Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
3
Tryggingastofnun ríkisins:
500 lyfjaskírteini
send út í gær
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins sendi út 500 lyfjaskírteini í gær,
en þegar höfðu verið afgreidd 1.800 lyfjaskírteini sl. föstudag. Hafa
því 2.300 lyfjaskírteini verið afgreidd en búast má við að heildar-
fjöldi nýrra skírteina er þarf að útbúa sé um 4.000.
Að sögn Ástu Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur deildarstjóra hjá
Tryggingastofnun ríkisins er talið
að heildarfjöldi nýrra lyfjaskírteina
fyrir hjarta-, asma- og skjaldkirtils-
sjúklinga sé 4.000. Ásta Ragnheið-
ur sagði að enn væru umsóknir að
berast til Tryggingastofnunarinnar
og kæmu um það bil 200 umsóknir
á dag en hún telur að afgreiðslu á
nýju lyfjaskírteinunum ætti að ljúka
á næstu dögum. Fyrir utan þessi
nýju lyfjaskírteini er um 6.000 lyfja-
skírteini þegar í umferð.
Þess misskilnings hefur gætt hjá
þeim er þegar hafa lyfjaskírteini
að þeir þurfi að endurnýja skírteini
sín strax en það er ekki nauðsyn-
legt fyrr en þau renna út um
næstu áramót.
Tillögur Hagsýslu um ökukennslu:
Foreldrar geti sjálf-
ir þjálfað böm sín
HÁGSÝSLA ríkisins hefur að beiðni Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð-
herra unnið tillögur um hvernig hcppilegast væri að skipa umsjón
og framkvæmd ökuprófa og ökukennslu. Hagsýslan leggur meðal
annars til að einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum verði að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum heimilt að reka ökuskóla og að möguleik-
ar þeirra sem eldri eru, einkum foreldra og forráðamanna, til að
annast ökuþjálfun ökunema verði auknir. Dómsmálaráðherra hefur
ákveðið að vinna að framkvæmd þessara tillagna.
Dómsmálaráðherra óskaði eftir
því við Hagsýsluna 23. maí si. að
hún kannaði þessi mál. Hagsýslan
skilaði skýrslu 2. júlí sl. þar sem
jafnframt var tekið fram að Hagsýsl-
an væri reiðubúin til að vinna að
áframhaldandi þróun og fram-
kvæmd þessa máls, sé þess óskað.
Auk framangreindra tillagna er
lagt til að nám ökukennara verði
tengt námi við Kennaraháskóla Is-
lands, að landið allt verði eitt útgáfu-
svæði ökuréttinda og ökuskírteina-
skrá verði tölvuvædd landsskrá.
Þá er lagt til að kostnaður við
ökunám og ökupróf verði greiddur
af viðkomandi einstaklingi, en ekki
af sameiginlegum sjóðum. Þannig
eigi framhaldsskólar sem bjóða upp
á ökunám að innheimta gjöld hjá
ökunemum til að standa undir til-
kostnaði.
Þá leggur Hagsýslan til að um-
sjón, þróun og dagleg framkvæmd
málaflokksins verði í höndum Um-
ferðarráðs og ökufræðslan falli inn
í starfsemi þess. Talið er að hagræð-
ing af sameiningu þessara mála á
hendi Umferðarráðs geti skilað
15-25% lækkun ríkisframlags.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið
að óska eftir því við Hagsýslu ríkis-
ins að hún vinni áfram að þróun
málsins í samvinnu við þá sem það
varðar eins og Umferðarráð og Bif-
reiðapróf ríkisins, með það að mark-
miði að hrinda þeim grunnhugmynd-
um í framkvæmd sem fram koma í
skýrslunni. Jafnframt mun dóms-
málaráðuneytið undirbúa nauðsyn-
legar lagabreytingar og leggja fyrir
Alþingi í haust.
Starfsmenn Pósts og síma rannsaka bilunina í kerfi símstöðvarinnar
Morgunblaðið/KGA
Landssímahúsinu í gær.
Símstöðin í Landssímahús-
inu óvirk í 40 mínútur í gær
Þjónusta við sex stafa númer truflast við bilunina
SÍMSTÖÐIN í Landssímahúsinu varð óvirk kl. 12.20 í gær og
varði bilunin í 40 mínútur. Þetta var sams konar bilun og komið
hefur fram í stöðinni undanfarið en ekki hefur enn fundist skýr-
ing á þessum bilunum.
Stöðin datt út á milli kl. 12.20
og 13.00 í gær eða í 40 mínútur.
