Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 12
& MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1991 í upphafi stfórnarsamstarfs: Yfírboróió slétt ogfellt. stjórn þessa lands, en efnahagsmál og fjármál heyra undir forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyti. Kratar segja að formaður þeirra nagi sig nú í handarbökin fyrir að hafa ekki haldið kröfunni um sjáv- arútveginn til streitu, því þeir jafnt og ýmsir sjálfstæðismenn eru þess fullvissir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki látið brotna á þessu máli. Alþýðuflokknum var það geysi- legt kappsmál að fá sjávarútvegs- málin í sinn hlut, og var formaður . flokksins jafnvel reiðubúinn til þess að gefa eftir umhverfisráðuneytið til þess að svo mætti verða. En á löngum þingflokksfundi Sjálfstæð- isflokksins á mánudagsmorgun, þar sem þingmenn fluttu yfir fimmtíu ræður (segi og skrifa fimmtíu ræð- ur!), kom það berlega á daginn að meirihluti þingflokksins gat ekki 'sætt sig við forræði Alþýðuflokks- ins í sjávarútvegsmálum og hluta viðskiptamálanna að auki og þar með var sá kostur úr sögunni. Forysta Alþýðuflokksins er mjög efins um ágæti þess að Þorsteinn Pálsson skuli hafa valist í embætti sjávarútvegsráðherra, þótt kratar viðurkenni réttilega að'það sé Sjálf- stæðisflokksins en ekki Alþýðu- flokksins að velja þá menn sem flokkurinn treystir í þau ráðherra- embætti sem í hlut Sjálfstæðis- flokksins komu. Engu að síður segja kratar að yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar um að hugmyndum krata um kvótaleigu eða auðlindaskatt verði stungið undir stól og að við endurskoðun laga um fiskveiði- stjórnun verði byggt á þeim grunni sem fyrir er, boði ekki samstarfs- vilja né það að nýbakaður sjávarút- vegsráðherra hyggist koma til móts við stefnu Alþýðuflokksins þegar að endurskoðun laganna kemur, en henni á að vera lokið fyrir árslok 1992. Kratar telja að Þorsteinn Pálsson sé um of bundinn á klafa hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna, og ganga svo langt að kalla ráðherrann hagsmunagæslu- mann Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍU. Eru þeir lítt trúaðir á að endurskoðun laganna undir forræði Þorsteins hafi annað í för með sér en að tryggja hagsmuni LÍÚ um aldur og ævi. Raunar höfðu kratar hugmyndir um að ráðherra Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- málum yrði Friðrik Sophusson, en ekki Þorsteinn Pálsson, þegar fyrir lá að Sjálfstæðisflokkurinn gæfí ráðuneytið ekki eftir, en það breytt- ist svo eftir að Þorsteinn sóttist eftir því ráðuneyti. Það sem er kannski enn alvar- legra í þessum efnum er að ákveðn- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeirra á meðal þingmenn sem studdu Þorstein í formannsslagn- um, hafa uppi vissar efasemdir um Þorstein í embætti sjávarútvegsráð- herra og eiga bágt með að skilja hvað ráðherrann sé að fara í upp- hafi stjórnarsamstarfs, með ofan- greindum yfirlýsingum. Þeir eru þeirrar skoðunar að sjávarútvegs- ráðherra gæti sem best beðið með yfírlýsingar um það með hvaða hætti endurskoðun laga um stjórn- un fiskveiða verði, þar til sú endur- skoðun er komin vel á veg. Þorsteinn á hinn bóginn hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að það sé grundvallaratriði að sjávar- útvegurinn viti við hvaða kerfi hann á að búa til frambúðar. Því sé fjarri öllu lagi að gefa