Morgunblaðið - 24.07.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991
17
framið verknað í sjúklegu ástandi.
Hann sagði um öryggið á Sogni
að aðalhættan væri gagnvart öðr-
um vistmönnum og starfsfólki en
minnst gagnvart umhverfinu.
Umfangsmikið faglegt
verkefni
Lára Halla Maack flutti yfirlit
um réttargeðlækningar og sagði
að þær væru ekki bara fyrir fólk
sem væri hættulegt umhverfinu og
þyrfti á öryggismeðferð að halda.
Það væri stigsmunur á því hversu
hættulegt það væri talið og matið
byggðist á ýmsum atriðum svo sem
ferli viðkomandi.
Hún sagði að mest af öryggis-
meðferð hefði farið úr landi og að
ódýrast væri að hafa þann háttinn
á og vera með framhaldsmeðferð
hér heima. Hins vegar væri oft á
geðdeildum fólk til meðferðar sem
þyrti að vera í öryggismeðferð. Það
væri líka umhugsunarefni að þó
alvarlegir hlutir gerðust á stofnun-
um gagnvart starfsfólki þá yrði það
ekki dómsmál heldur héldi með-
ferðin áfram á sömu stofnun.
Lára sagði erfitt að koma til
móts við allar þær þarfir sem lytu
að réttargeðdeiid, vegna þeirrar
sérhæfingar sem þyrfti að koma
til. Sérhæfingin væri til erlendis.
Hún nefndi sem dæmi að senda
þyrfti þroskahefta afbrotamenn
utan vegna þess að meðferð á þeim
byggðist á iðjuþjálfun þar sem
tungumálakunnátta þyrfti ekki svo
mjög að koma til.
„Sogn verður fangelsi en ekki
réttargeðdeild,“ sagði Lára. Hún
sagði að vandamál yrði að fá fólk
til starfa einkum vegna þess að
staðurinn væri fjarri höfuðborg-
inni. Hún gagnrýndi það að teikn-
ingarnar sýndu fangelsi en ekki
réttargeðdeild. Hún sagði að fólk
sem væri í meðferð á slíkri deild
hefði samneyti og væri ekki hættu-
legt vegna þess að starfsfólkið
hefði þá fagþekkingu sem við með-
ferðina skapaði örygi. „Réttargeð-
deild er sú fagvinna sem fram fer
með fólkinu," sagði Lára. Hún
sagði einnig að það væri mikilvægt
einstakling í þá aðstöðu að samhliða
hverri 10% kauphækkun hækka
verðtryggð lán um 5%. Sama stað-
reynd blasir við atvinnurekandan-
um. Þegar hann samþykkir kaup-
hækkun er þar með ákveðin hækk-
un fjármagnskostnaðar fyrirtækis-
ins. Þessi breyting mun því óhjá-
kvæmilega torvelda samninga-
gerð.“
Ályktun Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja vegna þess er á svip-
uðum nótum: „Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar í dag að binda láns-
kjaravísitöluna þróun kaupgjalds
stríðir gegn hagsmunum almennra
launþega og er vægast sagt undar-
leg ráðstöfun á sama tíma og ríkis-
valdið Iætur í veðri vaka að það
vilji gott samstarf við samtök launa-
fólks. Her er greihilega gerð tilraun
til þess að gera almennt launafólk,
sem þarf á kauptaxtahækkunum
að halda, ábyrgt fyrir hækkun lána
og halda þannig aftur af réttmæt-
um kröfum þess. Þessari ákvörðun
er því harðlega mótmælt.“
Jón Adolf Guðjónsson, banka-
stjóri Búnaðarbanka Islands, sagði
af þessu tilefni að þarna sé farið út
á afskaplega varasama braut og
þessi vísitala verði viðkvæmari,
einkum hvað snerti kjaramálin. Sig-
urður B. Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfamarkaðar íslands-
banka, sagði að þarna sé um ótrú-
lega skammsýna ráðstöfun að
ræða, þar sem fórnað hafi verið
fyrirkomulagi sem fólk hafi verið
farið að treysta fyrir örlitlar breyt-
ingar sem hafi í sjálfu sér ekki
mikil áhrif.
Þegar breytingin á lánskjaravísi-
tölunni var ákveðin höfðu lög um
nýja launavísitölu ekki verið sam-
þykkt o g var því stuðst við launavís-
itölu samkvæmt lögum nr. 63/1985
um greiðslujöfnun húsnæðislána.
Þeirri vísitölu var hins vegar veru-
lega ábótavant því hana átti að
miðað að helmingi við taxtakaup
og að helmingi við áætlaðar breyt-
ingar á atvinnutekjum. Taxtakerfið
fyrir þann sem væri að ná sér eft-
ir afbrot að geta gengið um útivið
og verið einn með sjálfum sér.
Rekstur mögulegur á Sogni
Ólafur Ólafsson landlæknir sagði
að hér væri rætt um fólk sem ekki
hefði fengið heilbrigðisþjónustu
sem það ætti rétt á miðað við lög.
Hann sagði að uppbyggingin á
Sogni væri skref í þá átt að sinna
þessu fólki og það væri hægt að
reka öryggisgæslu og meðferð á
Sogni. Það væri þó ljóst að ekki
væri unnt að taka fólk til meðferð-
ar hér sem þyrfti hámarksöryggis-
gæslu. Ólafur fullyrti að íbúar í
Olfusinu þyrftu ekki að óttast
hættu frá Sogni.
