Morgunblaðið - 24.07.1991, Page 13

Morgunblaðið - 24.07.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 13 Verkin slæm, en skýringin verri eftir Jakob F. * Asgeirsson Manni að nafni Stefáni Þórarins- syni þótti ógóð frásögn mín í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins þann 7da júlí sl. af þeirri fyrirætlan Exþert- Ice, sem einnig ber íslenska nafnið „Heillaráð", að reka fiskveiðifyrir- tæki í Búrma, vitandi að almennt á Vesturlöndum vildu menn ekkert nálægt ofbeldisstjóminni þar koma, hvorki fyrirtæki né ríkisstjórnir. Stefán kallar frásögn mína „raka- lausan þvætting" og fer um mig hinum verstu orðum. Ég hvorki hef löngun til né get svarað illyrðum hans í sömu mynt — ég veit ekkert um manninn. Stefáni segist svo um gang mála hjá fyrirtækinu Heillaráði og her- foringjastjórninni í Búrma: „Fyrirtækið kannaði að beiðni erlendra aðila þátttöku í fiskveiði- verkefni þar í landi snemma á síð- asta ári þegar framundan voru kosningar og svo virtist sem lýð- ræðisöflin í landinu ætluðu að sigra. Allar þær hugmyndir sem að baki verkefninu lágu miðuðu við að stjórnarhættir þróuðust í átt til lýð- ræðis. Svo fór ekki og því varð ekkert úr verkefninu.“ Og ennfrem- ur: „Heillaráð hf. hætti endanlega öllum athugunum á þessu verkefni í október á síðasta ári enda gmnd- völlur fyrir því brostinn." Það er rétt hjá Stefáni að það er ofsagt í minni grein að fram- kvæmdir hafi raunverulega hafist við fyrirhugað fiskveiðiverkefni Heillaráðs í Búrma. Heimild mín var frétt í News From Iceland í febrúar sl. þar sem vitnað var hvort tveggja til framkvæmdastjóra fyrir- tækisins og Morgunblaðsins og ekki annað að ráða af frásögninni en að framkvæmdir væru í þann mund að hefjast. Tilraun Stefáns til að gera sem minnst úr þessu Búrma-ævintýri þeirra Heillaráðsmanna nær hins vegar engri átt. í fjögurra dálka frétt á baksíðu Morgunblaðsins þann 26da október sl. sem bar yfirskriftina „íslenskt fyrirtæki ráðleggur Búrma um sjáv- arútveg“, skýrðu Sigfús Jonsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Sveinn Ingólfsson, stjórnarformað- ur þess, frá fyrirhuguðum fram- kvæmdum Heillaráðs í Búrma. Þar kemur fram að fyrirtækið var „stofnað utan um þetta Búrma- verkefni" eins og Sigfús Jónsson kemst að orði. Tildrögin voru þau að „heimamenn", þ.e. herforingja- óþokkarnir í Búrma, og ótilgreindir Bandaríkjamenn settu á fót sér- stakt • „samstarfsfyrirtæki“, sem „fékk“ fískveiðiréttindi undan ströndum Búrma. Bandaríska fyrir- tækið samdi síðan um „ráðgjöfína við okkur en með vitund og vilja heimamanna“, sagði Sigfús. „Við stjórnum verkefninu," bætti hann við, og „ef Bandaríkjamenn og Búrmamenn vilja, finnum við skip í þetta.