Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 Ásdís Kristins- dóttir - Fædd 22. júlí 1912 Dáin 7. ágúst 1991 Hun móðir mín, Ásdís (Sísí) Kristinsdóttir, elskuleg, er látin. Við slík tímamót hlaðast upp minningar allt frá bernsku til full- orðinsára. Ég veit ekki hvar byrja skal. Því af svo miklu er að taka. Með því fyrsta sem kemur í hug- ann er þegar ég fór með pabba og mömmu „upp í sveit“ að skoða erfð- afestuland að Kópavogsbletti 136, þar sem ekkert var nema grjót, mosi og beijalyng og hversu stolt þau voru, er þau gengu hönd í hönd, horna á milli, í landinu og ráðgerðu framtíðina. Mér fannst kannski ekki svo mjög gaman að þessu, því ég var þreytt. Mamma ieyfði mér því að leggja mig milli þúfna á lyngbreiðu og breiddi kápuna sína ofan á mig. Ég hef víst sofnað, því það næsta sem ég man, er að mamma rétti pabba mig út úr bílnum fyrir utan heimili okkar á Njálsgötunni. Síðan man ég, er ég var í tjaldi með þeim á landinu. Þau voru að smíða. Mamma sagði mér að ég mætti rúlla upp svefnpokunum og taka til í tjaldinu, því hún amma ætlaði að koma í heimsókn og það þyrfti að vera pláss fyrir okkur öll við að drekka kaffið. Þetta var sum- arið 1944. Þetta mikla rigningasumar fór- um við líka í Hljómskálagarðinn í regnfötum og gúmmístígvélum að hlusta á einhveija „kalla“, er Island varð lýðveldi. Sumarið eftir vorum við aftur í Kópavoginum í sumarfríinu hans pabba. I það skiptið voru tjöldin tvö, annað hvítt sem við sváfum í, hitt röndótt. Þar eldaði mamma á olíueldavél og við borðuðum þar einnig, en þau höfðu saumað það tjald í sameiningu. Á þessum árum var heldur fátt um íbúa hér og leiddist mér afskap- lega að hafa engan leikfélaga. Því Minning tók ég það ráð að stijúka þegar foreldrar mínir voru önnum kafnir við að smíða sumarbústaðinn á landinu. Ég hef því skapað þeim ómælt erfiði við að leita að mér. Lengst komst ég niður undir her- mannabraggahverfið, sem í þá daga var á horni Hafnarfjarðarvegar, Nybýlavegar og Kársnessbrautar. Eldri systkini mín voru öll í sveit á þessum árum, en ég „litla barnið" var heima. Leiddist mér því enn meira og öfundaði ég þau líka. Þó vafalaust hefði mér leiðst miklu meira hjá ókunnugu fólki. Ég vissi það ekki. Sumarið 1947 fórum við í ferða- lag vestur á Snæfellsnes á æsku- stöðvar pabba. Hann hafði eignast nýjan bíl í fyrsta sinn, svokallaða „Hagamús", sem var Renó, árgerð 1946, en þeir bílar stóðu í heilt ár í girðingu vestur í Haga við Hofs- vallagötu (nú verksmiðjan Vífílfell). Þetta sumar voru bræður.mínir heima og voru í vinnu. Þeir tóku sumarfrí á sama tíma svo við vorum fímm í þessu ferðalagi. Það kom í hlut mömmu að taka allt til, svo sem fatnað, mat _og við- legubúnað til fararinnar. Ég átti að vera henni hjálpleg við það, en tafði bara og þvældist fyrir. Hún gaf sér þó tíma til að leika við mig, klippa hárið og snyrta mig, svo ég liti sómasamlega út er lagt yrði af stað. Þetta var mikið ferðalag og erfítt með köflum, því vegimir voru öðmvísi í þá daga en þeir eru nú. Við gistum fyrstu nóttina í tjöld- um að Olkeldu í Staðarsveit og man ég að mamma lenti með bakið uppi á þúfu en með höfuðið í dæld. Það hefur farið illa um hana, en á gaml- ársdag þetta sama ár fæddist Soff- ía systir, svo nærri má geta hve erfítt hefur verið fyrir hana að fara svona ferð. Árið 1950 fluttum við hingað í. Kópavoginn, alflutt. Þá höfðu for- eldrar mínir byggt íbúðarhúsið við sumarbústaðinn, alls 106 fermetra. Bræðurnir sváfu í herberginu sem verið hafði stofa og svefnher- bergi í sumarbústaðnum. Við eldri systurnar í ganginum í nýbygging- unni en pabbi, mamma og Soffía, litla systir, í svefnherbergi í nýja hlutanum. Smátt og smátt var tekið meira af húsinu til afnota og var mikil vinna að koma öllu fyrir, en mamma var óþreytandi við það, þótt hún hafí haft nokkuð stórt heimili að sjá um. Árið 1953 fæddist svo nýtt barn í fjölskylduna, önnur „litla systir“. Þá varð enn meira að gera