Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUU 1991 5 Guðmundur J. Guðmundsson: Ekkí tímabært að af- létta viðskiptabanni á Suður-Afríkumenn GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkalýðsfélagsins Dags- brún, telur ekki tímabært að íslensk stjórnvöld aflétti viðskipta- banni á Suður-Afríku, Iíkt og Bandaríkjasljórn hefur nú gert. Hann telur að leysa verði um tvö þúsund pólitíska fanga úr fangelsi og lægja ófriðaröldur í landinu áður en ráðlegt er að stíga það skref. „Að vísu horfir mjög til heilla eftir að hinn nýi forseti tók þar við völdum og Mandela er ftjáls. En mér finnst að þeir þurfi að hreinsa til hvað varðar hina pólitísku fanga,“ sagði Guðmundur. Flugfaxi hf. veitt greiðslu- stöðvun SKIPTARÁÐANDINN í Reykjavík veitti Flugfaxi hf. í gær heimild til greiðslustöðvun- ar í þijá mánuði. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær fór stjórn félagsins fram á greiðslustöðvun í fyrradag til að reyna að koma nýrri skipan á fjárhag þess. Hann kvaðst hafa haft nokkur kynni af Suður-Afríkumönnum þegar hann sat fyrir hönd Alþýðu- sambands íslands á fundum Vinnu- málastofnunarinnar í Genf og þá orðið var við mikið hatur þeirra í garð stjórnvalda. Einnig kvaðst hann óttast að upp úr kunni að sjóða milli stuðningsmanna Mandela ann- ars vegar og Zúlumanna hinsvegar, þ.e.a.s. stuðningsmanna Afríska þjóðarráðsins og Inkata-hreyfing- arinnar, en hann taldi ólíklegt að De Klerk, forseti landsins stæði að baki greiðslum til Inkata-hreyfing- arinnar. Hins vegar taldi hann að De Klerk mætti mikilli andstöðu innan síns flokks. „Ég held að það þurfi að þrýsta dálítið betur að þeim því staðreynd- in er sú að þetta viðskiptabann hefur komið við þá. Ég held að þeir þurfi að gera betri grein fyrir þessum föngum,“ sagði Guðmund- ur. Framkvæmdir hefjast við Arnamesveg í Garðabæ: Þrír verktakar buðu í verkið og- allir und- ir kostnaðaráætlun ÞRJÚ tilboð bárust Vegagerð ríkisins í lagningu Arnarnesvegar frá Bæjarbraut í Garðabæ að Reykjanesbraut. Lægsta tilboðið var frá JVJ hf. í Hafnarfirði, tæpar 60 milljónir króna, og var það um 80% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á um 74,5 milljónir. Að sögn Rögnvaldar Jónssonar, umdæmisverkfræðings í Reykjanesumdæmi, voru tilboðin óvanalega fá, venjulega bjóði 10-12 verktakar í verk af þessu tagi. Aðrir bjóðendur voru Hagvirki- Klettur hf. sem bauð 94,6% af áætlun og Dalverk sf. sem bauð 98,5%. Rögnvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að lægsta til- boði hefði verið tekið og að verið sé að semja við verktakann um framkvæmdirnar. Hann sagði að áætlað sé að framkvæmdir hefjist í næstu viku og að hægt verði að opna hinn nýja veg fyrir umferð í október í haust. Verkinu á að vera lokið í júní á næsta ári. Rögnvaldur kvaðst aðspurður telja að skýringin á því, hve fáir buðu í verkið væri, að útboð hefði verið seint á ferðinni, í lok júní síðastliðins, og meginverktími stuttur. Margir stærri verktakar hafi því ekki treyst sér til að taka þetta að sér með svo skömmum fyrirvara. Vegurinn er 1,1 kílómetri á lengd og sagði Rögnvaldur að þessi spotti væri tiltölulega ódýr miðað við vegagerð á höfuðborgarsvæðinu. Venjulega megi áætla að hver kíló- metri kosti um 100 milljónir króna, en þarna væri aúðvelt að vinna, engar lagnir í jörðu eða annað sem hleypir upp kostnaði. Búist er við að um 5.000 bílar fari um þennan veg daglega, auk þess sem hann greiðir mjög fyrir umferð á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur þeg- ar unnið er að viðhaldi Hafnarfjarð- arvegar eða Reykjanesbrautar, að sögn Rögnvaldar Jónssonar. 'l'- ~. /!