Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 Austfirsk hljómburð- arfræðing- urinn Stefán Einarsson eftjr Valgeir Guðjónsson Ihljómleikahöllinni í Gautaborg eru' gestir sem óðast að koma sér fyr- ir í sætum sínum, kliikkan nálgast hálf átta og eftirvænting liggur í loftinu. Hin víðfræga Sinfóníuhljóm- sveit Gautaborgar bíður átekta inn- göngu stjórnandans Neeme Jarve, Eistlendingsins sem í vor sneri til föðurlandsins eftir tíu ára útlegð, heimsfrægur hljómsveitarstjóri með heila sinfóníuhljómsveit sér til full- tingis að fagna nýjum vindum og andrúmslofti. Salurinn er þéttsetinn sem endranær og allt sem felldu, en þó gæti glöggt auga greint þrjá menn á stangli, sem skera sig úr áheyrendahópnum á þann hátt að þeir hafa torkennilegar svartar spangir hangandi undir kverk og í kjöltunni liggja dularfull svört tæki á stærð við vindlakassa. Þetta eru stafræn hágæðaupptökutæki og í spöngunum á höfðum mannanna eru hljóðnemara, sem vinna sem líkast mannseyrunum, enda staðsettir við innganginn að þeim göfugu líffær- um. Hér eru á ferðinni hljómburðar- fræðingar, tveir sænskir og sá þriðji hollenski kollegi, menn sem beina starfskröftum sínum og hugviti að því að skapa réttu skilyrðin fyrir leit- ina að hinum hreina tóni. Enn einn hljómburðarfræðingur er mættur og stingur sá að engu leyti í stúf við aðra áheyrendur, en athugull íslendingur gæti- merkt að þar situr ósvikinn' Austfirðingur. Þessi Austfirðingur heitir Stefán Einarsson og hefur um tveggja ára- tuga skeið starfað sem hljómburðars- érfræðingur í Svíaríki. íslendingar hafa reyndar notið reynslu Stefáns og starfsfélaga hans í fyrirtækinu AKUSTIKON, því þeir hönnuðu hljómburðinn í Borgarleikhúsið og hinn endurgerða sal Þjóðleikhússins og hafa einnig unnið að hljómburðar- hönnun hins nýja Tónlistarhúss í Reykjavík. Stefán var barnungur einn af frumbyggjum Egilsstaðakauptúns, sonur þeirra Einars Stefánssonar byggingameistara frá Mýrum í Skriðdal og konu hans Sigríðar Vil- hjálmsdóttur frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Eins og hjá mörgum Austfírðing- um lá leið Stefáns út í Eiða, eins og Egilsstaðabúar orða það, þegar barn- askólaná'mi lauk og var.Stefán þar utanskóla fyrsta árið, slíkir nemend- ur voru kallaðir prófgæjar, lásu heima að mestu en dvöldu í skólanum kringum prófin. Síðan fór ég," segir Stefán, „til Akureyrar og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1960. Eftir árshlé frá námi lá leiðin síðan til Þrándheims, þar sem ég hóf nám í rafmagnsverk- fræði við Noregs Tekniske Högskole. Neemee Jarvi á góðri stund í Eistlandi í september 1989. Þetta nám varð fyrir valinu, kannski ekki síst vegna áhuga mins á tónlist og hjómflutningstækni hverskonar. Iþessu námi mínu komst ég lítillega í kynni við hljómburðarfræðina og lokaverkefni mitt fjallaði um mæli- tækniaðferð, sem meðal annars mátti beita á hátalara og magnara, en þessi tækni þykir og er reyndar úrelt í dag, eins og svo margt af hátækni þess tíma. En áhugi minn á hljóm- burðarfræðinni var vaknaður og þeg- ar ég sá auglýsingu frá sænsku ráð- gjafarfyrirtæki á þessu sviði, sótti ég um starf. Ég fékk neikvætt svar en fór þangað samt. Þeir voru auðvit- að búnir að ráða í stöðuna, en bentu mér á annað fyrirtæki í sömu grein, Ingimansson Akustik, sem ég svo starfaði fyrir í 16 ár og varð mér frábær skóli. 