélagi. Hún er einsog skófir í gömlum grautardalli; ekkert ný- næmi lengur. Samt eru vígorð borgara og bylt- ingarmanna í Frakklandi 1789 í fullu gildi; jafnrétti og bræðralag. En ungt fólk vill frelsi til að skara framúr; njóta þess sem það getur fengið. Oheft. Kreppusöngurinn heyrir fortíðinni til. En ungt fólk rekur sig einnig á. Og það hugsar stundum um harm- kvæli annarra. En það er ekki með hugann við dýrkeypta reynslu sér eldra fólks; ekki einsog mín kynslóð HELGI spjall og þeir sem ólu okkur upp. I samkeppnis- basli nútímans er við- miðunin ekki fortíðin, heldur útlönd. En það er hægt að læra af fortíðinni, ekki síður- en útlöndum. Hún er í blóði okkar, útlönd stjörnur í augum. Samt er fortið okkar ekkisízt í útlöndum þarsem fátækt, hungur og sjúk- dómar eru enn óviðráðanleg vanda- mál einsog á íslandi framá þessa öld. -I A O VIÐ VITUM FRELSIÐ J-TcO»þarf ekki endilega að vera uppórvandi næring en getur þjónað undir afvegaleiðandi tízku sem leggur áherzlu á heldur vafa- söm gildi, svo ekki sé meira sagt, fremuren þau andlegu verðmæti sem íslenzka þjóðin hefur yljað sér við öldum saman. 1 A Á ÞAÐ EREKKI FURDA XTCTc»þótt ástandið — og því síður alþýðan — í heiminum sé ekki uppá marga fiska, einsog ólögin blasa hvarvetna við. Lituma lög- regluforingi í þeirri ísmeygilegu skáldsögu Lloza Vargas, Hver drap Palomínó' Móleró, vildi helzt gráta yfir ástandinu í heiminum og kall- aði hann þó ekki allt ömmu sína. Og prinsinn í söngleiknum Inní skóginn sem við sáum í New York sumarið '89 og segir raunar allt sem segja þarf um hæfileika nútíma- stjórnmálamanns syngur hástöfum, Mér var kennt, segir hann, að vera aðlaðandi, en ekki einlægur. Og þá er vert að stanza andartak við skelfilegar athugasemdir Solzhenit- syns sem hefur meiri og bitrari reynslu af arftökum frönsku jakob- ínanna en flestir aðrir. Skáldið var- ar við þeim sem leika á selló einsog úlfar og minnir á að nauðgari sé ekkert betri þótt hann tali sama tungumál og fórnardýrið. Þannig afgreiddi hann stjórn síns eigin lands. Og samt eru stjórnmálamenn ævinlega að leiða okkur inní ein- hverja paradís. Við vitum hvernig paradís einræðisins er og hið fyrir- heitna land lýðræðisins býður uppá jafnmikið af vonbrigðum og ein- lægri gleði. George Keller í The Class eftir Erich Segal vissi ekki hvernig hann átti að vera hamingju- samur. Það var hið eina sem þeir gátu ekki kennt honum í Harvard, segir höfundurinn. M. (meira næsta sunnudag.) ISTEFNUYFIRLÝSINGU RÍKIS- stjórnar Davíðs Oddssonar, sem birt var hér í blaðinu sl. þriðju- dag, segir m.a.: „Ríkisstjórnin stefnir að opnun og eflingu íslenzks samfélags m.a. með afnámi einokunar og hafta í atvinnulífi og viðskiptum, með aukinni samkeppni á markaði í þágu neyt- enda og löggjöf gegn einokun og hringa- myndun." í ljósi þessara ákvæða í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er ástæða til að vekja athygli á grein eftir Björn G. Ólafs- son, þjóðfélagsfræðing hjá Byggðastofn- un, sem birtist í tímaritinu Vísbendingu, sem gefið er út af Kaupþingi hf. Greinin er birt hér á eftir í heild með leyfi höfund- ar og ritstjóra Vísbendingar. Það skal tek- ið fram, að sleppt er heimildarskrá og til- vísunum í hana. Greinin er svohljóðandi: „Fram yfir seinni heimsstyrjöld var lítið til af lögum gegn hringamyndunum (anti- trust law) nema í Bandaríkjunum en þar voru slík lög fyrst sett nokkru fyrir alda- mótin (Sherman Act 1890). Frá stríðslok- um hafa flest vestræn ríki sett slíka lög- gjöf með einum eða öðrum hætti. Meginviðfangsefni laga gegn hringa- myndun í Bandaríkjunum er „einokun, við- skiptahindranir, ósanngjörn samkeppni og áþreifanleg minnkun á samkeppni". Lögin beinast meðal annars að því að hindra hvers konar „samsæri gegn neytendum" og tryggja það