Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 > þarf a£> Lata, konuna, m'tna, (S/éct toi/enser 'eg þarfaJídreJcka,• " HÖGNI HREKKVlSI Hættuleg skattastefna Sýna verður gagnkvæma tillitssemi Oft er það að ökumenn kenna öðrum alfarið um þegar gijót lend- ir á bifreið þeirra og brýtur framr- úðuna. Staðreyndin mun reyndar vera sú að bíll sem kemur á móti eða fer framúr rótar upp grjótinu en síðan ekur sá sem brýtur rúðuna á það. Þess vegna er hægt að draga verulega úr hættu á rúðubrotum með því að hægja verulega á við mætingar og þegar einhver fer framúr. Þó dugar þetta ekki alltaf til - það fékk ég að reyna í sumar þegar ég mætti bíl í grennd við Hreðavatn. Ég dró verulega úr hraðanum en hann keyrði á veruleg- um hraða og jós gijótinu yfir bílinn minn. Afleiðingin varð sú að gijót lenti á rúðunni og sprakk fyrir. Þó sprungan væri ekki mikil í fyrstu stækkaði hún sífellt og varð síðast að skipta um rúðu. Við mætingar á malarvegum gildir sem annars staðar í umferð- inni að sýna verður gagnkvæmt til- lit. Þannig má koma í veg fyrir mikið eignatjón, því að sjálfsögðu fer gijótið illa með lakk bifreiða ekki síður en rúðurnar. Allir öku- menn ættu að taka sig saman um að fækka tilvikum sem þessum. Einn í umferðinni Bibba er týnd Bibba sást síðast í Hlaðbrekku í Kópavogi um miðjan júlí en hún var þar í pössun. Hún á heima í Njörva- sundi. Bibba er bröndótt, það er ekkert hvítt í henni, hún er frekar stygg, með bleika óí og eyrna- merkt. Þeir sem telja sig hafa séð hana eru vinsamlegast beðnir að hringja í sím 34317 eða 642212. Guðrún Helgadóttir var fyrir skömmu að skrifa í Morgunblaðið og þar hélt hún því fram að Hita- veita Reykjavíkur væri eign Reykvík- inga. Væri eign almennings metin eftir þessari ályktun þá er skýringin fengin á því hvers vegna kommarnir telja sjáifsagt að leggja á hærri og fleiri skatta, því það mun ekki telj- ast lítil eign að eiga Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveituna, Landsímann, landið og miðin um- hverfis landið. Þetta er dágóður eignahlutur ef metinn er til skatts en sem betur fer er þessi skilgreining Guðrúnar röng eins og stefnuskrá Alþýðubandalagsins og annarra kommúnista. Hitaveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki og eru sambæri- leg fyrirtæki víðs vegar um landið sem taka gjald fyrir þjónustu sína og afnot af framleiðslu hvort sem það er heitt vatn eða annað. Eigna- raðild að fyrirtæki er hlutafjáreign eða hrein eign og getur enginn verið eigandi þó hann vinni hjá fyrirtæki og þiggi laun fyrir, en það mun vera hugmyndafræði margra vinstri- manna að þeir séu nokkurs konar eigendur fyrir að leggja fram vinnu sína en það er út í Hróa hött, eins og málsnillingar fjölmiðlanna segja þegar mikið liggur við. Greiðsla fyrir vinnu er fullkomin kvittun fyrir því að vinnuveitandinn og sá sem leysir vinnuna af hendi eru hvor öðrum óháðir, það er kvitt- ir, en það er talsverð árátta vinstri- manna að þykjast eiga alla skapaða hluti, jafnvel þó þeir hafi ekkert til lagt. Uggvænleg er sú stefna vinstri- manna að reka áróður fyrir eignahlut í öllu til lands og sjávar og skugga- legast er að þeir ætla sér að þjóð- nýta óveiddan fisk í sjónum og gera sjomenn þar með þræla ríkisvaldsins með því að skattleggja óveiddan fisk og margfalda þannig skattlagningu á sjómennina. Engin vinna yrði í landi ef sjómanna nyti ekki við og þá engar tekjur í landi til að leggja skatt á. Þarna er um sóðaleg vinnu- brögð vinstri manna að ræða sem nauðsynlegt er að breyta nú þegar