í umræðum og fyrirspurnum að
loknum framsöguerindum kom
fram hjá Tómasý Zoéga formanni
Geðlæknafélags íslands að vanda
þyrfti til undirbúnings og að mikil-
vægast væri fyrir þann sem þyrfti
á meðferð að halda að samstaða
væri um málið. Geðlæknar hefðu
ýtt þessum þætti frá sér vegna
öryggismálanna.
Guðjón Magnússon skrifstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði
að varast bæri fordóma í garð geð-
sjúkra. Það þyrfti að beita miklum
þrýstingi til þess að allar kröfur
um hámarksaðstæður næðu fram
að ganga. Það væri af mannúðar-
ástæðum að það þyrfti að kapp-
kosta að þjónusta það fólk hér
heima sem um ræddi. Þetta væri
hægt að framkvæma í nokkrum
skrefum. Hann kvaðst vona að
Lára Halla Maack hugsaði málið
og gengi í lið með þeim að gera
þessa lausn eins hentuga og að-
gengilega og hægt væri.
Ráðherra hafði lokaorðin á fund-
inum og sagði meðal annars að það
væri stöðug krafa fólks um að
hafa læknisþjónustu í nágrenni við
sig en ekki akkúrat þessarar teg-
undar sem setja ætti niður á Sogni.
Hann vísaði á bug öllu tali um að
þessi lausn væri liður í pólitískum
hrossakaupum sem íað var að á
fundinum.
- Sig. Jóns.
hafði hins vegar verið lagt niður í
kjarasamningunum í desember
1986 og Þjóðhagsstofnun var hætt
mánaðarlegum útreikningum á
breytingum atvinnutekna vegna
vandkvæða þar á, að sögn Hall-
gríms Snorrasonar, hagstofustjóra.
Hann segir ennfremur í Morgun-
blaðinu af þessu tilefni: „Það er
mjög erfitt að reikna út launavísi-
tölu og hana verður í reynd að
áætla að talsverðu leyti. Það er því
spurning hvort setja eigi hana inn
í grunn lánskjaravísitölu."
Hagstofustjóri benti á þegar
hann var kallaður fyrir íjárhags-
og viðskiptanefnd efri deildar Al-
þingis vegna frumvarpsins um
launavísitöluna að í öðrum löndum
hefðu ýmsar vísitölur verið reiknað-
ar fyrir tilteknar tegundir launa og
tilteknar stéttir „en nú væri hvergi
til lögformlegur launakvarði sem
jaðraði við að vera stjórntæki sem
gengi inn í aðra þætti eins og gert
er ráð fyrir að launavísitalan verði.“
Þá kemur fram að ýmsar sérað-
stæður geti valdið sveiflum í laun-
um og því geti skekkjumörk verið
mjög misjöfn frá einum tíma til
annars.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, kom fyrir nefndina við sama
tækifæri. Hann benti meðal annars
á að launavísitalan gæti komið mjög
mismunandi út fyrir ólíka launþega-
hópa. Taldi hann allar viðmiðanir
ótraustar og aðeins liggja fyrir hvað
varðaði takmarkaðan hluta vinnu-
markaðarins. í ljósi þess að oft séu
upplýsingar ekki tiltækar fyrr en
eftir á sé mögulegt „að launavísi-
tala geti hreinlega orðið geðþótta-
ákvörðun hagstofustjóra."
Lánskjaravísitala með nýjum
grunn þar sem mið er tekið af
launavísitölu varð til þess að mál
var höfðað fyrir íslenskum dómstól-
um. Málið var dæmt ríkinu í vil
fyrir héraðsdómi og staðfesti Hæst-
aréttur dóm héraðsdóms í mars í
vetur.
Gunnar Guðbjörnsson tenór-
söngvari.
GUNNAR Guðbjörnsson tenór-
söngvari og Jónas Ingimundar-
son píanóleikari halda tónleika
í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi í kvöld, miðvikudags-
kvöld. Á efnisskránni verða vel
þekkt íslensk og ítölsk sönglög,
ariur úr óperunum Cosi fan
tutte og Don Giovanni eftir
Mozart, Rakaranum í Sevilla
eftir Rossini og fleira.
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari.
húsið þar hefur nýlega gert við
hann samning til tveggja ára. Þar
verður hann í félagsskap tveggja
annarra íslenskra söngvara, bass-
anna Viðars Gunnarssonar og
Kristins Sigmundssonar.
Tónleikar þeirra Gunnars og
Jónasar í Gerðubergi í kvöld hefj-
ast klukkan 20.30.
GEVALIA
Islensk og ítölsk
sönglög í Gerðubergi
Gunnar Guðbjörnsson hefur
verið við nám í Englandi tvö síð-
ustu ár og er nú nýkominn heim
frá ársveru við Operustúdíóið í
Lundúnum. Gunnari hafa hlotnast
ótal tækifæri til að koma fram og
syngja opinberlega með náminu,
þar á meðal sem gestasöngvari
við Velsku þjóðaróperuna og óper-
una í Norður-Englandi. Þá hefur
hann jafnan sungið hér heima
þegar tækifæri hafa gefist.
Nú eru þáttaskil í söngferli
Gunnars, því senn heldur hann til
Wiesbaden í Þýskalandi, en óperu-
★ GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
Blombera
ÞYSKAR
'VERÐLAUNA
VÉLAR!
Blomberg þvottavélarnar hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugvit-
samlega hönnun.
Við bjóðum nú gerð WA-230 með
kostum, sem skapa henni sér-
stöðu:
* Tölvustýrður mótor * yfirúðun *
alsjálfvirk magnstilling á vatni *
umhverfisvænt sparnaðarkerfi.
Verð aðeins kr. 69.255 stgr.
Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr.
Einar Farestveít &Co.hf. Borgartúni28 s 622901 09622900