Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
Selfossi.
SNARPUR jardskjálftakippur
fannst í Hveragerði og í Ölfusi
um tíuleytið í gærmorgun. Kipp-
urinn mældist 3 stig á Richter
og átti upptök í um 2ja kíló-
metra fjalaígð frá Hveragerði
til suðausturs. I kjölfar kippsins
fundust svo aðrir vægari. Ibúum
Hveragerðis varð mörgum
hverft við enda fannst kippurinn
greinilega þar. Kippirnir fund-
ust einnig á Selfossi en voru þar
mun vægari.
„Já ég fann kippinn rækilega.
Það var eins og eitthvað stórt
rækist snögglega á húsið,“ sagði
Kristín Ólafsdóttir sem býr í Þórs-
mörk 1 í Hveragerði. Hún var að
tala við móður sína á Selfossi í
síma þegar kippurinn reið yfir og
fundu þær báðar kippinn en Kristín
mun greinilegar.
Kristín sagðist hafa heyrt leir-
tauið glamra í eldhússkápunum og
þilplötur í kjallara runnu til. Hún
hélt á 5 mánaða dóttur sinni og
við kippinn brá þeirri litlu mjög
og kipptist til.
„Það fyrsta sem manni datt í
hug var Suðurlandsskjálftinn enda
er alltaf verið að minnast á hann
og hræða mann með honum. Mað-
Jarðskjálfti í Hveragerði:
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kristín Ólafsdóttir með dóttur sína Eyrúnu Briem og Þórhallur
Hróðmarsson
Var eins og eitthvað stórt
rækist snögglega á húsið
ur vonar bara að þessu fylgi ekki
hrina eins og í vor þegar margir
kippir komu á hveijum degi. Ann-
ars er þetta bara nokkuð sem
maður býr við og lærir að búa við.“
Píanóið hoppaði
„Ég sat við píanóið sem hoppaði
til. Þetta var eins og snöggt vel
útilátið högg á húsið,“ sagði Þór-
hallur Hróðmarsson sem býr við
Lyngheiði.
„Maður fann jú almennilega fyr-
ir honum þessum en annars er
maður svo vanur þessum smákipp-
um hérna að maður kippir sér ekki
upp við þetta en vissulega getur
þetta verið ónotalegt fyrir fólk sem
ekki er vant þessu."
Þórhallur sagðist hafa upplifað
það í afmælisveislu á æskuárum
sínum í Hveragerði að stór hrafn-
tinnusteinn kom niður í afmælis-
borðið ofan úr hillu.
í kjölfar jarðskjálftakippsins var
lesin í útvarpi áminning þar sem
fólk var hvatt til að kynna sér við-
brögð við jarðskjálftum.
, Sig. Jóns.
Sjávarútvegsráðherrar Norðurlandanna:
Auðlindir hafsins
verði nýttar á vís-
indalegum grundvelli
FUNDI sjávarútvegsráðherra Norðurlandanna lauk á Grænlandi
í gær, en fundurinn hófst á þriðjudaginn. Þorsteinn Pálsson, sjávar-
útvegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að helstu
mál fundarins hefðu verið umræður um EB-EFTA-samningana
og undirbúning að umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem
haldin verður í Brasilíu á n'æsta ári.
Hann sagð; að í ályktun fundar-
ins varðandi þann undirbúning
kæmi fram samhljóða álit þjóð-
anna, að þær vilji leggja áherslu
á að auðlindir hafsins verði nýttar
á vísindalegum grundvelli og lögð
verði áhersla á það að líta með
sama hætti á hvali eins og önnur
sjávardýr að þessu leyti. Þá væri
lögð áhersla á að eftirlit og stjórn-
un slíkra veiða geti farið fram á
grundvelli svæðisbundinna sam-
taka.
„Ég tel að þetta séu atriði sem
skipti mjög miklu máli fyrir okk-
ur, og að víðtæk samstaða náist
um með Norðurlandaþjóðunum.
Ég er þess vegna mjög ánægður
með niðurstöðu fundarins að þessu
leyti,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagði að í umræðum um
EFTA-EB samningana á fundin-
um hefði fátt nýtt komið fram.
„Það hefur verið lögð áhersla á
það af okkar hálfu, og einnig kom
það fram af hálfu Norðmanna, að
krafan um fullan markaðsaðgang
standi óbreytt, og hlýtur hún að
vera forsenda fyrir framhaldi við-
ræðnanna," sagði hann.
