Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 3

Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 3 í HOPIÞRIGGJA BESTU s sumar hafa Flugleiðir verið í hópi stundvísustu áætlunar- flugfélaga í Evrópu. I júní fóru hérumbil 85% véla félagsins í loft- ið innan 15 mínútna frá áætluðum tíma sem eru stundvísimörk flug- félaga. Aðeins tvö félög gerðu bet- ur í Evrópu. Reyndar var ekkert evrópskt áætlunarflugfélag með jafn hátt hlutfall brottfara á ná- kvæmlega réttum tíma. Flugleiðir hafa skipað sér í fremstu röð í stundvísi. ALDREIAUÐVELDARA AÐFARATIL BANDARÍKJANNA - vegabréfsáritanir fyrir bí Frá og með fyrsta október þurfa íslendingar f skemmti- ferðum eða viðskiptaerind- um ekki lengur vegabréfsáritanir til allt að þriggja mánaða dvalar í Bandaríkjunum. Þá geta 9 af hverj- um 10 ferðast án áritunar vestur um haf. í stað heimsóknar í banda- ríska sendiráðið dugar að fylla út eyðublað um borð í Flugleiðavél- inni á leið vestur. Ferðalög til Bandaríkjanna hafa aldrei verið auðveldari og flugið aldrei jafn þægilegt og nú í nýjum farkostum Flugleiða. Þetta eru góðar fréttir fyrir þúsundir íslendinga sem fara til Bandaríkjanna með Flugleiðum í vetur. wmmmmsMmmsm EKKERT AUKAGJALD FYRIR TENGIFLUG Við flytjum góðar fréttir fyrir farþega sem þurfa að komast í framhaldsflug til borga innan Bandaríkjanna. Samn- ingar Flugleiða við bandarísk flug- félög gera farþegum okkar kleift að fljúga frá Islandi til Baltimore og áfram til 7 áfangastaða innan Bandaríkjanna án aukagjalds. Nú standa yfir samningar um fjölgun þessara staða. Farþegar sem ætla áfram til Albany, Buffalo, Cleveland, Norfolk, Pittsburg, Raleigh og Syracuse í 7-21 dags ferð greiða sama gjald og fyrir miða til Baltimore eða frá 54.800 krónum fyrir flugið alla leið frá Islandi. siáStáiÉsÉi Frá Lúxemborg er skotferð til vínhéraða í Móseldalnum, Rínardalnum og Elsass héraðinu, að ógleymdum vínrækt- arsvæðum í sjálfu stórhertogadæm- inu. í hundruðum þorpa og bæja um alla Evrópu eru uppskeruhátíð- ir í september og október og þar getur ferðafólk staldrað við og notið þess sem fram er borið með heimamönnum. Flug og bíll í Lúxemborg kostar aðeins frá 38.500 krónum á mann í viku ef tveir fullorðnir eru í bíl. f Lúxem- borg ertu sjálfs þín herra og getur valið úr gróskumiklum vínræktar- svæðum um alla Hvrópu. j aovxthciaöð DIV Efltejif.l')! Itrtsið I A UPPSKERUHATIÐ í EVRÓPU HRINGDU OG VIÐ SENDUM FARMIÐANN IIEIM. Kreditkorthafar geta sparað sporin. Þeim dugar eitt símtal til farskrárdeildar Flugleiða og þeir fá farmiðana senda heim. Farskrá Flugleiða er opin alla daga vikunnar frá klukk- an 8-18 og símanúmerið er 690300. Söluskrifstofan í Kringlunni er op- in frá klukkan 10-19 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 10- 14. Söluskrifstofumar á Hótel Esju og í Lækjargötu em opnar frá klukkan 9-18. Á Keflavíkurflug- velli er söluskrifstofan opin frá klukkan 7-18:30. Á öllum skrif- stofunum er þrautreynt sölufólk Flugleiða sem veitir upplýsingar um ótrúlega