Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 34
' 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAI 1991 VILLIJURTIR OG GRILLMATUR Við hjónin eigum friðland í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar vex mikið af villtum jurtum. Þetta var eitt sinn gróðurvana holt, en nú er þarna kominn mikill greni- og furuskógur auk nokkurra lauftrjáa. I þessum unaðsreit verpa margir fuglar og höfum við fundið hreiður 14 tegunda á holtinu okkar. 1 skjóli trjánna þrífst margs konar gróður. Síðsumars eru þar sveppir og ber, en nú um hvítasunn- una mátti nýta ýmsar jurtir til matar. Erillaði lambslæri og lax og kryddaði með ilmandi ís- lenskum jurtum, datt meira að segja í hug að saxa hundasúrublöð saman við annað krydd og árangurinn var stórkost- legur. Súru- og nýsprottnum fífil- blöðum var líka laumað í hrásala- tið, sem borið var með réttunum. Þessar jurtir eru einstaklega bragðgóðar nú — kuldinn gerur stundum verið til góðs, en fífíllinn og hundasúran eru fljót að spretta úr sér. Blóðbergið er best áður en það blómstrar. Best er að tína hið örsmáa lauf af blóðberginu, en það er nokkuð seinlegt og getur verið gott að hengja grein- arnar á nagla í eldhúsinu og láta það þorna örlítið, þá er auðvelt að stijúka laufið af. Súruna sax- aði ég og blandaði henni ásamt blóðbergslaufi saman við ijóma- ost og sinnep og smurði þessu síðan á kjötið og fiskinn. Lambslærið úrbeinaði ég og laxaroðið skóf ég vel, enda er sjálfsagt að borða laxaroðið, þeg- ar búið er að grilla það. Erfitt er að gefa upp magn af blóðbergi, sem notað er en óhætt er að nota nokkuð mikið af því. Kryddblanda 'h stór pakki hreinn tjómaost- ur, 200 g eða 'h dl. gott milt sin- nep. 30-40 frekar lítil súrublöð mikið af blóðbergi 1. Setjið ijómaostinn í skál, gott getur verið að hita hann örlítið. Setjið sinnep- ið í skál. 2. Saxið súrublöðin mjög fínt og tínið laufið af blóðberg- inu. 3. Blandið súru og blóðbergs- laufi saman við ijómaostinn (sinnepið) með gaffli. Grillaður lax 2 meðalstór laxa- flök 2-3 tsk. salt 200 g hreinn ijóma- ostur u. þ.b. 30 falleg súrublöð nokkrar greinar blóðberg 1. Takið laxaflökin og hellið sjóðandi vatni varlega yfir Umsjón: KRISTIN GESTSDOTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON roðið, reynið að láta vatnið ekki renna á fiskholdið. Skafið roðið vel. 2. Stráið salti jafnt yfir hold- hlið laxins og látið standa í 10 mínútur. 3. Smyijið ijómaosti/kryddbl- öndunni jafnt yfir holdhlið físksins. Leggið flökin sam- an og leggið á grind, sem ætluð er til að grilla fisk í. Snúa þarf grindinni eftir að búið er að grilla fískinn í u.þ.b. 10 mínútur. Tíminn fer eftir fjarlægð frá glóð. Meðlæti: Bakaðar eða soðnar kartöflur og hrásalat. Kryddsmjör má líka bera með. Grillað lambslæri 1 meðalstórt lambslæri, u.þ.b. 2-2‘/a kg 'h dl milt sinnep 20-30 falleg súrublöð nokkrar greinar blóðberg 1-2 tsk salt nýmalaður pipar 1. Urbeinið lærið. Notið beitt- an hníf. 2. Skerið upp með hæklinum og losið hann frá. Skerið í sundur við liðinn. 3. Snúið lærinu við, þannig að rófubeinið snúi upp. Skerið niður með því að liðnum og losið beinið frá. 4. Stijúkið með fingrinum eftir lærinu og þreifið eftir vöðvunum. Reynið að skera stóru vöðvana ekki mikið í sundur. Beinið er breiðara og flatt ofar til í lærinu. Þar sem er fyrirstaða, þurfum við að láta hnífinn fylgja beininu. Ekki er neinn skaði skeður, þótt við skerum í kjötið. Losið beinið frá. Ske- rið síðan sem mest af fitu frá. 5. Smyijið sinneps/kryddblönd- unni jafnt á lærið. 