Morgunblaðið - 24.07.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.07.1991, Qupperneq 37
"37 CliUAJfí/i'jíJHOt MORGUNBLAJpIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /u- u^rniiii UM -U Ólöffleg notkun vegarins Fyrir skemmstu sendi ég Velvak- anda stutta orðsendingu ásamt mynd af fremur óásjálegum sölu- skála við KR-völlinn. Eftir fyrirsögn, sem Morgunblað- ið sjálft setti á þessa ádeilu mína mætti ætla að vandamálið hefði aðallega snúist um kofann, sem svo sannarlega er ekkert augnayndi. En hér var fyrst og fremst verið að mótmæla hinni ólöglegu notkun vegarins þegar kappleikar eru háðir á vellinum. Engra viðbragða varð vart við þessari hugvekju minni annað en þungur Þyrnirósarsvefninn. íþróttahreyfingin nýtur óefað mikillar samúðar með þjóðinni, enda hefur hún unnið sér meira rúm í fjölmiðlum en sjávarútvegur, land- búnaður og iðnaður samanlagt og ætti í raun að geta látið sér nægja slíkt svo að hvergi þyrfti nokkurt félag úr hennar röðum að færa at- Yfir lækinn eftir vatni Nú stendur til að senda nefndir tungumálasérfræðinga tii smá fjallaþorps í Sýrlandi til þess að byggja upp aramæískt stafróf og ritmál af því að stafrófið er með öllu glatað (Spiegel). Viti menn, svo kemur „stórfrétt" frá íslandi. Ka- tólskúr prestur að nafni dr. Habets segist vita allt um þetta, vitnar bæði í menn sem rita aramæisku og rit sem enn finnist á þessu glat- aða ritmáli! Stórfurðulegt! Vonandi spyrst nú þessi „heims- frétt“ það tímanlega út að hægt verður að stöðva hina dýru og „óþörfu" leiðangra. Já, kraftaverkin eru enn að gerast og kraftaverka- maðurinn dr. Habets á ábyggilega eftir að þiggja laun að verðleikum þegar kemur upp úr kafinu hvort sæmdarheitið á betur við hann, „hinn málfróði" eða „hinn málóði". Richardt Ryel hafnasvæði sitt inn á umferðaræðar samborgarans með margendur- teknum umferðarlagabrotum, svo sem tíðum hefur verið að vikið án þess að nokkura viðbragða verði vart. Oft heyra menn sagt „þegar neyðin er stærst er hjálpin næst“. Sönnun þessa mátti finna í Morgun- blaðinu hinn 30. júní, í grein undir nafninu A förnum vegi, en þar seg- ir: „Morgunblaðið rakst á drátt- arbíl frá Vöku á fjölförnum vegi og fékk að fylgjast með Ársæli Gunnsteinssyni bílstjóra og Bene- dikt Sveinssyni lögreglumanni þeg- ar þeir drógu burt bíi sem ranglega var lagt.“ Væri nú ekki heillaráð, þar sem Morgunblaðið vill að sjálfsögðu styðja löghlýðni í landinu, að það sendi umgetinn blaðamann sinn með þeim Ársæli og Benedikt á dráttarbílnum næst þegar mark- tækur leikur verður haldinn á KR- vellinum. — Já en, væri það ekki hrein ókurteisi að bjóða ekki líka með þeim lögreglustjóra, gatnamál- Ég er hjartanlega sammála henni Margréti sem skrifaði í Velvakanda þriðjudaginn 16. júlí. Það er allt of sjaldgæft að fjallað sé af einhveiju viti um ríki þriðja heimsins í íslensk- um dagblöðum. Raunar virðist mér þeir sem sjá um erlendar fréttir blaða og ljósvakamiðla ekki treysta sér til annars en að þýða Reuter- skeyti. Það er sjaldgæft að einhver astjóra og kannski einhveijum frá Borgarskipulaginu. Skyldi þá ekki gata gerst, þegar hin röskva sveit væri á vettvang komin að það færi að fara um ein- hvern bíleigandann þegar hann væri hittur svona fyrirvaralaust á budduna. Og varla gæti borgarsjóð- ur farið að fúlsa við sektarfénu meðan enn vantar allt skrautið í ráðhúsið. Hér gáefist iíka einstakt tækifæri fyrir borgarbúa til að stofna til veðmála um það hvort mundi heilla- drýgra að beita til lausnar þessa umferðarvandamáls — værðinni eða skyldurækninni. Það leiðir tíminn í ljós. Sigurður Guttormsson Týndur köttur Ársgamall hvítur fressköttur með bröndótta flekki á baki, brönd- ótta rófu og hnakka tapaðist frá Baldursgötu fyrir rúmri viku. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 11973. sjálfstæð erlend fréttaskrif fari fram í íslenskum fjölmiðlum. í Morgunblaðinu hefur undanfar- ið mátt sjá gleðilega undantekningu á þessu en það eru skrif Jóhönnu Kristjánsdóttur um ástandið í írak. Jóhanna veitir lesandanum nýja innsýn í daglegt líf fólksins í þessu stríðshijáða landi og étur ekki bara upp það sem hún hefur lesið í Time og Newsweek. Gætu aðrir tekið sér hana til fyrirmyndar. Eitt af því sem maður hefur tek- ið eftir er hverfandi áhugi íslenskra fjölmiðla á Afríku, Asíu eða Róm- önsku Ameríku. Bush og Gorbasjoff t.d. aldrei forsíðu Morgunblaðsins og Júgóslavía hefur einnig fengið geypilega athygli. Hins vegar eru hlutir að gerast víðar í heiminum. Veit íslenskur almenningur t.d. að í þó nokkrum ríkjum Afríku hefur verið skipt um stjórn í fijálsum kosningum sem hefur varla nokkru sinni gerst áður í þeirri álfu ? Veit almenningur að Eþíópía, eitt stærsta land álfunnar, skiptist nú í a.m.k. tvö ríki? í dagblöðunum hefur lítið sem ekkert verið fjallað um þetta og fréttastofa Sjónvarpsins er enn verri. Mér fínnst að það hljóti að vera hægt að stunda gagnrýna fréttamennsku um erlend málefni ekki síður en þau innlendu. Magnús Þorsteinsson Hjálp! Gamall maður sem er við það að missa húsnæði sitt á nauðungar- uppboði óskar eftir fjárhagsaðstoð. Þeir sem gætu hjálpað hafið sam- band við: Halldór Guðnason Tunguseli 1 109 Reykjavík eða hringið í síma 72516. Sömu hraðatakmörk gilda fyrir bifhjól og bifreiðar. En bifhjól eru að minnsta kosti fimm sinnum hættulegri ökutæki. Mjög reynir á gagnkvæman skilning bifhjólamanna og annarra ökumanna. Stillum hraða í hóf. Komum heil heim. Það er líka heimur fyr- ir sunnan Miðbaug Iijartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og hamingjuóskum í tilefni afmœlis míns 24. júní sl. Sérstakar þakkir til 12 ára bekkjar A i Lœkjar- « skóla 1965 og annarra nemenda minna, sem árnuöu mér heilla. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Álfaskeiði 78. London KR. 1 8.900J Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — fimgfEROIR = SQLRRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Myndlistarnámskeið fyrír börn Getum bætt við nemendum, 7-12 ára, á eftirfarandi námskeið: 29. júlí-9. ágúst og 12.-23. ágúst. Farið verður í eftirfarandi: Leirmótun — málun — blandaÖa tækni — teikningu ogfleira Námskeiðið er 2 klst. á dag. Leiðbeinendur verða: Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður og Helga Jóhannesdóttir, leirlistakona - Báðar hafa veitt barnastarfí forstöðu - Innritun verður alla virka daga frá kl. 9-16 í hús- næði Tónlistarskóla Eddu Borg í Hólmaseli 4-6. Upplýsingar í símum 73452, 673395 og 667228. Tegund: Mexico Breidd 91 cm Hæð 181 cm Dýpt 43 cm Einnig til í hvítu 33.120,-1 «* Skápar í miklu úrvoli Þú þarft ekki að fara annað BÍI.DMIÖID \ 20-112 KK\ KJ \\ ÍK - SÍMI 9I-6KI199 - K.W91-673511

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.