Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 Kvennaráð- stefnan verð- ur ekki hald- in á Islandi næsta sumar ÁKVEÐIÐ hefur verið að Alþjóð- leg kvennaráðstefna, sem efna átti til á Islandi, verði ekki hald- in hérlendis að sinni. Ástæðan er sú að fjárhagslegur grundvöll- ur ráðstefnunnar hefur ekki ver- ið tryggður. Ráðstefnan átti upp- haflega að vera í júní 1991 en var frestað til júní 1992. Frestun- in varð vegna tímaskorts en einn- ig vegna þess að fjáröflun gekk hægar en búist var við. Unnið hefur verið að undirbún- ingi ráðstefnunnar frá því að hug- myndin að henni varð til í heimsókn bandarísku kvenréttindakonunnar Betty Frieden til íslands í fyrrasum- ar. Stofnaðar voru undirbúnings- nefndir á íslandi og í Bandaríkjun- um en fjármögnun ráðstefnunnar var verkefni bandarísku kvenn- anna. Konunum hefur hins vegar ekki tekist að tryggja fjárhagslegan grundvöll ráðstefnunnar en í fram- haldi af því^ákváðu íslenska og bandaríska undirbúningsnefndin að ráðstefnan yrði ekki haldin hér að sinni. í frétt frá íslensku undirbúnings- nefndinni segir að íslenskar og bandarískar konur telji enn mjög brýnt að halda alþjóðlega ráðstefnu kvenna þar sem áhersla sé lögð á nýja sýn, sýn kvenna í aðþrengdum heimi. Þörf sé á nýju gildismati við nauðsynlega uppstokkun og endur- byggingu samfélagsins. Réttinda- barátta kvenna eigi langt í land og þar sem réttindi kvenna hafi þegar verið tryggð, jafnvel með lögum, reynist þau hverful og hafi verið skert þegar minnst vari. Morgunblaðið/Þóra Þóris Smyrillinn varð óður þegar Gunnar hugðist skilja á milli og réðst að honum með miklum látum. Oður smyrill réðst á fluffvallarvörð Bíldudal. ^ GUNNAR Valdimarsson flugvallarvörður á Bíldudalsflugvelli fékk aldeilis óvænta vængjaða gesti í flugskýlið á dögunum, þegar óður smyrill villtist þangað inn með tvo dauðskelkaða maríuerluunga á undan sér. „Ég var í símanum þegar ég heyrði þessi læti frammi í far- þegasalnum. Og áður en ég vissi af var óður smyrill kominn inn á skrifstofuna mína með tvo maríu- erluunga á undan sér,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblað- ið. Dyrnar á flugskýlinu voru opn- ar þegar þetta gerðist og var Gupnar að bíða eftir póstvélinni frá ísafirði. Eftir fáein vængjaslög og darraðardans á skrifstofunni færðist leikurinn fram í farþega- salinn. Gunnar hugðist nú reyna að skilja á milli, en þá gerði smyr- illinn árás á hann og enn fjölgaði í hópi fórnarlambanna. En Gunnar dó ekki ráðalaus heldur snaraði sér úr vestinu sem hann var í og kastaði því yfir ránfuglinn grimma. Sögulok urðu þau að smyrillinn flaug úr skýlinu fijáls ferða sinna án matar, en eftir sat Gunnar vestislaus og skjálfandi með tvo fiðurlitla maríuerluunga á skrif- borðinu. En rétt í þessu kom ann- ar vængjaður gestur á svæðið, sem var saklaus póstvél frá ísafirði, Gunnari til mikillar gleði. R. Schmidt. MEGA loftijós 4X18 w með spegilrist fyrir niðurhengd loft. Verð aðeins kr. 4.950 stk. m.vsk. Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. 70 DAGA UTSALA A V-ÞYSKU MONTANA REIÐHJÓLUNUM DÆMI: Barnahjól frá kr. 8.486.- (abur kr. 12.052.-) Unglinga og fullorbinshjól án gíra, frá kr. 12.118.- (ábur kr. 17.312.-) Unglinga og fullorbinshjól, 3ja gíra, frá kr. 14.911.- (ábur kr. 21.302. ) 10 gíra, kr. 13.081.- (ábur kr.21.802.-) EINNIG Á FÁEINUM DÖNSKUM WINTER HJÓLUM DÆMI: Barnahjól frá kr. 9.467,- (ábur kr. 12.623.-) Lúxus-kvenhjól, 3ja gíra, frá kr. 23.762,- (ábur kr. 29.498.-) Níislerlct stell og fr “fyggisetidorsltin Mjúku, hnckkuf ós I með fjöðrun | Sferkur 4 I TILEFNI SUMARTILBOÐS: ÖRFÁ ALVÓRU FJALLAHJÓL Á SÉRTILBOÐI óro óbyrgð. Þægileg i \/ gíroskipfing Öryggisendurskin t/ósafaúnoður Herkfsroloslto Aukoftotidbi St Ondori 18 gíra, frá kr. 19.277. (ábur kr. 27.538. ) 21 gíra, frá kr. 25.546. (áburkr. 31.933.-) Ö'“9S fétbrem. SUMARTILBOÐK> STENDUR AÐEINS í 10 DAGA ■ • Reiðhió/a verslunin Rmssm ORNINNP' opið LAUGARDAGA KL. 10-16 RAÐGREIÐSLUR SPlTALASTÍG 8 VIÐÓÐINSTORG SÍMI 14661 ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJÖRGRIP Á TOMBÓLUVERÐI OLL HJOL ABYRGÐ TIL ALDAMOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.