fyrir mömmu að vera einu sinni ennþá með ungbarn um að hugsa. Valdimar, elsti bróðir minn, var þá farinn að búa uppi á lofti og höfðu þau Mæja mágkona eignast dóttur einum og hálfum mánuði fyrr. Þetta var því stórfjölskylda sem bjó í húsinu og kom öllum vel saman. Árið 1960 hóf mamma að vinna utan heimilisins, í Flatkökugerð Friðriks Haraldssonar, sem nú heit- ir Ömmubakstur. Hún vann þar í mörg ár. Þegar hún hætti þar hóf hún að vinna í Niðursuðuverksmiðj- unni Ora og vann þar í mörg ár. Hun kynntist mörgu fólki á þess- um vinnustöðum og hafði samband við margt af því alla tíð síðan. Hún var heilsugóð mestalla ævina, en veiktist þó alvarlega í upphafí árs 1976. Hún komst til heilsu aftur eftir það og hélt áfram að vinna í Ora. Árið 1983 seldu þau húsið sitt á Kópavogsbrautinni og festu kaup á lítilli íbúð í Hamraborg 26 og hafa búið þar síðan. Hún var þá hætt að vinna úti. Ári eftir að þau fluttu fékk hún kölkun í augnbotnana og missti sjónina að miklu leyti. Hún lét þó ekki bugast en lærði að búa við það. Hún annaðist heimili þeirra þó áfram sjálf eins og alltaf og var alltaf jafn kvik í öllum hreyfíngum sem fyrr. Það er erfitt að trúa að hún sé ekki lengur uppi í Hamraborg, tilbú- in að gefa öllum sem koma kaffí og setjast niður með manni og spjalla um allt og alla. Ég á mjög erfítt með að sætta mig við að hún sé farin til nýrra heimkynna og fylgist þaðan með því, hvemig okkur hinum vegnar í lífínu. Ég kveð elskulega móður mína, með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt, sem hún var okkur börn- unum sínum og fjölskyidum okkar og bið algóðan Guð að gefa pabba styrk, til að standast þá miklu raun, sem á hann er lögð. Guð blessi minningu yndislegrar móður. Fyrir hönd okkar systkinanna, Birna Árnadóttir Tengdamóðir mín, Ásdís Krist- insdóttir, lést á heimili sínu að Hamraborg 26, Kóp. miðvikudags- morguninn 7. ágúst sl. Hún var fædd í Grímstungu í Vatnsdal, Ás- hreppi í Húnavatnssýslu, frumburð- ur móður sinnar en annað barn föður síns. Faðir hennar var Krist- inn Bjamason, f. 19. maí 1892 á Akranesi d. 12. júlí 1968, sonur Bjama Jónssonar oddvita þar og konu hans Sigríðar Hjálmarsdóttur, Hjálmarssonar (Bólu-Hjálmars). Móðir hennar var Guðbjörg Kristín Sölvadóttir frá Réttarholtskoti á Skagaströnd, f. 1. mars 1884, d. 16. október 1950. Foreldrar Sölvi Jónsson, sá Jón var Sölvason og bjuggu þeir feðgar að Stómborg í Vesturhópi. Rósa Benediktsdóttir t Elskuleg móðir okkar, LILJA ÞÓRÐARDÓTTIR hárgreiðslumeistari, andaðist að morgni 13. ágúst sl. Jarðarförin verður augýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Ragnarsson, Gunnar Snorrason. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA JÓIMSDÓTTIR frá Helgastöðum, andaðist að morgni 12. ágúst á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. ágúst Magnús Helgason, Páll Árnason, Haukur Einarsson, Ástmundur Höskuldsson, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kl. 15.00. Helga Kristjánsdóttir, Una Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Aida Kristjánsdóttir, Gísli Erlendsson, Guðni Erlendsson, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON fyrrv. vörubflstjóri, MiðvangiH, Hafnarfirði, sem lést þann 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðisstaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30 Guðmunda Loftsdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EGGERTS ELLERTSSONAR, Langholtsvegi 56, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Sigrfður Elísabet Sæmundsdóttir, Sæmundur Eggertsson, MargrétTorfadóttir, Ellert Eggertsson, Elfn Halla Þórhallsdóttir, Eyþór Eggertsson, Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skeiðflöt, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju föstudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Þórarinn Sæbjörnsson, Bjarnveig Skaftfeld, Skúli Ragnarsson, Sæbjörn Þórarinsson, Guðrún Antonsdóttir, Jónfna Þórarinsdóttir, Gunnar