Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 33
.MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
33
fyrir Kópavogsbúa að fá slík öðl-
ingshjón sem Ásdísi og Árna hing-
að. Þau hugsuðu fyrst og fremst
um hag íbúanna.
Ásdísi og Árna varð 6 barna
auðið á 22 árum. Þau eru: Ananías
Valdimar bifreiðarstjóri og tölvurit-
ari fæddur 15. febrúar 1931, dáinn
12. desember 1978, kvæntur Maríu
Hallgerði Guðmundsdóttur frá Ól-
afsvík. Eignuðust 3 börn. Þau flutt-
ust til Ástralíu 1969 og þar býr nú
ekkja hans og börn; Karl fæddur
2. maí 1932, forstöoumaður Stræt-
isvagna Kópavogs og Vélamið-
stöðvar Kópavogs, kvæntur Ólöfu
P. Hraunfjörð, eiga 3 börn; Kristín
Eva fædd 19. mars 1936, skrifstof-
umaður, á 1 barn. Fyrri maður
Björn Magnússon, látinn, seinni
maður Sigurður Benediktsson;
Birna fædd 26. október 1938, hús-
móðir, á 1 son með Alexander Jó-
hannessyni, maki Steingrímur
Steingrímsson, 4 börn; Soffía Ingi-
björg fædd 31. desember 1947, elli-
hjúkrunarkona, maki Sigurðúr Sig-
urbergsson, eiga 1 barn, búa í
Málmey í Svíþjóð; Anna fædd 21.
ágúst 1953, verslunarskólapróf,
maki Torfi Sigurðsson, eiga 3 börn.
Ásdís var fríð kona, ákaflega
snyrtileg með fallega snyrtar hend-
ur á hveiju sem gekk. Hún var
grönn og létt í hreyfingum fram í
andlátið, glaðsinna og hafði góða
frásagnarhæfileika. Hún hafði
gaman af að dansa og á yngri árum
fór hún oft á iaugardagskvöldum
að dansa, meðal annars charleston.
í þá daga þegar hún var að ala
börnin sín upp var hún, eins og svo
margar aðrar konur, einangruð við
heimilið á meðan eiginmaðurinn var
að afla tekna, en er börnin stálpuð-
ust fór hún út á vinnumarkaðinn á
ýmsum stöðum, meðal annars um
12 ára skeið í Flatkökugerð Friðriks
Haraldssonar, í Ora og í heimilis-
þjónustu.
Ásdís kunni svo sannarlega að
hugsa um heimili. Hún var lista-
kokkur og bakaði afbragðs kökur
og lengi vel var það venja að fjöl-
skyldan hittist um hver jól hjá þeim
hjónum, við mikinn fögnuð.
Þegar við Karl giftum okkur
bjuggum við á heimili þeirra fyrsta
árið. Þá voru öll börnin heima og
líka eldri sonur þeirra með konu
og bam. En þar sem er hjartahlýja
þar er líka húspláss. Ég minnist
Ásdísar í brúðkaupsveislu okkar
hjóna. Þá sat hún með sitt yngsta
barn á hnjánum. Það var bara á
öðru ári og þannig finnst mér það
lýsa henni best, að það barnið sem
þurfti mest á henni að halda í það
og það sinnið hugsaði hún um
hvemig sem stóð á hjá henni sjálfri.
Ásdís var hinn mesti lestrarhest-
ur og las oft fram á nótt, enda tók
við mannmargt heimili og vinnu-
dagurinn langur, en er leið á aldur-
inn fór sjónin að bila en þá las
tengdapabbi fyrir hana. Ásdís
fylgdist mjög vel með í þjóðmálum
og var jafnréttissinnuð, hún var í
kvenfélagi framsóknarkvenna og
starfaði þar á meðan kraftar entust.
