Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
Um kostnaðarhlutdeild barna-
fjölskyldna í heilbrigðisþjónustu
eftir ÓlafF.
Magnússon
Mikið hefur verið ritað og rætt
um kostnaðarhlutdeiid almennings,
vegna lyfjanotkunar að undan-
fömu, í kjölfar útgáfu reglugerðar
nr. 300/1991 um greiðslu almanna-
trygginga á lyfjakostnaði, sem tók
gildi 1. júlí sl.
í fréttatilkynningu, sem heil-
brigðisráðuneytið birti samtímis
útgáfu reglugerðarinnar, sagði, að
stefnt væri að hlutfallsgreiðslu
sjúklinga vegna lyfjakostnaðar í
stað núverandi fastagjalds og að
þessu yrði komið á með nýrra laga-
setningu í haust. Jafnfram var hvatt
til þess, að heilbrigðisstarfsfólk og
almenningur segðu álit sitt á hinni
nýju reglugerð og kæmu þá vænt-
anlega með gagnlegar ábendingar.
í eftirfarandi grein leitast ég við
að benda á réttlátari kostnaðarhlut-
deild milli aldurshópa í heilbrigðis-
þjónustunni en nú er við lýði og
hliðsjón höfð af þeim ásetningi heil-
brigðisyfírvalda, að minnka ekki
kostaðarhlutdeild neytenda heil-
brigðisþjónustunnar, þegar á heild-
ina er litið.
Réttum hlut barnafjölskyldna
Ég tel það vera sjálfsagt réttlæt-
ismál, að kostnaðarhlutdeild barna-
og unglinga að 16 ára aldri vegna
heilbrigðisþjónustu sé sú sama og
hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum.
Kostnaðarhlutdeildin á fyrst og
fremst að koma á herðar „heil-
brigðra" einstaklinga á aldrinum
16-66 ára. Ég vil skilgreina síðar-
nefnda hópinn, sem „hinn almenna
neytenda“.
Ef kostnaðarhlutdeildinni væri
breytt í þessa átt myndi hlutur
barnafjölskyldna batna frá því sem
nú er. Tel ég þetta vera eina af
mörgum nauðsynlegum aðgerðum
stjórnvalda, til að hlúa að fjölskyld-
unni, þessari grunneiningu þjóðfé-
lagsins, sem er meira hampað í
orði en á borði.
Um greiðslur fyrir lyf,
læknisþjónstu og
lækningarannsóknir
Við núverandi aðstæður greiða
böm og unglingar fyrstu 500-850
kr. sjálf vegna hverrar lyfjaávísun-
ar, fyrstu 900 kr. fyrir sérhæfða
Dyrasímarfrá
Smekklegt útlit og gæði dyrasíma-
búnaðarins frá Siedle er óþarfi að
kynna hér eftir áratuga frábæra
reynslu íslendinga af honum. Þau
þægindi og það öryggi sem hon-
um er samfara réttlæta það að
þú klippir út þessa auglýsingu og
hafir samband við okkur. Þar
færðu greinargóðar upplýsingar
og myndabæklinga.
SMITH OG NORLAND
Nóatúni 4,
s. 28300.
læknisþjónustu og fyrstu 300 kr.
fyrir lækningarannsókn, eins og
„hinn almenni neytandi".
Gjöld ellilífeyrisþega og öryrkja
fyrir sömu heilbrigðisþjónustu eru
lægri. Þannig greiða þessir hópar
fyrstu 150-250 kr. fyrir lyf, fyrstu
300 kr. fyrir sérhæfða læknisþjón-
ustu og fyrstu 100 kr. fyrir lækn-
ingarannsókn.
Um kostnað vegna heimsóknar
til heimiiis- eða heilsugæslulæknis
gilda hins vegar sömu reglur fyrir
alla aldurshópa og er hann greiddur
að fullu af sjúkratryggingum. Þar
sem engin gjaldtaka er til staðar í
framheilsugæslunni er kostnaðar-
vitund neytendanna oft lítil og því
stundum haldið fram, að þjónustun-
an sé „ókeypis", sem er fjarri raun-
veruleikanum.
