Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991
Bæjarsjóður:
Um 140 millj. tap
vegna gjaldþrota
BÆJARSJOÐUR Akureyrar verður fyrir um 140 milljóna króna tekju-
missi í kjölfar gjaldþrota fyrirtækja í bænum, einkum vegna Alafoss
og ístess. Bæjarráð samþykkti síðla í júlí að ekki yrði ráðist í nýjar
framkvæmdir eða undirrilaðir nýir verksamningar fyrr en endurskoð-
un fjárhagsáætlunar hefði farið fram.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir oddviti lýsti á fundinum að tekjumissir bæj-
Framsóknarmanna í bæjarstjórn
Akureyrar flutti tillögu um að áfram
yrði unnið að framkvæmdaáætlun
yfirstandandi árs og voru skoðanir
skiptar milli fulltrúa meiri- og minni-
hluta. Tillögunni var vísað frá.
Halldór Jónsson bæjarstjóri upp-
Beðið um bæj-
arábyrgð á
78 millj. láni
, BÆJARSTJÓRN hefur samþykkt
að veita Krossanesverksmiðjunni
ábyrgð á 15 milljóna króna láni,
sem fyrirtækið tekur vegna
kaupa á rækjumjölsverksmiðju.
Afgreiðslu erindis Niðursuðu-
verksmiðju K. Jónssonar og Co
um bæjarábyrgð á 78 milljóna
króna láni hefur verið frestað.
Halldór Jónsson bæjarstjóri sagði
á fundi bæjarstjórnar, að forsvars-
menn K.Jónssonar ættu í viðræðum
við viðskiptabanka sinn, Landsbank-
ann um ábyrð á láni þessu. Forráða-
menn bæjarsjóðs væru tregir til að
veita ábyrgðir nema fullnægjandi
tryggingar væru fyrir hendi, en
bærinn gerði sömu kröfur og bank-
inn varðandi ábyrgðir og veð. Af-
greiðslu málsins hefði því verið frest-
að á fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn hefur hins vegar
samþykkt að veita Krossanesverk-
smiðjunni ábyrgð til tryggingar á
láni að upphæð 15 milljónir króna,
en Hólmsteinn Hólmsteinsson for-
maður stjórnar verksmiðjunnar
sagði á bæjarstjórnarfundi að það
yrði nýtt til kaupa á rækjumjölsverk-
smiðju sem setja á upp í Krossanesi.
arsjóðs vegna umræddra gjaldþrota
yrði urn 140 milljónir, en enn væri
ekki nákvæmlega ljóst hversu stór
hluti upphæðarinnar hefði bein áhrif
á þessu ári. Halldór sagði afar slæmt
að þurfa að skera niður framkvæmd-
ir nú, meðan atvinnulífíð þyrfti á
fjármagni að halda og ástandið ekki
eins og best væri á kosið á þeim
vettvangi.
Úlfhildur sagði það undarlegt
sinnuleysi að fresta því að taka á
málum viku eftir viku, tíminn nú
væri mikilvægur varðandi allar
framkvæmdir og því væri skynsam-
legt að bregða ekki út af fyrri fram-
kvæmdaáætlun og taka tillit til
áfallsins við gerð næstu fjárhags-
áætlunar, sem vert væri að fara að
huga að nú á haustdögum.
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Heppilegur lendingarstaður
Þær fundu heppilegan lendingarstað, gæsirnar sem á myndinni sjást, en þær voru á vappi á nyrðri enda
flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli á dögunum. Nokkur gæsapör verpa að jafnaði á flugvallarsvæðinu,
en starfsmenn vallarins hafa tekið eftir því að um leið og hefja má skotveiði hópast þær inn á svæðið, eins og
í leit að vernd.