að fyrirtæki sem fyrir eru á markaði geti ekki komið í veg fyrir að nýir keppinautar komist inn á markaðinn. Þrátt fyrir umfangsmikla löggjöf í yest- rænum löndum hefur ekki tekist að koma í veg fyrir myndun fárra öflugra fyrir- tækja í mörgum iðngreinum. Að vísu er hrein einokunaraðstaða fágæt en sam- keppni fárra er venjan á mörgum sviðum. Svo mikið er um stórfyrirtæki með sterk tök á markaði, að þar virðist um að ræða óhjákvæmilegan fylgifisk hagþróunar. Þessi staðreynd dregur þó ekki úr mikil- vægi löggjafar til að hindra einokun og hringamyndun. Með því að setja strangari reglur um viðskipti með hlutabréf, sem meðal annars takmörkuðu möguleika hlutafélaga á því að kaupa hlutafé með atkvæðisrétti í öðrum hlutafélögum, yrði árangur af hringalöggjöf vafalítið betri. Hjá litlum þjóðum þar sem heimamark- aður er smár er við sérstök vandamál að etja í þessu efni þar sem oft þarf að fórna stærðarhagkværnni í rekstri fyrirtækja til þess að tryggja frjálsa samkeppni. Fyrir- tæki í litlum þjóðfélögum, sem selja ein- göngu á heimamarkaði, verða fljótlega of stór frá sjónarmiði frjálsrar samkeppni. Það er ekki alltaf vegna þess, að um skipu- legar aðgerðir til að ná einokun eða mynda bandalag á markaði sé að ræða heldur vegna þess, að sæmileg hagkvæmni í rekstri næst aðeins, ef markaðshlutdeild er veruleg. Við þessum tæknilegu aðstæð- um, sem hvetja til fákeppni er lítið að gera nema efla verðlagseftirlit og reyna að auka sem mest samkeppni frá innflutn- ingi. Hvort sem þetta er hugsunin á bak við lögin um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti frá 1978 eða ekki þá fjalla þau mest um Verðlagsstofn- un og verðlagseftirlit af ýmsu tagi en að- eins lítillega um hringamyndun. í fjórða kafla laganna „Markaðsráðandi fyrirtæki og samkeppnishömlur" eru ákvæði sem setja hömlur á samráð á milli fyrirtækja en ekki er um að ræða ítarlega löggjöf til dæmis í líkingu við áðurnefnda lagahefð í Bandaríkjunum. íslenskur hlutafjár- markaður STUTT ER SÍÐAN hlutafjármarkaður tók til starfa hér á landi. Með auknum viðskiptum á hluta- fjármarkaði verður auðveldara á margan hátt að eignast fyrir- tæki að hluta eða að öllu leyti. Þar'sem mikill fjöldi smárra og vanmáttugra fyrir- tækja hefur verið galli á íslensku hagkerfi gæti starfsemi hlutafjármarkaðar auðvel- dað samruna fyrirtækja og styrkt sam- keppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum aðilum. En jafnframt vex hættan á því að fyrirtæki kaupi út samkeppnisaðila á innlendum markaði með það í huga að ná einokunaraðstöðu á einhvern hátt. Þessi möguleiki kemur ekki á óvart og' kallar í sjálfu sér ekki á önnur viðbrögð af hendi löggjafans en hefðbundnar að- gerðir gegn hringamyndun, sem væri þó erfitt að útfæra vegna smæðar heima- markaðar. Frá stjórnmálalegum sjónarhóli er hins vegar um sérstakt vandamál að ræða vegna þess, að stjórnmálalegt vald fylgir jafnan efnahagslegum styrk. Ef stærstu fyrirtæki landsins lúta stjórn fárra aðila safnast upp stjórnmálalegt vald, sem ástæða er til að óttast. Við þeirri hættu verður að bregðast, þótt hugsanlega þurfi að fórna einhverri stærðarhagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Fyrir alllöngu ritaði hagfræðingurinn F.A. Hayek greín um hlutverk og stöðu fyrirtækja (hlutafélaga) í lýðræðisþjóðfé- lögum. Hann reyndi að svara þeirri spurn- ingu í hvaða þágu eigi að reka fyrirtæki og hvernig tryggja megi að rekstur fyrir- tækja miðist eingöngu við það markmið að ávaxta sem best hlutafé eigendanna. Hayek telur, að það leiði til óhagkvæmni í rekstri og óæskilegrar valdatilfærslu til stjórna fyrirtækja, ef þau eru rekin í þágu annarra sjónarmiða svo sem að halda uppi átvinnu. í greininni varar hann sérstaklega við þeirri hættu sem felst í því, að