Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á rhánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Litháen og
Oryggisráðið
Staða Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar við stj órnarskiptin:
Ríkísendurskoðun tel-
ur að afskrifa hefði átt
4,5 milljarða í viðbót
SAMKVÆMT úttekt Ríkisendurskoðunar á Framkvæmdasjóði íslands,
Byggðastofnun og sjóðum hennar, vantaði alls um fjóra og hálfan
milljarð króna upp á að opinberir reikningar þessara stofnana gæfu
rétta mynd af fjárhagsstöðu þeirra er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
tók við í vor. Rikisendurskoðun telur að af lánum þessara stofnana
og sjóða séu um 5,8 milljarðar króna tapað fé. Inn á afskriftareikn-
inga höfðu hins vegar í mailok aðeins verið lagðir 1,3 miHjarðar króna.
Munurinn er 4,5 milljarðar.
Við íslendingar berum í
brjósti sterkar tilfinning-
ar til sjálfstæðisbaráttu Eyst-
rasaltsþjóðanna. Það er gömul
saga og ný. Við fundum mjög
til með þessum þjóðum fyrir
mörgum áratugum, þegar
sovézka herveldið var að
svipta þær sjálfstæði á svipuð-
um tíma og við vorum að
stofna lýðveldi okkar. Sá mikli
áhugi og vilji til þess að veita
Eystrasaltsþjóðunum stuðn-
ing í sjálfstæðisbaráttu þeirra
nú á sér því rætur í fyrri tíð.
Alþingi hefur samþykkt
ályktun, þar sem ríkisstjórn
er falið að taka upp stjórn-
málasamband við Litháen svo
fljótt sem kostur er. Væntan-
lega líður ekki á löngu þar til
gengið verður formlega frá
því. Rökin fyrir því, að ísland
geti gengið fram fyrir skjöldu
og sýnt Litháen siðferðilegan
og pólitískan stuðning með
þeim hætti eru einföld. Hin
stærri og voldugri ríki innan
Atlantshafsbandalagsins eiga
margvíslegra hagsmuna að
gæta í samskiptum við Sov-
étríkin. Þjóðverjar hafa hags-
muni af því, að sameining
landsins geti gengið fyrir sig
með eðlilegum hætti og
sovézkar hersveitir verði flutt-
ar burt frá austurhluta Þýzka-
lands eins og um hefur verið
samið. Bandaríkin hafa hags-
muna að gæta í samningum
við Sovétmenn um afvopnun-
armál. Þessi ríki mundu ekki
fórna þessum hagsmunum til
þess að veita Litháen viður-
kenningu með því að taka upp
stjórnmálasamband við Lit-
háa. Margvíslegar ástæður af
þessu tagi valda því, að önnur
aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins taka heldur ekki for-
ystu í þessum efnum.
Að þessu leyti erum við ís-
lendingar fijálsari af hags-
munatengslum við Sovétríkin.
Olíuviðskiptin við Sovétmenn
skipta okkur takmörkuðu
máli. Fiskinn getum við selt
annars staðar. Sovétríkin geta
ekki beitt okkur íslendinga
neinum þeim refsiaðgerðum,
sem máli skipta. Frumkvæði
okkar að þessu leyti hefur,
þrátt fyrir smæð okkar, skipt
Litháa verulegu máli að þeirra
eigin mati. Málflutningur Jóns
Baldvins Hannibalssonar, ut-
anríkisráðherra og annarra
talsmanna íslenzkra stjóm-
valda á alþjóðavettvangi hefur
orðið til þess að vekja athygli
á baráttu Eystrasaltsþjóð-
anna. Þetta er það, sem við
getum gert: að taka upp form-
legt stjórnmálasamband og
viðurkenna þar með sjálfstæði
Litháens.
Litháar verða hins vegar
að gera sér grein fyrir því,
að pólitísku bolmagni okkar
eru takmörk sett. Osk þeirra
um að ísland fjalli um vald-
beitingu Sovétmanna gagn-
vart Litháum fyrir Öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna ger-
ir kröfu til svo umfangsmikilla
aðgerða af okkar hálfu, að
hvorki þeir né aðrir geta búizt
við því, að við getum orðið
við þeim óskum. Þar er ein-
faldlega komið út fyrir mörk
þess, sem okkur er kleift að
gera. Rökin fyrir því eru aug-
ljós. Við munum eiga nóg með
þau pólitísku átök við Sov-
étríkin, sem blasa við, þegar
formlega hefur verið gengið
frá stjómmálasambandi við
Litháa.
