Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 182. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sendinefnd Israela á fundi með de Cuellar: Lítt þokast í átt að lausn gíslamálsins Genf, Beirút, Damaskus, Bonn. Reuter. LIBANSKIR bókstafstrúarmenn sögðu í gær að næsta skrefið í átt til lausnar vestrænna gísla í Líbanon yrði að felast í því að Israelar létu lausa „að minnsta kosti nokkra" þeirra 400 arabísku fanga sem þeir hafa í haldi. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hitti ísraelska sendinefnd, sem fer með gislamálin, í Genf í Sviss í gær og sagði formaður hennar, Uri Lubrani, að viðræðurnar hefðu verið „vinsamlegar og árangursríkar". Skjót lausn á málinu virðist þó ekki vera í sjónmáli. Reuters-fréttastofan hafði eftir heimildum í Líban- on í gær að Italinn Alberto Molinari, sem rænt var fyrir sex árum, hefði verið myrtur skömmu eftir að honum var rænt. De Cuellar sagði eftir fundinn með ísraelsku sendinefndinni að það væri e.t.v. of mikil bjartsýni að búast við að einhverjir gíslanna yrðu látnir lausir á næstu dögum. Aðspurður um hvort ísraelamir hefðu boðist til að sýna vilja sinn til að leysa deiluna í verki með því að láta nokkra arabíska fanga lausa svaraði hann: „ísraelar eru reiðubúnir að sýna slíkan vilja um leið og þeir hafa feng- ið afdráttarlausar og óyggjandi upp- lýsingar um hvernig málum her- mannanna sem er saknað er háttað." Palestínski skæruliðaleiðtoginn Ahmed Jibril sagði í gær að þrír af þeim sjö ísraelsku hermönnum sem hurfu í Líbanon væru týndir og tald- ir látnir, staðfest hefði verið að einn væri látinn, og þrír væru enn á lífi. Að sögn heimildamanns Reuters- fréttastofunnar var Molinari, sem fæddist árið 1919, myrtur eftir að honum var rænt í Beirút og mann- ræningjarnir losuðu sig síðan við líkið í dalnum Bekaa. Breski gíslinn John McCarthy sagði á fimmtudag að mannræningj- arnir hefðu sagt sér skömmu áður en sér var sleppt að allir vestrænu gíslamir 11 í Líbanon væru á lífí. Þá vöknuðu vonir um að Molinari væri á meðal þeirra, en enginn þeirra vestrænu gísla sem sleppt hefur ver- ið úr haldi hefur séð hann. Þjóðveijamir tveir, Heinrich Striibig og Thomas Kemptner, hafa reyndar nokkra sérstöðu, þar sem talið er að þeim hafi verið rænt af Hamadi-fjölskyldunni sem krefst þess að tveir bræður, Mohammad Ali og Abbas Hamadi, verði látnir lausir úr fangelsi í Þýskalandi. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa fram að þessu neitað að láta Hamadi- bræðurna Iausa í skiptum fyrir Þjóð- veijana tvo í Líbanon. Eyrarsundsbrú sam- þykkt í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA þjóðþingið samþykkti í gær lagafrumvarp um að reist skyldi brú og grafin göng til Svíþjóðar. Þingið var kvatt sérstaklega saman til að afgreiða þetta mál. Svo fór að 117 þingmenn greiddu atkvæði með Eyrarsundsbrúnni og 42 voru á móti henni. Reuter Eftirlitsmenn sendir til Króatíu Yfirvöld í Júgóslavíu lýstu því yfir í gær að eftirlitsmenn yrðu sendir til Króatíu til að fylgjast með vopnahléinu milli serbneskra skæruliða og herafla Króata. Hlutverk eftirlitsmannanna verður að greina frá því hveijir bera sök á að ijúfa vopnahléð. Til átaka kom í Króatíu aðfaranótt gærdagsins og féllu sex manns. Króatar hafa verið því andvígir að eftirlitsmenn yrðu á átakasvæðum, en nú virðist sem þeir muni gefa eftir. Að minnsta kosti þijú hundruð manns hafa fallið frá því að Slóvenía og Króatía lýstu yfír sjálfstæði 25. júní. Myndin sýnir Serba, sem flúið hafa með föggur sínar frá Króatíu. Að baki þeim streymir Dóná. Forsætisráðherra Noregs: Ákveðum ekki einir efnis atriði EES-samkomulags Þingmenn Ihaldsflokksins og Venstre, sem standa að minnihluta- stjóm Pouls Schliiters, greiddu at- kvæði með brúnni ásamt jafnaðar- mönnum og miðdemókrötum. Stjórnin taldi þingmenn stjórnar- andstöðunnar á að veita lögunum brautargengi með loforði um að efna til opinberrar rannsóknar á því hvaða áhrif það muni hafa á umhverfið að reisa brúna, éins og lög Evrópubandalagsins kveða á um, áður en framkvæmdir hefjast. Sænska þingið samþykkti að reisa brúna í júní. Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar eru reiðu- búnar til að veija samanlagt um 153 milljörðum ISK til smíðinnar. Áætlað er að smlði brúarinnar verði lokið árið 1999 og þá verði hægt að fara milli Danmerkur og Svíþjóð- ar í bifreiðum og með jámbrauta- lestum. Andstæðingar brúarinnar segja að brúin muni raska lífríki Eyrar- sunds og jafnvel Eystrasalts. Ráðgert er að reisa brú, sem mun liggja frá Malmo að eyju, sem búin verður til skammt undan ströndum Danmerkur. Þaðan verða grafin göng inn á Amager. GRO Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, sagði að lokn- um miðstjórnarfundi Verka- mannaflokksins, sem haldinn var í gær, að Norðmenn væru ekki einráðir um efnisatriði í fyrirhug- uðum samningi um Evrópskt efna- hagssvæði (EES). í yfirlýsingu sem miðstjórnin sendi frá sér seg- ir að frjáls markaðsaðgangur fyr- ir sjávarafurðir á markað Evrópu- bandalagsins (EB) hljóti að vera markmið Norðmanna. Brundtland sagði að sér virtist oft, þegar hún fylgdist með umræð-. unni í Noregi, að menn héldu að Norðmenn gætu einir ákveðið hver ættu að vera efnisatriði EES-samn- ings. „Norðmenn geta ekki sagt átján öðrum ríkjum hvernig samningurinn eigi að vera þannig að hann verði sem hagstæðastur fyrir þá. Það er mikilvægt að fá fram samning sem nítján ríki geta sætt sig við. í þessu sambandi verða allir að gefa óg taka,“ sagði norski forsætisráðherr- ann. Kaci Kullmann Five, formaður Hægriflokksins, gagmýndi Brundt- land harðlega á þriðjudag fyrir það hvernig hún hefur haldið á Evrópu- málunum. Sagði hún forsætisráð- herrann hafa gert grundvallarmistök í þeim efnum og að Hægriflokkurinn teldi rétt að hefja umræðu um afleið- ingar þess, að Norðmenn sæktu um aðild að EB. Brundtland sagði umræður af þessu tagi vera það sem Norðmenn þyrftu síst á að halda eins og mál stæðu nú. Sagðist hún ekki hafa áhuga á að svara í sömu mynt. Norska ríkisstjómin ætlar í dag að gera Stórþinginu grein fyrir stöðu mála í EES-viðræðunum. Afríka Skýrsla spáir stöðvun fólks- fjölgunar vegna alnæmis ^ London. Reuter. ÚTBREIÐSLA alnæmis er nú orðin svo ör í Afríku að talið er að innan nokkurra áratuga muni sjúkdómurinn hafa bundið enda á fólksfjölgun í álfunni. Samkvæmt skýrslu, sem vísindamenn við Oxford háskóla og Imperial College í London birtu í tímaritinu Nature í gær, mun íbúum fækka þar sem alnæmi er útbreiddast. Þetta er fyrsta sinn sem vísinda- mönnum, með þeim afleiðingum menn hafa skrífað skýrslu um út- breiðslu alnæmis í Afríku þar sem notaðar eru tölur og niðurstöður frá allri álfunni. í skýrslunni segir að sjúkdómurinn muni koma harð- ast n.iður á fullorðnu, gagnkyn- hneigðu fólki, bæði karl- og kven- að þeir hópar, sem eru uppistaða efnahagslífsins, muni þurrkast út. Þar kemur fram að í mörgum borgum Afríku er alnæmi nú helsta dánarorsök fullorðinna og meðal helstu orsaka barnadauða. Sjúkdómurinn smitast aðallega við mök gagnkynhneigðrá. Segja vísindamennirnir að útbreiðslan sé svo hröð með þeim hætti að fjöldi smitaðra muni tvöfaldast á einu til þremur árum þar sem sjúkdómur- inn er útbreiddastur og á fímm árum annars staðar. Samkvæmt skýrslunni mun áhrifa alnæmis gæta í mismunandi mæli eftir svæðum vegna breyti- legrar kynhegðunar. En þar segir að alnæmi sé orðið það alvarlegt mál að sjúkdómurinn geti leitt til þess að íbúum Afríku fari að fækka. Það sé einungis tímaspurs- mál hvenær fólksfækkun verður ríkjandi um alla álfúna. Sjúkdómurinn breiðist hraðast út ,í Malawi, Rúanda, Úganda, Tanzaníu og Zainbíu. í skýrslunni segir að milli 24 og 37 prósent íbúa þessara landa séu smituð. Sjúkdómurinn breiðist mun hægar út í Kenýa, Malí og Zaire. Hins vegar virðist smit stöðugt vera að aukast á stijálbýlum svæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.