Af framansögðu er ljóst, að til
þess að börn innan 16 ára aldurs
nytu sömu réttinda og aldraðir og
öryrkjar varðandi niðurgreiðslu á
heilbrigðisþjónustu, þyrfti hið opin-
bera að greiða allt að 600 kr. meira
en nú með hverri lyfjaávísun fyrir
þennan aldurshóp. Hækkun á fram-
lagi hins opinbera vegna sérhæfðrar
læknisþjónustu fyrir börn yrði einn-
ig allt að 600 kr. og vegna lækning-
arannsóknar 200 kr.
Vega mætti upp á móti þessum
auknu niðurgreiðslum á heilbrigðis-
þjónustu bama og ungiinga á fern-
an hátt:
1. Með því að hækka lágmarks-
gjald „hins almenna neytanda" þ.e.
heilbrigðra einstaklinga 16-66 ára,
vegna hverrar lyfjaávísunar.
2. Með því að hækka lágmarks-
gjald „hins almenna neytanda",
vegna sérhæfðrar læknisþjónustu.
3. Með því að hækka lágmarks-
gjald „hins almenna neytenda",
venga lækningarannsóknar.
4. Með því að láta „hinn almenna
neytanda" greiða á ný gjald hjá
heimilis- og heilsugæslulæknum.
Ekki yrði um gjald að ræða fyrir
börn, aldraða og öryrkja.
Ég legg á það áherslu, að hækk-
anir á gjöldum „hins almenna neyt-
anda“ í ofangreindum töluliðum,
þyrftu hvorki að vera miklar né að
ná yfir allar töluliðina, vegna þess
að „hinn almenni neytandi" í heil-
brigðisþjónustunni er mun stærri
hópur en börn innan 16 ára aldurs.
Ég legg einnig áherslu á það,
að með þaki á greiðslum, vegna
lækninga- og lyfjakostnaðar hvers
einstaklings á einu almanaksári, á
að vera hægt að koma í veg fyrir
of mikinn kostnað hjá neytendum
heilbrigðisþjónustunnar. Slíkt þak
á, að mínu mati, að vera lægra hjá
börnum, öldraðum og öryrkjum
en öðrum.
Hér er ekki ætlunin, að fjalla um
gjaldtökuhugmyndir vegna sjúkra-
húsvistar fólks, enda tel ég slíkt
með öllu útilokað og heppilegra, að
ræða nærtækari hluti.
Um greiðslur vegna sýklalyfja
og annarra lyfjaflokka
Ég tel, að falla verði frá því, að
láta neytendur sýklalyfja greiða þau
að fullu. Finna verður aðrar leiðir
til að koma í veg fyrir margum-
rædda ofnotkun þessara lyfja, og
misnotkun á sjukratryggingum við
kaup á þessum lyfjum fyrir sólar-
landaferðir. Landlæknir hefur ný-
lega upplýst, að sýklalyíjanotkun
hérlendis sé mest hjá 2 ára börnum
og það hlýtur að vega þungt við
ákvarðanatöku í þessum efnum.
Kostnaðarhlutdeild neytenda í
lausasölulyfjum er umdeilanlegra
atriði og flókið mál að finna far-
sæla lausn í þeim efnum. Þar verða
að koma til sérstakar undanþágur
fyrir sjúka og aldraða samkvæmt
læknisvottorði. Niðurgreiðslur á öll-
um lyfjum fyrir almenning stuðla
að ónauðsynlegri lyfjanotkun og
það getur varla talist tilgangur
sjúkratrygginga, að greiða kostnað,
sem af henni hlýst.
Mér vitanlega hefur engum dott-
ið í hug að láta fólk borga fyrir
óhjákvæmilega lyfjanotkun, vegna
alvarlegra og langvinnra sjúkdóma,
en nú gilda strangari reglur en
áður í þessum efnum og læknisvott-
orðs er krafist oftar.
Svo vikið sé örfáum orðum að
hinum mikilvirku „magasárslylj-
um“, sem hindra sýrumyndun í
maga og hafa umbylt meðferð
magasárs og komið í veg fyrir
sjúkrahúslegur og skurðaðgerðir
hjá fjölda manns, þá mætti minnka
hugsanlega ofnotkun þessara lyfja,
með strangari reglum um símsend-
ingu þeirra. Mikið magn símalyf-
seðla í heilbrigðisþjónustunni hér-
lendis er án efa mikilvæg orsök
„óþarfa" lyíjanotkunar og hefur
Ólafur F. Magnússon
„Ég tel það vera sjálf-
sagt réttlætismál, að _
kostnaðarhlutdeild
barna- og unglinga að
16 ára aldri vegna heil-
brigðisþjónustu sé sú
sama og hjá ellilífeyris-
þegum og öryrkjum.