Þetta eigum við að segja
vinum okkar í Litháen í fullri
einlægni og vinsemd og ekki
draga þá lengi á þeim svörum.
Þeir hafa þá möguleika á að
leita eftir frumkvæði annarra
þjóða á þeim vettvangi. Eftir
að Alþingi samþykkti ályktun
sína um að taka upp stjórn-
málasamband við Litháen fyrr
á þessu ári hefur margvísleg-
ur undirbúningur farið fram
og beðið hefur verið eftir
ýmsum gögnum, að því er
talsmenn utanríkisráðuneytis-
ins hafa sagt. Væntanlega er
þeirri gagnasöfnun að ljúka
og æskilegt er, að gengið verði
formlega frá stjórnmálasam-
bandi í samræmi við ákvörðun
Alþingis á næstunni. Þar með
höfum við íslendingar sýnt í
verki vilja okkar til þess að
veita Eystrasaltsþjóðunum
stuðning. Jafnframt eigum við
að nota hvert tækifæri, sem
gefst til þess að vekja athygli
á málstað þeirra á alþjóðavett-
vangi.
Úttekt Ríkisendurskoðunar er
gerð í framhaldi af bréfi Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra frá 10.
júní síðastliðnum, þar sem farið er
fram á gaumgæfilega könnun á fjár-
hagsstöðu þeirra stofnana og sjóða,
sem um ræðir, en þær heyra undir
forsætisráðuneytið.
Ríkisendurskoðun tekur fram að
við mat á áhættu nokkurra útlána-
flokka þeirra stofnana, sem teknar
voru út, hafi verið nauðsynlegt að
byggja á gefnum forsendum um
framtíðarþróun ýmissa stærða. Slíkir
framreikningar séu ávallt nokkurri
óvissu háðir. Úttektin miðast við
milliuppgjör í lok maímánaðar 1991.
Eigið fé Framkvæmdasjóðs í
raun neikvætt um 1,2 milljarða
Ríkisendurskoðun telur að fram-
lög í afskriftasjóð, til að mæta töp-
uðum útlánum, hefðu þurft að nema
1.800 milljónum króna hjá Fram-
kvæmdasjóði íslands. í ársreikningi
sjóðsins fyrir síðasta ár nema af-
skriftirnar hins vegar aðeins 200
milljónum, og vantar því 1.600 millj-
ónir upp á að mati stofnunarinnar.
Eigið fé Framkvæmdasjóðs í lok maí
var 400 milljónir, en ætti að mati
Ríkisendurskoðunar að vera nei-
kvætt um 1.200 milljónir króna.
Framkvæmdasjóð mun skorta ver-
ulega fjármuni á næstu árum ef jafn-
vægi á að vera á inn- og útgreiðsl-
um, að mati Ríkisendurskoðunar.
Útgreiðslur umfram inngreiðslur
vegna tekinna og veittra lána gætu
Matthías sagðist algerlega ós-
ammála þessum hugmyndum og
málið hefði ekkert verið rætt í Sjálf-
stæðisflokknum. Hann var spurður
hvort hann teldi að einhvern tíma
hefði orðið misbrestur á því að
Byggðastofnun kynnti sér nægilega
vel stöðu mála áður en hún ákvað
að veita fé til ákveðinna fyrirtækja.
„Nei alls ekki. Byggðastofnun hef-
ur kynnt sér þau mjög vel en hins
vegar er hlutverk hennar meira en
það að lána fé gegn tryggingu. Það
er hlutverk hennar líka að halda
uppi byggð í landinu og eðlilegri at-
vinnuuppbyggingu. Það er líka í hlut-
verki hennar, sem Alþingi hefur sett
henni, að veita styrki og ýmislegt
fleira. En ef það á að hverfa frá
þessu öllu þá er það allt annað mál.
Ég er b_ara ekki þeirrar skoðunar.