“ Þá er haft eftir Sveini Ing- ólfssyni að búið sé „að eyða 5 millj- ónum og 8 mánaða vinnu í þetta Búrma-mál“. Það var því um annað og meira að ræða en að fyrirtækið hafí að- eins „kannað að beiðni erlendra aðila þátttöku" í fiskveiðum í búrm- askri lögsögu. Heillaráð var beinlín- is stofnað í því skyni að hafa yfír- umsjón með framkvæmdum „fisk- veiðiverkefnisins" í Búrma, starfs- menn fyrirtækisins unnu í átta mánuði samfellt við undirbúning og þegar framkvæmdir voru í þann mund að hefjast boðuðu forsvars- menn fyrirtækisins til blaðamanna- fundar þar sem þeir gerðu sinn hlut sem stærstan í þessum fram- kvæmdum. „Þetta verkefni fer ekki af stað án okkar,“ var haft eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá er næst að lfta á þá fullyrð- ingu Stefáns Þórarinssonar að stjórnarumbætur í lýðræðisátt hafi frá upphafi verið forsenda þess að Heillaráð hefði afskipti af atvinnu- málum í Búrma. Hvernig var ástandið í Búrma „snemma árs“ 1990 þegar Stefán segir að Heilla- ráðsmenn hafí farið að leita hóf- anna til stofnunar fiskveiðifyrir- tækis þar í landi? Aung San Suu Kyi, foringi lýð- ræðissinna, hafði þá setið í stofu- fangelsi í meira en hálft ár og ver- ið bannað allt samneyti við sitt nánasta fólk, stofnað hefði verið sérstakt herráð sem átti að hafa stjóm á lýðnum, gefín höfðu verið út lög þar sem dómstólar þeir sem fyrir vom skyldu aflagðir, fleirum en fjórum mönnum bannað að safn- ast saman, lögreglu heimilað að fangelsa fólk án réttarhalda, milli tíu og fímmtán þúsund manns höfðu verið myrtir á fjórum mánuðum — og í þennan mund lýstu yfirvöld því yfír að það gilti einu hvernig kosn- ingarnar færa, stjórnin myndi ekki afsala sér völdum til sigurvegar- anna. Það er við þessar aðstæður sem - Heillaráðsmenn tóku að leggja drög að umsvifum sínum í Búrma, af því að þeim „virtist að lýðræðisöflin væra að sigra“! Allir sem læsir era á útlend mál og fylgjast með alþjóð- amálum vissu að það vora hverf- andi líkur fyrir því að lýðræðisöflun- um tækist að velta herforingjunum úr valdastóli. Það var samdóma álit vestrænna stjórnarerindreka í Rangoon og fjölmiðla fyrri hluta árs 1990 að herforingjamir myndu ekki efna loforð sitt um frjálsar kosningar í maí 1990. Það.hafði ríkt ógnarstjórn í landinu allt frá sumri 1989 og jafnvel hugrökkustu andófsmenn áræddu ekki að láta á sér kræla. Kosningamar voru því haldnar öllum að óvöram og er það álit fréttaskýrenda að herforingj- arnir hafí talið að grimmdai’verk þeirra undangengna mánuði hefðu gengið svo nærri þjóðinni að hún treysti sér ekki til að kjósa gegn ríkjandi yfírvöldum. Það kom svo á daginn þegar úrslit kosninganna vora ljós að herforingjaklíkan hafði aldrei ætlað sér að taka kosningarn- ar alvarlega, nema því aðeins að hún sjálf færi með sigur af hólmi. Hörður Helgason sendiherra - Kveðja Það hefur verið_ trú manna að ekki væri hægt að eignast trúnaðar- vini eftir að táningsáram lyki. Eng- in regla er án undantekninga, og 1960 hittust tveir ungir menn þá tæplega fertugir og skipti engum togum, að upphófst áratuga löng vinátta, sem entist á meðan báðir lifðu. Annar þessara ungu manna var Hörður Helgason frá Isafirði og París en hinn sjómaður sá sem þetta ritar. Sameiginlegur vinur okkar beggja, sem hafði átt samflot með Herði í París í ellefu ár, sagði mér, að af öllum þéim ungu mönn- um, sem á fjörur hans hafði rekið, væri Hörður afbragð annarra og einn sá viðmælanlegasti starfsfélagi og tómstundavinur sem jafnframt væri samviskusamur