Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAI 1991 17 Eigendur Vaktþjón- ustunnarhf. Frá vinstri: Ei- ríkur Hreinn Helgason, Gylfi Dýrmundsson, BenediktH. Benediktsson ogGunnieifur Rgartansson. A myndina vant- arHaraldSig- urðssori, FAGMENN MEÐ VAKTÞJÓNUSTU FIMM rannsóknarlögreglumenn stofnuðu í vetur fyrirtækið Vakt- þjónustuna hf. í Kópavogi, sem sér um gæslu á eignum einstakl- inga og fyrirtækja. Hugmyndina að stofnun fyrirtækisins fengu þeir Gunnleifur Kjartansson og Benedikt H. Benediktsson sl. sum- ar þegar innbrotafaraldur í Poss- vogi stóð sem hæst. Þeir fengu síðan þá Gylfa Dýrmundsson, Harald Sigurðsson og Eirík Hrein Helgason í lið með sér, og vinna þeir nú við afbrotavarnir og eftir- lit utan vinnutíma hjá KLK. Okkur ofbauð hversu auðvelt það er að brjótast inn á heimili manna, og ákváðum að setja á laggirnar þjón- ustu fyrir þá sem viija láta gæta eigna sinna um stundarsakir eða í lengri t&na," segir Gunnleifur. Að sögn þeirra fímmmenninga sitja óvandaðir einstaklingar og hópar oft dögum saman um húsnæði þar sem ekki sést-til mannaferða, og sæta siðan færis og láta greipar sópa. „Við þekkjum þetta úr starfi okkar sem rannsðknarlögreglu- menn og höfum hugsað okkur að gera þessum mönnum erfiðara fyrir við þessa iðju. Við erum allir fagmenn, höfum um árabil unnið við rannsóknir afbrota. Varslan fer þannig fram að við fylgj- umstmeð húsnæði viðskiptavina, förum eftirlitsferðir, athugum hvort dyr og gluggar séu tryggilega iokaðir, hvort hiti, rafmagn ogvatn séílagi ogfleira sem flokka má undir öryggi. Ef eitthvað gerist þrátt fyrir stranga gæslu sjáum við um að tilkynna það réttum aðílum, þ.e. lögreglu ogtryggingafélögum, þann- ig að húsið stendur ekki í reiðileysi dög- um saman eftir að innbrot hefur verið framið. Eimúg veitum við faglega ráð- gjöf á sviði afbrotavama, sé þess óskað." Vaktþjónustan, og víst er að af- brotamenn verða ekki upplitsdjarf- ir þegar þeir mæta erkióvinum sínum, rannsóknarlögreglumönn- um, á innbrotsstað. Allir hafa þeir Vaktþjónustumenn unnið við rannsóknir afbrota árum saman og vita upp á hár að hverju beri að gæta. Þeir þekkja flesta afbrot- amenn og aðferðir þeirra, og fylgj- ast auk þess daglega með ferðum margra þeirra í starfi sínu. Vissulega er það öryggi fyrir borgarann að vita af slíkri þjón- ustu, en sú staðreynd, að auðgun- arbrotum skuli hafa fjölgað svo mjög að rannsóknarlögreglumönn- um þyki full ástæða til að stofna fyrirtæki sem sér um að gæta eigna borgarans, er dapurleg. íbúar íslands eru ekki fleiri en húsinu eða íbúðinni sl. sex mán- uði. Þegar t.d. um skartgripi er að ræða eru þó aðeins 5% af vá- tryggingarupphæðinni greidd. Árið 1990 greiddu Sjóvá-Almenn-. ar tryggingar hf. átta og hálfa milljón króna í tjónabætur vegna innbrota í heimahús, og má þá reikna með að önnur tryggingafé- lög greiði svipaða upphæð. Eigendur Vaktþjónustunnar hf. segja að engin sérstök hverfí verði fyrir barðinu á afbrotamönnum og er brotist jafnt inn í íbúðir sem og raðhús eða einbýlishús, eða þar sem einhver von er um að finna verðmæti. Það vekur ef til vill furðu borg- arans að menn skuli brjótast inn í hvert húsið af öðru í sama hverfi þegar þeir vita að rannsóknarlög- reglan er komin á sporið, en ástæðan mun vera sú, að innbrots- þjófar eru oft undir áhrifum fíkni- efna og hugsun því ekki rökrétt nema að litlu leyti. Innbrotum er oft hagað þannig, að þjófar vakta tiltekið hús um tíma og fylgjast með mannaferð- um. Oft er jafnvel hringt eða bank- að uppá til að kanna hvort einhver sé heima, og í innbroti í Kópavogi t.a.m. höfðu þjófar hringt bjöllum í fjórum húsum við sömu götu en íbúar alltaf komið til dyra. í fimmta húsinu var hins vegar eng- inn heima og þar fóru þeir inn. Innbrotin eru algengust frá klukkan sex á kvöldin til miðnætt- is. Ef þjófar sjá að húsráðendur eru í fríi, athafna þeir sig í róleg- heitum og koma oft mörgum sinn- umí.sama.húsið. .,,,.