Morgunblaðið - 24.07.1991, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JULI 1991
BCCI-bankinn í
ábyrgðum vegna
skreiðarkaupa
BCCI-alþjóðabankinn, sem senn
verður lýstur gjaldþrota, gekkst
í ábyrgðir vegna kaupa Nígeríu-
manna á skreið frá ísiandi þegar
skreiðarviðskiptin voru sem mest
á árunum 1982-83.
Heimildarmaður Morgunblaðsins
innan bankakerfísins kvaðst ekki
telja að íslendingar hefðu átt bein
viðskipti við bankann þótt ekki væri
hægt að útiloka það. Hann sagði að
bankinn hefði aðallega verið í stórum
viðskiptum þar sem um hefði verið
að ræða milljónir dollara. Einnig
hefði bankinn fengist mikið við fjár-
mögnunarstarfsemj og vöruskipta-
samninga. Bankinn hefði þó komið
við sögu skreiðarviðskipta hér á
landi á árum áður og hefði staðfest
ábyrgðir fyrir nígeríska banka, en
um langan tíma hafa íslenskir bank-
ar ekki samþykkt ábyrgðir níger-
ískra banka. Þetta hefðu þó alltaf
verið lágar upphæðir.
Fyrir um tíu árum hefði íslenskur
banki grennslast fyrir um BCCI-
bankann vegna þessara ábyrgða og
hefði sú athugun dregið ýmislegt
vafasamt fram í dagsljósið. Eitthvað
af þessum skreiðarsamningum er
ennþá óúppgert.
♦ ♦ ♦
Salan á SR:
Sérstök
„sölunefnd“
skipuð
BÚIÐ ER að skipa nefnd til að
leggja til breytt rekstrarform
Síldarverksmiðja ríkisins og
hvernig standa eigi að sölu fyrir-
tækisins. Þorsteinn Pálsson, sjáv-
arútvegsráðherra, segir að ætl-
unin sé síðan að afla nauðsyn-
legra lagaheimilda á haustþing-
inu til að koma þessum breyting-
um fram.
Formaður nefndarinnar er
Eggert Hauksson, skipaður af sjáv-
arútvegsráðherra, og aðrir í nefnd-
inni eru Óttar Yngvason, skipaður
af viðskiptaráðherra, og Valbjöm
Sigurbjömsson, skipaður af fjár-
málaráðherra. „Það er liðin tíð að
ríkið standi í beinum rekstri í sjáv-
arútvegi og því tímabært að huga
að sölu Síldarverksmiðjanna,“ segir
Þorsteinn.
Morgunblaðið/V aldimar
Landsliðið, talið frá vinstri: Hinrik Bragason á Pjakki, Jón Pétur Ólafsson á Byr, Gunnar Arnarsson
á Kolbaki, Sigurbjörn Bárðarson á Kraka, Tómas Ragnarsson á Snúði, Einar O. Magnússon á Atgeir
og Ragnar Hinriksson á Gammi.
Landslið í hestaíþróttum
æfir fyrir Evrópumótið
Landslið íslands í hesta-
íþróttum sem skipað er sjö
knöpum og jafnmörgum hest-
um kom saman á æfingu á fé-
lagssvæði Sörla í Hafnarfirði í
gær. Er þetta fyrsta sameigin-
lega æfingin síðan liðið var
valið í byijun júlí og að öllum
líkindum sú eina áður en hest-
arnir fara utan 7. ágúst nk.
Liðsmennirnir mátuðu í gær
nýja landsliðsbúninga sem
hestaíþróttasambandið hefur
látið sauma á liðsmenn og liðs-
stjóra.
Að sögn liðsstjóranna er fjáröfl-
un vegna þátttöku í heimsmeist-
aramótinu í Norrköping í Svíþjóð
12.-18. ágúst vel á veg komin.
Einn stór liður í henni er hópferð
sem hestaíþróttasambandið efnir
til á mótið, þar sem flogið verður
nánast beint á mótsstað. Sögðu
þeir Pétur og Sigurður að ef þeim
tækist að fylla flugvélina, sem nú
vantaði aðeins herslumuninn á,
fengi sambandið frímiða fyrir alla
liðsmenn og liðsstjóra.
Evrópska efnahagssvæðið:
Gestur Ólafur Þórólfsson
Maðurinn
sem lést
MAÐURINN sem lést í bílveltu í
Blöndudal síðastliðinn laugar-
dagsmorgun hét Gestur Ólafur
Þórólfsson.
Gestur Ólafur var 26 ára gam-
all, til heimilis á Hjaltastöðum í
Skagafirði. Hann var ókvæntur, en
lætur eftir sig dóttur, Ester Ósk.
Reynt til þrautar að ná sam-
komulagi fyrir mánaðamótin
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, og Perrti Salolainen,
utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, sátu í gærkvöldi kvöldverð með
Piet Dankert, ráðuneytisstjóra i hollenska utanríkisráðuneytinu, en
Hollendingar sitja í forsæti EB og Frans Andriessen úr framkvæmda-
stjóm Evrópubandalagsins (EB) auk Horst Rrenzler, yfirsamninga-
manns bandalagsins, til þess að leita færra leiða út úr þeim ógöngum
sem samningaviðræður bandalaganna hafa ratað í.
Gert er ráð fyrir að yfírsamninga- Noregs í Brussel í gær. Hún átti
nefndir EFTA og EB fjalli um mögu-
lega lausn á deilunum á fundum í
Brussel í dag og á morgun en ut-
anríkisráðherrar EB koma saman til
fundár á mánudag og þriðjudag, 29.
og 30. júlí, m.a. til að fjalla um samn-
ingana.