íjölbreytt ferðaval. REYKLAUST FLUG TIL FÆREYJA OG GRÆNLANDS Flugleiðir vom fyrsta flug- félag í heimi til að bjóða farþegum uppá reyklaust innanlandsflug. Kannanir hérlendis benda til þess að þetta sé eindregin vilji farþega. Meðal reykinga- manna nýtur þetta fylgis yfirgnæf- andi meirihluta. Frá og með 1. september verður Færeyja- og Grænlandsflug félagsins einnig reyklaust. Nú stendur yfir könnun á afstöðu farþéga til hugmynda um reyklaust flug til Norðurlanda. HAUSTRÓMANTÍK Á SIGNUBÖKKUM Þú manst eftir Parísarferðinni sem þú ert alltaf að lofa sjálfum þér. Nú er tækifæri til að standa við loforðið og koma elskunni á óvart með óvæntri haustrómantík á Signubökkum. í september fljúga Flugleiðir til Parísar á fimmtudögum og sunnu- dögum og Eiffelturninn, Sigurbog- inn, Notre Dame, Latínuhverfið, Louvre safnið og allt hitt bíður þín. Með Flugleiðum kemstu til Parísar fyrir 25.950 krónur. Og Flugleiðir bjóða úrvalshótel á góðum stöðum. Neðanjarðarlestirnar, Metro, leggja 'Parfs' bókstaflegá áð fótúm þérl .nnr.n i 33-50% MAKAAFSLÁTTUR Á SAGA CLASS m 1 . i?§8l ví ekki að nota tækifærið og sameina viðskiptaferð og skemmtiferð. Makaafsláttur á Saga Class gerir þetta auðveldara og ódýrara. Saga Class farþegar í Norður Atlantshafsflugi eiga kost á 33% afslætti fyrir maka og 50% afslætti í Evrópuflugi fyrir maka. Vitaskuld fylgja öll þægindi Saga Class farmiðans með í kaupunum. Hægt er að breyta dagsetningu á brottför og heimferð eftir vild, Saga Class biðstofumar eru til afnota fyrir farþega, viðurgjöming- ur í mat og drykk er í fremstu röð og í Norður Atlantshafsfluginu njóta Saga Class farþegar ferðar- innar í breiðum sætum. Nú er haust- og vetrarvömr í stórverslunum um alla Evrópu og sætin seljast hratt í pakkaferðum Flugleiða til Glasgow, London og Hamborgar. Flug og hótel í þrjár nætur í London kostar frá 31.140 krónum, tvær nætur í Hamborg frá 27.080 krónum og í Glasgow frá 26.930 krónum. Nú er tækifæri til að fara „út“ í búð. HÖFÐINGSBRAGUR Á HÓTELESJU HELGARUPPLYFTING í HÖFUÐBORGINNI Innanlandsflug Flugleiða býður landsbyggðafólki helgampp- lyftingu í höfuðborginni, flug, gistingu og stórsýningu á Hótel ís- landi. Flogið er frá öllum áætlunar- stöðum innanlandsflugs, gist á Hótel Loftleiðum eða Hótel Esju og síðan farið á stórsýninguna Islenskir tónar, aftur til fortíðar. Þetta er sannkölluð helgampp- lyfting í höfuðborginm. HHótel Esja hefur opnað 12 ný og glæsileg útsýnisher- bergi eða „mini svítur" á nfundu hæð og þar búa gestir í vel- lystingum. Herbergin era búin hár- þurrku, buxnapressu, aukasíma, stafrænum öryggisskáp, einnota inniskóm, stórum sjónvarpstækjum og snyrtivörum á baðherbergjum. Reyndar hefur allt hótelið verið endurbyggt á síðustu tveimur ár- um. Öll herbergi em ný uppgerð. Veitingastaðimir Pizza Hut og Lauga-ás eru á jarðhæð og nú hefur nýr og glæsilegur hótelbar verið opnaður við inngang Lauga- áss. Það er því höfðingsbragur á Hótel Esju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.