Á fundi sjávarútvegsráðherra
Norðurlandanna var einnig rædd-
ur undirbúningur að nýju sam-
starfsverkefni Norðurlandanna á
sjávarútvegssviðinu. Að sögn Þor-
steins er það mál enn á undirbún-
ingsstigi, en ætlunin er að leggja
það fullbúið fyrir fund Norður-
landaráðs næsta vetur.
Viðskiptabankarnir:
Afnám lagaákvæða inn verð-
trvggingu lagt til við ráðherra
Fiskafli í
júlí með
besta móti
Um 30.000 tonn eftir
af þorskkvótanum
FISKAFLINN í júlí síðastliðnum
reyndist með bezta móti. AIls
öfluðust um 71.000 tonn, sem
er um 3.000 tonnum meira en í
fyrra. Aukning milli ára liggur
mest í miklum ufsaafla. Það,
sem af er árinu er afli 662.000
tonn á móti 1.057.000 í fyrra,
en þar ræður mestu loðnubrest-
urinn í vetur sem leið. Þorskafli
um mánaðamótin var orðinn
tæplega 215.000 tonn en var á
sama tíma í fyrra 222.000 tonn.
Því eru um 30.000 tonn eftir af
leyfilegum þorskafla.
N'%
Þorskafli fyrir fiskveiðiárið, sem
nú er að ljúka var 245.000 tonn,
en leyfílegt er að færa 20% af út-
hlutun þessa árs yfir á nýtt físk-
veiðiár, sem hefst eftir næstu mán-
aðamót. Ýsuafli er nú nokkru
minni en í fyrra, en betur hefur
fískazt af karfa og ufsa. Töluverð
aukning hefur einnig orðið á veið-
um af steinbít og kola og humri
og rækju.
Forsvarsmenn Seðlabanka og innlánsstofnana funduðu um verðtryggingarhalla í gær toníá mítiTe.os^tonnímffyS
VIÐSKIPTABANKARNIR hafa
óskað eftir því við viðskiptaráð-
herra að hann beiti sér fyrir
afnámi lagaákvæða og reglna
um verðtryggingu. Valur Vals-
son bankastjóri íslandsbanka
segir að verði hömlum á verð-
tryggingu aflétt megi gera ráð
fyrir að 22 - 26 milljarða verð-
tryggingarhalla innlánsstofn-
ana verði eytt með því að verð-
tryggja meira af útlánum. Full-
trúar banka og sparisjóða áttu
í gær fund með bankastjórn
Seðlabankans þar sem rætt var
um þann vanda sem skapast
hefur hjá innlánsstofnunum
vegna misræmis verðtryggðra
innlána og útlána.
Að sögn Vals Valssonar kom
fram á fundinum að bæði Seðla-
bankinn og innlánsstofnanir hafa
miklar áhyggjur af þessari þróun
og eru sammála um að verðtrygg-
ingarhallinn sé óviðunandi og skapi
mikla áhættu í rekstri innlánsstofn-
ana. „Vaxtamálin eru af þessum
sökum í ógöngum og við verðum
að fínna leið út úr þeim. Að mínu
mati er eina raunhæfa leiðin, þegar
til lengri tíma er litið að afnema
þessar sérstöku verðtryggingar-
reglur sem gilda í bönkum og spari-
sjóðum,“ sagði Valur Valsson.
Valur segir að verði hömlum á
verðtryggingu aflétt megi gera ráð
fyrir að verðtryggingarhalla verði
eytt með því að verðtryggja meira
af útlánum. „En eftir að jafnvægi
. verður. náð. og . því .markmiði. að..
hafa meiri stöðugleika í verðlagi
en verið hefur á síðustu árum geri
ég ráð fyrir að verðtrygging á
skammtimaskuldbindingum muni
smám saman heyra sögunni til,“
sagði Valur. Hann sagðist telja
ógjöming að segja til um á hve löng-
um tíma jafnvægi næðist en minnti
á að frá 1. janúar 1993 stæði til
að opna hagkerfíð og gefa fjár-
magnsflutninga til og frá landinu
frjálsa.