áður en verra hlýst af fyrir efnahag landsmanna. Það eru aumar persónur sem hafa verið að skrifa í blöðin um Perluna dýru sem orðið hefur áróðurstilefni óheiðarlegs fólks til að níða stjórn borgarinnar og hitaveitu. Mikið er útlit fyrir að svalað hefði hefndar- þorsta ýmissa ef slys eða óhöpp hefðu orðið alvarleg. Manndrápstækið þeirra áróðursmanna, lyftan í Perl- unni, sem að sjálfsögðu er hægt að ofbjóða eins og öðrum tækjum með því að yfirhlaða svo hætta stafi af, var og er kærkomið áróðurs og óhróðurs fréttaefni til ítrekaðra mannorðsskemmda þeim til skamm- ar sem skrifað hafa. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Víkverji skrifar Víkvetja barst fyrir skömmu dreifirit, sem eftir öllum sólar- merkjum að dæma er gefið út af Náttúruverndarráði íslands, en prentað hjá bandarísku fyrirtæki. Ritið er gefið út til að kynna fyrstu útgáfu aukafrímerkis í flokki nátt- uruverndarmerkja og er ritað bæði á ensku og íslensku. Ástæða þess að Víkveiji kýs að fjalla um ritið er sú, að sjaldan eða aldrei hefur sést jafn slæmur frágangur á texta, sem ætlaður er augum almennings. XXX A Itexta, þar sem fjallað er um lista- manninn, sem málaði frímerkið, segir meðal annars: „Stíl hans og næmu auga la elur jafavel að mála tígurlegar kanadagæs standandi í flæðarmáli stöðuvatns í Norður- Minnisota og hraðan vengjaslátt þriggja húsanda á flugi yfir Mývatns- sveit.“ Hvernig má það vera að Nátt- úruverndarráð kýs að auglýsa með þessum hætti? Og það er ekki eins og þessi kafli sé sá eini, sem óskiljan- legur er vegna klúðurs. Þannig segir á öðrum stað: „Mývatn og nánasta umhverfi þess eru friðlýsi og á skrá Ramsar-samþykktarinnar, en hún tekur yfir votlendissvæði sem teljast mikilvæg á heimsmaelikvarða." Þá er sagt að „útgáfudagurdagur" merkjanna sé september 1991. XXX að er ekki aðeins hinn íslenski texti, sem sker í augu, þó sá enski sýnist í fljótu bragði ágætur. Þar er forseti Islands þó á einum stað sagður vera Finnbagadóttir. í frétt frá Náttúruverndarráði segir að Vigdís Finnbogadóttir sé stuðn- ingsmaður þessa verkefnis og muni árita hluta útgáfunnar. Víkveija finnst að Náttúruverndarráð ætti að sjá sóma sinn í því að afturkalla umrætt kynningarrit, því það er hvorki ráðinu, hvað þá heldur forseta íslands, samboðið. XXX Fyrir nokkru gerði Víkveiji að umtalsefni vegarkaflann frá Laugarvatni inn í Biskupstungur og hafði allt á hornum sér, enda enn miður sín eftir akstur um holóttan og illfæran veginn. Fyrir skömmu fór Víkveiji þessa leið á ný og komst þá að því, sér til mikillar ánægju, að Vegagerðin hefur sett bundið slit- lag á stóran hluta leiðarinnar. Það var því Víkveija jafn mikil ánægja að aka leiðina nú eins og ömun áð- ur, enda þurfti engar áhyggjur að hafa af því að bifreiðin, eða fjölskyld- an, hristist í sundur á ferðalaginu. Nú fer sjálfsagt að styttast í að bund- ið slitlag verði lagt á veginn alla leið að Gullfossi, íslendingum og ótal erlendum ferðamönnum til ánægju. XXX Kunningi Víkveija ákvað fyrir skömmu að fara í ferðalag til Krítar. Þó hann sé maður víðförull hefur hann ekki komið til Krítar áður á lífsleiðinni. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur hvemig hann færi að því að rata um ókunnar slóð- ir, enda er hann maður varkár og vildi ekki villast á nein hættusvæði. Hann bar þessi miklu vandræði und- ir vin sinn og tók gleði sína á ný þegar vinurinn benti honum á, að það hlyti að vera nægjanlegt að taka með sér „Krítarkort"!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.