Morgunblaðið - 24.07.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Sægreifar Eyja eru
sundurleitur hópur
Ytri aðstæður kunna þó að berja þá til samstarfs og jafnvel sameiningar í náinni framtíð
VESTMANNAEYJAR eru um margt sérstakar hvað varðar sjávar-
útveg. Þær eru langstærsta verstöð landsins, sem fær á milli 8
og 9% af öllum botnfiski í sinn hlut, sem á síðasta ári gerðu um
52 þúsund tonn. Atvinnulíf er þar einhæft með afbrigðum, og
byggir að langmestu Ieyti á sjávarútvegi og fiskvinnslu. Nafngift-
in smákóngar á ekki upp á pallborðið hjá sægreifunum í Vest-
mannaeyjum. Þeim er líkt farið og öðrum smákóngum íslensks
sjávarútvegs - þeir hafa horn í siðu forskeytisins smá, því þeim
líður auðvitað sem væní þeir raunverulegir kóngar. Vestmannaeyj-
ar og fiskimiðin eru konungsríki þeirra og gjaldmiðill þeirra er
kvótinn. Sægreifarnir „eiga sinn kvóta“ og líta á þá eign sem
varanlega, hvað sem öllum lagaákvæðum líður. Þarna eru saman-
komnir miklir atorkumenn, sem í krafti einkaframtaks, dirfsku,
dugnaðar og sjósóknar hafa byggt upp öflug útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki, sem oft og tíðum hafa gengið mjög vel. En í dag
er öldin önnur - afli fer minnkandi, skuldsetning fyrirtækjanna
nálgast það að vera geigvænleg, fiskvinnslustöðvarnar eru of
margar, fiskiskipaflotinn of stór og kostnaður við úthald hans of
mikill. Fyrirtækin eru að sligast undan gífurlegum fjármagns-
kostnaði. Það má til sanns vegar færa að dugmiklu mennirnir sem
hér er minnst á að ofan, standi hálfráðþrota á bryggjum sínum
í Eyjum og horfi til dökkrar framtrðar.
Haraldur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Fiskimjöls-
verksmiðjunnar: „Ég tei
að áhættan í sambandi
við að sameina öll fyrir-
tækin í eitt sé of mikil.“
Björn Úlfljótsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar: Fúsari nú
en áður til að ræða sam-
starfs- og sameiningar-
inöguleika við önnur fyr-
irtæki í Eyjum.
Guðmundur Karlsson,
framkvæmdastjóri Fisk-
iðjunnar: „Við höfum af-
hent litlum hópi manna
okkar fjöregg."
Helstu forsvarsmenn og eigendur
fjögurra stærstu fyrirtækjanna í
Eyjum, Hraðfrystihúss Vestmanna-
eyja, Vinnslustöðvarinnar, ísfélags
Vestmannaeyja og Fiskiðjunnar,
gera sér grein fyrir því að eitthvað
verður að gera, til að fyrirtækin
eigi sér meiri afkomuvon í framtíð-
inni. En þegar ég ræddi við þá í
liðinni viku úti í Eyjum, var ekki
að heyra á þeim að þeir hefðu neina
nákvæma útfærslu á þessu „ein-
hveiju" sem gera þyrfti. Ætli orð
Bjarna Sighvatssonar, stjórnar-
formanns Vinnslustöðvarinnar og
aðaleiganda, lýsi ekki ágætlega við-
horfí sægreifanna: „Það gerist ein-
hver andskotinn með haustinu. Bát-
arnir eru of margir, frystihúsin eru
of mörg og aflinn fer minnkandi.
En það er ekkert sniðugt að sam-
eina fjárhagslega illa stæð fyrirtæki
- það er enginn ávinningur fólginn
í því að sameina bara skuldir."
Einingar verða að stækka
Haraldur Gíslason, framkvæmd-
astjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar,
er jafnframt hluthafi í Fiskiðjunni
og Vinnslustöðinni. Hann er þeirrar
skoðunar að rekstrareiningamar
verði að stækka, vegna þess sam-
dráttar sem nú er boðaður. Sjái
menn ekki þörf þessa í tíma telur
hann að í algjört óefni stefni hjá
stærstu fyrirtækjunum í Vest-
mannaeyjum.
Afkastageta frystihúsanna fjög-
urra í Vestmannaeyjum, ísfélags
Vestmannaeyja, Vinnslustöðvar-
innar, Hraðfrystihúss Vestmanna-
eyja og Fiskiðjunnar, er mun meiri
en vinnslumagnið segir til um.
Frystihúsin vinna á bilinu 5 til 8
þúsund tonn af botnfiski á ári, en
hvert um sig gæti unnið miklu
meira.