Er um fór að hægjast hjá þeim
Ásdísi og Árna fóru þau að fara í
útilegur með börnin. Einnig fóru
þau oft í bíó, leikhús og óperur, þau
áttu sér spilafélaga sem þau hittu
1-2 í viku. Þau voru svo forsjál er
aldurinn fór að segja til sín að kaupa
blokkaríbúð í Hamraborg svo það
var stutt fyrir þau í félagslega þjón-
ustu. Ásdís hugsaði um heimilið
fram á síðasta dag og var það til
fyrirmyndar. Hún átti rétt á heimil-
ishjálp en hún var svo dugleg og
sjálfstæð í hugsun að hún vildi gera
allt sjálf á meðan hún gat. Asdís
átti 2 nöfnur, Björnsdóttur og
Steingríms, sem henni þótti mjög
vænt um. Býr sú fyrrnefnda í Eng-
landi og fylgdist hún vel með líðan
hennar og sýndi okkur stolt myndir
þaðan. Einnig höfðu þau Árni alltaf
gott bréfasamband við börnin sín
og barnaböm í Svíþjóð og Ástralíu.
Barnabörnin eru orðin 16 og barna-
barnabörnin 22 og að auki 3 látin.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Ég sendi samúðarkveðjur til tengd-
aföður míns og annarra aðstand-
enda.
Ólöf P. Hraunfjörð
Útförin fer fram frá Kópavogs-
kirkju í dag, 15. ágúst, kl. 13.30.
Jónasína Þ. Sigurðar-
dóttír - Kveðjuorð
Fædd 28. maí 1903
Dáin 5. ágúst 1991
„Hver er Jónasína?" Þessari
spurningu var ég vön að svara
þannig: „Hún er besta kona í
heimi“.
Jónasína var yndisleg. Lífsgleði
hennar var innileg, bros hennar ein-
lægt. Umhyggja hennar fyrir vel-
ferð annarra var ótakmörkuð.
Sem lítil stelpa leit ég strax upp
til þessarar blíðu og góðu konu, sem
reyndist mér svo vel. Heimsóknir í
Hraun hafa alltaf verið mikið til-
hlökkunarefni, bæði fyrr og síðar,
enda fólkið þar höfðingjar heim að
sækja. Þær eru óteljandi gleðistund-
irnar sem ég hef átt með Jónasínu
og Kjartani eftirlifandi eiginmanni
hennar í gegnum árin.
Jónasína var mjög óeigingjörn
og gaf sér- alltaf tíma til að spjalla
við litla fænku, sem kom í heimsókn
frá Svaibarðsströndinni. Hún hvatti
mig til dáða, samgladdist mér þeg-
ar vel gekk og talaði í mig kjark
þegar eitthvað bjátaði á. Þó við hitt-
umst ekki nema nokkrum sinnum
á ári, þá fylgdist hún alltaf með
mér úr fjarlægð. Það þótti mér
mjög vænt um og oft þegar ég
ætlaði að segja henni hvað á daga
mína hafði drifið síðan síðast, þurfti
ég þess ekki. Hún vissi það allt
saman.
Hún samgladdist mér af alhug
þegar Haukur varð kærastinn minn
og aftur nokkrum árum seinna þeg-
ar við urðum hjón. Daginn þann
létu hún og Kjartan sig ekki vanta
í veisluhöldin, þó um langan veg
væri að fara og þau bæði komin
vel yfir áttrætt. Við giftum okkur
daginn fyrir afmælisdaginn hennar
Jónasínu og gættum þess að veislan
stæði fram yfir miðnættið, henni
til heiðurs. Þegar við áttum síðan
von á barninu okkar var hún jafn
spennt og hún væri sjálf að verða
móðir. Hún fylgdist vel með gangi
mála, umhyggjusöm og hvetjandi
eins og venjulega. Hún sagði mér
frá því þegar þau Kjartan eignuðst
börnin sín, Hólmgrím og Kristínu.
Hversu mikla hamingju þau hefðu
fært þeim og síðar barnabörnin og
barnabarnabörnin. Litli drengurinn
okkar fæddist í maí, rétt eins og
Jónasína hafði gert 87 árum áður.