afkastamaður í starfi og hinn allra sæmilegasti brennivínsberserkur þess utan. Þessi góði kostur Harðar eftir á að hyggja, held ég að hafi í upp- hafi dregið okkur saman sem og hitt, afbragðssamstarf, sem tókst með okkur við heimkomu hans. Mér þótti það með fádæmum, hvílíkt traust hann sýndi mér á starfsvett- vangi, og verður minnisstætt til æviloka. Síðan gerði Hörður mér að vísu þann grikk að láta sitt gamla mottó lönd og leið að „af alle de letta franska vinana tænker jeg best om Martell". Hann var þá nýbúinn að koma mér á bragðið á Jack Daniels sem hann hafði kynnst eitthvað í dvöl sinni á Duke, en þar uppgötvaði hann einmitt einnig engil sinn Sörah Ross sem gaf hon- um fallega barnahópinn þeirra ásamt öðrum dýrmætum sem hún átti og bjuggu í öllu fari hennar. Hún er heimsmanneskja eins og bóndi hennar og börn. Guð blessi hana og þau öll. Þegar Jack Daniels hvarf með svo skjótum hætti af skjá okkar átti ég í pússi mínu eina stóra og óátekna, og við Hörður ákváðum, að þegar við værum orðnir gamlir rauparar myndum við á ný taka upp þráðinn og gera flöskunni virð- ulega útför. En nú eru þau plön út og suður, og mun virðulegur starfshópur verða fenginn til að gera tillögur um áframhaldið. Hörð- ur var víðlesinn, kunni tilsvör við öllum hlutum, og varð mér fávísum og ólesnum uppspretta nýrrar þekk- ingar. Hann kenndi mér það, sem mér er tiltækt að mæla á frakk- neska tungu og sýnir það öðra fremur snilld hans, því ég þótti aldr- ei merkilegur skólamaður og var í raun slæmur nemandi. Til viðbótar kenndi hann mér að koma auga á það í eigin fari, sem betur mátti fara, en að gera spaug að sjálfum sér var hans sérfag. I síma sagði hann eitt sinn við mig, en hann var þá aðalfulltrúi íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, að honum hefði eig- inlega aldrei verið það ljóst fyrr en þá, þegar ungur upprennandi starfskraftur í utanríkisþjónustunni var nýkominn að heiman til liðs við hann, hve fínn maður hann eigin- lega væri, „og det var alvor mann“. Nú era siglingaljósin slokknuð í bili og Herði hefur verið veitt lausn í náð. Við hjónin og fjölskyldan sendum elsku Söruh og bömunum innilegar samúðarkveðjur og óskum Herði fararheilla á fund Guðs síns að afhenda honum trúnaðarbréfið. Um borð í Aski RE 33 á 6605898N og 2252563V T.T. Jakob F. Ásgeirsson „Ileillaráðsmenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki meinta um- hyg-gju sína fyrir lýð- ræðisöfiunum í Búrma. Þeir hafa undir hönd- um mikilsverðar upp- lýsingar um viðskipta- hætti herforingjaklík- unnar.“ Það fer því ekkert á milli mála að Heillaráðsmenn tóku upp samn- inga við hina alræmdu einræðis- stjórn og standa í þeim samningum þegar sem mest gekk á fyrir herfor- ingjaklíkunni í fangelsunum og manndrápum. Ekkert er að finna um lýðræðis- hugmyndir þeirra félaga í fyrr- nefndri Morgunblaðsfrétt af um- svifum Heillaráðs í Búrma. Ég get engu neitað um hugsanir stjórnar- manns fyrirtækisins, en óneitanlega hefðu þær borið vott um æði mikla glámskyggni, eins og ástandið var í Búrma allt árið 1990. Það virðist ekki einungis um að ræða