Stfgsson, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Ragnar Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN STEINDÓRSSON forstjóri, Fornuströnd 18, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét I. Egilsdóttir. móðir Kristínar mun hafa verið af sömu ætt og Skáld-Rósa. Þau Sölvi og Rósa bjuggu að Skúfi í Norður- árdal. Systkini Ásdísar voru: Ásgrímur bóndi og skáld, fæddur 28. desem- ber 1911 að Ási í Vatnsdal, d. Móðir hans var Ingibjörg Bene- diktsdóttir af Guðlaugsstaðaætt: Gunnar fangavörður, fæddur 23. september 1913 að Grímstungu, d.; Bjarni bóndi fæddur 28. apríl 1915 að Gafli í Víðidal, d.; Aðalheiður Jóhanna skáldkona, fædd 18. maí 1916, býr í Málmey í Svíþjóð; Bene- dikt Ragnar fæddur 13. mars 1921 'að Þingeyrarseli, Sveinsstaða- hreppi, býr í Cape Town í Suður- Afríku; Sigríður Ingibjörg fædd 24. apríl 1925 að Hofi í Vatnsdal, mat- ráðskona. Ásdís eignaðist fjórar hálfsystur. Þær eru: Jóhanna Árveig fædd 14. desember 1929, Bergþóra Gunn- björt fædd 17. febrúar 1933, Hrafn- hildur fædd 22. mars 1935, Guð- laug Ásrún fædd 11. júlí 1936. Móðir þeirra hét Guðfínna Áma- dóttir frá Vestmannaeyjum, seinni kona föður hennar. Foreldrar Ásdísar bjuggu á ýms- um stöðum í Húnavatnssýslu, svo sem Gafli í Víðidal, Þingeyjarseli og Bakkakoti. Móðir hennar missti heilsuna, fékk heilablóðfall er Aðal- heiður fæddist og við það tvístrað- ist fjölskyldan og Aðalheiður var upp frá því í fóstri að Melrakka- dal. Árið 1923 flyst fjölskyldan með 4 böm til Vestmannaeyja en eftir 1 ár flytjast þau norður aftur. Þá fer Gunnar bróðir hennar að Ási en Ásdís og Bjami að Hofí. Foreldr- ar þeirra flytjast aftur til Vest- mannaeyja með tvö yngstu börnin og Kristinn fer að vinna við bifreiða- akstur. Árið 1925 fluttu Gunnar og Ás- dís til foreldra sinna í Vestmanna- eyjum. 1927 slitu foreldrar hennar samvistir og 1929 flytjast þau frá Vestmannaeyjum, þó sitt í hvoru lagi. Ásdísi voru Vestmannaeyjar mjög kærar upp frá því og þótti henni mjög vænt um ljóð föður síns „Vestmannaeyjar", er Gísli Helga- son gerði lag við. í Vestmannaeyj- um kviknaði sá áhugi hennar fyrir náttúm landsins og fuglalífí er aldr- ei dvínaði, og er mér minnisstætt hvað Ásdls og Pétur, yngri sonur minn, höfðu gaman af að tala um náttúmlífsmyndir sem sýndar voru í sjónvarpinu og valdi hún sérstak- lega handa_ honum jólabækur um dýralíf. Er Ásdís kom til Reykjavík- ur fór hún að vinna fyrir sér í vist. Lítið annað var að fá fyrir ungar stúlkur á þeim tíma. Ásdís giftist 2. maí 1931 Árna Jóhannessyni, bifvélavirkjameist- ara, fæddur 11. september 1907 að Bakkabúð á Brimilsvöllum, son- ur Jóhannesar Bjarnasonar, fæddur 24. nóvember 1867 að Bakkabæ á Völlum og Önnu Sigurðardóttur, fæddri 21. september 1871 frá Klettakoti, Fróðárhreppi, dáin 14. desember 1927. Ásdís og Árni bjuggu í leiguíbúð- um á ýmsum stöðum í Reykjavík til að byija með en 1944 keyptu þau land í Kópavogi og þá um sumarið koma þau sér upp sumar- bústað sem síðar varð heilsársbú- staður eins og svo algengt var í húsnæðishraki fólks á þeim tíma er varð að hrekjast frá Reykjavík vegna lóðaskorts. 14. maí 1950 flytjast þau svo alfarið í Kópavog en í Kópavogi stækkaði byggðin jafnt og þétt, þó margt vantaði, þar á meðal vatn. Það var safnað rigningarvatni eða vatn sótt á bílum. Þá var hafist handa um að koma vatnsveitu um þessa stijálu byggð, það var erfítt að útvega peninga í framkvæmdina og gekk verkið seint af þeim sökum. Árni Jóhannesson var gjaldkeri Styrktarsjóðs Félags bifvélavirkja og hafði hann samband við þáver- andi oddvita, Finnboga Rút Valdi- marsson, og bauðst til að athuga hvort hægt væri að fá lán úr sjóðn- um til vatnsveitu ef Finnbogi Rútur útvegaði ríkisábyrgð, sem honum tókst, og lánið fékkst og vatnið kom. Þetta var fyrsta lánið sem Vatnsveita Kópavogs fékk. Það má því segja að það hafí verið gæfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.