_ V <<*> Morgunblaðið/Árni Sæber Þannig var umhorfs í steinsteyptu húsunum 13, sem enn standa á Straumnesfjalli. Straumnesfjall: Hreinsun lýkur í dagr Bolungarvík, frá Trausta Ólafssyni blaðamanni Morgunblaðsins ^ " HREINSUN vestfirskra björgunarsveitarmanna í kringum rat- sjárstöðina á Straumnesfjalli hefur gengið vel. Eldar loguðu á fjallinu á mánudagskvöldið, þegar kveikt var í timburhúsum, sem á sinum tíma hýstu verktakana, sem reistu mannvirkin í stöð- inni. Jón Guðbjartsson formaður Björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík býst við að hreinsuninni ljúki í dag. Byijað var að hreinsa fjallið síðdegis á mánudag. Málmrusl var urðað í skurðum sem grafnar voru á fjallinu en lauslegt timbur borið í kesti og brennt. Jón Guðbjarts- son segir að verkið hafi gengið mjög vel, þótt fjallið sem er í 460 metra hæð yfir sjávarmáli, hafi verið sveipað þoku allt frá því að hreinsunin hófst. „Magn þessa rusl sem búið að hreinsa, hefur ekki verið mælt í tonnum en hér hafa verið unnin óskaplega mörg handtök“, sagði Jón á fjallinu í gær. Sigurður Þráinsson lífrræðingur hjá Nátt- úruverndarráði segir að mikið starf hafi verið unnið á fjallinu. Að sögn hans munar mestu um að eftir hreinsunina verður mun minna um að lauslegir hlutir fjúki frá stöðinni. Björgunarsveitarmenn bjuggu um sig í einu húsanna á fjallinu og yfír 20 þeirra gistu þar í fyrri- nótt. Þeir létu vel að vistinni, þótt lofthiti hafi mælst undir 3 gráðum þegar þeir fóru á fætur um sjö- leytið í gærmorgun. Næturhvíldin hafði ekki verið löng því unnið var við hreinsunina til klukkan að ganga 2 nóttina áður. Húsin sem standa eftir á fjall- inu eru 13 talsins á milli 7 og 8 þúsund fermetrar að stærð. Veg- girnir eru úr steinsteyptum ein- ingum og undir járnklæðningunni á þakinu eru einnig steyptar ein- ingar. Enn er nokkuð eftir af járni á sumum húsanna, annarsstaðar eru steyptu einingarnar foknar burtu ásamt járninu. Að sögn hreinsunarmanna hafa þakeiningarnar ekki einasta dreifst um fjallið heldur hafa þær einnig fokið á haf út. í upphafi var ráð gert að rífa þökin af hús- unum núna, en þar sem hætt var við það má búast við nokkru foki af þeim á komandi árum. Jón Guðbjartsson sagðist þó telja að ekki yrði þörf á að hreinsa fjallið aftur næstu 15-20 árin. Innbrot í Dýraspítalann: Lífshættulegum lyfjum stolið Hættulegustu lyfin enn ófundin BROTIST var inn í Dýraspítalann að kvöldi sunnudags eða aðfara- nótt mánudags og stolið þaðan lyfjum og peningnm. Alls var stol- ið á milli 25-30 lyfjaglösum, þar á meðal 5-6 glösum af lyfjum sem notuð eru til að aflífa dýr og eru lyfin lífshættuleg mönnum. Hluti lyfjanna fannst í Rauðavatni í fyrradag, en hættulegustu lyfin, stungulyfin, voru ekki þar á með- al. Innbrotið var framið milli klukkan 20 á sunnudagskvöld og 8 á mánu- dagsmorgun. Stolið var fúkkalyfjum, ónæmislyfjum, vítamínum og 5-6 glösum af lyfjum sem notuð eru til að aflífa dýr og eru lífshættuleg fólki. Að sögn RLR er ljóst að tölu- vert magn af stungulyfjum hefur ekki komið í leitimar. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar dýralæknis eru þessir skammtar nægilegir til að aflífa á annan tug dýra og er lítill skammtur af þessum lyfjum lífshættulegur mönnum. Hann sagði að þetta hefðu allt verið stungulyf og væru þau banvæn tekin í æð, en hættulaus ef þeirra er neytt á annan hátt. Lyfín voru geymd í læstum hirslum sem voru brotnar upp. Einnig var stolið nokkur þúsund krónum í skiptimynt. Síðdegis á mánudag var lögregl- unni á Arbæjarstöð tilkynnt um að lyfín væru í húsi við Rauðavatn, en við athugun fannst ekkert. MITSUBÍSHI MOTORS HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN m HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 A r 0 UÐVELDUR I ENDURSOLU DÝR í REKSTRI Handskiptur / Sjálfskiptur Aflstýri og veltistýrishjól Framdrif Hvarfakútur Þriggja ára ábyrgð Verð frá kr. 795.840.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.