Það má alltaf breyta í sambandi
við aðhald en hver er þess umkominn
að segja að þetta og hitt sé bara
rétt en annað rangt? Ef það á að
á næstu 10 árum orðið um fjórir
milljarðar króna. Ríkissjóður ábyrg-
ist allar skuldbindingar Fram-
kvæmdasjóðs samkvæmt lögum.
Vaxtamunur Framkvæmdasjóðs,
þ.e. munurinn á vöxtum útlána um-
fram þau lán, sem sjóðurinn tekur
sjálfur, hefur farið lækkandi á und-
anförnum árum og nam 0,26% á síð-
asta ári. Við athugun Ríkisend-
urskoðunar á vaxtakjörum einstakra
lána kemur fram að í fáum tilvikum
voru vextir lægri en meðalvextir tek-
inna lána sjóðsins.
„Til þess að Framkvæmdasjóður
íslands geti sinnt lögboðnu hlutverki
sínu þyrfti að auka eigið fé sjóðsins
verulega. Sú þróun hefur átt sér stað
hin síðari ár að opinberir fjárfesting-
alánasjóðir hafa í auknum mæli
annazt lántökur sínar sjálfir. Með
vísan til þess m.a. telur Ríkisendur-
skoðun að stjórnvöld þurfi að íhuga
hvort ekki sé tímabært að leggja
Framkvæmdasjóð íslands niður og
fela öðrum að taka við hlutverki
hans, réttindum og skyldum. Að
mati Ríkisendurskoðunar gætu t.d.
Lánasýsla ríkisins og Byggðastofnun
annazt núverandi hlutverk Fram-
kvæmdasjóðs íslands,“ segir í
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stofn-
unin bendir á að á síðasta ári hafi
rekstrarkostnaður Framkvæmda-
sjóðs verið um 55 milljónir króna.
Spara megi meginhluta þessa kostn-
aðar með því að leggja sjóðinn nið-
ur, og jafnframt eigi hann skrifstofu-
húsnæði metið á 130 milljónir, sem
megi selja.
fara út í eitthvað nýtt þá verður allt-
af að taka einhverja áhættu. Og ég
sé ekki annað en bankarnir hafi orð-
ið að taka stóra áhættu og orðið fyr-
ir stórum áföllum. Ég þoli alveg að
standa frammi fyrir þeim saman-
burði sem er gerður á störfum banka
og ýmissa sjóða.
Byggðastofnun er undir stjóm sjö
þingkjörinna manna. Ég hef hvorki
látið fyrrverandi né núverandi ríkis-
stjórn beita mig neinum þrýstingi.
Ég hef bara gert það og staðið að
því sem ég hef talið vera eðlilegt og
í samræmi við það hlutverk sem
Byggðastofnun hefur samkvæmt lög-
um. Það hefur verið einhugur um
fjöldamörg lán í stjórninni en ekki
alltaf. En ég vil líka taka það fram
að Byggðastofnun birtir hvert ein-
asta lán og styrki sem hún veitir og
leggur fyrir Alþingi. Ársskýrsla
Byggðastofnunar liggur alltaf fyrir,
endurskoðuð og til umræðu á Al-
þingi.“
Greiðslustaða Byggðastofnunar
mun versna
Við stjórnarskiptin í vor voru 506
milljónir króna í afskriftasjóði
Byggðastofnunar. Ríkisendurskoðun
telur að alls þurfi afskriftir vegna
tapaðra útlána að nema 1.725 millj-
ónum. Þar af eru tæplega 800 millj-
ónir vegna fiskeldisfyrirtækja. I byij-
un ágúst lagði stjórn Byggðastofn-
unar 1.200 milljónir króna til viðbót-
ar í afskriftasjóðinn og stendur hann
þá í 1.650 milljónum. „Af framan-
sögðu má ráða að framlög í afskrift-
asjóð á liðnum árum hafa ekki verið
nægilega há,“ segir í úttekt Ríkis-
endurskoðunar. Eigið fé Byggða-
stofnunar var 1.700 milljónir króna
í lok maí, um 19% af heildareignum
stofnunarinnar, en þá er ekki tekið
tillit til 1.200 milljóna greiðslunnar
í afskriftasjóð í ágúst.