1984 stofnuðum við, fjórir starfsfélagar síðan okkar eigið ráðgjafar- og hönnunarfyrirtæki, sem við köllum AKUSTIKON og höfum rekið það síðan." Við komumst ekki lengra í spjalli okkar því nú gengur hljómsveitar- stjórinn eistneski á pallinn, hljóm- sveitin rís úr sætum, áheyrendur klappa, hljórnsveitin sest, Jarvi mundar tónsprotann og hinír sænsku áheyrendur hætta að klappa líkt og skrúfað sé fyrir krana. Hljómburð- arsérfræðingarnir þrír kveikja á tækjum sínum og fyrstu tónar verks- ins Saga eftir Sibelíus berast út í hinn glæsilega tónleikasal. Það þarf engan sérfræðing til að skera úr um það að hér leikur frábær htjómsveit í frábæru húsi. Annar píanókonsert Beethovens er næstur á dagskránni og ungur einleikari, Anders Kilström, sem heimsótti okkur á Listahátíð, heillar landa sína upp úr skónum, ef marka má fagnaðarlætin og blómvendina aðleik loknum. í hléinu bera hljómburðarfræðing- ar saman bækur sínar. Það er ekki lítið fróðlegt að hlusta á þær sam- ræður, sem rása um víðan völl á milli hljóðeðlisfræðilegra og bygging- artæknifræðilegra þátta með stöðug- um tilvitnunum í einstök hljóðfæri, hin ýmsu tíðni- og styrkleikasvið og innskotum um tónleikasali víðsvegar um heiminn. Á morgun er síðan ætlunin að aka þvert yfir Svíþjóð, til Kalmar syðst á Eystrasaltsströndinni, þar sem tón- leikarnir verða endurteknir í nýjum fjölnotasal, sem Stefán og félagar hafa hannað hljómburðinn í og þykir einscaklega vel heppnaður að því leytinu. Fræðingar hugsa sér gott til glóðarinnar, og fyrir leikmann í fag- inu er það tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með þessum tónelsku vísind- amönnum. Áður en seinni hluti tónleikanna hefst liggur beint við að spyrja Stef- án spurninga, sem kemur beint að efninu: Hvað er eiginlega hljómburð- ur? og Stefán brosir í kampinn. „Það má eiginlega orða það á einfaldan hátt þannig að hljómburður sé það líf, sem hljóð lifir í ákveðnu rými, eða ef við snúum því við og þau áhrif sem rými hefur á hljóð." Og hvernig bera síðan hljómburð- arhönnuðir sig að, þegar um nýjan sal er að ræða? „Fyrst þarf að athuga notkunar- forsendurnar; á salurinn að vera fyr- ir talað mál, tónlist, leiklist eða allt þetta og meira til. Síðan er það áhorf- endafjöldinn, sem salurinn á að rúma og allir þessir þættir eru lagir til grundvallar þeirri mikilvægu ákvörð- un hvað rúmmál salarins á að verða, atriði sem hefur bein áhrif á hljóm- burðinn og í flestum tilfellum á ytra útlit hússins. Þess vegna er mikil- vægt fyrir okkur að vinna í nánu sambandi við arkitekta hússins frá upphafi." Hæstu spurningar eru síðan lengd, breidd, lofthæð, eiga að vera svalir o.s.frv. Mikilvæg þumalfíng- ursregla um tónleikasali er að þeir mega ekki vera of breiðir, vegna þess að sterkt endurkast á þverveg- inn er jákvætt. Oft getur verið gott að hafa svalir til að lengd salarins skapi ekki óæskilegar fjarlægðir. Hljóðið ferðast ekki svo hratt og oyrun taka að greina mun á bcinu hljóði og endurkasti frá þetta 5/100 úr sekúndu. Það er því margt sem arkitekt og hljómburðarfræðingur hafa um að ræða á fyrsta hönnunar- stigi. Auðvitað er byggt á nokkur hundr- uð ára langri reynslu við gerð hljóm- leikasala og leikhúsa og sumir bestu salirnir voru auðvitað byggðir löngu áður en menn fóru að beita þeirri tækni sem nú tíðkast. Bygginga- tækni þess tíma setti ákveðnar skorð- ur um hvað var hægt að byggja breitt og stórt, en svo vill til að þær stærð- ir, sem menn réðu við á þessum tíma, fara mjög saman við það sem þykir gefa hvað besta raun hvað hljómburð snertir. Eins hjálpuðu skreytingar oft til og vegna slæmrar eða engrar loft- ræstingar lögðu menn áherslu á mik- ið rúmmál og þar af leiðandi mikla lofthæð, sem er mjög af hinu góða fyrir hljómburðinn. Þegar hinsvegar byggingatækni fleygði fram og menn tóku að gera ýmsar tilraunir fór að bera á slæmum sölum og þá erum við að tala um upphaf þessarar aldar. Upp úr því fara menn síðan að greina og gaumgæfa hvað það er nákvæmlega sem stuðlar að góðum eða slæmum hljómburði." Lengra komumst við ekki í bili því hléið er búið og 4. sinfónía Caral Nielsens hins danska bíður flutnings. Þetta er glæsilegt verk, þar sem slag- verksmenn þenja