Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 Fjölmenni var í miðbænum í fyrrinótt þrátt fyrir skúrir. 6-7.000 manns í mið- borginni í fyrrinótt MIKILL mannfjöldi, 6-7.000 manns, var í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var nóttin áfallalítil. Þó voru 5 ungmenni undir lögaldri færð í biðaðstöðu lögreglunnar hjá íþrótta- og tómstundaráði og haft var samband við foreldra þeirra. Einnig voru brotnar rúður í bið- skýli í Lækjargötu uppúr kl. 6 í gærmorgun. Þar mun hópur full- orðins fólks hafa verið að verki. Fólkið fór að tínast úr miðbæn- um um 4 leytið í gærmorgun. Um kvöldið og nóttina gekk á með skúrum. Geislavirk efni í um- hverfi og mat minni hér en í grannlöndum MUN minna er af geislavirkum efnum í umhverfi hérlendis og inn- lendum matvælum en mælst hefur í grannlöndum. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins, segir ástæður aðal- lega þær, að áhrifa Chernobyl-slyssins gæti hér lítið og kjarnorkuiðn- aður í öðrum löndum dragi dilk á eftir sér þar. Stjórnarnefnd nor- rænna rannsókna á kjarnorkuöryggi fundar í Reykjavík á mánudag- inn. Á fundinum verður farið yfir stöðu fjögurra ára rannsókna sem hafist var handa um í fyrra. Sigurð- ur M. Magnússon er fulltrúi íslands í stjórnarnefndinni og segir hann íslendinga mestan þátt hafa tekið í rannsóknum á geislavistfræði, fræðigrein sem lýsi því hvernig geislavirk efni flytjist til í náttúr- unni. Meðál þess sem fram hafi komið sé vitneskja um að mun minna sé af geislavirkum efnum í hreindýrum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Sigurður segir að í nágranna- löndum hafi talsvert mælst af geislavirkum efnum í hreindýra- kjöti, þar sem dýrin lifi á geislamen- gnðum fléttum og mosa. Hins vegar éti hreindýr hér á landi aðrar teg- undir, eins og víði og lyng.. Sigurður segir að þótt eilítið sé af geislavirkum efnum í umhverfi, mat og mönnum þurfi ekki að hafa af því áhyggjur hérlendis. „Við er- um svo langt undir viðmiðunar- mörkum hvað þetta varðar að eng- in ástæða er til að hafa áhyggjur af áhrifum á heilsufar," segir hann. „Tilraunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu á árunum kringum 1960 valda því að alls staðar í heim- inum mælist geislavirkni en íslend- ingar hafa sloppið vel við afleiðing- ar slyssins í Chernobyl." Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Hef sömu áhyggjur og VSI vegna lánsfjárþarfarinnar FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra segist hafa sömu áhyggjur af lánsfjárþörf ríkisins og _ Vinnuveitendasambandið, en VSÍ hefur ályktað að ekki séu horfur á að raunvextir lækki næstu mánuði og misseri nema verulega verði dregið úr láns- Á FUNDI flokkssljórnar Alþýðu- flokksins í fyrrakvöld var sam- þykkt ályktun, þar sem segir að flokksstjórn „standi heilshugar að baki forystumönnum, ráð- herrum og þingliði í framgöngu þeirra við fjárlagaafgreiðslu". Tillögu Guðmundar Árna Stef- ánssonar og fleiri um að flokks- étríkin. Sovétmenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og allt þar tii íslend- ingar jofnuðu í fyrsta sinn, 18:18. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Sovétmenn skorðu 21. mark sitt þegar 20 sekúndur voru eftir, en Sigurður Bjarnason jafnaði með þrumuskoti þegar 9 sekúndur voru eftir og tryggði íslenska liðinu jafn- tefli. Hallgrímur Jónasson markvörður stóð sig mjög vel, varði alls 16 skot og mörg þeirra úr dauðafærum. Vörnin var góð með þá Patrek Jó- hannesson og Einar Sigurðsson sem bestu menn. Jason Olafsson kom inná þegar 15 mín. voru eftir og gerði tvö mikilvæg mörk úr horn- inu. fjárþörf hins opinbera. Fjármála- ráðherra segir að menn súpi nú seyðið af röngum ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um afskipti af vaxtaákvörðunum bankanna. í ályktun VSÍ frá því á fimmtudag er gagnrýnt að ekki líti út fyrir að marktækur samdráttur ríkisútgjalda stjórn kysi á fundinum þrjár nefndir er skili áliti áður en boð- uð „hvítbók“ ríkisstjórnarinnar verði afgreidd, var vísað til fram- kvæmdastjórnar. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær kom gagnrýni fram á forystu Alþýðuflokksins í máli Guðmundar Árna Stefánssonar á Mörk íslands gerðu: Einar Sig- urðsson 4, Magnús Sigurðsson 3, Jóhann Ásgeirsson 3, Sigurður Bjamason 3, Gunnar Andrésson 2, Gústaf Bjarnason 2, Björgvin Rún- arsson 2 og Jason Ólafsson 2. íslendingar fara í miliiriðil keppninnar með 3 stig eins og Sov- étmenn, sem eru núverandi heims- meistarar í þessum aldursfiokki. Sovétmenn hafa hins vegar hag- stæðari markatölu og teljast því sigurvegarar í riðlinum. Danir tryggðu sér sæti í milliriðli. með eins marks sigri á Brasilíu í gær. Hinar þjóðirnar í milliriðlinum verða Svíþjóð, Þýskaland og S-Kórea eða Grikkland. náist fram. „Ef allt er talið, erum við að stíga með slíku afli á brems- urnar að útgjöld í stærstu málaflokk- unum verða minni á næsta ári en í ár,“ sagði Friðrik í samtali við Morg- unblaðið í gær, laugardag. Hann sagði að þótt ríkisútgjöld í fjárlaga- frumvarpi næsta árs væru litlu lægri flokksstjórnarfundinum, en hann heimtaði meðal annars meiri kjark í forystu flokksins gagnvartflokks- forystu Sjálfstæðisflokksins. Varð- andi þá gagnrýni Guðmundar Árna sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði haldið að gagnrýna mætti forystu Alþýðuflokksins fyrir margt, en tæpast fyrir kjarkleysi. „Enda á ég bágt með að skilja hvernig á því stendur að Guðmund- ur Árni stóð að ályktun á flokks- stjórnarfundinum, sem samþykkt var einróma, þar sem segir að flokksstjórnin standi heilshugar að baki forystumönnum, ráðherrum og þingliði í framgöngu þeirra við fjár- lagaafgreiðslu. Varla er Guðmund- ur Árni að lýsa trausti á kjarkleys- ingja. Niðurstaða flokksstjórnar- fundarins var annars alveg ótvíræð. Sterklega hafði verið gefið tii kynna í fjölmiðlum fyrirfram að á þessum fundi ætti að gera upp einhveija reikninga við forystulið flokksins og kreQa hana um breytt vinnu- brögð. Þetta birtist í- tillögu sem Guðmundur Árni og fleiri fluttu, um að fá kosnar þrjár nefndir, sem áttu að skila áliti nánast strax áður en boðuð „hvítbók" ríkisstjórnar- innar yrði afgreidd. Þessi tillaga fékk þá umfjöllun að henni var vísað til framkvæmdastjórnarinnar. Eins og ályktun flokksstjórnarinnar gef- ur til kynna var þetta mjög góður pólitískur eldhúsdagur, eins og ég átti von á fyrirfram, og niðurstaðan var sú að forystulið flokksins fékk einróma traustsyfirlýsingu,“ sagði hann. en í fjárlögum yfirstandandi árs, væru þau þó mun lægri en hin raun- verulegu ríkisútgjöld í ár, sem farin eru milijarða fram úr fjárlögum. Það væri raunsæi fjárlaganna, sem skipti máli. „Við erum jafnframt að gera ráðstafanir til að ekki verði á næsta ári unað við það að skuidsetja þjóð- ina til framtíðar vegna ríkisútgjald- anna, en það hefur gerzt á undan- fömum árum. Það er ljóst að það verður veruiegur árangur af fjár- lagagerðinni," sagði fjármálaráð- herra. Friðrik sagði að á þessu ári hefðu lánsfjármál farið gersamlega úr böndum. Strax í lok síðastliðins árs hefði komið slaki í peningamálin vegna afskipta þáverandi ríkisstjórn- ar af vaxtastiginu. „Nú sýpur þjóðin seyðið af röngum ákvörðunum, sem hafa leitt til vaxtahækkana." Friðrik segir að ekki hafi verið teknar endanlega ákvarðanir um lánsfjárþörf ríkisins á næsta ári. „Mér er jafnljóst og vinnuveitendum að það þarf að sýna mikla hörku til að koma lánsfjárþörf opinberra aðila niður í viðunandi