Ríkisendurskoðun telur að greiðsl-
ustaða Byggðastofnunar muni
versna verulega á árinu 1994 og
verða í járnum næstu tvö árin þar á
eftir. Fyrirsjáanlegt sé að útgreiðslur
verði umfram inngreiðslur árið 1997
og að greiðslustreymið verði óhag-
stætt árin þar á eftir, en með því
er átt við að meiri peningar fari út
en koma inn. Vaxtamunur Byggða-
stofnunar var jákvæður um hálfan
af hundraði í maílok.
Atvinnutryggingarsjóður með
1,4 milljarða neikvætt eigið fé
Þegar forsætisráðherra bað um
úttekt á sjóðunum fór hann fram á
að sérstaklega yrði farið ofan í saum-
ana á atvinnutryggingardeild
Byggðastofnunar og hlutafjárdeild
stofnunarinnar. Þessar deildir tóku
um síðustu áramót við hlutverki
Atvinnutryggingarsjóðs útflutnings-
greina og Hlutafjársjóðs, sem stofn-
aðir voru með bráðabirgðalögum rík-
isstjórnar Steingríms Hermannsson-
ar árið 1988. Stofnun sjóðanna
tveggja var liður í efnahagsaðgerð-
um stjórnarinnar, sem þá var nýtek-
in við eftir að ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar sagði af sér.
Hlutverk Atvinnutryggingarsjóðs
var samkvæmt lögum að veita lán
til endurskipulagningar, hagræðing-
ar og framleiðniaukningar hjá út-
flutningsfyrirtækjum. Jafnframt
skyldi hann hafa forgöngu um að
breyta lausaskuldum fyrirtækja í
föst langtímalán. Sjóðurinn mátti
undir sérstökum kringumstæðum
kaupa hlutdeildarskírteini hjá Hluta-
fjársjóði og leysa til sín húseignir
og búnað fyrirtækja sem lið í fjár-
hagslegri endurskipulagningu. Að
mati Ríkisendurskoðunar má af-
skrifa 1.760 milljónir af lánum sjóðs-
ins. í ársreikningi 1990 voru hins
vegar aðeins 409 milljónir færðar í
afskriftasjóð, og munar þarna 1.350
milljónum króna. Samkvæmt árs-
reikningi er eigið fé Atvinnutrygg-
ingasjóðs neikvætt um 29 milljónir,
en yrði neikvætt um tæpar 1.400
milljónir ef afskriftir yrðu sam-
kvæmt mati Ríkisendurskoðunar.
Útistandandi lán og eignir sjóðsins
námu 8.839 milljónum í maílok, en
skuldirnar voru 8.868 milljónir.
Ríkisendurskoðun gaf í ársbyrjun
1990 út skýrslu um Atvinnutrygg-
ingarsjóð, þar sem fram kom að
15-20% af lánþegum sjóðsins væru
ekki borgunarmenn fyrir sköldunum.
Ríkisendurskoðun segist standa full-
komlega við þetta álit sitt.
Viðbótarfjár þörf jafnvel þótt
allir standi í skilum
Fyrirsjáanlegt er að mati Ríkis-
endurskoðunar að atvinnutrygging-
ardeild Byggðastofnunar mun þurfa
Það væri nær að
líta á tap bankanna
- seg’ii’ Matthías Bjamason alþingismaður
og formaður stjómar Byggðastofnunar
MATTHÍAS Bjarnason, alþingismaður og formaður stjórnar Byggða-
stofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann sæi ekki ástæðu
til að breyta starfssviði stofnunarinnar með þeim hætti sem forsætisráð-
herra hefði rætt um, að stofnunin hætti lánveitingum. „Eg sé enga
ástæðu til að hverfa frá því. Þegar menn tala um tap þessara sjóða
þá finnst mér þeir ættu að líta líka á tap bankanna. Þeir hafa ekkert
farið varhluta af tapi. Það er rétt að það komi fram áður en menn fara
að koma með svona fullyrðingar."
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
23
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnir skýrslu Ríkisendurskoðunar
á blaðamannafundi í gær.