Auk Jóns Baldvins og Salolainen
var Eldrid Nordbö viskiptaráðherra
fund með Frans Andriessen seint í
gær. Ekki reyndist unnt að ná sam-
bandi við ráðherrann en heimildir í
Brussel herma að Norðmenn hafí
áhyggjur af því að hagsmunir þeirra
í sjávarútvegi verði vanmetnir þegar
til kastanna kemur við lausn samn-
inganna.
Mikil leynd hefur hvílt yfír samn-
ingaviðræðunum um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) undanfamar vik-
ur en af ummælum embættismanna
Evrópubandalagsins og Fríverslun-
arbandjilags Evrópu (EFTA) má ráða
að miklar efasemdir eru uppi um að
takist að ganga frá samningum fyrir
1. ágúst en þá hefjast sumarleyfí
innan EB. Vísað er til þess að góðum
tækifærum hafí verið klúðrað á und-
anfömum mánuðum með íjölmiðla-
fári og þess vegna sé nauðsynlegt
að halda blaðamönnum sem lengst í
burtu frá samningaviðræðunum.
Fjöldi mála er enn óútkljáður fyrir
utan stóru atriðin, físk, þróunarsjóð
og landbúnað. Má þar nefna ríkis-
styrki til skipasmíða en EB vill að
sínu leyti hafa hærri mörk á styrkjum
en bandalagið er tilbúið til að sam-
þykkja fyrir EFTA, deilt er um textíl-
vömr, stöðu bankastofnana frá ríkj-
um utan EFTA og EB sem starfa
innan aðildarríkja EFTA og verka-
skiptingu eftirlitsstofnanna með
samkeppni innan EES. Dragist við-
ræðurnar fram á haust er talið eins
víst að það geti komið í hlut íslend-
inga, sem taka við forsæti EFTA um
áramótin, að leiða þær til lykta á
fyrri hluta næsta árs.
SS fær 100 tonn af einum kjötflokki frá Goða:
Ætla að láta reyna á hvort við
fáum það kjöt sem við þurfum
Morgunblaðið/Magnús Gíslason
Vörubíllinn á hliðinni.
- segir forstjóri Sláturfélagsins
SAMKOMULAG tókst í gær um að Sláturfélag Suðurlands gæti
fengið keypt allt að 100 tonnum af fyrsta flokks lambakjöti hjá
Goða hf. Sláturfélagið getur því, um sinn að minnsta kosti, haldið
áfram að bjóða „Iambakjöt á lágmarksverði" að sögn Steinþórs
Skúlasonar forstjóra SS. Hann kvaðst þó vera óánægður með, að
einungis náðist samkomulag um einn flokk kjöts á verði, sem væri
viðunandi. „Eg ætla nú að láta á það reyna hvort við fáum ekki
keypt það kjöt sem þarf, en sé ekki bara skammtaðir ákveðnir
flokkar," sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær, ákvað SS að hætta að
bjóða „lambakjöt á lágmarksverði“
þar sem ekki fékkst kjöt keypt á
svonefndu milliverði, sem er nokkru
lægra en heildsöluverð, frá Goða
hf., en Goði hefur einkarétt á sölu
kjöts frá kaupfélagasláturhúsum.
Jafnframt kom fram að áætlað er
að um 1.300 tonn af kindakjöti
verði til í upphafi sláturtíðar í haust.
Þetta mál hefur komið til kasta
landbúnaðarráðherra.
„Þetta mál var tekið upp fyrir
nokkru í Samstarfsnefnd um bú-
vörusamninga og forstjórar Goða
og Sláturfélagsins komu á þann
fund og þar voru þeir hvattir til
þess að ná samkomulagi,“ sagði
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra í gær. Hann kvaðst fagna því
að þetta samkomulag hefði nú
náðst.
Í gærkvöldi var fyrirhugaður
fundur með landbúnaðarráðherra
og formanni Stéttarsambands
bænda þar sem ræða átti meðal
annars samskiptamál af þessu tagi,
auk þess sem ræða átti almennt
um stöðuna í landbúnaðinum.
Steinþór Skúlason sagði að sam-
komulag hefði náðst um kaup á
einum flokki af kjöti, allt að 100
tonnum. „En þeir vilja hins vegar
ekki láta þau kjör ná yfír aðra
flokka af kjöti, sem okkur finnst
auðvitað mjög undarlegt. Þeir eru
að skammta hvað við megum
kaupa.
Það náðist samkomulág um kaup
á aðalsöluflokknum, sem heitir
D-IA. Hins vegar ná þau kjör sem
samið var um ekki yfír aðra flokka,
þar á meðal kjöt af fullorðnu," sagði
hann.
Þetta er sá flokkur sem notaður
er í „lambakjöt á lágmarksverði"
og því getur Sláturfélagið haldið
áfram, um sinn að minnsta kosti,
að bjóða það til sölu, að sögn
Steinþórs.
Bílvelta í
Hrútafirði
Stað í Hrútafirði.
Vöruflutningabifreið valt í gær-
morgun klukkan 6.30, fullhlaðinn
rækju, út af þjóðveginum við
Borðeyri. Ekki varð slys á öku-
manni, sem var einn í bifreiðinni.
Sveinn Karlsson, bifvélavirki á
Borðeyri, sagði í viðtali við frétta-
mann að það hefði verið ónotaleg
tilfínning að vakna í morgun við
hávaðann þegar flutningabifreiðin
hafnaði á hliðinni skammt frá hús-
vegg á íbúðarhúsi Sveins.
- M.G.