Menn greinir á um hvort vinnslu-
getan er margföld á við það sem
unnið er, en allir eru sammála um
að þijú frystihús myndu léttilega
afkasta því sem unnið er í þeim
ijórum sem hér að ofan voru nefnd.
Reyndar ganga aðrir lengra og
segja að tvö frystihús myndu anna
öllum afla sem á land kemur í Eyj-
um. í þeirra hópi eru Kristján Ragn-
arsson, formaður LÍÚ, og Bjarni
Sighvatsson. Sigurður Einarsson
telur að tvö til þijú frystihús í Vest-
mannaeyjum gætu annað þeim afla
sem unninn er í öllum húsunum.
Haraldur Gíslason segist vera fylgj-
andi aukinni hagræðingu og sam-
einingu fyrirtækja, en hann kveðst
efast um ágæti þess að steypa öllum
fyrirtækjunum Ijórum saman í eitt.
„Eg tel að áhættan í sambandi við
slíka sameiningu sé of mikil. Maður
veit ekkert hvernig því tækist upp
í rekstri og ef illa færi, þá væri
allt bæjarfélagið undirlagt," segir
Haraldur.
Kvótakaup eina fjárfestingin
Magnús Kristinsson, stjórnar-
Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fisk-
vinnslustöðva: „Þessi
svarta skýrsla Hafró kall-
ar á ný vinnubrögð og
ný viðhorf."
Sigurður Einarsson, for-
stjóri Hraðfrystistöðvar
Vestmannaeyja: „Ég er
sannfærður um að fyrsta
fyrirtækið hér í Eyjum
sem færi á almennan
markað, ætti sér betri
Iífsmögulcika en hin fyr-
irtækin."
Magnús Kristinsson,
stjórnarformaður ísfé-
lags Vestmannaeyja: „Til
hvers ætti ég að vera að
sameinast einhvcijum
öðrum?“
formaður ísfélags Vestmannaeyja,
telur að ísfélagið hafi staðið sig vel
í hagræðingu. Þegar flæðilínur
verði komnar í frystihúsið verði
fyrirtækið komið eins langt og unnt
er hvað varðar úrvinnslu, áður en
komið sé að sérpakkningum, en þær
segir Magnús seinni tíma mál.
„Ég held að hver og einn hér í
Eyjum hafi alla burði til að bjarga
sér. Til hvers ætti ég að vera að
sameinast einhveijum öðrum?“ spyr
Magnús. „Við hér í frystideild ísfé-
lagsins erum með ársveltu upp á
liðlega 500 milljónir króna. Þetta
er ósköp þægileg stærð að halda
utan um. Fyrirtækið í heild, með
fískiskipum sínum og eignarhluta í
öðrum fískiskipum veltir svona 1,2
til 1,4 milljarði á ári og ég tel að
slíkt fyrirtæki eigi fullan rétt á sér
og möguleika á að standa á eigin
fótum,“ segir Magnús.
Magnús viðurkennir að vísu að
dæmið kunni að horfa öðru vísi við,
verði um verulegan aflasamdrátt
HRAÐFRYSTISTÖÐ VE: Fjölskyldu
fyrirtæki í eigu Sigurðar Einarssonar og fjöl-
skyldu. Velti á liðnu ári um 550 milljónum
króna. Gerir út sjö báta. Á jafnframt loðnu-
verksmiðju sem velti um 100 milljónum króna.
□
ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA: Fjölskyldufyrirtæki í eigu Kristins Pálssonar og
fjölskyldu, á millí 60 og 70%. Elsti sonur Kristins, Magnús er stjómarformaður fyrirtækisins.
Velta fyrirtækisins var nímar 500 milljónir á liðnu ári. Isfélagið á togarana Halkíon og Gídeon
(velta 150-200 milljónir) og 45% í Berg Huginn, sem á togarana Vestmannaey, Bergey og
Smáey. Kristinn Pálsson og fjölskylda eiga 35% í Berg Huginn og Eyjólfur Pétursson á 15%.
1
VINNSLUSTÖÐIN: Stærsti eigandi Vinnslustöðvarinnar er
Bjarni Sighvatsson stjórnarformaður, sem á nálægt 40%. Haraldur
Gíslason á um 20%, en aðrir eigendur eru smærri. Fyrirtækið velti á
milli 7 og 800 milljónum á liðnu ári. Það á einnig stærstu verslun
bæjarins, Tangann (Gunnar Ólafsson hf.). Vinnslustöðin á útgerðar-
félagið Knörrinn sem gerir út ísfisktogarann Breka og fimm báta.