15. 30ní 1989
Stjórn Framkvæmdasjðós íslands,
Rauóarárstíg 25,
Reykjavík
Ríkisstjórnin samÞykkti á fundi sínum 9. jún£ síóast-
lióinn aö fela Framkvaandasjóói íslands aó greiöa fyrir
fjármögnun afuröalána til fiskeldisstöðva samanber lög nr.
3/1989 um breytingu á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins sem kveóa á um stofnun Tryggingasjóós fiskeldislána. í
pessu skyni leiti Framkævmdasjóður bagkvæmustu leióa og er
meóal annars heimilt aö:
1) veita vióskiptabönkum sjálfskuldarábyrgó vegna
vióbótarlána sem bankarnir veita fiskeldisfyrirtækjum
gegn einfaldri ábyrgö Tryggingasjóós fiskeldislána,
2) aó taka erlend lán til pess aö sinna pessu verkefni,
3) aö veita fiskeldisfyrirtækjum afuróalán beint samanber
lió 1 hér aö framan náist ekki samningar viö við-
skiptabankana um vióbótarlán meö sjálfskuldarábyrgó
Framkvæmdasjóös.
Tekió skai fram aó meö pessu erindi er ekki ætlast til
aö Framkvæmdajóóur taki áhættu vegna pessara vióbótarlána,
heldur brúi biliö sem getur myndast frá pví aó greióslufall
R£&ur hjá fyrirtæki og par til aó ábyrgó Tryggingasjóós
Bískelðislána er innleysanleg.
í
F Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á aö Framkvæmda-
sjóóur taki petta erindi fyrir hið allra fyrsta par sem
U*ttuástand er nú í fiskeldlnu vegna ófullnægjandi afuróa-
lánafyrirgreióslu vió greinina.
Afrit af tveimur
bréfum, undirrit-
uðum af Stein-
grími Hermanns-
syni, þar sem
mælzt er til þess
að Framkvæmda-
sjóður veiti fyrir-
tækjum fyrir-
greiðslu.
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
Reykjavík, 24. apríl 1990
Framkvæmðasjó&ur íslands
hr. Gubmundur B. Ólafsson
Rauðarárstíg 25
105 Reykjavlk
FORSÆTISRÁOUNEYTIÐ
Dh. D:ius JC0V91
Ábm. Trm.
Sv;:r!'r.. V/o \!
Afjir. Tiiv.
Fski.
Samkomulag hefur £ öllum meginatriöum náöst milli rikis-
stjórnar, fjármálastofnana og Álafoss h.f. um fjárhagslega
enðurskipulagningu Álafoss h.f., enða þótt eftir sé aö
ganga frá nokkrum atriðum. Eitt af því sem er ðfrágengið
eru kaup FramkveEmdasjóös íslands á verksmiöjuhúsi Álafoss
h.f. í Mosfellsbæ. Kaup Framkvæmdasjóös á verksmiöjuhúsinu
voru hluti af samkomulaginu frá því £ ma£ á s£Öasta ári.
Þar sem dróst aö hrinda málinu £ framkvæmd varð hins vegar
ekki af kaupum þá. Rfkisstjórnin mælist eindregið til
þess aö Framkvæmdasjóöur fslands taki upp áðurnefnda
samninga og samþykki nú kaupin.
/
á viðbótarfjármagni að halda til
að mæta greiðsluvanda á næstu
árum, m.a. vegna mismunandi
lánstíma og afborgunarskilmála
inn- og útlána Atvinnutrygg-
ingarsjóðs. „Jafnvel þótt gert sé
ráð fyrir að allir lánþegar sjóðsins
standi í skilum mun deildin þurfa
á 1.250 milljóna króna viðbótai-fj-
ármagni að halda á árunum 1992
til 1994. Sé tekið mið af áætluðu
útlánatapi mun greiðslustaða
deildarinnar versna enn frekar,“
segir Ríkisendurskoðun.
Ríkisendurskoðun vekur at-
hygli á lagaákvæði, sem bætt var
við lög ríkisstjornar Steingríms
Hermannssonar um efnahagsað-
gerðir. Þar er mælt fyrir um
heimild Byggðastofnunar til að
fella niður eða breyta í víkjandi
lán kröfum atvinnutryggingar-
deildar Byggðastofnunar. „Að
mati Ríkisendurskoðunar er gildi
umræddrar lagaheimildar vafa-
samt. Heimildin er í raun mjög
rúm og vandmeðfarin í fram-
kvæmd þar sem hætta er á að
aðilum, sem eins er ástatt um,
sé mismunað ef ýtrustu varúðar
er ekki gætt,“ segir í skýrslunni.