Nú átti ég tvær maístjörnur. Ég
beið spennt eins og barn eftir að
vita hvort þau Jónasína og Kjartan
myndu treysta sér til að koma og
vera viðstödd þegar Víkingur minn
yrði skírður. Okkur Hauki til
ómældrar ánægju töldu þau það
ekki eftir sér og mættu galvösk að
venju.
Eftir að við fluttum til Svíþjóðar
skrifuðumst við Jónasína á. Bréfin
hennar voru svo skemmtileg, full
af fréttum af fjölskyldunni og dag-
lega lífinu hér heima. Ég varðveiti
þau á góðum stað, þau eru mér fjár-
sjóður.
Við Jónasína hittumst í síðasta
skipti síðastliðinn þjóðhátíðardag.
Þá fórum við mörg saman, iíklega
hátt á þriðja tug ættingja í heim-
sókn í Hraun. Gömlu hjónin fylgdu
okkur þá ásamt syni sínum og
tengdadóttur um ástkæra jörðina
sína. Við skoðuðum meðal annars
réttina, sem yngstu ferðalangarnir
höfðu aldrei séð áður og fórum nið-
ur að Laxánni þar sem farið var í
stutta bátsferð. Þessi sólbjarti dag-
ur verður lengi í minnum hafður.
Við Haukur vorum búin að
ákveða að fara með Víking austur
í Aðaldalinn í dag þann 10. ágúst,
til að kveðja, áður en við héldum
enn á ný til Svíþjóðar. Ekki óraði
okkur fyrir því þá að þessi dagur
yrði jarðarfarardagur Jónasnu.
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðum blæ,
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.
í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá,
að huga þínum veifa mjúkum svala.
Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá,
í hjarta þínu byijar ljúft að tala.
Og tárin, sem þá væta vanga þinn,
er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni.
Þau líða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna ljúft á munni.
Þá líður nóttin ljúfum draumum í,
svo ljúft, að kuldagust þú finnur eigi,
og, fyrr en veistu, röðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.
(Hannes Hafstein)
Elsku Kjartan, Grímur, Stína og
þið öll! Við Haukur höfum hugsað
til ykkar með hlýhug undanfarna
daga. Þið getið svo sannarlega ver-
ið stolt af henni Jónasínu ykkar og
iljað ykkur við minningu hennar um
alla framtíð.
Með sárum söknuði kveð ég elsku
bestu frænkuna mína. Takk fyrir
allt og allt.
Kristín S. Bjarnadóttir
Jónína B. Guðlaugs-
dóttir — Minning
Fædd 21. október 1904
Dáin 15. júlí 1991
Mér barst sú fregn vestur um
haf að amma mín kæra, Jónína
Björg Guðlaugsdóttir, hefði látist
þann 15. júlí síðastliðinn, þá tæp-
íega 87 ára að aldri. Ég á þess því
miður ekki kost að fylgja henni til
grafár en á kveðjustund rifjast upp
fyrir mér minningar um konu sem
í gegnum árin var svo stór þáttur
í lífi mínu.
Ég verð forsjóninni ævinlega
þakklát og tel það mína gæfu að
hafa fengið að kynnast ömmu svo'
náið. Aðstæður höguðu því svo til
að ég fékk að búa á loftinu á Öldu-
götu 17, í Hafnarfirði, í húsinu
hennar Jónu ömmu og hans Sveins
afa míns, sem lést árið 1984.
Þau fimm ár sem við áttum þar
saman verða mér ógleymanleg, ekki
síst fyrir þá sök að amma var af
þeirri merku kynslóð sem með
dugnaði sínum, áræðni og bjartsýni
lagði grunnin að því velferðarþjóð-
félagi sem við nú byggjum. Kynslóð
sem ólst upp í sveitum og sjávar-
þorpum í byijun aldar, oft við erfið
skilyrði, en lifði einhveijar þær
mestu framfarir á sviði tækni og
breytinga á lífskjömm sem orðið
hafa á einum mannsaldri. Kynslóð
sem sannarlega man tímana
tvenna.