Valur sagði að á næstunni mundu
sérfræðingar vinna að athugun
þessa máls en innlánsstofnanir
leggi áherslu á að nauðsynlegt sé
að vinna hratt því tíminn sé orðinn
naumur. Forsvarsmenn innláns-
stofnana og Seðlabanka myndu
koma saman til funda eftir því sem
þeirri vinnu yndi fram. Aðspurður
sagði hann að engin viðbrögð hefðu
borist frá viðskiptaráðherra við til-
lögum um afnám reglnanna og ekki
væri vitað hvenær þeirra væri að
vænta.
Þær verðtryggingareglur sem
innlánsstofnunum hefur verið gert
að vinna eftir frá síðustu áramótum
fela í sér að heimilt er að verð-
tryggja innlán til sex mánaða eða
lengri tíma en útlán einungis ef þau
eru til 3 ára eða lengri tíma.
og eru togararnir með tvo þriðju
hluta hans. Alls öfluðu togaramir
nú 41.535 tonn en 42.077 tonna
í fyrra. Bátaflinn varð 22.189 tonn,
rúmum 4.000 tonnum meiri en í
fyrra og trillumar tóku rúm 7.000
tonn, nær það sama og í júlí í fyrra.
Mestum afla var í júlí landað í
Hafnarfirði og Vestmannaeyjum,
rúmlega 6.000 tonnum á hvoram
stað, og á Akureyri, 5.575 tonnum.
Per-Olof Aronsson forsljóri Granges:
Viljum vera með til enda
Umræðan um stækkun álbræðslunnar í Sundsvall ótengd Atlantsál með öllu
PER-OLOF Aronsson forsljóri Griinges segir að fyrirtækið sé
aðili að Atlantsal og hafi fullan hug á að vera með í samstarfs-
verkefninu um byggingu og rekstur nýrrar álbræðslu á Keilis-
nesi allt til enda. „Vissulega eru ýmis ljón í veginum, en eins
og málin standa í dag, þá er Granges fullur aðili að Atlantsál í
samvinnu við AJumax og Hoogovens og ég er eindregið þeirrar
óskar að svo verði allt til enda,“ sagði Aronsson í samtali við
Morgunblaðið i gær. Hann sagði að umræðan um stækkun ál-
bræðslu Gránges í Sundsvall í Svíþjóð væri nú komin upp á
borðið á nýjan leik, vegna átaka sem ættu sér stað í Svíþjóð um
sænska orkustefnu, en þetta tiltekna mál væri með öllu ótengt
Atlantsál.
„Sænsk orkustefna hefur und-
anfarin ár verið mjög í þá veru
að loka beri sem flestum kjarn-
orkuveram, og á því varð fyrst
breyting fyrir ári eða svo,“ sagði
. Aronssom . Hann. sagði. að þótt
andstaðan við notkun kjarnorku
hefði minnkað í Svíþjóð, þá teldi
hann horfumar hvað varðar frek-
ari nýtingu hennar og þar með
innifalið stækkun álbræðslunnar
j SundsyalL ekki .góðar.________
„Þá verða menn líka að gera
sér grein fyrir því að álbræðslan
sem við eigum í Sundsvall er
auðvitað sænsk verksmiðja. Ýms-
ir hagsmunaaðilar hér í Svíþjóð,
sem vita að við höfum áhuga á
að fjárfesta í nýrri verksmiðju á
íslandi, fyllast áhyggjum og við
höfum verið beittir talsverðum
þrýstingi af mismunandi hópum,
bæði starfsmönnum verksmiðj-
unnar í Sundsvall og sveitar-
stjómarmönnum. Þeir hafa reynt
að sannfæra okkur um ágæti
þess að beina fremur fjárfesting-
um okkar til Svíðþjóðar og halda
áfram starfseminni þar,“ sagði
Ar-onsson.. . ...........
Aronsson sagði jafnframt: „Við
höfum aldrei sagt að við myndum
gera annað tveggja, að stækka í
Svíþjóð eða halda áfram þátttöku
í Atlantsál. Hér er um tvö óskyld
mál að ræða og óskyldar ákvarð-
anir. í þessu er ekkert annað
hvort eða.
Við eram enn í Atlantsál og
við höfum fullan hug á að vera
með í framhaldinu, vonandi til
enda, en auðvitað ræðst fram-
haldið meðal annars af því hvem-
ig fjármögnunarviðræðurnar
ganga, eins og þegar hefur verið
greint frá,“ sagði Aronsson að
lokum.