'~~'i < '
FISKIÐJAN: Sæhamar hf. á þriðjung
fyrirtækisins og þeir Guðmundur Karlsson,
framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar og Haraldur
Gíslason eiga 15-20% hvor. Velta fyrir-
tækisins á sl. ári var á milli 5 og 600 milljónir.
Fyrirtækið á togarana Klakk og Sindra.
að ræða. „Eina sem gerist hjá mér
við minnkandi afla, er að útflutn-
ingur minnkar. Það er algjör gi-und-
vallarregla hjá okkur að sjá til þess
að frystihúsið hafi nægt hráefni.
ísfélag Vestmannaeyja gæti unnið
meiri afla en nú er gert, en til þess
vantar þá mannskap. Ef við lifum
ekki af núverandi rekstri, þá verð-
um við að reyna að komast yfir
meiri afla,“ segir Magnús. Hann
virðist eiga sér skoðanabróður á
þessu sviði, þar sem er Bjarni Sig-
hvatsson, stjórnarformaður Vinnsl-
ustöðvarinnar og Fiskimjölsverk-
smiðjunnar. „Kvótakaup eru eina
fjárfestingin sem skiptir máli,“ seg-
ir Bjami og upplýsir að Vinnslustöð-
in hafí á þriggja ára tímabili keypt
um 5 þúsund tonn af kvóta. „Kvót-
inn er það eina sem einhvers virði
er í dag. Ég lít á þetta dót í landi
sem einskis virði.“
Björn Úlfljótsson, framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar, segir
forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar
fúsari nú en áður til að ræða sam-
starfs- og sameiningarmöguleika
við önnur fyrirtæki í Eyjum. Nýleg
skýrsla Hafrannsóknastofnunar
veki menn vissulega til umhugsun-
ar, en hann, eins og þeir Bjarni og
Magnús, bendir á að svigrúmið til
hagræðingar sé ósköp takmarkað,
þar sem ekki verði svo auðveldlega
losað um eignir.
Fjöregg þjóðarinnar
Guðmundur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar og stór
hluthafi í fyrirtækinu, segir að mið-
að við aðstæður í dag, sé engin
spurning að menn verði að fækka
skipum, hagræða innan fyrirtækj-
anna ef unnt er, eða þá að fækka
einingunum „hvort sem það er gert
með því að láta einhver fyrirtæki
fara á hausinn eða sameina fyrir-
tæki“, segir Guðmundur. Hann tel-
ur vera þörf á því fyrir íslendinga
að byggja upp fleiri stór sjávarút-
vegsfyrirtæki og telur að sameina
beri einhver fyrirtæki í Eyjum.
„Við áttum í fyrra í viðræðum
bæði við ísfélag Vestmannaeyja og
Vinnslustöðina, en því miður leiddu
þær ekki til jákvæðrar niðurstöðu.
Við í þessu fyrirtæki höfum lengi
verið þeirrar skoðunar að sameina
bæri fyrirtæki hér í Eyjum,“ segir
Guðmundur.
Sæhamar hf. á þriðjung í Fiskiðj-
unni og keypti hlut sinn fyrir þrem-
ur árum. Mér var sagt í Vestmanna-
eyjum að aðrir eigendur Fiskiðjunn-
ar hefðu gert sér vonir um að aðild
Sæhamars að fyrirtækinu myndi
tryggja að þátar í eigu Sæhamars
legðu upp hjá Fiskiðjunni. Þær von-
ir hefðu brugðist, þar sem eigendur
Sæhamars legðu upp hjá Fiskiðj-
unni bara eftir hentugleikum og þá
á uppsprengdu verði. Annars sigldu
þeir mikið með aflann eða færu
með fisk á markað í Reykjavík.
Ég spurði Guðmund hvað hann
segði um þessa gagnrýni margra
Eyjamanna á Sæhamar: „Við
bjuggumst náttúriega við því að það
kæmi þó nokkur afli til Fiskiðjunn-
ar frá Sæhamarsbátunum, því er
ekki að neita. En þetta eru náttúr-
lega einstaklingar, hver með sinn
bát. Auðvitað eru þeir eins og geng-
ur og gerist skuldugir og berjast
þannig fyrir lífi sínu. Því geri ég
ráð fyrir að það sjónarmið ráði hjá
þeim að selja aflann þar sem þeir
fá best verð fyrir hann á hverjum
tíma,“ segir Guðmundur.
Hann segir að þetta vandamál
sé alls ekki einskorðað við eigendur
Sæhamars. „Þetta er sjónarmið
okkar íslendinga í sambandi við
sjávarútveginn. Menn hugsa' bara
til dagsins í dag og hafa engin lang-
tímasjónarmið. Ég á von á því að
við íslendingar getum skaðast af
því og tel reyndar að við höfum