fyrirtæki geti keypt upp hlutabréf með atkvæðis- rétti í öðrum fyrirtækjum. Möguleikinn á því að fyrirtæki geti náð stjórn á öðru fyrirtæki gefur færi á því, að menn sem eiga lítinn eignarhluta nái algjörri og fylli- lega löglegri stjórn yfír margfalt meiri eignum. F.A. Hayek leggur til, að hlutafé- lögum verði einfaldlega bannað að eiga hlutafé í öðrum fyrirtækjum nema sem fjárfestingu og þá án atkvæðisréttar. Hættan á þessari samþjöppun efnahags- legs valds er örugglega mun meiri í litlum hagkerfum þar sem örfá fjársterk fyrir- tæki eru fyrir á hlutafjármarkaði. Bann við hlutafjáreign með atkvæðisrétti er þó varla rétta leiðin til að koma í veg fyrir þetta. í fyrsta lagi myndi slíkt bann raska verulega öllu efnahagslífi þar sem algengt er að fyrirtæki eigi hlutafé í öðrum hlutafé- lögum. í öðru lagi er hæpið að menn vildu fjárfesta í öðru fyrirtæki, ef menn hefðu engin áhrif á það hvernig þeim fjármunum Væri varið. í þriðja lagi er þátttaka stórfyr- irtækja í nýjum atvinnurekstri oft gagn- leg. Nýja fyrirtækið getur til dæmis nýtt sér stjórnarsetu reyndra starfsmanna frá stórfyrirtækinu til að komast yfir byrjunar- örðugleika og afla fyrirtækinu trausts. Hins vegar er alveg ljóst, að stórfelld kaup rótgróinna fyrirtækja á hluta i öðrum jafn- traustum fyrirtækjum, eða keðjukaup hlutafélaga á hlutabréfum í öðrum félögum sem svo eiga aftur hlut í upphaflegu hluta- félögunum, eiga sér engar forsendur aðrar en valdayfirráð og hringamyndun sem ekki hefur þjóðhagslegan hagnað í för með sér. Ein hugmynd í þessu sambandi er að takmarka þann tíma sem hlutafélög geta átt hlutafé með atkvæðisrétti í öðrum fé- lögum. Að þeim tíma liðnum verður að selja hlutaféð eða kaupa upp fyrirtækið að öðrum kosti (ef það leiðir ekki til einok- unar). Með þessu er hlutafélögum "gert kleift að nýta fjárfestingarmöguleika og efla nýjan atvinnurekstur. Ef skylt er að selja eftir tiltölulega skamman tíma myndi hætta á hringamyndun og óeðlilegri valda- tilfærslu minnka stórlega. Þessar rök- semdir gilda einnig um hlutafé í eigu opin- berra fjárfestingarlánasjóða. Þar er hætt- an þó ekki valdasöfnun einkaaðila utan við stjórnskipun heldur of mikil ítök hins opinbera í atvinnulífinu og hætta á að hvers konar félagsleg sjónarmið dragi úr arðsemiskröfum og minnki samkeppnis- anda. Öflugur hlutafjármarkaður verður vafa- lítið til þess að auka arðsemiskröfur í at- vinnurekstri og hvetja til nýrra og áhrifa- ríkra fjárfestinga. Hins vegar er hætta á því að einokun og uppsöfnun fyrirtækja- valds verði auðveldari, en lítil hagkerfi eru REYKJAVIKURBREF Laugardagur 4. maí sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum áhrifum. Til þess að efla frjálsa samkeppni og tryggja eðlilega valddreifingu er nauðsyn- legt að setja lög gegn hringamyndunum sem meðal annars takmörkuðu möguleika hlutafélaga til að kaupa hluti með atkvæð- isrétti í öðrum fyrirtækjum. Slík lagasetn- ing er verðugt verkefni fyrir nýkjörið Al- þingi." Vaxandi stuðningur EINS OG SJÁ MÁ af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og grein Björns G. Ólafsson- ar í Vísbendingu, er vaxandi stuðningur við þau sjónarmið, sem sett hafa verið fram á þessum vettvangi, um nauðsyn þess að settar verði strangar reglur um starfsemi hlutabréfamarkaðarins hér og m.a. komið í veg fyrir, að hlutafélag geti náð undirtökum í öðru hlutafélagi með takmarkaðri eignaraðild. Þorsteinn Pálsson, hinn nýskipaði dóms- og sjávarútvegsráðherra, gerði þessi mál að umtalsefni í kosningabaráttunni á dög- unum. Á almennum stjórnmálafundi Sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, skömmu fyrir kosningar, þar sem þeir fluttu ræðu Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, sagði hinn fyrrnefndi m.a.: „Við verðum að gæta þess