Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 Fara á brott með víkingum ÞANN 17. maí lagði langskipið Gaia, sem smíðað er eftir éaukstaðarskipinu svonefnda, sem talið er frá því um 850, upp í langferð frá Björgvin. Ferðinni er heitið um Orkneyj- ar, Hjaltland og Færeyjar tii íslands, en skipið kemur til Reykjavíkur 17. júní. Héðan heldur Gaia síðan vestur um haf til Grænlands, Nýfundna- lands, Kanada og Bandaríkj- anna, en áætlað er að koma til Washington á degi Leifs Ei- ríkssonar, 9. október næstkom- andi. Með ferðinni vilja menn minnast landafunda norrænna manna í Vesturheimi fyrir um 1000 árum, en aðaláhersla er þó lögð á umhverfis- og nátt- úruverndarsjónarmið og það alvarlega ástand Móður Jarðar sem hvarvetna blasir við. Á viðkomustöðum skipsins munu þessi sjónarmið undirstrikuð með ýmsum hætti og börn heimsins og sú framtíð sem þeirra bíður, verði ekkert að gert, verða í brennidepli. Þannig má segja að hér sé um að ræða víkingaför með frið- samlegum formerkjum. Tíð- indamaður Morgunblaðsins sigldi með Gaia fyrsta áfang- ann og munu þankabrot og myndir úr ferðinni birtast á síðum blaðsins næstu daga. Gunnar Eggertsson og Ragnar Thorseth í lyftingu við upphaf langrar sjóferðar. Dyttað að rá og reiða. Það mun reyna á skipið í komandi sjóferð og því er best að'vera við öllu búinn. Virðulegur öldungur siglir uppað síðunni á GAIA. Þetta skip gæti verið fjarskyldur ættingi m/s Herðubreiðar og m/s Skjaldbreiðar sem margir muna eftir úr strandferð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.