Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 42

Morgunblaðið - 15.08.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 ÍÞRÓmR ■ FOLK ■ CHRIS Woods, markvörður Glasgow Rangers, gekk til liðs við Sheffield Wednesday í gær. Fé- lagið borgaði 1,2 milij. sterlings- punda fyrir Woods, sem skrifaði undir fjögurra ára samning. ■ EYJOLFUR Sverrisson kom inná sem varamaður hjá Stuttgart þegar sex mín. voru til leiksloka í jafnteflisleik, 1:1, í Bremen. ■ LIAM Brady, framkvæmda- stjóri Celtic, ræddi við Gary Gil- > lespie, miðvörð Liverpool í gær og er reiknað með að Gillespie skrifi undir samning við Celtic í dag. Brady reyndi að fá Paul McGrath frá Aston Villa, en fékk svarið; Nei! ■ BLACKBURN Rovers hefur boðið 1,5 millj. punda fyrir Ronny Rosenthal og David Speedie hjá Liverpool. Reiknað er með að Li- verpool taki boði félagsins. URSLIT Knattspyrna 1. deild kvenna: UBK-Týr..........................6:0 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, Kristrún Daðadóttir og Sigrún Ottarsdóttir Bikarkeppni kvenna, undanúrslit: Keflavik-Þór.....................2:1 Anna María Sveinsdóttir vsp., Olga Fær- seth - Lára Eymundsdóttir Akranes - Valur..................2:1 Anna Lilja Valsdóttir. Laufey Sigurðardótt- ir - Ragnheiður Vikingsdóttir. 3. deild karla: Völsungur - Skallagrímur.........3:0 Hörður Benónýsson 2, Sigurður Illugason KS - Magni.......................2:2 Sveinn Sverrisson, Baldur Benónýsson - Sverrir Heimisson 2 Fj. leikja U J T Mörk Stig LEIFTUR 14 8 2 4 33: 16 26 Bí 14 7 3 4 23: 15 24 DALVÍK 14 7 3 4 30: 24 24 SKALLAGR. 14 6 4 4 32: 33 22 ÍK 14 5 5 4 33: 23 20 ÞRÓTTUR N. 14 5 5 4 32: 25 20 VÖLSUNGUR 14 5 5 4 16: 19 20 MAGNI 14 3 3 8 32: 43 12 REYNIRÁ. 14 3 3 8 18: 45 12 KS 14 2 5 7 14: 20 11 4. deild: Þrymur - Kormákur..................1:4 Ægir - Álbert Jónsson 2, Hörður Guðbjörns- son, Rúnar Guðmundsson Hvöt - Neisti......................3:0 Bjami Gaukur Sigurpsson 2, Orri Baldurs- _ son ^ UMSEb-SM.............................1:1 Sigurður Bjarkason - Sævar Þorsteinsson Leiknir - Sindri...................4:4 Kári Jónsson 3, Andre Raes - Elvar Grétars- son 2, Þrándur Sigurðsson, Börkur Þor- geirsson F.inherji - Valur.................6:1 Hallgrímur Guðmundsson 2, Kristján Dav- íðsson, Björn Sigurbjömsson, Helgi Þórðar- son, Lýður Skarphéðinsson - Huginn - Höttur....................0:3 - Jónatan Vilhjálmsson 2, sjálfsm Ægir - Reynir S....................2:2 Halldór Páll Kjartansson, Dagbjartur Páls- son - Jónas Jónasson 2 Utandeildakeppnin: KMF - Flugleiðir...................2:4 Þýskaland Schalke - Númberg..................1:0 Dússeldorf - Bayem Múnchen.........0:1 _ Hansa Rostock - Borussia Dortmund....5:1 'í^Werder Bremen - Stuttgart...........1:1 Stuttgart Kickers - Bayer Leverkusen.0:1 Köln - Kaiserslautern..............1:1 Bochum - Hamburg...................2:3 Dynamo Dresden - Frankfurt.........2:1 Karlsruhe - Mönchengladbach........2:0 Duisburg - Wattenscheid............0:0 ■Hansa Rostock kemur enn skemmtilega á óvart og er eina félagið með fullt hús stiga eftir þijá umferðir. Vináttulandsleikur Varsjá, Póllandi: Pólland - Frakkland................1:5 Jan Urban (17.) - Frank Sauzee (41.), Jean-Pierre Papin (45.), Amara Simba (68.), Laurent Blanc (69.), Christian Perez (77.). 15.000 Ikvöld KNATTSPYRNA kl. 19. 1. deild karla: Valsvöllur...........Valur - KA Kópavogsvöllur...UBK - Víkingur Vestm.eyjavöllur......ÍBV - KR 2. deild karla: Akranesvöllur.........