Hilmar Ragnarsson yfirverkfræð-
ingur hjá Pósti og síma sagði að
bilunin hefði staðið svona lengi í
þetta skipti vegna þess að erlendu
sérfræðingarnir tveir, sem eru að
rannsaka stöðina, hefðu stöðvað
endurhlaðningu kerfisins til þess
að geta skoðað betur orsakir bil-
ananna í stöðinni. Enn hefur eng-
in ákveðin skýring fundist á bilun-
unum.
Sú þjónusta er Póstur og sími
býður upp á fyrir sex stafa númer
eins og að flytja númer í símboða
eða farsíma hefur orðið fyrir trufl-
unum vegna þessara bilana. Hilm-
ar sagði að þessar truflanir yrðu
vegna þess að þegar kerfið er
endurhlaðið eru eldri upplýsingar
lesnar inn. Þannig getur það kom-
ið fyrir 'að maður, sem hefur beð-
ið um flutning á númeri í símboða
og síðan afpantað flutninginn
þegar ekki er þörf á honum leng-
ur, lendir í því að númerið er aft-
ur flutt í símboða þegar kerfið er
endurhlaðið vegna bilunar. Að
sögn Hilmars verður fólk sem
nýtir sér þessa þjónustu að fylgj-
ast með því sjálft hvort símanúm-
er þess flyst til þegar bilun verður.
Uppsafnaður fjárhagsvandi stofnana og sjóða:
4-5 milljarðar króna taldir
falla árlega á ríkissjóð
Ríkisstjórnin skipar fortíðarvandanefnd
TALIÐ er að um 4-5 milljarðar króna geti árlega fallið á ríkissjóð
vegna uppsafnaðs fjárhagsvanda ýmissa opinberra stofnana og sjóða.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd til að skil-
greina þennan fortíðarvanda og leggja til hvernig best yrði brugðist
við honum.
Hreinn Loftsson aðstoðarmaður
forsætisráðherra verður formaður
nefndarinnar en hún hefur að öðru
leyti ekki verið skipuð. Hreinn sagði
við Morgunblaðið að þarna væri að-
allega um að ræða fjárhagsvanda
hjá Byggðastofnun, Atvinnutrygg-
ingarsjóði, Hlutafjársjóði, Fram-
kvæmdasjóði, byggingarsjóðum rík-
isins og verkamanna, Flugstöð Leifs
Eiríkssonar og Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins.
Nefndinni er ætlað að afla upplýs-
inga um þennan vanda og skila nið-
urstöðu í haust áður en fjárlög verða
afgreidd, en hingað til hefur ekki
verið gerð grein fyrir þessum hlutum
við afgreiðslu fjárlaga, að sögn
Hreins Loftssonar. Hreinn sagði að
nefndinni væri einnig ætlað að fá
fram með hvaða hætti þessi vandi
hefði vaxið, og hvernig hann komi
til með að falla á ríkissjóð. Einnig
væri ætlast til þess að nefndin benti
á hugsanlegar leiðir til að taka á
Skattseðlar sendir út á mánudaginn
104 þúsund einstaklingar fá endurgreidda 5 milljarða frá ríkinu um mánaðamótin
104 ÞÚSUND einstaklingar fá um mánaðamótin greidda um 5 millj-
arða króna úr ríkissjóði vegna ofgreidds staðgreiðsluskatts, vaxta-
og húsnæðisbóta og barnabóta. AIIs nemur innistæða gjaldenda hjá
ríkissjóði um 6 milljörðum króna en að sögn Bolla Bollasonar skrifstof-
ustjóra í fjármálaráðuneytinu rennur um einn milljarður til greiðslu
á vanskilum. Tilkynningar um álagningu opinberra gjalda verða sendar
út þann 29. þessa mánaðar, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar vara-
ríkisskattsljóra, á nýrri gerð álagningarseðla.
Greiðslurnar úr ríkissjóði skiptast
þannig, að sögn Bolla Bollasonar,
að um 2,4 milljarðar verða greiddir
vegna húsnæðis- og vaxtabóta. Um
11 þúsund gjaldendur fá endur-
greiddar um 600 milljónir króna í
húsnæðisbætur og um 28 þúsund
gjaldendur fá um 1,8 milljarða í
vaxtabætur.
Barnabætur og barnabótaauki
nema samtals um 1,2 milljörðum
króna og eru greiddar vegna um 70
þúsund bama.
