Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 10
1? MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 < i /'■/ vr-'t'r-t-'M—?■■■■ t ■.;<» ‘v tr’t't"* i ""Vm‘ Hafnarborg og* Tríó Reykjavíkur TRIO Reykjavíkur ásamt Mar- gréti Bóasdóttur sópransöng- konu heldur tónleika í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfj'arðar, sunnudaginn 2. júní kl. 20. Þetta eru fjórðu og síðustu tónleikar í tónleikaröð sem Hafnarborg og Tríó Reykja- víkur standa fyrir í sameiningu. Margi'ét Bóasdóttir hefur haldið fjölda ljóðatónleika hérlendis og erlendis og sungið einsöngshlutverk í mörgum helstu kirkjulegu verkum tónbókmenntanna. Margrét starf- aði sem söngvari og kennari í Þýskalandi þangað til hún flutti heim til íslands árið 1985; Hún starfar nú sem söngkennari og yfir- kennari við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. Tríó Reykjavíkur skipa þau Hall- dór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á tónleikunum á sunnudaginn verður flutt tríó K. 502 í B-dúr eftir Mozart, tvö skosk sönglög fýr- ir sópran og píanótríó eftir Beethov- en. Fimm íslensk þjóðlög fyrir fiðlu Margrét Bóasdóttir sópransöng- kona. og selló eftir Herbert H. Ágústsson, vögguljóð fyrir sópran og píanó og rómönsusvíta fyrir sópran og píanó- trío eftir Sehostakowitsch. Róm- önsusvítan og íslensku þjóðlögin eru frumflutningur á íslandi. Tríó Reykjavíkur. Söngnr og klarinett- leikur á tónleikum MUSICA NOVA gengst fyrir tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar mánudaginn 1. júní kl. 20.30, þar sem flutt verður tónlist fyrir sópran og 3 klarin- ett. Flytjendur eru Signý Sæmunds- dóttir söngkona og klarinettuleik- ararnir Kjartan Óskarsson, Óskar Ingólfsson og Sigurður I. Snorra- son. Flutt verða verk Krzysztof Penderecki, Karlheinz Stockhaus- en, Helmut Neuman, Anton Web- ern og frumflutt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson og Pál Pampichler Pálsson en verk Páls er samið við ljóð Georg Trakl „Sechs gedankvolle Gesange“. Segja má að þarna verði sann- kölluð klarinettuveisla á ferðinni, því auk söngraddar, munu á tón- leikunum hljóma 7 mismunandi klarinettur, allt frá Es-klarinettu niður í bassett-horn og bassa- klarinettu. (Fréttatilkynning) Musica Nova. ■ NÚ UM helgina verður Bjart- mar Guðlaugsson á ferð um landið. í kvöld, föstudaginn 31. maí spilar hann í Leirskálanum, Vík í Mýr- dal og laugardagskvöldið 1. júní í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjar- klaustri. Á sunnudag tekur hann þátt í dagskrá á vegum sjómanna- dagsráðs á Djúpavogi og seinna um kvöldið treður hann upp á stór- dansleik á Hótel Egilsbúð, Nes- kaupstað. Hann spilar gömul þekkt lög en einnig mun hann kynna nokkur lög sem verða á væntan- legri hljómplötu sinni, sem verið hefur í smíðum í nokkra mánuði. Frá útgáfu geisladisksins Hamrahlíðarkórinn: Greisladiskur endurútgefinn Tónverkamiðstöðin með stuðningi Sjóvá-Almennra end- urútgaf nýlega geisladisk með Hamrahlíðarkórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Diskurinn nefnist „Kveðið í bjargi“ og eru á honum verk eftir Jón Nordal, Jón Leifs, Þorkel Sig- urbjörnsson, Hjálmar H. Ragnars- son og Atla Heimi Sveinsson. Hljómdiskurinn hefur verið not- aður til að kynna íslenska tónlist og Hamrahlíðarkórinn og hefur honum verið dreift víða um heim. (Fréttatilkynning) ■ THOMAS G. Jansen prófessor í húðsjúkdómafræði við háskólann í Arkansas í Bandaríkjunum heldur fyrirlestur um ósonlagið og hvaða áhrif breytingar á því hafa á húðina föstudaginn 31. maí. Fyrirlesturinn verður í Eirbergi (gamla hjúkrun- arskólanum) kl. 13-14. Thomas G. Jansen er fyrrverandi formað- ur American Academy of Derm- atology sem er félag bandarískra húðlækna. Kemur hann hingað á vegum þess félags. Reykjavíkurkvartett- ínn á kirkjulistahátíð Tónlist____ Jón Ásgeirsson Jón Leifs samdi þrjá kvartetta og nú er ráðgert að hljóðrita