Kostnaðarhlutdeildin á
fyrst og fremst að koma
á herðar „heilbrigðra“
einstaklinga á aldrinum
16-66 ára. Ég vil skil-
greina síðarnefnda
hópinn, sem „hinn al-
menna neytanda“.“
þessi kostnaðarhvati farið furðu
hljótt í fjölmiðlaumræðunni undanf-
arið.
Um lilutfallsgreiðslur og
lágmarksgreiðslur vegna lyfja
12. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu
grein um lyfjakostnað eftir Júlíus
Ostlíki og annað viðbit
eftirJón
Þorgilsson
Þegar umræðan um innflutning
á smjörva stóð sem hæst með þeim
formerkjum að smjörvi væri mak-
arín var skotið inn í fréttir sjón-
varpsins lítilli frétt þess efnis að
ostlíkið hefði verið flutt úr landi.
Ostlíkið var flutt inn fyrir nokkr-
um mánuðum sem hluti af þeirri
höfuð lífsstefnu kratanna í fram-
kvæmd að leggja beri íslenskan
landbúnað niður á sem skemmst-
um tíma.
Þegar ostlíkið kom til landsins
fór fram um það nokkur umræða.
Hvort sú umræða eða varan sjálf
olli því fór svo að ostlíkið seldist
ekki og því var það flutt úr landi.
Þrátt fyrir allar hrakfarir með
ostlíkið eru kratarnir ekki af baki
dottnir og vilja nú endilega flytja
inn smjörva á þeirri forsendu að
smjör sé ekki smjör heldur mak-
arín. Að þeirra mati á ákveðið toll-
skrárnúmer að sanna þessa full-
yrðingu.
Það hefur lengi verð uppáhalds-
iðja kratanna og nokkurra dug-
legra reikningsstokksmanna að
reka þann áróður að það sé allt
oft dýrt að framleiða landbúnaðar-
vörur á íslandi og því sé sjálfsagt
að flytja þessar vörur inn enda
miklu hagkvæmara.
Það er vafalaust rétt að sýna
má fram á að ódýrara sé að flytja
til landsins flestar eða allar land-
búnaðarvörar en framleiða þær í
landinu ef eingönu er horft á út-
komu reikningsstokksins. En þetta
á einnig miklu víðar við.
Eitt dæmi:
Það er engin spurning að á því
svæði serh stundum er kallað Stór-
Reykjavík væri miklu ódýrara að
hafa eitt sveitarfélag í stað þeirra
mörgu sem þar eru nú. Með því
mætti spara mikið fé árlega bara
í stjórnsýslu og einnig á flestum
öðrum sviðum.
Auk þess væri að þessu mikið
hagræði fyrir fólkið á þessu svæði.
Þá þyrftu t.d. ekki að standa stór-
deilur milli sveitarfélaga um það
hvar vegir skuli liggja á þessu
svæði. Það er einkennilegt að
Hafnarfjarðarkratarnir skuli ekki
fyrir löngu hafa áttað sig á þessu.
Varðandi landbúnaðinn er sjálf-
sagt hægt að flytja inn allar þær
vörur sem menn vilja nema ef til
vill mjólk. En er nokkur þörf á að
vera að drekka mjólk? Er ekki til
nóg af öðram drykkjarvörum? Má
Jón Þorgilsson
A
„I þessari umræðu
gleymist stundum að til
að flytja inn vörur þarf
gjaldeyri og hann hefur
lengi verið af skornum
skammti.“
Valsson lækni. Júlíus á sæti í nefnd
þeirri, sem heilbrigðisráðherra skip-
aði, til að gera tillögur um aðgerðir
til að draga úr lyfjakostnaði. I grein
hans er gefið í skyn, að nefndin
hyggist lækka hlutdeild barna í lyfj-
akostnaði og er það fagnaðarefni.