„Spyija má hvers þeir, sem
standa í skilum við deildina eða
þurfa jafnvel að þola uppboðs-
og gjaldþrotameðferð vegna van-
skila, éigi að gjalda gagnvart
þeim, sem væru í vanskilum en
nytu fyrirgreiðslu á grundvelli
umræddrar lagaheimildar. Þá
kann heimild af þessu tagi í reynd
að draga úr möguleikum á inn-
heimtu útistandandi lána hjá
deildinni. Loks telur stofnunin að
ábyrgð og framkvæmd heimildar
sem þessarar, þó viðkvæm sé,
eigi alfarið að vera í höndum og
á ábyrgð stjórnar Byggðastofn-
unar með sama hætti og gildir
um aðrar veigamiklar ákvarðanir
varðandi starfsemi stofnunarinn-
ar.“
Ríkið tapar 260 milljónum á
Hlutafjársjóði
Hlutafjársjóður var settur á
laggirnar í tíð ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar. Hlutverk
hans fólst í því að taka þátt í
fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu fyrirtækja með því að kaupa
hlutabréf fyrir almannafé í starf-
andi fyrirtækjum og að taka þátt
í stofnun nýrra félaga, sem taka
skyldu við rekstri eldri fyrir-
tækja. Sjóðurinn aflaði fjár með
sölu hlutdeildarskírteina til lána-
stofnana og annarra kröfuhafa
þeirra fyrirtækja, sem sóttu um
aðstoð til sjóðsins. Annars vegar
voru gefin út A-hlutdeildarskír-
teini með fullri ríkisábyrgð og
hins vegar B-skírteini, sem sjóð-
urinn ber ábyrgð á með eignum
sínum.
í maílok átti hið opinbera rú-
man milljarð í ýmsum fyrirtækj-
um í gegn um Hlutafjársjóð. Efgn
sjóðsins í Álafossi var afskrifuð
á síðasta ári. Afskriftareikningur
stendur í 120 milljónum króna,
sem Ríkisendurskoðun telur 100
milljónum of lítið. Að mati Ríkis-
endurskoðunar gæti sjóðurinn
hins vegar tapað alls um 335
milljónum króna, eða um 30% af
eignum sínum. Tap ríkissjóðs af
þeim völdum gæti orðið um 260
milljónir króna, en einnig kæmi
tap niður á öðrum eigendum B-
hlutdeildarskírteiníi.
Ríkisendurskoðun gerði einnig
úttekt á ábyrgðadeild fiskeldis
hjá Ríkisábyrgðasjóði. Stofnunin
telur að þar verði að afskrifa 320
milljónir króna.
Beðið um frekari
upplýsingar
Forsætisráðherra hefur farið
fram á frekari upplýsingar í
framhaldi af skýrslu Ríkisendur-
skoðunar, meðal annars um þró-
un vaxtamunar síðastliðin fímm
ár og hvort munurinn sé eðlileg-
ur. Þá er óskað upplýsinga um
dreifíngu útlána og keyptra
hlutabréfa nefndra stofnana og
sjóða eftir atvinnugreinum og lán
til einstakra skuldunauta sem
hlutfall af útlánum til viðkomandi
greinar.
Opinberir sjóðir
misnotaðir af
stjórnvöldum
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að skýrsla Ríkisendurskoðun-
ar um stöðu Framkvæmdasjóðs íslands og Byggðastofnunar og sjóða
hennar, staðfesti að sjóðirnir hafi verið misnotaðir af stjórnvöldum
og sljórnir þeirra látið undan pólitískum þrýstingi. Þetta kom fram
í máli forsætisráðherra á blaðamannafundi, þar sem skýrslan var
kynnt.
