Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 20 Reuter Vígalegur forsætisráðherra Heimsókn forsætisráðherra Japans, Toshiki Kaifu, til Mongólíu lauk í gær. Þá klæddist hann sig í mongólskan búning þar sem hann var viðstaddur sýningu á bogfími skammt fyrir utan höfuðborginna Ulan Bator. Af myndinni að dæma er hann sjálfur enginn viðvaningur í þeirri íþrótt. 1UIT«L. Auglýsingasíminn er 69 1111 ★ Pitney Bowes Frfmerkjavélar ■r 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón ísku verki og Digital sýn- ingu. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Vesturgölu 16 - Sim 14680-132» EiAar Farestveit&Co.hf Borgartúni 28, símar (91)622901 - 622900. (Næg bílastaeðiþi Asíulýðveldi Sovétríkjanna undirrita viðskiptasamning Tashkent. Reuter. MIÐASÍULÝÐVELDI Sovétrílg- anna undirrituðu í gær sam- komulag um viðskiptasamvinnu. Tilgangur samkomulagsins er að öðlast meira sjálfstæði frá Moskvu. „Það var tími til kominn að við kæmum saman og reyndum að leysa þessi vandamál sjálfir,“ sagði Nursultan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstan, eftir undirritun samnings- ins. Dagblaðið Isvestía gerði góðan róm að samningnum. „Segja má að stofnað hafi verið sérstakt efna- hagssvæði í austri þar sem skipting valdsins milli miðjunnar og lýðveld- anna er staðfest," sagði í blaðinu. Ítalía: 500 albanskir flótta- menn fá að vera áfram Róm. Reuter. Með samningnum verður gerð tilraun til að koma á beinum við- skiptum milli Asíuríkjanna fímm. Nú er viðskiptum þeirra miðstýrt frá Moskvu þar sem dreifing á þjón- ustu og matvælum er ákveðin. Þetta kerfí nú að miklu leyti í molum vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa í efnahagsmálum í Sov- étn'kjunum. Leiðtogar ríkjanna fimm, Kaz- akhstan, Uzbekistan, Kyrgistan, Tadsjikistan og Turkmeníu, undir- rituðu samninginn í gær. Þar kveð- ur á um að viðskiptahömlur milli ríkjanna verði í lágmarki. Vonir standa til að hann leiði til aukinna viðskipta, sem má búast við að verði mikið til í formi vöruskipta. Leiðtogar ríkjanna vilja spoma gegn þeim glundroða, sem nú ríkir í efnahagsmálum, og versnandi lífskjörum. ÍTALAR hafa ákveðið að veita landvistarleyfi 500 albönskum flóttamönnum, sem senda átti aftur til síns heima. Vincenzo Parisi, yfirmaður lög- reglunnar á Ítalíu, sagði að Alban- arnir yrðu sendir til flóttamanna- búða á Norður-Ítalíu. Um 17 þús- und flóttamenn komu til Bari á fímmtudag í síðustu viku. Allir nema þessir 500 hafa nú verið flutt- ir aftur til Albaníu. Þeir hafa verið geymdir á knattspyrnuleikvangi fyrir utan Bari við slæman aðbúnað. Flóttamennirnir 500 höfðu sagst ætla að veijast öllum tilraunum til að flytja þá og sumir þeirra voru taldir vopnaðir. „Þarna er fólk með fjölskyldur,“ sagði Parisi. „Við gátum ekki leyft því að deyja.“ Hann kvað marga þeirra vera liðhlaupa úr albanska hernum og aðra hafa borið sár og ör eftir pyntingar. Þeir kváðust hafa verið ofsóttir af kommúnista- stjórninni. „Samviska okkar leyfði ekki að þetta fólk yrði sent til baka,“ sagði Parisi. Lík Marcosar jarðsett á Filippseyjum Manila. Reuter. Rafmagns BMW-inn E 1 BMW sýnir rafmagns- bifreið í Frankfurt ÞÝSKI bifreiðaframleiðandinn BMW ætlar að sýna rafmagnsknúna bifreið á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem haldin verður í næsta mánuði. Bifreiðin sem ber heitið E 1 er tilraunabifreið og rúmar tvo far- þega með góðu móti og tvo til við- bótar ef menn gera ekki of miklar kröfur til þæginda. Hún er 3,4 metrar á lengd og er knúin 200 kílóa þungum rafgeymi sem veitir 45 hestöfl. Hámarkshraði bifreiðar- innar er 120 kílómetrar á klukku- stund. Það tekur E 1 sex sekúndur að ná 50 kílómetra hraða á klst. og 18 sekúndur að ná 80 kílómetra hraða á klst. Ekki hafa enn verið gerð opinber nein áform um fjöldaframleiðslu á E 1 enda er hætt við að bifreiðin yrði nokkuð dýr. Einungis rafhlað- an, sem þróuð var af Asea Brown Boverie í Mannheim, kostar tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Raf- hlöðuna verður að hlaða á 250 kíló- metra fresti. Er hægt að gera það með því að stinga snúru úr bifreið- inni í venjulega innstungu í sex til átta klukkustundir. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að leyfa að jarðneskar leifar Ferdinands Marcosar verði fluttar til landsins til greftrunar áður en hún Iætur af embætti eftir tíu mánuði. Þetta var haft eftir háttsettum aðstoðar- manni hennar, Frank Drilon, í gær. * Drilon sagði við yfirheyrslu þing- nefndar, sem fjallar um frumvarp sextán þingmanna um að fá bein forsetans heim, að það væri ekki stefna stjómarinnar banna greftrun Marcosar að eilífu. „[Stjórninj hyggst leyfa að lík forsetans heitins verði flutt hingað meðan á kjörtíma- bili Aquino forseta stendur," sagði hann. Lík Marcosar liggur fryst í graf- hýsi á Hawaii þar sem hann lést árið 1989, þremur árum eftir að hann hrökklaðíst úr forsetastóli á Filippseyjum. Áquino ákvað í síðasta mánuði að leyfa Imeldu Marcos, ekkju Ferdin- ands, og börnum þeirra að snúa aft- ur til Filippseyja til þess að unnt verði að stefna þeim fyrir spillingu. Þá vildi hún ekki Ieyfa að lík Marcos- ar yrði flutt til Filippseyja af ótta við að óeirðir myndu brjótast út við útför hans, en nú hefur hún séð sig um hönd. Imelda Marcos sagði í viðtali, sem sjónvarpað var á Filippseyjum í gær að hún hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum þar á næsta ári. „Ég hef engar pólitískar fyrirætl- anir,“ sagði Marcos. „Það hefur for- gang hjá mér að jarða manninn minn.“ Hún sagði hins vegar að ver- ið gæti að börn sín byðu sig fram til þings. ■ SYDNEY - Lífshættulegt eit- ur hefur fundist í tannkremstúp- um, sápu og öðrum vörum af Col- gate-gerð sem fjárkúgari í Ástr- alíu hefur sent framleiðendum með það í huga að kúga af þeim fé. Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að hann hafi komið eitruðum vörum fyrir í verslunarhillum hvað sem síðar verður. Fjárkúgarinn mun hafa hótað að dreifa hundrað ein- ingum af eitruðum vörtim í verslan- ir víða um landið. t Sendum öllum ættingjum og vinum hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu, systur og langömmu, REGÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Kirkjubóli viA Laugarnesveg 36, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Guðmundsson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför míns ástkæra samþýlis- manns, JÓNS STEFÁNSSONAR, Blikahólum 10, Reykjavík. Ingibjörg Axelsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.