ÍA - ÍBK GOLF / NM OLDUNGA ísland í öðrusæti í Leirunni Sviar hafa forustu á báðum vígstöðvum Morgunblaðið/Bjarni Gíslí Sigurðsson þakkar Hans Rastorfer frá Austurríki og Hans Kamm frá Sviss fyrir leikinn. „Viðurkennum ekki neina sök“ Það er ekki rétt, sem fram kom í frétt í blaðinu í gær, að Akumes- ingar hafí ekki mótmælt atvikalýsingu Fylkis í kæru á hendur Guðjóni Þórðarsyni, þjálfara ÍA. Fylkir kærði Guðjón fyrir að hafa haft afskipti af leik liðanna á Akranesi 25. júní er hann átti að taka út leikbann. „Við viðurkennum ekki neina sök í málinu — teljum okkur í fullum rétti í hvívetna,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær. Beðið er niðurstöðu héraðsdóms Akraness. ISLENDINGAR eru í öðru sæti íkeppninni um Evrópubikarinn sem fram fer í Leirunni og í keppninni um Evrópumeistara- titilinn, sem fram fer f Grafar- holti, er íslenska sveitin f sjötta sæti. Svfar hafa forustu á báð- um stöðum. Keppendur á Suðurnesjum komu inn á góðu skori. Bestur allra var Willy Backstedt frá Svíþjóð, en hann lék á 70 höggum, tveimur undir pari, en þar sem hann er með 9 í forgjöf var hann með 61 högg nettó. Jóhann Benediktsson lék manna best í íslensku sveitinni. Hann kom inn á 76 höggum en er með 11 í forgjöf og var því með 65 högg nettó. Alfreð Viktorsson lék á 69 nettó, Ragnar Jónsson á 72 og Ólaf- ur Gunnarsson á 73. Sveinbjörn Jónsson lék á 79 og Birgir Björns- son á 80 og þeir töldu ekki í gær. Sænska sveitin er með 267 högg en sú íslenska notaði 279 högg. Austurríkismenn eru í þriðja sæti KNATTSPYRNA KVENNA Keflavík og Akra- nes í bikamrslít KEFLAVÍK, sem leikur f 2. deild, gerði sér litið fyrir og sigraði, 2:1,1. deildarlið Þórs frá Akur- eyri f undanúrslitum bikar- keppni KSÍ í Keflavík f gær- kvöldi. Þar með verður ÍBK fyrsta liðið f 2. deild sem kemst alla leið í úrslit bikarkeppninn- ar. Lára Eymundsdóttir skoraði fyr- ir Þór fljótlega í síðari hálfleik og suttu seinna small boltinn á Keflavíkurmarksins. Keflavíkurstúlkum- ar gáfust ekki upp og þær náðu að jafna metin með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Olga Fær- seth hafði verið feild innan vítateigs þverslá Björn Blörtdal skrifarfrá Keflavík - og skoraði Anna María Sveinsdótt- ir úr vítinu. Eftir markið skiptust liðin á að sækja, en þegar tvær mínútur voru til leiksloka náði Olga Færseth að skora sigurmark ÍBK. „Við náðum ekki að nýta færin sem við fengum, en það gerðu Keflvík- ingar hins vegar og því fór sem fór - og þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Sigurður Páls- son þjálfari Þórs. „Stelpurnar léku eins og fyrir þær var lagt og það ásamt góðri baráttu skópu sigur okkar í leikn- um. Við ákváðum að leggja meginá- hersluna að vörnina og beita síðan skyndisóknum hvenær sem færi gæfist og við erum að sjálfsögðu í sjöunda himni með að vera komin í úrslitin," sagði Þórir Bergsson, þjálfari ÍBK. Akranes tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit með að vinna sanngjarnan sigur á Val, 2:1, á Akranesi. Skagastúlkumar byrjuðu vel, en þeim tókst Sigþór ekki að koma knétt- Eiriksson inum í netið hjá Val skrifar fyrr en ^ síðustu mín. fyrri hálfleiks- ins. Anna Lilja Valsdóttir skoraði markið. Skagastúlkur héldu upp- teknum hætti í seinni hálfleik og sóttu grimmt. Laufey Sigurðardótt- ir bætti öðru marki, 2:0, við á 51. mín. eftir að Ragnheiður Jónasdótt- ir hafði leikið á markvörð Vals og send knöttinn til Laufeyjar. Ragn- heiður Víkingsdóttir náði að minnka muninn, 2:1, fyrir þær tveimur mín. fyrir leikslok. FIMLEIKAR Guðjón æfir fyrir HM GUÐJÓN Guðmundsson, ís- landsmeístari ífimleikum, hef- ur dvalið erlendis frá því um miðjan júní við æfingar og keppni