Bæjarstjórn vísar frá tillögn um
að efla Framkvæmdasjóð og IÞE
Samkvæmt tillögxmni yrði nýju fjármagni að mestu varið til hlutafjárkaupa
ATVINNUMÁL tóku drjúgan
tíma í umræðu bæjarfulltrúa á
fundi bæjarstjórnar Akureyrar,
en Þórarinn E. Sveinsson bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins
Iagði fram tillögu, um að bæjar-
ráði verði falið að kanna nú þeg-
ar möguleika á útvegun aukins
fjármagns til Framkvæmdasjóðs
Ákureyrar. Einnig verði ráðinu
falið að leita eftir samkomulagi
við meðeigendur Akureyrarbæj-
ar í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð-
ar um verulega aukningu á hlut-
afé félagsins, með aukin framlög
til eflingar atvinnulífsins á svæð-
inu í huga. Fjármögnun fari í
báðum tilfellum fram með sölu
eigna eða lántöku.
I greinargerð segir að nýju fjár-
magni yrði að mestu varið til hluta-
fjárkaupa, sem bætt.gæti eiginfjár-
stöðu þeirra alltof mörgu fyrirtækja
sem nú leituð ásjár bæjarfélagsins.
Þetta yrði hvatning til að snúa vörn
og undanhaldi í atvinnulífinu á
Akureyri í öfluga sókn.
Hvað Iðnþróunarfélagið varðar
er bent á nauðsyn þess að hiuti
aukins fjármagns félagsins renni
til nýsköpunar og að tengsl við
Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðu-
neytisins verði aukin og þar þrýst
á um aðstoð, auk þess sem komið
verði upp„stóriðjunefnd“ í sam-
vinnu við Héraðsnefnd Eyjafjarðar.
Fram kemur í greinargerðinni
að einungis sé um tímabundið
Lögð til bygging 50-60 íbúða
fyrir aldraða við Bugðusíðu
ástand að ræða og því eðlilegt og
nauðsynlegt að bæjarstjórn hafi
frumkvæði til aðstoðar atvinnulíf-
inu, en svo fljótt sem auðið er verði
eignarhluti bæjarins seldur aftur á
almennum markaði.
Nokkurt fjaðrafok varð um af-
greiðslu tillögunnar á fundi bæjar-
stjórnar, en Heimir Ingimarsson
varaforseti bæjarstjórnar lagði til
að henni yrði vísað til umfjöllunar
í bæjarráði. Þórarinn fór fram á
nafnakall í bæjarstjórn, þar sem
hann kvaðst ósáttur við að ekki
yrði þar tekin afstaða til hennar.
Fundarhlé var gert á meðan athug-
að var hvort gengi lengra og féll
úrskurður á þá leið, að tillaga Heim-
is hefði forgang. Þórarinn sagðist
ósáttur við að ekki hefði verið tekið
á tillögunni í bæjarstjórn, kvaðst
hræddur um að í bæjarráði yrði
meira talað, en minna gert.
UNDIRBÚNINGSNEFND íbúðabygginga fyrir aldraða leggur til að
næstu íbúðir sem byggðar verði sérstaklega fyrir aldraða á Akureyri
rísi á lóð Sjálfsbjargar við Bugðusíðu 1 og að innangengt verði úr þeim
í þjónustuhúsnæði á jarðhæð Sjálfsbjargarhússins. Lagt er til að 50-60
íbúðir verði byggðar í 1. áfanga, hönnun hefjist nú í haust, en bygg-
ingaframkvæmdir næsta vor og að byggingunni verði lokið haustið
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Næstu íbúðir fyrir aldraða á Akureyri verða byggðar á lóð Bjargs
við Bugðusíðu, en þjónustuhúsnæði verður á jarðhæð Sjálfsbjargar-
hússins. Gert er ráð fyrir að í 1. áfanga verði 50-60 íbúðir og fram-
kvæmdir við bygginguna hefjist næsta vor, en íbúðirnar verði tilbún-
ar haustið 1993.
1993.