„ i í.i; 19 íoidnni ghi Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að brotist sé inn í hús. Ef menn ætla sér inn á annað borð skipta rammlæstar hurðir og gluggar engu máli, rúða er ein- faldlega brotin. Því miður virðast innbrotin oft- ast fara fram hjá nágrannanum og eru ýmsar ástæður fyrir því. Vinnudagur er langur hjá íslend- ingum og fara þeir minna en áður út á kvöldin í heimsóknir eða ann- að eins og var hér áður fyrr. Þeir fylgjast því lítið með því sem ger- ist í öðrum húsum. Það hefur líka komið fyrir að menn hafa staðið grandalausir og horft á „selflutn- ing" i næstu húsum en álitið að viðkomandi væri að flytja, enda búferlaflutningar tíðir á Islandi. Einnig eru dæmi þess að menn hafi grunað að ekki væri allt með felldu, en ekki viljað koma ná- grannanum til hjálpar sökum rígs sem milli þeirra var vegna númers- lauss bíls sem óprýddi umhverfið. Húsin vöktuð I Danmörku eru til svonefnd nábúasamtök þar sem hverfin eru vöktuð að bandarískri fyrirmynd. Engin slík samtök eru hér á landi, en þeir sem vilja láta gæta eigna sinna meðan þeir eru fjarverandi hafa um ýmsa kosti að velja. Þrjú fyrirtæki sjá að mestu leyti um öryggisgæslu á höfuðborgar- svæðinu, Securitas hf., Vari og Vaktþjónustan hf. Vari er elst þessara fyrirtækja, stofnað 1969 og er með 24 starfsmenn. Þeir hafa séð um öryggisgæslu hjá fyr- irtækjum en einnig tekið að sér ii iortoii í .m"1-' eftirlit í heimahúsum. Þeir taka að sér farandgæslu og kostar ein vaktferð á sólarhring um sjö þús- und krónur á mánuði. Hægt er að fá leigt öryggiskerfi sem tengt er stjórnstöð hjá Vara og kostar leiga á slíku tæki um 20 þús. krón- ur í 30 daga. Einnig er hægt að kaupa slík tæki, og kostar svokall- aður „Þjófavari", sem skynjar hreyfingu innan 12 metra, um 18 þús. krónur. Securitas hf. var stofnað 1979 og er með um 300 starfsmenn, þar af 70 til 80 öryggisverði. Þeir hafa eins og Vari helst séð um öryggisgæslu hjá fyrirtækjum, og segir Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri að mikið vatn hafi runnið til sjávar því fyrir nokkrum árum hafi það verið afrek að fá forráðamenn fyrirtækja til að ræða um öryggisgæslu. Securitas hf. býður upp á svip- aða þjónustu og Vari, þ.e. farand- gæslu, kostar þá ein vaktferð á sólarhring um sex þúsund krónur á mánuði, og öryggiskerfi bæði til leigu og sölu. Leigð öryggiskerfi kosta milli 20 til 30 þúsund fyrir einn til tvo mánuði, en kerfi til eignar um 100 þúsund krónur. Vaktþjónustan hf. var stofnuð í vetur og sjá eigendurnir fimm um eftirlit og gæslu fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Þeir fara í tvær til þrjár vaktferðir í hvert hús á sólarhring og kosta þrjár vikur um átta þúsund krónur. Erkióvinir afbrotamanna Eina fyrirtækið sem hefur í raun fagmenn á sínum .snærum er íbúar lítillar borgar á meginl- andinu og því er það ekki eðlilegt að innbrot á heimili skuli vera svo mörg sem raun ber vitni. Síbrota- menn spóka sig í bænum með „með nokkra dóma yfir höfði sér", eins og þar stendur, og segir það ýmislegt um réttarkerfið á Islandi. Hinn ungi aldur þeirra og fíkni- efnanotkun vekur upp spurningu um það hvernig fjölskyldu- og uppeldismálum hefur verið háttað á Islandi síðustu árin. Síðast en ekki síst vekur af- skiptaleysi nágrannans ugg hjá mönnum. Þótt heilt sófasett sé borið út úr húsi um hábjartan dag eins og gerðist fyrir skömmu á Grandavegi í Reykjavík, húsi þar sem hundrað manns búa, skiptir enginn sér af því. STEIKARTILBOÐ I apríl seldi Jarlinn um 6.300 grillsteikur. Ástæóan: Þær eru góðar. Þær eru ódýrar. Geta þær verió eins góðar og steikur sem kosta 2-3 sinnum meira? Já, þaó sýnir sívaxandi sala, en meó mikilli sölu og einfaldri þjónustu erþetta hægt. NAUTAGRILiSTEIK m. bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.