6. Leggið lærið á grindina yfir glóðinni og grillið. Byijið á að grilla ytri hlið lærisins. 7. Misjafnt er hversu mikið fólk vill steikja kjöt, en þetta þarf að vera minnst 20 mín- útur á hvorri hlið. Fjarlægð frá glóð skiptir líka máli. 8. Stráið salti og nýmöluðum pipar yfir lærið um leið og þið takið það af glóðinni. Athugið: Að sjálfsögðu er hægt að grilla heilt Iæri, en þá þarf stöðugt að vera að snúa því. Meðlæti: Bakaðar kartöflur og hrásalat. Um baráttu Greenpeace - fyrir verndun fiskistofna eftirÁrna Finnsson Vegna ummæla Jakobs Magnús- sonar, aðstoðarforstjóra Hafrann- sóknastofnunar, í Morgunblaðinu 15. maí sl. um fréttatilkynningu Gre- enpeace-samtakanna, að þau grípi til aðgerða ef Alþjóðahafrannsóknar- áðið heimili framhald á loðnuveiðum í Barentshafi sumar og haust, vilja samtökin taka fram eftirfarandi. Greenpeace eru síður en svo ands- núin fiskveiðum. Samtökin beijast fyrir að vistfræðileg sjónarmið liggi til grundvallar við stjóm fiskveiða. Það felur í sér baráttu gegn ofveiði hvar sem er í heiminum. Einnig vinna Greenpeace-menn gegn fiskveiðiað- ferðum sem hafa í för með sér smá- fiskadráp og dráp á fisktegundum sem ekki er sóst eftir og eru þar af leiðandi ekki nýttar. Ofveiðar í Barentshafi, einkum á ungfiski á djúpslóð, hafa verið stund- aðar með stórvirkum fiskiskipum frá Noregi, Sovétríkjunum og frá aðild- arríkjum Efnahagsbandalagsins. Þessar veiðar hafa valdið gífurlegri röskun á vistkerfi Barentshafsins. Röskun sem ekki hvað síst hefur bitnað á sjávarþorpum í Norður-Nor- egi. Veiðar sem eru stundaðar frá Norður-Noregi valda miklu síður röskun á lífkerfi hafsins en hin stór- virku veiðitæki. Með slíkum veiðum „Sökum þess hve loðn- an er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju sjávar, ekki síst fyrir nytjastofna, s.s. þorsks, verður að gæta ýtrustu varkárni við nýtingu á þessariauðlind.“ hafa hagsmunir íbúa fiskibæja í Norður-Noregi verið fyrir borð born- ir. Sökum þess hve loðnan er mikil- Árni Finnsson vægur hlekkur í fæðukeðju sjávar, ekki síst fyrir nytjastofna, s.s. þorsk, verður að gæta ýtrustu varkárni við nýtingu á þessari auðlind. Á því vildu Greenpeace-samtökin vekja athygli í fréttatilkynningu sinni. Svo virðist sem norsk stjórnvöld hafi ekki lært af fyrri reynslu þegar loðnustofninn í Barentshafi hrundi. Stjórnun fiskveiða, er eins og ís- lendingar hafa reynt, ekki vand- kvæðalaus, en stjórn fiskveiða við Island hefur þó sannarlega verið ár- angursríkari en gengur og gerist víðast hvar um heim. Með það í huga hversu mikilvægar fiskveiðar eru fyrir íslendinga eiga þeir samleið með Greenpeace-sam- tökunum í baráttu þeirra gegn rán- yrkju á fískstofnum. Barátta sem ætti að koma öllum að gagni. Þessa afstöðu eru Greenpeace- samtökin tilbúin að ræða hvenær sem er á málefnalegan hátt. Ilöfundur er starfsmaður lijá Greenpeace. Varahlutaverslun okkar fyrir bíla og vélar /erður opin á laugardögum klukkan 10-14 í júní, júlí og ágúst. Síminn er 68 65 00. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.