Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C/D tvgunMiiMfc STOFNAÐ 1913 203. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brosið kröftugra en stæltir vöðvar Vingjarnlegt bros er meira virði en stæltir fætur og dreymandi augu, að því er fram kemur í könnun sem bresk tíma- rit, er sérhæfa sig í ástarsögum, gerðu á meðal lesenda sinna nýlega. Lesend- urnir tejja að of mikið sé gert úr kynlíf- inu í þjóðfélaginu og fólk leggi almennt ekki nógu mikla rækt við hjónabandið. 68% þeirra segja mikilvægast að karl- menn séu „rómantískir og tillitssamir" og þeir eru helmingi fleiri sem leggja meira upp úr „kossum og faðmlögum" en hinir sem leggja mesta áherslu á kynmök. Niðurstaðan er í samræmi við þann boðskap sem finna má í þeim smá- sögum sem birtar eru í blððunum; til að mynda teh'a langflestir lesendanna að „draumaprinsarnir" - þessir með þykkt h"óst hár, stælta vöðva og sólbrún- an líkama - séu yfirleitt óþokkar. Þeir veðja frekar á trausta vini, jafnvel þótt þeir séu forh"ótir. „Flugfrejrjur eiga að vera fallegar" Yfirmaður flugfélagsins Thai Airways International í Tælandi vill að flugfreyj- ur verði ráðnar eftir útliti, en ekki eftir gáfum eða hæfileikum, að sögn þarlenda dagblaðsins Nation. „Gáfaðar konur eru yfirleitt ekki fallegar," hafði blaðið eft- ir flugmarskálknum Kaset Rojananil, sem á sæti í herforingjaslgórn landsins, er yfirmaður flughersins og forseti flug- félagsins. Hann skipaði svo fyrir að fal- legri flugfreyjur yrðu ráðnar, þar sem viðskiptavinir hefðu kvartað yfir útliti núverandi flugfreyja. Að hans sögn má rekja þetta til þess að svo margar lang- skólagengnar flugfreyjur hefðu verið ráðnar. Kvenréttindasamtök i Tælandi brugðust ókvæða við þessum ummælum og sögðu það ótrúlegt að þetta hugarf ar skyldi ekki enn heyra fortíðinni til. Hávaði bíla kæfð- ur með hávaða Framleiðandi Nissan-bifreiða hefur fundið upp aðferð til þess að kæfa vél- arhljóð í farþegarými ökutækja. Fyrir- tækið hefur hannað kerfi, sem gefur frá sér Mjóðbylgjur gegnum hátalara undir sætum. Þessar lújóðbylgjur kæfa allan hávaða í vélinni, að sögn tals- manns Nissan. Vélarhyóð breytist eftir hraða og ástandi vegar. Því mun tölva reikna út þá tíðni, sem þarf til að drekkja vélarlújóðinu, sagði talsmaður- inn án þess að gefa nánari skýringar. Fyrirhugað er að nota þessa tækni í þeim bifreiðum af Nissan-gerð, sem settar verða á markað síðar á þessu ári. Þetta nýja kerfi mun ekki auka hávaðamengun á götum úti og mann legt eyra nemur ekki lújóðbylgjur þess. ÞARF AÐ SKRIFA NÝJA EDDU ? GATANSNYRTIRIGNINGARSUDDANUM Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Evrópska efnahagssvæðið; Alger fríverslun með fisk fær varla brautargengi Talið að EES geti orðið fyrirmynd að samningum við A-Evrópulönd Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGAVIÐRÆÐUR Evrópubandalagsins (EB) og aðildarríkja Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) um hið svokallaða Evrópska efnahagssvæði (EES) eru þessa dagana að hefjast að nýju eftir rúmlega mánaðar hlé. Heimildarmenn segja að í röð- um EFTA-þjóða sé talið mjög ólíklegt að bandalagið nái fram kröfum um algera fríverslun með fisk. Aðalsamningamenn EFTA hittust í Brussel á fimmtudag og föstu- dag til þess að ræða stöðu mála. Jafnframt áttu þeir fund með Horst Krenzler, aðal- samningamanni EB, þar sem m.a. var fjallað um fundaáætlun næstu vikna. Samkvæmt heimildum í Brussel ríkir tölu- verð bjartsýni innan EFTA um að takast muni að ljúka samningunum á haustmániíð- um þó svo að enn séu umtalsverð ágreinings- efni óleyst. Þar sem Norðmenn drógu til baka tilboð sitt í sjávarútvegsmálum situr EFTA uppi með kröfuna um fulla fríverslun með sjávarafurðir. Heimildir í Brussel herma að innan EFTA séu engar líkur taldar á því að sú krafa nái fram að ganga og sama gildi um fullt tollfrelsi á innfluttum sjávaraf- urðum til EB. EFTA-ríkin verði þess vegna að sætta sig við takmarkaðar tollaívilnanir. Samkvæmt hugmyndum sem fram- kvæmdastjórn EB kynnti óformlega 5. júlí um tollaívilnanir fyrir innfluttar sjávarafurð- ir frá EFTA féllu niður um 87% af þeim tollum sem íslendingar greiða um þessar mundir. Ekki er hins vegar ljóst hvað EB vill fá fyrir sinn snúð en fullyrða má að það eru ekki einungis Spánverjar og Portúgalir sem standa viðunandi lausn fyrir þrifum heldur hafa aðrar þjóðir, s.s. Bretar, Frakk- ar, írar og Þjóðverjar, ítrekað hafnað samn- ingum sem fælu í sér fullt tollfrelsi, þrátt fyrir fullyrðingar þarlendra ráðamanna um sérstakan skilning á sérstöðu íslendinga. Hinar róttæku breytingar sem orðið hafa í Sovétríkjunum síðustu vikur hafa orðið stjórnmálamönnum innan EB tilefni til að hvetja til þess að blásið verði nýju lífí í samn- ingaviðræðurnar um EES, þar sem slíkir samningar gætu hentað vel fyrir ríki sem ekki eru að fullu tilbúin til aðildar að banda- laginu. Þá er og hvatt til þess að aðildar- samningum við þau aðildarríki EFTA sem áhuga hafa verði flýtt vegna þess að aðild þeirra muni styrkja EB í samskiptum þess við Mið- og Austur-Evrópu ríkin. ÞRWEFLI ISVÍÞJÓÐ LIF Í LOKUÐU LANDI Hildegard og Dieter Koglin frá Leipzig í Þýskalandi i viðtali BLAÐ c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.