Forsætisráðherra segir að þegar
hafi verið ákveðið að leggja Fram-
kvæmdasjóð Islands niður. „Stjórn
sjóðsins hefur verið falið að skila
fyrir lok þessa mánaðar sínum tillög-
um um það með hvaða hætti verður
bezt staðið að því að leggja sjóðinn
niður,“ sagði Davíð. Hann sagði að
fleiri rök væru fyrir því að leggja
sjóðinn niður en að eigið fé hans
væri orðið neikvætt um 1.200 millj-
ónir króna. Aðrar stofnanir gætu séð
um margvísleg verkefni hans á borð
við alls konar lánaumsýslu. „Mér
fínnst því að hlutverk þessa sjóðs
hafi breytzt frá því sem ráð var fyr-
ir gert í upphafi og auk þess er það
því miður staðreynd að þessi sjóður
hefur verið misnotaður," sagði for-
sætisráðherra.
„Mér finnst líka að þessi skýrsla
Ríkisendurskoðunar hljóti að vekja
upp spurningar um það hvort ekki
sé tímabært að endurskoða hlutverk
Byggðastofnunar," sagði Davíð.
Hann sagði að samkvæmt núgildandi
lögum væri hlutverk stofnunarinnar
að fylgjast með þróun byggðar í land-
inu og gera áætlanir í byggðamálum
en jafnframt að veita fjármuni til
atvinnulífsins. „Það hlýtur að flögra
að manni að verulegur þáttur skýr-
ingarinnar á því, hvernig hefur farið
fyrir þessum opinberu sjóðum, sé að
menn hafi tekið pólitískri leiðsögn,
getum við sagt, eða látið undan pólit-
ískum þrýstingi við meðferð þessara
fjármuna. Þess vegna sé staðan eins
og hún sé orðin. Það er spurning
hvort ekki eigi að breyta um hlut-
verk þessarar stofnunar, láta hana
hafa mikilvægt hlutverk, sem tekur
til þeirra þátta, sem ég rakti fyrst,
en huga að því hvort ekki sé eðlilegt
að láta hið fjármálalega hlutverk
Byggðastofnunar ganga yfir til
þeirra stofnana, sem með slíkt eiga
að fara. Þá á ég við almennar fjár-
málastofnanir," sagði forsætisráð-
herra.
Þýðir ekki fyrir stjórnvöld að
skýla sér á bak við sjóðsstjórnir
Davíð sagði að skýrsla Ríkisendur-
skoðunar staðfesti að þær grunsemd-
ir, sem hann hefði haft um að staða
sjóðanna væri ekki í lagi og að þeir
hefðu verið notaðir óskynsamlega og
undir pólitískum þrýstingi, hefðu ver-
ið á rökum reistar. „Það hefur verið
vísað til þess að sérstakar stjórnir
fari með málefni þessara sjóða. Það
er efnislega rétt. I öðru tilvikinu eru
stjórnendur valdir af ráðherrum og
í hinu kosnir pólitískri kosningu á
Alþingi," sagði Davíð. „En það þýðir
ekki fyrir stjórnvöld að skýla sér á
bak við þetta. Það er ljóst að það
hefur jafnan verið svo í stjórnsýslu
hér að til að mynda stjórnir skipaðar
af ráðherrum telja sér skylt, eða að
minnsta kosti að það sé verulegur
þungi í fyrirmælum eða beiðni, sem
koma frá þeim mönnum, sem þeir
sitja í trúnaðarstörfum fyrir. Sama
má segja um pólitískar stjórnir, þótt
þær verði ef til vill fyrir annars kon-
ar þrýstingi. Allmörg dæmi eru um
það fyrr og síðar að til dæmis stjórn
Byggðastofnunar hefur tekið ákvörð-
un um lánveitingar, jafnvel í stórum
stíl, gegn ráðleggingum fagmanna,
sem við stofnunina starfa. í einstaka
tilvikum hefur jafnvel verið lánað fé
til fyrirtækja, sem hafa farið á höfuð-
ið örfáum dögum síðar, þvert ofan í
álitsgerðir starfsmanna stofnunar-
innar."