horf. Ég minni þó á að það hefur verið ákveðið að loka húsnæðislánakerfinu frá 1986 en á móti kemur að Landsvirkjun þarf á meiri fjármunum að halda en á yfir- standandi ári vegna undirbúnings- framkvæmda fyrir væntanlegt ál- ver,“ sagði Friðrik. „Ég er sammála því, -sem' kemur fram í ályktun Vinnuveitendasambandsins, að það skiptir afar miklu máli að hemja lánsfjáreftirspurn opinberra aðila á næsta ári og reyndar er það for- senda þess að hægt sé að ná markm- iðum ríkisstjórnarinnar í vaxta- og gengismálum." Fákur: Tilboða leit- að í eignirnar Á FJÖLMENNUM félagsfundi í hestamannafélaginu Fáki í fyrra- kvöld var samþykkt samhljóða að fela stjórn félagsins að leita til- boða i eignir Fáks. Að sögn Viðars Haildórssonar, formanns Fáks, var ákveðið að leita tilboða í eignirnar vegna erfíðrar fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir félágsins væru um 14 milljónir. Fyrst og freipst: yæri; stefnþ að því að seljbli eignir féiagsins við Bústaðaveg. Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins: Forysta flokksins fékk ein- róma traustsyfirlýsingu Handknattleikur: Jafnt gegn heimsmeist- urum Sovétmanna ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, sem er skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli við Sovétmenn, 21:21, á HM í Aþenu í gær. Sigurður Bjarnason jafnaði fyrir Island þegar aðeins 9 sekúnd- ur voru eftir að leiktímanum. í hálfleik var staðan 11:9 fyrir Sov- Eddu? ► Miklar umræður hafa orðið um íslenskukunnáttu háskólanema, sem að sögn háskólakennara hefur hrakað mjög á undanfömum árum. Morgunblaðið leitaði álits nok- kurra skólamanna á ástandinu og í frmhaldi af því hvað væri til úr- bóta. /10 Þrátefli í Svíþjóð ► Um næstu helgi verða þingkosn- ingar í Svíþjóð og hafa stjórnmála- skýrendur gert því skóna að þar kunni að draga til tíðinda. /16 Líf í lokuðu landi ► Hildegard og Dieter Koglin frá Leibzig í Þýskalandi segja að trúin og tónlistin hafi gert líf þeirra í lokuðu landi kommúnismans létt- bærara.18 Skólagjöld ►Miklar umræður hafa orðið um skólagjöld að undanfömu og sýnist sitt hveijum. En hvemig hefur þessu verið háttað hérlendis og erlendis á undanförnum árum?/24 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1 -28 Fagurt umhverfi ►Holtasel var valin fegursta gat- an í Reykjavík á þessu sumri /14 ►I Ferðabók Eggerts og Bjarna segir að fólk í Ingólfsfirði á Strönd- um hafi orðið skelkað við heimsókn þeirra. Enginn verður iengur skelkaður við að fá heimsóknir á Ströndum og reyndar eru íbúarnir annálaðir fyrir gestrisni og greiða- semi, gestir og gangandi em alls staðar drifnir í kaffi. /1 Sönginn verð ég að hafa ► Anna Vilhjálms hefur staðið af sér allar tískusveiflur í dægurtón- listinni og fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli sem söngkona. /6 Það getur verið sárs- aukafullt að bera fram hugsun sína ► Rætt við Vilborgu Dagbjarts- dóttur rithöfund og kennara /12 Yfir hafið með Hauki ► Fréttaritari Morgunblaðsins flaug í fjögurra sæta Piper Arrow IV á ellefu tímum og tuttugu og sjö mínútum frá Sviss til íslands með vini sínum í sumar. /14 Hef enga skál brotið ► - segir Olína I. Jónsdóttir sem safnað hefur nærri 800 undirskál- um. /16 ATVINNA/ RAÐ/SMA ► 1-12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 36 Dagbók 8 Gárur 39 Hugvekja 9 Mannlífsstr. lOc Leiðari 20 Fjölmiðlar 22c Helgispjail 20 Dægurtónlist 24c Reykjavíkurbréf 20 Kvikmyndir 25c Myndasögur 22 Minningar 28c Brids 22 Bió/dans 34c Stjörnuspá 22 A fömum vegi 36c Skák 22 Velvakandi 36c Fólk í fréttum 34 Samsafnið 38c Karlar/Konur 34 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1—4 . • Uiiiiíli'}

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.