Að sögn Bolla Bollasonar fá um
94 þúsund manns endurgreidda um
2,4 milljarða króna vegna ofgreiddra
staðgreiðsluskatta. Þar er meðal
annars um að ræða endurgreiðslur
vegna hlutafjárkaupa og annarrar
fjárfestingar í atvinnurekstri, endur-
greitt akstursgjald og oftekið útsvar
til íbúa sveitarfélaga þar sem út-
svarsprósenta er undir hámarki.
Formi álagningarseðilsins hefur
verið breytt frá því sem áður tíðkað-
ist og hinn nýi seðill verður sendur
í lokuðu umslagi en fyrri seðlar voru
sendir heftir til viðtakenda.
Hinn nýi álagningarseðill opin-
berra gjalda fyrir tilbúinn gjald-
anda. Nafn, heimilisfang og aðrar
upplýsingar á þessum seðli er til-
búningur. Seðlarnir verða nú
sendir gjaldendum í umslögum
en ekki í opnum pósti eins og
hingað til.
Kt. 201164-3109
Gudbjörn Guóbjörnsson
Austurvegi 234
220 HAFNARFJOP.DUR
Álagnlngor- og Innheimtuseðlll 1991
r«friisa:-w-
GJaldhelatan í Reyklavtk
ÍHi??vS?í5U&>10Í lí*''kJ*v!k
■ i. iL im [öta^.
0000 REYKJAVlK 6.70 X
nmn Tfjreidd s ta 5gr e Klsl a til útborgunar 1« úgúst kr. 31*328
lauLLiímHI Gjold utan staðgreiAslu kr. 14.424 til innheimtu ( sept.-des.
NinURSTÖOUR ÁLAGNINGAR OG GREIÐSLUSTAÐA:
Útsvar
StaSgrelisla til greiðslu útsvars
Tekjuskattur
StaSgr'ei 3sla tll frádráttar
154.060
-154.060
343.168
-375.685
Ofgreldd s^aðgreiðsla
Verðbatur a ofgreidda staðgreidslu
Inneign tll skuldajöfnunar rðj útborgunar
Elgnarskattur
Sórstakur elgnarskattur
Gjald í framkvemdasjoð aldraðra
Fyrirframgreiðsluskylda kr. 33.600t greltt fyrlrfram
larnabítur
Grelðslustada 12. Júlí 1991» innelgn kr.
Útborgun greidd með ávísun
Skattnfshlttur/rádstolun skattafslatt
”-34.937
57.772
8.450
411.034 2.299.396
411.034
-----* '+SSm*""
8.033.640 ”29.745
Sjá skýringar á bakhliö
þessum vandamálum, t.d. hvort
skynsamlegt væri að gera eitthvað
af þessum skuldum upp eða leggja
starfsemi sjóða eða stofnana niður;
og hvernig hægt væri að koma í veg
fyrir að sama sagan endurtæki sig
í framtíðinni.
Forsætisráðherra hefur þegar fal-
ið Ríkisendurskoðun að taka út stöðu
Byggðastofnunar og sjóða hennar.
Búið er að fela Framkvæmdasjóði
íslands að skila útfærðum tillögum
um það með hvaða hætti þeírri starf-
semi sem þar er unnin sé best fyrir
komið. Hreinn sagði að með þessu
væri þegar hafín vinna við þetta
verkefni.
Forsætisráðuneytið mun hafa for-
ystu fyrir nefndinni og verður
Hreinn Loftsson fulltrúi þess, eins
og áður sagði. Þá verða fulltrúar
íjármálaráðuneytis, viðskiptaráðu-
neytis og félagámálaráðuneytis einn-'
ig í nefndinni. Nefndin á að hefja
störf sem fyrst og vinna samhliða
fjárlagagerðinni.
--------1 ♦♦
Gosan keypti
eitt Geysisgos
FYRIRTÆKIÐ Gosan hf. liefur
keypt gos í Geysi laugardaginn
27. júlí næstkomandi.
Þetta er fyrsta gos í Geysi, sem
selt er einkaaðila eftir að Náttúru-
verndarráð ákvað að selja fjögur gos
í sumar fyrir 120 þúsund krónur
hvert gos. Ágóðinn mun renna til
náttúruverndar á Geysissvæðinu.
Fyrirtækið hefur umboð fyrir gos-
drykkinn Pepsi hér á landi og býður
þeim sem áhuga hafa að koma og
sjá Geysi gjósa um kl. 15 á laugar-
dag. í frétt frá fyrirtækinu er fólk
minnt á að vera tímanlega á ferðinni.