Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 1

Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 1
104 SIÐUR B/C 116. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BRUGÐIÐ A LEIKIHEITA LÆKNUM Morgunblaðið/KGA Stríðið í Eþíópíu: Uppreisnarmenn ná höf- uðstað Erítreu á sitt vald Nairobi. Reuter. UPPREISNARMENN í Erítreu sögðust á Draugabanar borgarinnar Ríkisstjórn Nýja Sjálands lætur nú kanna hvernig til þess gat komið að fé skattgreiðenda var notað til að borga fyrir starfsemi „draugabana" fyrir milli- göngu vinnumiðlunar. Borgarsjóður borgarinnar Hamilton greiddi drauga- bönunum sem svarar 3,2 milljónum ISK fyrir að finna drauga og ljósmynda árur þeirra. „Við látum nú rannsaka hvernig verkefni þetta hlaut samþykki í upp- hafi,“ sagði Maurice McTigue atvinnu- málaráðherra. Kærir sig ekki um eftirlaun Angelo _ Quirini, 81 árs prestur á Norður-Ítalíu, gat ekki haldið aftur af sér eftir að biskup hans hafði reynt að fá hann til að fara á eftirlaun og stóð fyrir heldur óvenjulegri uppákomu við messu í kirkju sinni. Til að mótmæla beiðni biskupsins reif hann í hempu sína, steypti messuvíninu í gólfið og slökkti öll ljósin. Safnaðarbörn hans heyrðu hann síðan æpa: „Biskup, forðaðu þér meðan þú getur!“ Réttindalausir tannlæknar Svo virðist sem ítalir hafi orðið fyrir barðinu á miklum fjölda plat-tannlækna. Tannskurðlæknir nokkur ljóstraði upp um tannlækni sinn og komst að því að hann var vörubílstjóri en grunsemdir hans vöknuðu vegna óvarfærnislegra vinnubragða „tannlæknisins". Marco Aguiari, ritari ítölsku tannlæknasam- takanna, telur að starfandi sé stór keðja manna og kvenna með fölsuð prófskír- teini og hefur fjölda tannlæknastofa í Róm verið lokað í kjölfar athugana. Einn svikahrappanna var skjálfandi gömul kona sem hélt því fram að hún hefði tekið tannlækningapróf fyrir þremur árum. Frumleiki frek- ar en menntun Rafeindarisinn Sony í Japan hefur til- kynnt meiriháttar breytingar á stefnu sinni varðandi mannaráðningar í þá átt að gefa ungu, framsæknu og frumlegu fólki starfstækifæri og leggja minni áherslu á menntun. Akio Morita, for- sljóri Sony, hefur oft sagt að Japanir leggi allt of mikla áherslu á menntun og hann hefur ásamt fleirum áhyggjur af því að menntakerfið í Japan, sem einkennist af krossaprófum, slævi sköp- unargáfu nemenda. föstudagskvöld hafa nað höfuðstað hér- aðsins, Asmara, á sitt vald. Þeir hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins í þrjá áratugi og með töku borgarinnar hafa þeir því sem næst allt héraðið á valdi sínu. Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar Erítreu (EPLP) sagði að stjórnarherinn hefði ekki veitt neina mótspyrnu, uppreisnarmennirnir hefðu einungis þurft að ganga inn í borgina. Hersveitirnar, sem vörðu borgina,. hafa verið taldar þær öflugustu innan stjórnarhersins og er þetta því mikið áfall fyrir stjórnvöld í Addis Ababa. Borgin hefur verið einangruð frá því í febrúar í fyrra, er uppreisnarmenn náðu hafnarborginni Masawa á sitt vald. Eftir það þurfti stjórnarherinn að reiða sig á birgðafiutninga með flugvélum frá Addis ■Ababa og á sama tíma héldu uppreisnarmenn uppi látlausum loftárásum á flugvöllinn í Asmara. Stjórnarherinn í Erítreu hefur nú einungis eina borg á valdi sínu, hafnarborgina Asab. Útvarp Þjóðfrelsisfylkingar Erítreu sagði að uppreisnarmenn myndu nú heíja stórsókn í átt að borginni, en hún er síðasta vígi stjórn- arhersins við Rauðahaf. Þótt uppreisnarmenn hafi nú stærstan hluta Erítreu á sínu valdi er talið ólíklegt að þeir lýsi yfir sjálfstæði héraðsins. Þeir hafa lengi krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Lundúrium. Reuter. HERMENN sovéska innanríkisráðuneyt- isins réðust á fimm landamærastöðvar í Litháen á föstudagskvöld og kveiktu í þeim. Talsmaður litháíska varnarmálaráðuneyt- isins sagði að hermenn hefðu ráðist á tvær stöðvar við landamæri lýðveldisins að Lett- landi og talið væri að þeir hefðu komið frá Riga. Einnig hefði verið ráðist á þrjár stöðv- ar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. framtíð þess. Vestræn ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lagst gegn því að stofnað verði sérstakt ríki í héraðinu án samþykkis stjórnvalda í Addis Ababa. Erítrea var ítölsk nýlenda en innlimuð í Eþíópíu árið 1962. Landamæraverðir hefðu verið barðir og nokkrir þeirra væru á sjúkrahúsi. Zigmas Vaisviia, aðstoðarforsætisráðherra Litháens, hringdi í ívan Shílov, innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, til að mótmæla árásun- um. Shílov lofaði að láta rannsaka málið og sagði að sérstök nefnd frá innanríkisráðu- neytinu hefði verið send til Riga. Hermenn ráðuneytisins réðust einnig á landamærastöðvar í Lettlandi á fimmtudag. Litháen: Árás á landamærastöðvar INDVERSKT LÝSRÆBI í TVÍSÝNU HEF BETRA SOKNARFÆRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.