húðir ketilbumbna sinna til hins ýtrasta. I aðalhlutverk- inu er slagverkssnillingurinn Roger Carlson, sem hefur m.a. unnið mikið með Áskeli Mássyni og verið ötull að leika verk Áskels. Hljómburðarsérfræðingarnir ljóma af ánægju að tónleikunum loknum og yfír ölglasi eru málin reif- uð á þeim nótum að óinnvígðir mega hafa sig alla við að.halda áttum. Sá sem ekki hefur ekið yfir Sví- þjóð þvera í fullum bíl af hljóm- burðarfræðingum verður bara að reyna að gera sér slíkt ferðalag í hugarlund. Umræðuefnin um fagið eru óþrjótandi og leikmanninum í hópnum verður smám saman ljóst, að hann mun hlusta eftir fleiru en tónlistinni einni á ókomnum tónleik- um. w Aleiðinni spyr ég Stefán um aðra sali, sem AKUSTIKON hefur haft með að gera. Stefán dregur úr pússi sínu ljósrit af blaðaúrklippu um nýja Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, en sá salur er hvað snertir hljómburð áþekkur sal Borgarleikhússins okkar. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að tiljómburðinum er hrósað svo mjög að hinum hógværa Austfirðingi þyk- ir nóg um. „Ég er mjög bjartsýnn hvað snert- ir sal hins fyrirhugaða Tónlistarhúss í Reykjavík í dag og finnst það mjög spennandi mál. Húsið er frábærlega teiknað frá hendi arkitéktsins og ég held að ég taki ekki of stórt upp í mig með að lofa allt frá mjög góðum til frábærs hh'ómburðar. Auk þess finnst mér hið brýnasta rnál að þetta hús rísi, því hvorki Háskólabíó né Laugardalshöll fullnægja þeim kröf- um sem gera verður til tónleikasala. Það er mjög mikilvægt í starfi okkar að bera saman sali og helst að hlýða á sömu verk með sömu hljómsveit í sitt hvoru húsinu eins og við ætlum að gera núna." Við gerum stuttan stans í Vaxjö, 50.000 manna bæjarfélagi í hjarta Smálandanna, því Stefán vill sýna okkur næsta verkefni. Hér er verið að reisa 900 manna fjölnotasal með aðaláherslu á tónlistar- og leiklistar- starfsemi svo og ráðstefnuhald, sem verður tekinn í notkun I september 1991. 100 kílómetrum austar er síð- an þessi nýi glæsilegi salur, í hinni fornfrægu Hansaborg, Kalmar. Það er ljóst að í báðum bæjarfélög- um er mikill áhugi á því að skapa menningu og listum sem best skil- yrði og jafnframt mun aðstaðan nýt- ast til ráðstefnuhalds og skila þannig drjúgum peningum í kassann. Húsið í Vaxsjö er enn án þaks, svo klapp og köll ferðalanganna gefa litla vísbendingu um það sem koma skal, en að sögn Stefáns og félaga lítur allt vel út á pappírnum og í tölvunni. Eftir klukkustundar akstur erum við í Kalmar. Það gefst enginn tími til að skoða staðinn því tónleik- arnir eru rétt að hefjast. Gautaborg- arhljómsveitin leikur af sama glæsi- brag og í gærkvöldi og fagnaðarlæti áhorfenda ósvikin. Ræður eru haldn- ar og það má glöggt greina mikla ánægju og stolt yfir að geta tekið á móti þessari frábæru hljómsveit í svo góðu og glæsilegu húsi. Stefán Einarsson og félagar eru hæstánægðir með tóninn hér og eins samanburðinn við tóninn í Gauta- borgarhúsinu (sem margir raunar álíta meðal bestu tónleikahúsa). Þeir inna líka hljómsveitarmeðlimi eftir áliti á aðstæðum og hljómburði og svörin eru öll á einn og besta veg. Hér mætti kannski citera Hákan Dahl (sem er virtur kritiker hjá G.P.). Það er því ánægður hópur sem sest að snæðingi að tónleikum lokn- um. Umræðuefni þarf ekki að fjöl- yrða um og þegar ég kveð vini mína hljómburðarsérfræðingana hjá AKU- STIKON á flugvellinum í Kalmar- flugvelli snemma næsta morguns er mér Ijóst að hljómburði Tónlistar- hússins okkar langþráða er vel borg- ið í þeirra höndum. Sú alúð og áhugi sem ég hef orð- ið vitni að, að viðbættri framúrskar- andi fagkunnáttu virðist mér geta tryggt að íslendingar geti í framt- iðinni leitað hins hreina tóns við hin bestu skilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.