Forsætisráðherra sagði að eitt-
hvað rangt hlyti að vera við það að
Byggðastofnun hefði lánað fyrirtæki
á borð við Miklalax á örfáum árum
500-600 milljónir króna, ,jafnvel
þótt menn hafí verið farnir að hafa
efasemdir um að laxeldi af þessu
tagi gæti gengið, jafnvel þótt fyrir
lægju álitsgerðir sérfræðinga um að
það gæti ekki gengið.“
Davíð sagði að þegar fram hefði
komið að vegna Álafoss hf. hefðu
tapazt 2,4 milljarðar af almannafé,
hefðu menn reynt að skjóta sér á
bak við að þar ættu sjálfstæðar sjóð-
stjórnir hlut að máli. Hann las upp
úr bókun stjórnar Framkvæmdasjóðs
frá í apríl 1990. í þessari bókun seg-
ir: „Jafnframt var lagt fram bréf
forsætisráðuneytisins, dagsett 24.
apríl 1990, um sama efni, þar sem
að ríkisstjórnin mælist eindregið til
þess að Framkvæmdasjóður sam-
þykkti umrædd kaup. Stjórnin sam-
þykkti að verða við tilmælum ríkis-
stjórnarinnar um kaup verksmiðju-
hússins, enda næðust viðunandi
samningar um leigugreiðslur, eða,
sem stjórnin taldi eðlilegri, að Fram-
kvæmdasjóður lánaði Álafossi hf.
andvirði eignarinnar þannig að gera
mætti upp áhvílandi skuldir. Stjórn
sjóðsins byggir þessa ákvörun ein-
göngu á eindregnum tilmælum ríkis-
stjórnarinnar, því í raun er frekari
fyrirgreiðsla sjóðsins við Álafoss hf.
sjóðnum ofviða.“ „Ég tel að í framtíð-
inni verði vinnubrögð varðandi með-
ferð opinberra sjóða og fjármuna að
verða með öðrum hætti en þarna er
lýst,“ sagði Davíð. „Ég lít þannig á
að hér sé um misnotkun á sjóði að
ræða, þegar forráðamenn sjóðsins
segja að hann þoli ekki að veita til-
tekna fjárveitingu, en samt eru gefín
fyrirmæli um það. Það eru fleiri
dæmi um slíkt.“
Forsætisráðherra las einnig upp
úr tveimur bréfum forvera síns,
Steingríms Hermannssonar, til
stjórnar Framkvæmdasjóðs. Annars
vegar er um að ræða bréfið vegna
kaupa á verksmiðjuhúsi Álafoss, en
þar segir: „Ríkisstjórnin mælist ein-
dregið til þess að Framkvæmdasjóður
Islands taki upp áðurnefnda samn-
inga og samþykki nú kaupin.“ Hitt
bréfið er frá 15. júní 1989 og þar
segir: „Ríkisstjórnin samþykkti á
fundi sínum 9. júní síðastliðinn að
fela Framkvæmdasjóði íslands að
greiða fyrir fjármögnun afurðalána
til fiskeldisstöðva samanber lög nr.
3/1989 um breytingu á lögum um
Stofnlánadeild landbúnaðarins sem
kveða á um stofnun Tryggingasjóðs
fiskeldislána ... Ríkisstjórnin leggur
mikla áherzlu á að Framkvæmda-
sjóður taki þetta erindi fyrir hið allra
fyrsta þar sem hættuástand er nú í
fiskeldinu vegna ófullnægjandi af-
urðalánafyrirgreiðslu við greinina.“
Davíð tók fram að fleiri bréf af þessu
tagi væru til í forsætisráðuneytinu.
Davíð sagði að auk þess að breyta
fjárveitingaþætti Byggðastofnunar
væri hugsanlega skynsamlegt að
miklar fjárhæðir, sem nú væru nán-
ast lánaðar út í kyrrþey, hlytu um-
fjöllun á Alþingi. „Slíkar tölur væru
þá ákveðnar á Alþingi sjálfu og þing-
ið tæki ábyrgð á því að eyða fjármun-
um með þessum hætti, en það ekki
gert á bak við lokaðar dyr sjóðanna.
Ég er til að mynda sannfærður um
það að ef fram hefði komið tillaga á
Alþingi frá ráðherra eða ríkisstjórn,
um að leggja tvo og hálfan milljarð
til að halda Álafossi gangandi, hefði
enginn þingmaður samþykkt það,“
sagði forsætisráðherra.