glámskyggni þeirra Heilla- ráðsmanna á ástandið í Búrma, heldur verulega skekkju í hugsana- ganginum um framtíð fyrirtækisins undir „væntanlegri" lýðræðisstjóm. Heillaráðsmenn semja við herfor- ingjastjórnina og ætla sér að koma fyrirtækinu á fót undir þeirra forsjá og það sé þá til staðar þegar lýðræð- isöflin sigri og geti þar með hjálpað lýðræðisstjóminni til að rétta við flárhag landsins! Gerðu Heillaráðs- menn raunverulega ráð fyrir að fyrirtæki sem stofnað var undir herföringjaklíkunni yrði vel séð af „væntanlegri“ lýðræðisstjórn? Hefði stjórnarandstaðan tekið gild- ar leyndar hugsanir stofnenda Heillaráðs? ÚRVALS LEÐURFATNAÐUR Laugavegi 28, sími 25115 Vissulega fínnst mér leitt að mér skyldu ekki vera kunnar ofannefnd- ar hugsanir Heillaráðsmanna, en þeir geta varla ásakað mig þung- lega fyrir það þar sem þær verða ekki lýðum ljósar fyrr en ég birti frásögn mína, og hlýtur því skýring Stefáns að teljast fremur síðbúin. Heillaráðsmenn hafa nú tækifæri til að sýna í verki meinta umhyggju sína fyrir lýðræðisöflunum í Búrma. Þeir hafa undir höndum mikilsverð- ar upplýsingar um viðskiptahætti herforingjaklíkunnar. Ef þeir leggja öll plögg á borðið gefst tækifæri til að skera úr um með óyggjandi hætti hvort þær ásakanir stjórnar- andstöðunnar eigi við rök að styðj- ast að einræðisstjómin selji útlend- ingum aðgang að náttúraauðæfum landsins á spottprís (til að afla er- lends gjaldeyris til vopnakaupa). Stjómarandstaðan í Búrma myndi fagna því af heilum hug ef hún fengi í hendur skjalfestar sannanir um viðskiptahætti herforingjaklí- kunnar. Ég þykist jafnframt viss um að ritstjórar Morgunblaðsins muni fúslega ljá rúm í blaði sínu undir birtingu slíkra heimilda — og sjálfur er ég í góðri aðstöðu til að koma þeim á framfæri við talsmenn stjómarandstöðunnar í Búrma. Ég get ekki leynt því, og sé enga ástæðu til að leyna þeirri hugsun minni, að ástæðan fyrir því að ekk- ert varð úr þessu Búrma-ævintýri eftir átta mánaða undirbúnings- vinnu sé einfaldlega sú að Heilla- ráðsmönnum og hinu búrm- aska/bandaríska „samstarfsfyrir- tæki“ hafi ekki tekist að fjármagna fyrirtækið þegar til stykkisins kom, herforingjastjórnin sjálf peninga- laus og fjármagn á Vesturlöndum ekki auðfengið til neinna fram- kvæmda í Búrma svo illa þokkaðir sem valdhafar landsins era. Ég virði það við Stefán Þórarins- son að hann skammast sín fyrir samskipti Heillaráðs við morðingja- stjórnina í Búrma. En á móti gerir það hans hlut verri að ljúga upp skýringu og fylgja henni eftir með svívirðingum um mig sem var að segja sannleikann. Það er smánar- legt, eins og ég komst að orði, að íslenskt fyrirtæki skuli um átta mánaða skeið standa í samninga- viðræðum við fulltrúa herforingja- klíku sem fyrirlitin er um allan hinn siðmenntaða heim fyrir morð og grimmdarverk á saklausum al- menningi. Oxford, 19da júlí. Höfundur er rithöfundur og stundar nú doktorsnám í stjórnmákifnedi í Oxford. ajungilak. IGLOO SVEFNP0KINN MEST SELDI POKINN í EVRÓPU SUMARTILBOÐ KR. 10.990 STGR. I SKATABÚDIN -SKAWK fKAMÚK SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.