Sjálfstæðismenn á þessum breytingatímum að hlú að grundvelli sam- keppninnar og koma í veg fyrir óeðlilega hringamyndun stærstu fyrirtækjanna í landinu." Þessi yfirlýsing eins áhrifamesta þingmanns Sjálfstæðisflokksins nú um stundir hefur geysilega þýðingu. í viðtali við Stöð 2 að kvöldi'l. maí sl. tók Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, í sama streng og varaði sérstak- lega við einokun í samgöngum. Ummæli þessara tveggja ráðherra gefa tvímæla- laust til kynna, að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar muni fylgja fast eftir því ákvæði stefnuyfirlýsingar stjórnarflokkanna, sem vitnað var til í upphafi þessa Reykjavíkur- bréfs. Þá er ástæða til að minna á þingsálykt- unartillögu, sem Matthías Bjarnason, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Vest- fjarðakjördæmi, og Eyjólfur Konráð Jóns- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi, fluttu á Alþingi fyrr í vetur. Tillaga þessi var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela viðskiptaráðherra að undirbúa nú þegar löggjöf um yfirtöku- tilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélög til þess að vernda félagsmenn og aðra, sem hagsmuna eiga að gæta. Leggja skal frum- varp um þetta efni fyrir 114. löggjafar- þing, svo að ný lög um þetta efni geti tekið gildi eigi síðar en 1. janúar 1993." í greinargerð með tillögu þessari segir m.a.: „Á síðustu örfáum árum hefur áhugi almennings á því að leggja fé sitt í hlutafé- lög til ávöxtunar og uppbyggingar at- vinnulífsins farið vaxandi. Það er mjög óheppilegt, að einstakir aðilar geti stjórnað slíkum fyrirtækjum, nánast eins og einka- fyrirtækjum, án þess að eiga nema tiltölu- lega takmarkaðan hluta þeirra. Af þessum sökum er orðið tímabært að setja reglur, sem tryggja að einstaklingar eða lögaðilar geti ekki náð virkum yfirráðum slíkra hlutafélaga með því að kaupa tiltekinn hluta hlutafjárins, sem tryggir þeim slík yfirráð án þess að þeim sé um leið gert skylt að bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hluti. Verði þetta ekki gert er hætt við því, að sú staða kunni að koma upp að stór hluti hluthafanna sitji uppi með verðlaus eða verðminni hlutabréf, en þeir áttu fyrir yfirtökuna." Þær hugmyndir, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni í tilefni af grein í Vísbendingu og stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, eru í samræmi við þau áform, sem nú eru uppi innan Evrópubandalags- ins. í aðildarlöndum þess taka gildi skv. ákveðnum reglum ákvæði sem þýða, að eigi fyrirtæki þriðjung hlutafjár í öðru fyrirtæki sé því skylt að gera tilboð í öll hlutabréf í þvi fyrirtæki. í þessum nýju reglum Evrópubandalagsins felst að þegar eignaraðild er metin, er hlutur viðkomandi fyrirtækis, stjórnenda þess og nánustu Sjónarmið Hayeks ættingja lagður saman og eigi þessir aðil- ar samtals um þriðjung hlutafjár beri þeim að haga sér samkvæmt framangreindu. í umræðum um Evrópubandalagið á undan- förnum árum hefur það hvað eftir annað komið fram, að talsmenn viðskiptalífsins telja nauðsynlegt að atvinnulífið hér búi við sömu skilyrði og atvinnulífið í Evrópu- bandalagslöndunum. Þær óskir hljóta ekki síður að eiga við um þau skilyrði, sem ríkja á hlutabréfamarkaði en t.d. varðandi skatt- heimtu og má þess vegna búast við öflug- um stuðningi forráðamanna atvinnulífsins við þau áform ríkisstjórnarinnar, sem að framan er lýst. BJÖRN G. ÓLAFS- son hefur komið með nýtt sjónar- horn inn í þessar umræður, þar sem eru skoðanir hins heimskunna hagfræð- ings, F.A. Hayeks, á stöðu hlutafélaga gagnvart öðrum hlutafélögum. Eins og kunnugt er kynnti Geir Hallgrímsson fyrst- ur manna skoðanir Hayeks hér á landi fyrir mörgum áratugum, en á seinni árum hafa hinir ungu og ötulu frjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins haldið skoðun- um hans mjög fram í umræðum hér. í grein sinni í Vísbendingu vitnar Biörn G. Olafsson til ritgerðar í bók eftir Hayek, sem nefnist „Studies in Philosophy Politics and Economics", en bók þessa tileinkar Hayek Karli Popper, sem frjálshyggju- menn hafa einnig kynnt hér. Ritgerðin sjálf, sem vitnað er til, nefnist „The Corp- oration in a Democratic Society". í ritgerð þessari kveðst Hayek aldrei hafa skilið rökin fyrir því að leyfa fyrir- tækjum að fara með atkvæðisrétt í öðrum fyrirtækjum, sem þau eiga hlutabréf í. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að Hay- ek gerir skýran greinarmun á hlutafjáreign og atkvæðisrétti, sem vel getur komið til álita við þær aðstæður, sém hér ríkja. Hayek bendir á, að það fyrirkomulag, að fyrirtæki geti farið með atkvæðisrétt í öðru fyrirtæki, sem það á hlut í, gefi hug- takinu eignaréttur aðra merkingu en það er að jafnaði talið hafa. I stað þess að vera samband eignaraðila, sem hafi sam- eiginlega hagsmuni, breytist fyrirtækið í samband hópa, þar sem hagsmunir geti rekist mjög á. Hayke bendir síðan á, að hópur, sem á sjálfur aðeins lítið brot af þeim eignum, sem viðkomandi fyrirtæki á, geti með sér- stökum hætti náð yfirráðum yfir eignum, sem séu rnargfalt meiri en þessi hópur á sjálfur. Með því að eiga ráðandi hlut í fyrirtæki, sem á ráðandi hlut í öðru fyrir- tæki, geti tiltölulega lítil eign einstaklings eða fyrirtækis leitt til þess, að þeir hinir sömu ráði yfir margfalt meiri eignum. Hayek kveðst ekki sjá nokkra ástæðu til að banna fyrirtæki að eiga hlut í öðru fyrirtæki, sem fjárfestingu, en hins vegar eigi atkvæðisréttur ekki að fylgja þeirri hlutafjáreign. Þá segir Hayek, að mögu- leikinn á slíkri óbeinni keðjuverkandi eignaraðild að fyrirtækjum geti tryggt stjórnendum viðkomandi fyrirtækis, þ.e. örfáum einstaklingum, eins og hann segir sjálfur, völd langt umfram það, sem eign þeirra sjálfra veitir þeim. Eins og lesendur Reykjavíkurbréfs sjá er Hayek að lýsa í þessari ritgerð, sem skrifuð er fyrir alllöngu, aðstæðum, sem nú þegar eru komnar upp á hlutabréfa- markaðnum hér og í viðskiptalífi okkar Islendinga. Hafi einhverjir talið, að skoð- anir þeirra, sem telja þetta óeðlilega þró- un, eigi eitthvað skylt við sósíalisma eða vinstrimennsku, ættu þeir hinir sömu ekki lengur að velkjast í vafa um, að þær spretta þvert á móti upp úr grundvallarlífsviðhorf- um borgaralegra afla. Með því að gera ráðstafanir til þess að stöðva þessa þróun er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að fylgja fram meginstefnu Sjálfstæðisflokksins og koma í veg fyrir misnotkun og afskræm- ingu á þeim hugsjónum, sem Sjálfstæðis- menn hafa barizt fyrir áratugum saman. Þar fyrir utan er slík löggjöf, sem vikið er að í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkis- stjórnar, nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi í þessu fámenna þjóðfé- lagi. Slíkt jafnvægi er forsenda þess, að sæmilegur friður og sátt ríki meðal hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Þess vegna eru þeir aðilar í viðskiptalífinu, sem raska þessu jafnvægi, að kalla yfír sig afskipti löggjaf- arvaldsins, sem væru óþörf, ef menn kynnu sér hóf. Morgunblaðið/KGA „Hayek kveðst ekki sjá nokkra ástæðu til að banna fyrirtæki að eiga hlut í öðru fyrirtæki, sem fjárfestingu, en hins vegar eigi atkvæðisréttur ekki að fylgja þeirri hlutafjár- eign. Þá segir Hayek, að mögu- leikinn á slíkri óbeinni keðju- verkandi eigna- raðild að fyrir- tækjum geti tryggt sljórnend- um viðkomandi fyrirtækis, þ.e. örfáum einstakl- ingum, eins og hann segir sjálf- ur, völd langt umfram það, sem eign þeirra sjálfra veitir þeim."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.