undir fótinn með það að í framtíðinni verði ekki byggt á því kerfi sem nú er við lýði við stjórnun fiskveiða. Yfirlýsingar hans um að sjávarútvegurinn mætti treysta því sem búið er að sam- þykkja hafi því verið nauðsynlegar. Þorsteinn er þeirrar skoðunar að endurskoðun laganna um fiskveiði- stjórnun eigi einkum að miða að því að sníða vankanta af núverandi kerfi, en ekki að því að breyta um kerfi. Davíð var því mikill vandi á hönd- um á mánudaginn var. Hann vissi sem var að þingflokkurinn myndi ekki gefa eftir sjávarútvegsmálin og á mánudagskvöldið hitti hann Þorstein einslega, eins og hann hafði hitt alla þingmenn Sjálfstæð- isflokksins fyrr um daginn, til þess að kanna viðhorf þeirra til stjórnar- jákvæðu áliti einstakra þingmanna á Birni leið, að fimmti ráðherra Sjálfstæðisflokksins yrði að vera landsbyggðarþingmaður. Til þessa sjónarmiðs varð formaðurinn að taka tillit og því þrengdist kandíd- atahópur þingmanna í fimmta ráð- herrastólinn eftirsótta fljótt niður í dúett landsbyggðarþingmannanna Halldórs Blöndal og Pálma Jónsson- ar. Enn rekur Davíð sig á, því líkast til hefur hann haft hug á því að fá Pálma til liðs við sig í ríkisstjórn- inni, því Pálmi studdi hann í for- mannskjörinu gegn Þorsteini, en Halldór studdi Þorstein, eins og fjórði ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, Ólafur G. Einars- son. Því er aðeins einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem getur talist nokkurn veginn hlutlaus, þegar horft er til hinna hörðu átaka milli stuðningsmanna Davíðs og Þor- steins sem áttu sér stað á lands- fundi í marsmánuði síðastliðnum — varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ¦ Þorsteinn á hinn boginn hefur ekki leg- ið á beirri skoðun sinni að hað sé grundvallar- atriði að sjávarítveg- urinn viti við hvaða kerfi hann a að bua til frambuðar. Það var svo á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á þriðjudags- morgun, 30. apríl sl., sem Davíð lagði fram tillögu sína um ráðherra- listann. Matthías Bjarnason var fundarstjóri og spurði hvort einhver vildi skriflega atkvæðagreiðslu og Ingi Björn Albertsson kvað já við. Davíð óskaði þá eftir því, studdur af þeim Þorsteini Pálssyni, Friðrik Sophussyni og Ólafi G. Einarssyni, að greidd yrðu atkvæði um tillögu formanns í heild og varð fundar- stjórinn við þeim tilmælum. 22 þingmenn samþykktu tillöguna, einn var henni andvígur og at- kvæðaseðlar tveggja voru ógildir. Guðmundur Hallvarðsson var fjar- staddur þennan þingflokksfund. Pálmi mun, eftir því sem næst verður komist, harla ósáttur við þessa niðurstöðu. Hann flutti harð- orða ræðu á þingflokksfundi á þriðjudag, þar sem hann tíundaði ástæður þess að hann teldi sig eiga kröfu á ráðherraembætti. Pálmi sagði í ræðu sinni að hann teldi sig hafa nokkurn pólitískan rétt á ráð- Þegar á Viðeyjarfundum formannanna tveggja virðist hafa verið lagður grunnur að góðu samstarfi þeirra á milli. samstarfs og ráðherravals. Davíð hafði, áður en þetta var, látið í veðri vaka að hann hefði hug á að taka að sér dóms- og kirkjumál auk forsætisráðherraembættisins. Það þarf ekki að koma á óvart, í Ijósi þess sem á undan er gengið í sam- skiptum Davi'ðs og Þorsteins, að Davíð bauð forvera sínum á for- mannsstól að velja sér ráðherra- embætti. Þorsteinn tók formann sinn á orðinu og valdi dóms- og kirkjumálin, auk sjávarútvegsráð- herraembættisins! Davíð