Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C tYgnuÞIaMfe STOFNAÐ 1913 116. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 26. MAI1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Draugabanar borgarinnar Ríkisstjórn Nýja Sjálands lætur nú kanna hvernig til þess gat komið að fé skattgreiðenda var notað til að borga fyrir starfsemi „draugabana" fyrir milli- göngu vinnumiðlunar. Borgarsjóður borgarinnar Hamilton greiddi drauga- bönunum sem svarar 3,2 milljónum ISK fyrir að finna drauga og yósmynda árur þeirra. „Við látum nú rannsaka hvernig verkefni þetta hlaut samþykki í upp- hafi," sagði Maurice McTigue atvinnu- málaráðherra. Kærir sig ekki um eftirlaun Angelo Quirini, 81 árs prestur á Norður-ítalíu, gat ekki haldið aftur af sér eftir að biskup hans hafði reynt að fá hann til að fara á eftirlaun og stóð fyrir heldur óvenjulegri uppákomu við messu í kirkju sinni. Til að mótmæla beiðni biskupsins reif hann í hempu sína, steypti messuvíninu í gólfið og slökkti öll ljósiu. Safnaðarbörn hans heyrðu hann síðan æpa: „Biskup, forðaðu þér meðan þú getur!" Réttindalausir tannlæknar Svo virðist sem ítalir hafi orðið fyrir barðinu á miklum fjölda plat-tannlækna. Tannskurðlæknir nokkur ^jóstraði upp um tannlækni sinn og komst að því að hann var vörubílstjóri en grunsemdir hans vöknuðu vegna óvarfærnislegra vinnubragða „tannlæknisins". Marco Aguiari, ritari ítölsku tannlæknasam- takanna, telur að starfandi sé stór keðja manna og kvenna með fölsuð prófskír- teini og hefur fjölda tannlæknastofa í Róm verið lokað í kjölfar athugana. Einn svikahrappanna var skjálfandi gömul kona sem hélt því fram að hún hefði tekið tannlækningapróf fyrir þremur árum. Frumleiki frek- ar en menntun Rafeindarisinn Sony í Japan hefur til- kynnt meiriháttar breytingar á stefnu sinni varðandi mannaráðningar í þá átt að gefa ungu, framsæknu og frumlegu fólki starfstækifæri og leggja minni áherslu á menntun. Akio Morita, for- sljóri Sony, hefur oft sagt að Japanir leggi allt of mikla áherslu á menntun og hann hefur ásamt fleirum áhyggjur af því að menntakerfið í Japan, sem einkennist af krossaprófum, slævi sköp- unargáfu nemenda. BRUGÐIÐ A LEIKIHEITA LÆKNUM Morgunblaðið/KGA Stríðið í Eþíópíu: Uppreisnarmenn ná hof- uðstað Erítreu á sitt vald Nairobi. Reuter. UPPREISNARMENN í Erítreu sögðust á föstudagskvöld hafa náð höfuðstað hér- aðsins, Asmara, á sitt vald. Þeir hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins í þrjá áratugi og með töku borgarinnar hafa þeir því sem næst allt héraðið á valdi sínu. Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar Erítreu (EPLF) sagði að stjórnarnerinn hefði ekki veitt neina mótspyrnu, uppreisnarmennirnir hefðu einungis þurft að ganga inn í borgina. Hersveitirnar, sem vörðu borgina,. hafa verið taldar þær öflugustu innan stjórnarhersins pg er þetta því mikið áfall fyrir stjórnvöld í Addis Abaha. Borgin hefur verið einangruð frá því í febrúar í fyrra, er uppreisnarmenn náðu hafnarborginni Masawa á sitt vald. Eftir það þurfti stjórnarherinn að reiða sig á birgðaflutninga með flugvélum frá Addis Ababa og á sama tíma héldu uppreisnarmenn uppi látlausum loftárásum á flugvöllinn í Asmara. Stjórnarherinn í Erítreu hefur nú einungis eina borg á valdi sínu, hafnarborgina Asab. Útvarp Þjóðfrelsisfylkingar Erítreu sagði að uppreisnarmenn myndu nú hefja stórsókn í átt að borginni, en hún er síðasta vígi stjórn- arhersins við Rauðahaf. Þótt uppreisnarmenn hafi nú stærstan hluta Erítreu á sínu valdi er talið ólíklegt að þeir lýsi yfir sjálfstæði héraðsins. Þeir hafa lengi krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð þess. Vestræn ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lagst gegn því að stofnað verði sérstakt ríki í héraðinu án samþykkis stjórnvalda í Addis Ababa. Erítrea var ítölsk nýlenda en innlimuð í Eþíópíu árið 1962. Litháen: Árás á landamærastöðvar Lundúnum. Reuter. HERMENN sovéska innanríkisráðuneyt- isins réðust á fimm landamærastöðvar í Litháen á föstudagskvöld og kveiktu i þeim. Talsmaður litháíska varnarmálaráðuneyt- isins sagði að hermenn hefðu ráðist á tvær stöðvar við landamæri lýðveldisins að Lett- landi og talið væri að þeir hefðu komið frá Riga. Einnig hefði verið ráðist á þrjár stöðv- ar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Landamæraverðir hefðu verið barðir og nokkrir þeirra væru á sjúkrahúsi. Zigmas Vaisvila, aðstoðarforsætisráðherra Litháens, hringdi í ívan Shílov, innanríkisráð- herra Sovétríkjanna, til að mótmæla árásun- um. Shílov lofaði að láta rannsaka málið og sagði að sérstök nefnd frá innanríkisráðu- neytinu hefði verið send til Riga. Hermenn ráðuneytisins réðust einnig á landamærastöðvar í Lettlandi á fimmtudag. INDVERSKT LÝBR/Eil í TVÍSÝNU 12 HEF BETRA SÓKNARFÆRI c