Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 42
-MÖRGÚNBLAÐIÐFIMMTÍÍdAGÚR 30. MAÍ. 1991 fclk ¦ fréttum SVISS, NEW YORK, NORÐURLOND: Jón Laxdal hefur í nógu að snúast Zrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Ibúar Kaiserstuhl í Sviss neituðu Jóni Laxdal, íslenska leikaranum, um svissneskan ríkisborgararétt fyrir tæpum 18 mánuðum en Jónlét ekki deigan síga. Hann býr eftir sem áður í Kaiserstuhl, hefur fengið húsnæði til frambúðar fyrir „leiksmiðjuna" sína í bænum og tekur þátt í nýstár- legri hátíð í tilefni af 700 ára af- mæli Sviss nú um mánaðamótin. Jón verður þá staddur ásamt öðrum listamönnum í Vísindahöllinni í New York og mun meðal annars leika „Veraldarsöngvarann", sem er eftir hann sjálfan og hann lék í Þjóðleik- húsinu á sínum tíma, og fara með Eddu-kvæði. Það verður liður í list- maraþoni sem mun eiga sér stað samtímis í New York, á fjallinu Sánt- is og í borginni Winterthur í Sviss. Maraþonið hefst klukkan 20 að ís- lenskum tíma 31. maí og stendur til klukkan 1 um nóttina og heldur áfram á miðnætti kvöldið eftir og stendur til 4. Listinni - tónlist, leik- list, dansi - verður varpað milli megihlanda um gervihnött og áhorf- endur í Vísindahöllinni í New York T i£3 t/r> og í gamalli katlasmiðju Sulzer-fyrir- tækisins í Winterthur geta notið hennar. Jón mun fara með „Verald- arsöngvarann" á þýsku í New York en leikarinn Bernard Mixon á ensku í Winterthur. Gjörningur á Sántis verður sendur í báða salina og þann- ig munu listamenn á þremur fjarlæg- um stöðum taka samtímis þátt í sama maraþon-verkinu. Svisslendingurinn Andres Bosshard á hugmyndina að þessu en svona list nefnir hann „Tele- fóníu" og verkið kallast „A hysteric- al Homage to the 700 Years-Jubilee of Switzerland" eða „Taumlaus lof- gjörð í tilefni af 700 ára stórafmæli Sviss". List-maraþonið verður haldið í sambandi við formlega opnun Innilegar þakkir til ástvina minna og allra þeirra mörgu, er heiðruðu mig á 90 ára af- mœli mínu 17. maí sl. með heimsóknum, góð- um gjöfum, ávörpum í bu'ndnu og óbundnu máli, heillaskeytum og á annan hátt minntust mín og gerðu mér daginn ógleyman/egan. Guð blessi ykkur öll. Þórður Þórðarson, Háukinn 4, Hafnarfirði. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Strigaskór Verð695,- Litir: Svart, hvítt, blátt ogfjólublátt. Stærðir: 36-46. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. Toppskórinn, Kringlunni, Veltusundi, s.21212. s. 689212. afmælishátíðar Zrich-kantónu, en svissnesku kantónurnar 26 halda upp á 700 ára afmæli þjóðarinnar hver með sínum hætti. Sýningum á „Adam, Evu og gufu- valtaranum" eftir Andre Kaminski, undir leikstjórn Jóns, lauk í leikhúsi Jóns Laxdals í Kaiserstuhl helgina áður en hann hélt til New York. Leikhúsið er til húsa í kjallara menn- ingarseturs bæjarins og Jón hefur nú fengið þar inni til frambúðar. „Adam, Eva og gufuvaltarinn" hafði ekki Verið sýnt í Sviss áður en fékk góða dóma og var vel sótt. Það var til dæmis uppselt á síðustu sýninguna og Jón hafði fulla ástæðu til að vera sæll og ánægður með viðtökur áhorf- enda og frammistöðu ungra leikara sem hann hefur veitt tækifæri. Kais- erstuhl er lítill bær við Rín og fáir slíkir geta státað af eigin leikhúsi. Jón heldur leiklistinni gangandi og einn ungur maður sem steig sín |^^H ¦* - i ;¦¦ ¦ .':¦"' ¦111 fflm t" ^. * JLfc'lí* ' jfefi Pl flkpr' Jón f ékk hlut-verk í norrænni ævintýramynd út á skeggið. Myndinvartekin í kjallaraleikhúsi hans í Kais-erstuhl í Sviss. ¦s|| fyrstu spor á sviði hjá honum fyrir nokkrum árum er nú orðinn atvinnu- leikari í Þýskalandi. En Jón lætur ekki staðar numið í Kaiserstuhl. Hann hefur nýlokið við að leika í kvikmyndinni „Valemon konungur ísbjörn" sem Erik Borge skrifaði handritið að eftir samnefndu ævintýri úr safni Norðmannsins As- björnsen „Ég er gamli riddarinn sem sér um að allt endi vel," sagði Jón. „Ég slæ norninni við, kem hjúunum saman og sendi þá gömlu til fjan- dans." Hluti myndarinnar var tekinn á Óland í Svíþjóð og Jón sagði að það hefði verið „einstaklega ánægju- legt að starfa með frændum okkar á Norðurlöndum". Karl Júlíusson gerði búningana og Ola Solum er leikstjóri en kvikmyndafyrirtækið Northern Lights stendur að myndinni í samvinnu við bandaríska og þýska aðila. Hún var tekin upp á sænsku, ensku og þýsku og verður sýnd á Noufliirlöndum í haust. Jón fékk hlut- verkið út á gráa skeggið sitt. „Búl- görsk umboðskona hringdi í mig um nótt og spurði hvort ég vijdi ekki hlutverkið. Ég var strax til I tuskið og fór til Mnchen að hitta leikstjó- rann. Hann hrópaði strax: „Þetta er maðurinn," þegar hann' sá mig. Ég passaði alveg inn í myndina sem hann hafði gert sér af gamla riddar- anum," sagði Jón, kátur og hress. Þessir krakkar sigruðu m.a. í ýmsum greinum. TOMSTUNDARSTARP Mikil þátttaka grunnskólakrakka Tómstundarstarfi í grunnskól- um Reykjavíkur er að ljúka um þessar mundir enda ganga nú sumarleyfi í hönd og annars konar starf býður krakkanna á vegum íþrótta- og tómstundarráði Reykjavíkur. Þátttaka var góð, en um 2.700 krakkar voru í alls 300 flokkum. Viðfangsefnin voru um 33 talsins og vinsælust þeirra voru leiklist, borðtennis, reiðmennska, ljósmyndun og skák, en af öðrum efnum má nefna skrautritun, dans, fatasaum, snóker, snyrtingu, fluguhnýtingar og fleira. í lok starfsvetrarins var keppt í ýmsum greinum safnsins og á meðfylgj- andi mynd má sjá hluta sigurveg- aranna sem hafa veitt verðlauna- gripum móttöku. VINKLAR A TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 COSPER COSPER *• iiTw \J fí< * ^ff^-H^^ -Hann fær allt til að vaxa - nema hárið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.