Mér em einkum minnisstæðar
margar góðar stundir þar sem
skrafað var og skeggrætt í fyllstu
einlægni um allt milli himins og
jarðar yfír kaffíbolla. Það var á slík-
um stundum sem viska hennar og
speki kom best í ljós, hvort sem það
vom dægurmál eða leitað var álits
hennar á mikilvægari málefnum,
hélt ég einatt ríkari af hennar fundi.
Mér líður seint úr minni saga
hennar sjálfrar úr æsku, þar sem
hún bjó suður í Hraunum og þurfti
að sækja skóla um langan veg. Það
var minnst tveggja klukkustunda
gangur hvora leið, en það var ekki
talið eftir sér þá að leggja í lang-
ferð árla dags til að afla sér fróð-
leiks og þekkingar. Hún minntist
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR (HILDIGUNNAR) SÖLVI JÓNSSON
matreiðslumeistari
frá Látrum
í Aðalvík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Ásta Ólafsdóttir,
Sigríður Gunnarsdóttir, HaMdór I. Hansson,
Theódór Gunnarsson, Þ. Ósk Kristinsdóttir
og barnabörn.
1 Hjartans þakkir færum við öllum ■ þeim fjöimörgu, er auðsýndu
okkur samúð, vináttu, ástúð og skilning við andlát og útför ást-
kærs sonar okkar, bróður, mágs og sonarsonar,
SVEINS PÉTURSSONAR,
lllugagötu 56,
Vestmannaeyjum.
Pétur Sveinsson, Henný Ólafsdóttir,
María Pétursdóttir, Davið Þór Einarsson,
Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson,
Erla Björg Pétursdóttir,
Sigurður Freyr Pétursson,
Guðni Þór Pétursson,
Sveinn Matthíasson, Maria Pétursdóttir.
oft á að hafa haft sérstaka ánægju
af reikningi og notaði hveija stund
sem gafst til að æfa sig. En þótt
hugurinn stefndi hátt, varð skóla-
gangan ekki löng. í þá daga var
menntunin ekki sjálfsögð eins og
nú.
Amma benti jafnan á og það
réttilega, að unga fólkinu í dag
væru allir vegir færir, ef vilji og
góð heilsa væru fyrir hendi. Með
þau orð að leiðarljósi kvaddi ég
ömmu hinsta sinni fyrir um hálfu
ári.
Hennar göngu er nú lokið en
minningin lifir.
Mér koma í hug eftirfrandi ljóðl-
ínur sem mér finnst að gætu allt
eins verið boðskapur hennar til okk-
ar sem landið erfum um að meta
þann arf að verðleikum og nýta þau
tækifæri sem okkur bjóðast á lífs-
leiðinni.
Oss verður svo oft síðan vorið leið,
að vakna við sárasta drauminn;
Um æskunnar kallandi ævintýr,
sem ósnortin hverfðust í strauminn.
En röðull skein þá
hverri rós á brá
- Og við riðum þar hjá.
Minn glitrandi steinn, hvi greip ég þig ei,
úr götunni höndum tveimur?
Hví bar mig þar fram um; Þar beið mín þó
heill blikandi unaðarheimur.
Eins og rúbínsteinn
varst þú rauður og hreinn
eins og rúbínsteinn
(Guðm. Böðv. 1939)
Megi elsku amma mín hvíla í
friði.
Björk Þórarinsdóttir
+
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ELIASAR HALLDÓRSSONAR,
Snorrabraut 58.
Eva Pálmadóttir,
Erla Elíasdóttir, Ágúst H. Eliasson,
Halldóra Elíasdóttir, Sveinn H. Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega veittan stuðning og hlýhug við andlát og útför
móður okkar og ömmu, •
RAGNHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Óttarsstöðum,
Hringbraut 36,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgarspítalans.
Sigurður Kristinn Viihjálmsson,
Gunnar Vilhjálmsson,
Ásta Vilhjálmsdóttir,
Ragnheiður Ásta og
Berglind Elva Jóhannsdætur.