þessi verk. Á tónleikum Reykjavíkur- kvartettsins sl. mánudag í Ás- kirkju var sá þriðji fluttur. Ópus- númer hans er 64 og undirtitill E1 Greco. Jón Leifs mun á ferða- lagi um Spán hafa séð myndir eftir E1 Greco og hafði þessi meist- ari litflæðis og sérkennilegra forma svo mikil áhrif á Jón, að hann fann sig knúinn til að yrkja um þessa lífsreynslu sína. í formi og stíl verksins er Jón sjálfum sér samkvæmur, því hann er að túlka eigin reynslu en ekki að lýsa myndverkunum. Fyrsti kaflinn nefnist Toledo og síðan fylgja fjórir þættir, nefndir eftir jafnmörgum myndverkum E1 Grecos, sjálfsmynd hans, Jesús rekur braskarana úr musterinu, krossfestingin og upprisan, allt fræg meistaraverk. Þetta er sérkennilegt verk, sa- mið 1965 en heldur samt fersk- lejka sínum og þar má heyra alls konar tóntilraunir, sem enn í dag eru viðfangsefni tónskálda. Verk- ið var mjög vel leikið og auðheyrt að hér hafði verið vel æft. Seinna viðfangsefni tónleik- anna, 15. kvartettinn eftir Shos- takovitsj, er ekki síður sérkenni- legt en verk Jóns, enda er þar Veljum vínlausan borg-- arsljóra í Reykjavík unum fyrirmynd á allan hátt, bregðist þeir í þessu hlutverki, þótt ekki sé neman í eitt skipti, ber þeim að segja af sér og hasla sér völl á öðrum vettvangi. Borgarstjórnarkosningar verða árið 1994. Úrslit þeirra velta á því, að samhentur borgarstjórnar- flokkur Sjálfstæðismanna velji sér valinkunnan reglumann í borgar- stjóraembættið, mann sem sé æsku borgarinnar sannkölluð fyr- irmynd. Vonandi ber borgar- stjórnarflokkunnn gæfu til þess að velja rétt. Á því veltur framtíð Reykvíkinga. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. eftir Leif Sveinsson 1. Nú líður senn að því, að borg- arstjóraflokkur sjálfstæðismanna velji nýjan borgarstjóra. Fjórir borgarfulltrúar hafa gefið kost á sér til starfsins, vafalaust hið besta fólk. Eigi er mér kunnugt um af- stöðu þessa fólks til áfengismála, en mjög þýðingarmikið er, að sá sem fyrir valinu verður, marki alveg nýja stefnu í áfengismálum hjá Reykjavíkurborg, þannig að allar vínveitingar varði lagðar nið- ur á vegum borgarinnar. Ég hefi bent á það í fyrri grein- um mínum um áfengsimál, að unglingarnir taka sér fullorðna fólkið til fyrirmyndar. Látlaus birting mynda af glasaglöðu fólki, oft á vegum Reykjavíkurborgar, hefur þau áhrif á unglingana, að þeir telja þetta vera það fólk, sem þeir eigi að taka sér til fyrirmynd- ar, fólk með vínglas í hendi. 2. Alveg tók steininn úr, er verið var að afhenda verðlaun fyrir bestu barnabókina á árinu 1990, þá sýndist mér ekki betur en stofnað væri til vínþambs í Höfða, eftir myndum að dæma. 3. Borgarfulltrúarnir eru ekki kosnir af Reykvíkingum til þess að ala unga fólkið upp í vín- drykkju, þeir eru kosnir af Reyk- víkingum til þess að vera borgur- Reykjavíkurkvartettinn: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Zbigniew Dubik, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, Inga Rós Ingólfsdótt- ir, selló. fengist við heimspekilega íhugun um tilgang lífsins, allt það sem á undan er gengið og staldrað við þá ósvaranlegu spurningu „til hvers?“. Kaflarnir eru sex og allir hægferðugir, eins og hjá manni sem á styttra eftir en gengið er og liggur því minna á en þeim, sem eru að heija starf sitt, fullir af óþoli og heitum ástríðum. Reykjavíkurkvartettinn lék bæði viðfangsefni tónleikanna mjög vel og náði að gæða þessi sérkennilegu verk þeirri íhugun sem þau í raun grundvallast á, skáldlegri sýn Jóns Leifs og heim- spekilegri íhugun Shostakovitj og má segja að með þessum tónleik- um hafi Reykjavíkurkvartettinn sannað gildi sitt, helgað sér vett- vang og verktak, sem sé ekki aðeins að leika tónlist, heldur og að hnika sögu hennar hér á landi ögn fram á við. Á þeirri leið verð- ur hvert steinbrot að vörðu og hveijum þeim til leiðsagnar, sem á eftir koma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.