Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 19
töÖRGIÍNBLÁÐIÐ 'SUtimjÐÁG'ÚR S! mí ;lððl 19 október mátti lesa: „Framsókn dreymir, en íhald og kommúnistar á biðilsbuxum. Viðræður um stjórn- armyndun að hefjast ... Það mun vera skoðun sjómmálamanna að hyggilegast sé fyri. flokkana að ræðast nokkuð við fyrst áður en kemur að hinni formlegu myndun stjómar ... 1) Framsóknarflokkinn dreymir sýnilega um endurreisn vinstri stjórnarinnar í einhverri mynd og Tíminn minnir á að Fram- sókn sé mesti vinstri flokkurinn. 2) Sjálfstæðisflokkurinn hefur um- svifalaust biðlað til Alþýðuflokksins og Morgunblaðið telur stjóm þessara tveggja flokka eðlilegasta. 3) AI- þýðubandalagið biðlar í allar áttir, en Þjóðviljinn hefur tafarlaust upp harðar árásir á þá samvinnu Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks sem Morgunblaðið skrifar um, enda þótt ekkert liggi fyrir um slíkt eða annað samstarf." Bónorði ekkisvarað Fyrsta nóvember greindi dagblað- ið Tíminn sem Framsóknarflokkur- inn gaf út frá því: „Orðrómur hefur heyrzt um það, að hafnar séu óform- legar viðræður milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um stjórnar- myndun. Ekki hefur þó fengizt nein Alþýðuflokksins tóku þátt í viðræð- unum formaður, varaformaður og ritari Alþýðuflokksins, þeir Emil Jónsson, Guðmundur í. Guðmunds- son.“ Það fréttist ekki mikið af þessum viðræðum en um miðjan mánuðinn fór árangurinn að koma í ljós. 16. nóvember samþykkti flokksráð Sjálfstæðisflokksins að veita þing- flokknum heimild til að semja um stjórnarsamstarf við Alþýðuflokkinn á grundvelli þeirra upplýsinga sem lægju fyrir um stefnu og starfsskipt- ingu. Miðvikudaginn 18. nóvember skrifar leiðarahöfundur Morgun- blaðsins um viðfangsefni væntan- legrar ríkisstjórnar. „Bágborinn arf- ur — stórbrotin viðfangsefni." Morg- unblaðið taldi þörf á „efnahagslegri viðreisn". Morgunblaðið sagði frá því 19. nóvember að sitjandi starfsstjórn Alþýðuflokksins myndi segja af sér þann sama dag. Miðstjórnir Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks hefðu deginum áður náð samkomulagi um stjórnarsamstarf. Þetta gekk eftir; föstudaginn 20. var forsíðufréttin: „Ný ríkisstjóm tekur við í dag. Sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks.“ diktsson og Ól-j afur Thors.1 Bjarni varð for- Isætisráðherra ■ 14.nóvember 1963. blaðið boðar í g*r ,rn íbalds og krala [Ljósmynd /Pétur staðfesting á þessu og virðast við- ræðurnar því vera mjög leynilegar séu þær hafnar." Fljótlega varð ljóst að þessi orð í Tíma töluð, voru rétt og fullkomlega tímabær, t.d. stóð í þessu málgagni framsóknarmanna 6. nóvember: „Viðræður hafnar milli íhalds og krata um stjórnarmyndun. Alþýðu- flokkurinn svarar ekki bréfi frá Framsóknarflokknum um myndun vinstri stjórnar." Hins vegar: „Al- þýðubandalagið hefur svarað, að það sé reiðubúið til viðræðna um þessi mál.“ Morgunblaðið sagði frá því 4. nóvember að miðstjóm Sjálfstæðis- flokksins hefði deginum áður falið Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni að leita viðræðna við fulltrúa Al- þýðuflokksins um möguleika á stjórnarmyndun. Alþýðublaðið greindi frá því 5. nóvember: „Forráð- amenn Alþýðúflokks og Sjálfstæðis- flokksins héldu tveggja klukku- stunda viðræðufund um hugsanlega myndun ríkisstjórnar fyrir hádegi í gær. Á fundi þessum var eingöngu skipzt á skoðunum um þau vanda- mál sem bíða úrlausnar. Af hálfu Ábyrgð og drengskapur Þennan sama föstudag kom ný- kjörið Alþingi saman, fyrirsögn leið- ara Morgunblaðsins var: „Nýtt Al- þingi — ný ríkisstjórn." Leiðarahöf- undur sagði m.a. að til þess að ríkis- stjórnin næði árangri í „viðreisnar- viðleitni" yrði hún að njóta skilnings og velvildar almennings og „íslend- ingum er það nú lífsnauðsynlegt að láta ábyrgðartilfinningu móta af- stöðu sína gagnvart óhjákvæmileg- um aðgerðum til þess að tryggja heilbrigðan grundvöll að þjóðarbú- skap sínum." Leiðarahöfundurinn sagði einnig: „Dæmi vinstri stjórn- arinnar er þannig vissulega víti til að varast. Þjóðin veit nú, hver úr- ræði hennar voru. Það er nokkurs virði. En mestu máli skiptir, að sú hin nýja ríkisstjórn, sem við völdum tekur í dag, reynist samhentari og dugmeiri. Það er einlæg von og vissa sjálfstæðismanna að svo muni reyn- ast. ... Sjálfstæðismenn ganga til stjórnarsamstarfsins við Alþýðu- flokkinn með heilum hug og drengi- legum ásetningi um að verða þjóð sinni að liði. Hinn mikli fjöldi fólks Borgarstjorar og ritstiórar Ríkisstjórnarskipti og Alþingis- kosningar hafa víða áhrif í þjóðfélaginu. 19. nóvember var borgarstjóranum í Reykjavík, Gunnari Thoroddsen, veitt lausn frá störfum þar eð hann tók sæti í ríkis8tjóminni. Geir Hallgríms- son og Auður Auðuns voru kosin borgarstjórar í hans stað. 20. nóvember lét Bjarni Bene- diktsson af ritstjóm Morgunblaðs- ins. Blaðið þakkaði honum vel unnin störf og ámaði honum heilla í nýju og ábyrgðarmiklu starfi dómsmálaráðherra. sem fyllir Sjálfstæðisflokkinn í öllum bvggðarlögum landsins mun veita hinni nýju ríkisstjórn brautar- gengi til þess að ráða vel og réttlátlega fram úr vandamál- unum. A sama hátt má gera ráð fyrir að Alþýðuflokkurinn standi heill og óskiptur að baki hinnar nýju stjórnar, og muni leggja sig fram -n um, að stuðla að sem bezt- ( um árangri af störfum hennar.“ Leiðarahöfundur gerði ráð fyrir að framsóknarmenn og „komúnistar" (þ.e.a.s. Alþýðu- bandalagsmenn) myndu reyndast harðskeyttir í stjórnarandstöðu en: „Er þó óhætt að fullyrða, að einnig innan raða þeirra flokka muni marg- ir góðviljaðir og ábyrgir menn óska þess að hinni nýju ríkisstjórn takist að ráða fram úr sem flestum erfið- leikum, sem að þjóðinni steðja.“ A L L I R M E Ð Nú er gott tækifæri til að skella sér í leikfimi og komast í gott form fyrir sumarið. Þú getur mætt að vild í fjölmörg mismunandi námskeið á öllum tímum dags. Þér mun líða betur, þú munt líta betur út og verða ánægðari með lífið og tilveruna. ÓTRÚLEGT TILBOÐ Skelltu þér með og taktu tilboði okkar um ótakmarkaða mætingu í leikfimi í 3 mánuði og 10 tíma í einum bestu ljósabekkjum landsins fyrir aðeins 8.990 kr. Það gerist ekki betra. • Líkamsrækt • Fitubrennsla • Vaxtarmótun • Átak í megrun • Old boys • Start * Jazzballett • Fyrir barnshafandi * Morguntímar • Dagtímar • Barnagæsla frá kl. 9.00-16.00 Hún Ásdís Samúelsdóttir byrjaði á námskeiðinu NÝR LÍFSSTÍLL í október í haust. Fyrstu þijá mánuðina missti hún 20 kfló og nú eru kflóin orðin 26. Slfleur árangur getur náðst með því að breyta um mataræði, stunda Hkamsrækt og fylgja þeim ráðleggingum sem gefin eru á námskeiðinu hjá HRESS.Við bjóðum þér að taka upp "Nýjan lífsstfl" og þú munt ekki sjá eftir því. 'Ég get óhikað mælt með námskeiðinu NÝR LÍFSSTÍLL. Ég hef aldrei náð jafn stórkostlegum árangri í baráttunni við aukakflóin" GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ 0G HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR í SÍMA 65 22 12 HRFSS LÍKWISILKKT (Xi IJOS BÆJARHRAUNI d/VIO KEFLAVIKURVEGINN/SIMI 6S2212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.