Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 21 Morgunblaðið/Gunnar Hallsson F.v.: Hrólfur, Pálína, Ingibjörg, Jón Guðbjartsson, Soffía, Margrét og Þórður. Á myndina vantar Hauk Vagnsson. Bolungarvík: Hljómplata til styrkt- ar slysavarnamálum Bolungarvík. LAUGARDAGINN fyrir sjó- mannadag mun Slysavarnafélags- fólk víðs vegar um land allt ganga í hús og bjóða fólki til kaups hljómplötu sem sjö systkini frá Bolungarvík hafa hljóðritað til minningar um föður þeirra Vagn Margeir Hrólfsson og eiginmann systur þeirra, Gunnar Örn Sva- varsson, en þeir fórust í Isafjarð- ardjúpi 18. desember síðastliðinn er þá tók út af mb. Hauk ÍS-195. Hljómplatan ber heitið Hönd í hönd og undirtitillinn er uppáhalds- lögin hans pabba. Að sögn þeirra systkina er tilgang- urinn með þessari plötuútgáfu tví- þættur. Annars vegar að leggja sitt af mörkum til styrktar slysavarna- málum í iandinu á þann hátt sem þau telja sig best geta, og um leið þakka þá miklu vinnu sem meðlimir slysavarnasveitanna við ísafjarðar- djúp og fjölmargir aðrir, þá sérstak- lega björgunarsveitin Ernir í Bolung- arvík, lögðu á sig til leitar við erfið skilyrði. Hins vegar og ekki síst vilja þau með þessu minnast ástvina sinna með tónlistinni, sem alltaf hefur sam- einað flölskylduna í gleði og sorg. Þeir Vagn og Gunnar voru miklir tónlistaráhugamenn, Vagn harmon- ikkuleikari af lífi og sál og Gunnar spilaði á gítar. Systkinin, þau Ingibjörg, Soffia, Hrólfur, Margrét, Pálína, Haukur og Þórður hafa öll stundað tónlistarnám í meira eða minna mæli og sum þeirra lagt tónlistina fyrir sig. Félagar í björgunarsveitinni Erni í Bolungarvík hafa undirbúið sölu- átakið og unnið að því að koma sölu- upplaginu tii slysavarnadeildanna í landinu með góðri aðstöð höfuð- stöðva félagsins í Reykjavík. - Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.