Eftir að hafa fjallað um ýmis flokk-
unartriði lylja segir Júlíus orðrétt:
„Ef greiðslufyrirkomulag lyfja
verður einfaldað og breytt á þann
hátt, að sjúklingar greiði ákveðið
hlutfall af lyfjakostnaði (t.d. 25%
lífeyrisþegar og börn 10%), verður
áðumefnd flokkun óþörf og sjúkl-
ingum gert jafn hátt undir höfði á
sanngjarnan hátt. Meðalverð lyf-
seðilsskyldra lyfja í dag er u.þ.b.
2.000 kr. og myndi þá sjúklingur
greiða um.þ.b. 500 kr. og lífeyris-
þegi um 200 kr. af verði lyfsins.
Svokallaður „bestukaupalisti" lyfja
yrði einnig óþarfur, en slíkir listar
skapa fleiri vandamál en þeir leysa.
Hins vegar má reikna með, að skipt-
ar skoðanir verði á því, hve hátt
greiðsluhlutfall sjúklinga á að vera
og undir hve háum lyjfakostnaði á
ári einstaklingar og ijölskyldur eiga
að standa. Eins og fyrr sagði þarf
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar, til að þetta verði mögu-
legt.“
Kosturinn við hugmyndir Júlíus-
ar er sá, að þær eru skýrar og skil-
virkar. Ég vil taka undir þær, en
með tveimur fyrirvörum. I fyrsta
lagi, að sjúklingar greiði ekki fyrir
lyf vegna langvinnra og alvarlegra
sjúkdóma, eins og hingað til. í öðra
lagi sé ég ekki ástæðu til að niður-
greiða fyrstu 200 kr. af öðrum en
„lífsnauðsynlegum" lyljum hjá
bömum, öldraðum og öryrkjum og
fyrstu 850 kr. hjá „hinum almenna
neytanda". Þetta tel ég nauðsyn-
legt, ásamt öðrum ráðstöfunum, til
að mæta tillögum mínum um aukn-
ar niðurgreiðslur sjukratrygginga á
heilbrigðisþjónustu fyrir böm og
unglinga innan 16 ára aldurs.
Að standa vörð um
velferðarkerfið
Á undanföram misserum hefur
miklum opinberam fjármunum ver-
ið ráðstafað án fyrirhyggju í vonlitl-
ar atvinnugreinar. Þessi offjárfest-
ing, útþensla ríkisbáknsins og pólit-
ísk fyrirgreiðslustarfsemi á sér stað
meðan brýn verkefni bíða úrlausnar
í heilbrigðis- og velferðarmálum.
Það er von mín, að víðtækar
sparnaðaraðgeðir á næstunni skili
ávinningi, sem verði varið til að
treysta velferð og hagsmuni al-
mennings.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi i Reykjavík.
ekki t.d. stórauka. rauðvínsdrykkju
upp á franskan máta? Væri það
ekki í samræmi við matreiðslu
rauðvínspressunnar?
í þessari umræðu gleymist
stundum að til að flytja inn vörur
þarf gjaldeyri og hann hefur lengi
verið af skornum skammti. Það
gleymist lika að fleiri vinna við
landbúnaðarframleiðsluna en
framleiðendur einir. Að ekki sé nú
talað um þá miklu röskun á öllum
þjóðfélaginu sem óhjákvæmilega
fylgdi í kjölfarið.
Svo er ekki víst, þegar eingöngu
á að treysta á innflutning á þessum
vörum, þá verði þær eins hag-
kvæmar í fnnkaupum og nú er
sagt. Gæðakröfur og gæðamat'
gæti líka skipt einhveiju máli.
Reiknimeistararnir þyrftu að líta
oftar til þess að fólkið í landinu
vill ekki alltaf láta reikningsstokk-
inn ráða öllum sínum gerðum.
Það vill ekki sameina sveitarfé-
lögin á Reykjavíkursvæðinu þótt
allir sjái að með því mætti spara
fjölda ársverka og ótalda ijármuni.
Það vill heldur ekki leggja niður
landbúnaðinn þótt nokkru þurfi til
hans að kosta úr sameiginlegum
sjóðum þegar frá eru taldir háv-
aðasamir kratar og nokkrir reikni-
meistarar.
Þess vegna seldist ekki ostlíki.
Höfundur er búsettur á Hellu.