til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í fimleik- um, sem fram fer í Indianapolis í Bandaríkjunum 29. ágúst -15. september. Um síðustu helgi keppti Guðjón sem gestur í landskeppni Norðmanna og Finna, sem fram fór í Osló. Hann hlaut samtals 102,85 stig í fijálsum æfíngum og skyldu- æfingum, en lágmark fyrir HM er 102 stig. 14 keppendur tóku þátt í mótinu, 7 frá Noregi, 6 frá Finn- Guðjón Guðmundsson. landi og Guðjón. Guðjón náði bestum árangri í frjálsum æfingum á svifrá 9,30 stig og varð í 2. sæti ásamt Finnanum Topi Taskinen, en Norðmaðurinn Espen Jansen fékk 9.40 og sigraði. I frjálsum æfingum á gólfi var Guðjón í 4. sæti með 9,10 stig en Juha Tanskanen frá Finnlandi og Anders Gran og Espen Jansen frá Noregi, en þeir hlutu 9,30 stig. Guðjón keppir í boði norska fim- leikasambandsins sem gestur á móti sem haldið verður um næstu helgi. Þar keppa landslið Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands og Englands, samtals 25 keppendur. með 281 högg og síðan koma Norð- menn með 283 högg, Spánveijar 285, Finnar og Luxemborgarar 287, Svisslendingar 291, Þjóðverjar 292, Belgíumenn 299 högg og Dan- ir reka lestina með 316 högg. í keppni A-sveita eiga Svíar eitt högg á ítali, léku á 307 höggum í gær. Þeirra best lék Magnus Lind- berg, en hann kom inn á 73 högg- um, en það eru tvö högg yfír pari. Finninn Matti Louhio gerði slíkt hið sama í gær. í íslensku sveitinni lék Karl Hólm best, var á 80 höggum. Þorbjörn Kjærbo lék á 81 höggi, Gísli Sig- urðsson á 83, Gunnar Júlíusson á 84 og þeir Pétur Antonsson á 85 höggum og Sigurður Albertsson á 89 höggum töldu ekki. Spánverjar eru í þriðja sæti á 318 höggum síðan koma, Finnar á 321, Norðmenn á 324, íslendingar á 328, Svisslendingar á 334, Þjóðverj- ar á 336, Austurríkismenn á 349, Portúgalir á 357, Danir á 363, Luxemborgarar á 354 og Belgíu- menn reka lestina á 365 höggum. faémR FOLK ■ STEFÁN Arnarson markvörð- ur FH er ekki óvanur að standa í markinu þegar mótheijarnir taka vítaspyrnu. Fimm sinnum hefur hann verið einn á móti vítaskyttu í sumar og aðeins einu sinn hefur hann þurt að sækja knöttinn í netið, í gærkvöldi. Tvívegis hefur hann varið og tvisvar hafa víta- skyttumar skotið framhjá. ■ SVEINBJÖRN Hákonarson misnotaði síðari vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk gegn FH í gær. Þeg- ar hann var að ganga til búnings- herbergja eftir leikinn kom ungur sonur hans til hans og vildi fá að vita hvers vegna Stjarnan hefði ekki skorað fleiri mörk. Sveinbjörn sagði að þeir hefðu verið klaufar að skora ekki fleiri mörk. „Pappi þú varst klaufí að skora ekki fleiri mörk,“ sagði sá stutti og bætti síðan við: „Pabbi þú gerðir ekki mark úr öllum vítunum!“ ■ TVEIR leikmenn voru valdir menn leiksins í viðureign IBK og Þórs í 2. deildinni sl. sunnudags en láðst hefur að birta það í blað- inu. Það voru Kristinn Guðbrands- son, ÍBK og Friðrik Friðriksson, Þór. ■ JUHANI Moisander frá Finn- landi lenti heldur betur illa í því á 15. brautinni í gær. Hann húkkaði upphafshöggið og lenti utan vallar. Annan bolta sló hann á braut en fjórða höggið misheppnaðist og fór aðeins nokkra metra. Þá sá hann fyrsta boltann utan girðingar og taldi hann ekki utan vallar og sló hann. Sigurður Þorvaldsson ríkisféhirðir var á göngu með hund- inn sinn þarna og benti honum á að boltinn væri utan vallar. Fyrir að slá boltann fékk hann tvö högg í víti. Síðan lenti hann í vatninu og þegar upp var staðið hafði hann notað 13 högg á holuna! Fyrri níu lék hann á 38 höggum en síðari níu á 52!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.