hafði löngun til þess að fá Björn Bjarnason sem fjármálaráð- herra í ríkisstjórn sinni, en þar rak hann sig enn á fyrirstöðu. I fyrsta lagi sóttist Björn ekki eftir ráð- herraembætti, þótt hann hefði að sönnu verið reiðubúinn, hefði hann verið til þess valinn. Til þess að gæta sanngirni er rétt að greina frá því að sömu sögu er að segja af Geir H. Haarde. Frá þessu er greint nú, þar sem mér varð það á í messunni hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag að segja þá Björn og Geir virka þátttakendur í slagnum um ráðherrastóla. Davíð komst auk þess að ,raun um það, í könnunarviðræðum sínum við einstaka þingmenn, að það sjón- armið var ríkjandi, hvað svo sem Friðrik Sophusson, sem hélt sig al- gjörlega fyrir utan átökin um for- mennskuna og gaf aldrei upp hvorn hann studdi. Samtöl Davíðs við þingmenn flokksins leiddu svo í ljós að yfirv gnæfandi meirihluti þingflokksins var hliðhollur Halldóri en andvígur Pálma. Reyndar hafa ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sagt mér, að þeir hefðu gert tillögu um Halldór sem ráðherra, ef Davíð hefði gert tillögu um Pálma á þing- flokksfundinum á þriðjudaginn. Einnig kann það að hafa haft áhrif á endanlega tillögu Davíðs um ráðherralista, að Alþýðuflokkurinn sagði beinlínis þvert nei við hug- myndinni um Pálma Jónsson sem landbúnaðarráðherra og setti Davíð stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum. Nú skal hér engu spáð um það að fylkingar frá landsfundi Sjálf- stæðisflokksins verði áfram við lýði innan flokksins í því stjórnarsam- starfi sem nú er nýhafið, en óneitan- lega læðist að manni sá grunur að einmanaleiki geti sótt að valda- mesta manni þessa lands í því emb- ætti sem hann tók við á afmælis- degi eins forvera síns á formanns- stóli Sjálfstæðisflokksins og forsæt- isráðherrastóli, Bjarna Benedikts- sonar. ¦Óneitanlegalieðist að manni sá grunur að einmanaleiki geti sott að valdamesta manni þessa lands í bví embætti sem hann tok við á afmælisdegi eins forvera síns á formannsstóli Sjálf- stæðisflokksins og for- ssetisrððherrastíli, Biarna Benediktssonar. herraembætti, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn í hans kjördæmi (Norð- urlandi vestra) hefði aukið fylgi sitt meira frá síðustu kosningum en önnur landsbyggðarkjördæmi. Pálmi gerði auk þess grein fyrir störfum sínum, þekkingu og reynslu frá liðnum árum, og kvaðst telja að þeir sem þekktu til starfa hans og reynslu vissu að slík reynsla gæti nýst hvort sem væri í emb- ætti samgöngu- og landbúnaðar- ráðherra, eða í embætti fjármála- ráðherra. Það var þó skýrt af hálfu Pálma, að hann styddi Friðrik Soph- usson í embætti fjármálaráðherra, gæfí hann kost á sér í það emb- ætti. Ræða hans mun hafa fallið í mjög svo grýttan jarðveg innan þingflokksins og kallaði raunar fram ofanígjöf frá formanni flokks- ins sem sagði Pálma að þarna ætti ekki að fara fram mannjöfnuður, heldur val á ráðherrum í ríkisstjórn sem ætti að taka við völdum síðar sama dag. „Lítillátur og hógvær maður, Pálmi Jónsson!" voru háðs- yrði eins þingflokksbróður hans í mín eyru, og raunar tóku fleiri í sama streng, bara ekki jafn kald- hæðnislega. Þrátt fyrir þá staðreynd að rúm ellefu ár eru nú Iiðin frá því að Pálmi sveik lit og gerðist landbún- aðarráðherra í ríkisstjórn dr. Gunn- "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.