Fram kom í ínáli Úlfhildar Rögn-
valdsdóttur bæjarfulltrúa, sem sæti
átti í nefndinni á fundi bæjarstjórnar
í fyrradag, að 40 manns hefðu þeg-
ar lýst yfir áhuga á kaupum á íbúð-
um fyrir aldraða. I könnun sem gerð
var kom í ljós að langflestir eða 88%
vildu kaupa íbúðir í fjölbýlishúsum
og einnig hafði stærsti hluti væntan-
legara kaupenda áhuga á íburðar-
lausum og ódýrum íbúðum.
Nefndin leggur til að í 1. áfanga
verði byggðar íbúðir fyrir alla um-
sækjendur sem gera kaupsamninga
fyrir lok október næstkomandi, en
þar gæti væntanlega orðið um að
ræða 50-60 íbúðir. Þá leggur nefnd-
in til að vinna við hönnun hefjist í
haust og byggingaframkvæmdir vo-
rið 1992, en byggingu 1. áfanga
verði lokið fyrir 1. september 1993.
Þjónustuhúsnæði verði tilbúið á
sama tíma og flutt er inn í íbúðirnar.
Þjónustuhúsnæðið verði á jarðhæð
Sjálfsbjargarhússins og þar verði
m.a. samkomu- og matsalur, setu-
stofa, aðstaða til tómstundastarfs,
aðstaða fyrir starfsfólk heimilisþjón-
ustu og heimahjúkrunar og verslun-
araðstaða. Lagt er til að Akureyrar-
bær kosti og reki þjónustuhúsnæðið
og tryggi með samningum við Sjálfs-
björg afnot íbúa í íbúðum fyrir aldr-
aða af aðstöðunni sem þar er, s.s.
endurhæfingu, þrekþjálfun, íþrótta-
aðstöðu og væntanlegri sundlaug.
Hvað fjármögnun varðar er lagt
til að gerður verið samningur milli
væntanlegra eigenda, framkvæmda-
nefndar bygginganna og banka um
útvegun lánsfjár. Kaupendur greiði
mánaðarlega inn á kaupin allt frá
því samningur er gerður, en ljúki
greiðslunni að öðru leyti með fé fyr-
ir sölu eldri ibúðar eða lánsfé frá
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Hvað framtíðarstefnuna varðar
er lagt til að næstu byggingum af
sama toga verði valinn staður á
Oddeyri og þar verði byijað á bygg-
ingu þjónustuhúsnæðis, til að styðja
og viðhalda núverandi búsetu aldr-
aðra þar. Víða sé húsnæðið hentugt
fyrir aldraða, en þjónustan sé langt
undan.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur til-
nefnt Jón Kr. Sólnes og Einar Hjart-
arson í framkvæmdanefnd um bygg-
ingu íbúða fyrir aldraða við Bugðu-
síðu og Félag aldraðra á Akureyri
mun tilnefna þijá fulltrúa í nefndina.
Kartöflumarkaðurinn:
Stefnir í harð-
an slag í haust
I harðan slag stefnir á kartöflu-
markaðnum í haust, en óvenjugóð
spretta hefur verið í sumar og
er hún mun fyrr á ferðinni en í
meðalári. AUmikið magn kart-
aflna er til í Eyjafirði frá fyrra
ári og fátt eitt við þær annað að
gera en aka á haugana.
Olafur Vagnsson ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði
að búast mætti við óhemju uppskeru
í haust, en sprettan nú væri um
hálfum mánuði til þremur vikum á
undan sprettu í meðalári. „Það má
orða það svo að stefni í algjört óefni,
uppskeran verður sjálfsagt alltof
mikil og menn sjá fram á að geta
ekki selt nema hluta uppskerunnar.
Þá byijar slagurinn á markaðnum
með undirboðum þar sem menn
reyna að koma vörunni inn á mark-
að. Þannig að ánægjan af góðu tíðar-
fari og mikilli uppskeru er dálítið
tvíeggjuð,“ sagði Ólafur.