Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MÓRGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991
ERLENT
INIMLENT
Samstaða
um fjárlaga-
frumvarp
Samkomulag hefur náðst í
stjórnarþingflokkunum um fjár-
lagafrumvarp. Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra
segir að samkomulag stjórnar-
flokkanna feli í sér að gripið
verði til aðgerða til frekari tekju-
jöfnunar. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra segir að með-
ferð skólagjalda hafi ekki verið
endanlega ákveðin í frumvarp-
inu.
Bændur hafna EES-samningi
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda hafnaði algerlega EES-
samningi, í þeim farvegi sem
samningaviðræðurnar voru þeg-
ar upp úr þeim slitnaði í sumar.
Bændur vilja að hagsmuna land-
búnaðar verði gætt betur en raun
hafi verið á.
Laumufarþegi í Helgafellinu
Palestínskur laumufarþegi
fannst um borð í Helgafellinu
þegar það kom til hafnar í Vest-
mannaeyjum. Maðurinn kom um
borð í Arósum og þvældist með
skipinu til Noregs og Bretlands
áður en hans varð vart í Eyjum.
Lögreglu gerð fyrirsát
Ejórir menn réðust að lög-
reglumönnum, sem höfðu hand-
tekið grunaðan fíkniefnasmygl-
ara, og hrifsuðu hann úr höndum
þeirra. Talið er að bróðir manns-
ins hafi leigt menn til að gera
lögreglunni fyrirsát.
Tveir milljarðar falla á
ríkið vegna Leifsstöðvar
Að óbreyttu falla tveggja millj-
arða króna skuldir Flugstöðvar
Leifs Eiríksssonar á Keflavíkur-
flugvelli á ríkið. Það þýðir að
flugstöðin þarf 150 milljónir úr
ríkissjóði árlega næstu 25 árin.
Islendingur myrtur í Uganda
íslenzkur maður, Samúel Jón
Ólafsson, var skotinn til bana
af ræningjum í Kampala, höfuð-
borg Uganda. Morðingjamir eru
ófundnir.
Hlutabréf lækka
Hlutabréfavísitala H-marks
lækkaði um 2%, er gengi hluta-
bréfa í öllum almenningshlutafé-
lögum var lækkað. Mest var
lækkunin hjá Flugleiðum, 6%.
Lækkunin er vegna hárra vaxta
og lakari afkomu fyrirtækja, auk
þess sem sparendur fjárfesta þá
fremur í skuldabréfum en hluta-
bréfum.
126 bíða eftir hjartaaðgerð
166 manns biða nú eftir
hjartaskurðaðgerð og er biðtím-
inn allt að 45 vikur. A fundi, sem
Ólafur Ólafssonlandlæknir boð-
aði til, kom fram að þetta ástand
væri vegna lokunar deilda á
sjúkrahúsum og skorts á hjúkr-
unarfræðingum og sjúkraliðum.
ERLENT
Sovétríkin
lögðniður
í núver-
andi mynd
Sovéska fulltrúaþingið afnam á
fimmtudag sjö áratuga gamla
stjórnskipun ríkisins sem komm-
únistar settu á
laggirnar nokkr-
um árum eftir
byltinguna í
Rússlandi 1917.
Ákveðið var að
reyna að koma á
laustengdu
„Sambandi full-
valda ríkja“ í
stað Sovétíkj-
anna og samþykkt að efna til
þriggja nýrra valdástofnana er fá
það hlutverk að undirbúa stofnun
þess og fara jafnframt me_ð stjórn
landsins til bráðabirgða. í valda-
mestu stofnuninni, ríkisráðinu,
sitja æðstu menn lýðveldanná auk
Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét-
forseta. Komið verður á efnahags-
svæði er minnir að mörgu á Evr-
ópubandalagið og vonast sovéskir
ráðamenn til að öll lýðveldin taki
þátt í því samstarfi, einnig þau
sem kjósa að yfirgefa sjálft ríkja-
sambandið. Þessar tillögur Gorb-
atjovs og fulltrúa tíu lýðvelda af
fimmtán, þ. á m. Rússlands, um
nýja stjórnskipun þurftu að fá tvo
þriðju hluta atkvæða en voru
felldar þrisvar á fulltrúaþinginu,
sem rúmlega 2.200 manns áttu
seturétt á. Að lokum hótaði Gorb-
atsjov að þingið yrði leyst upp og
náðist þá tilskilinn meirihluti en
nokkur hundruð harðlínumenn
tóku ekki þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Hin breytta Skipun merkir
að vald flyst að miklu leyti frá
sambandsstjórninni í Moskvu til
einstakra lýðvelda. Hvert lýðveldi
ákveður sjálft hvernig tengslum
þess við nýja ríkjasambandið verð-
ur háttað en velji þau fullt sjálf-
stæði er þó áskilið að þau semji
við hin lýðveldin um ýmis ágrein-
ingsmál sem óleyst eru. Ríkisráðið
viðurkenndi á föstudag sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna þriggja og er
það í fyrsta sinn frá stríðslokum
sem Sovétríkin afsala sér land-
svæði. Bandaríkin viðurkenndu
sjálfstæði ríkjanna á mánudag.
Major í Kína
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, heimsótti Kína í vik-
unni og var fyrstur vestrænna til
þess síðan
kommúnista-
stjórnin braut á
bak aftur mann-
réttindabaráttu
stúdenta og
verkamanna á
Torgi hins himn-
eska friðar árið
1989. Hann
sagði á mánudag
að tímabært væri að ijúfa ein-
angrun Kínveija alþjóðavettvangi
en bresk blöð gagnrýndu för hans
harðlega. Major undirritaði samn-
ing við Pekingstjórnina um gerð
nýs flugvallar í bresku nýlendunni
Hong Kong sem kommúnista-
stjórnin fær umráð yfir 1997. Á
fréttamannafundi í Peking gagn-
rýndi Major mannréttindabrot
stjórnvalda.
S-afrískir útlagar snúa heim
Stjómvöld í Suður-Afríku og
Sameinuðu þjóðimar undirrituðu
á miðvikudag samning þar sem
kveðið er á um sakaruppgjöf til
handa um 40.000 pólitískum
flóttamönnum er dvalist hafa í
Útlegð.
Barist í Króatíu
Sambandsherinn í Júgóslavíu
og serbneskir skæruliðar stöðv-
uðu á miðvikudag allar samgöng-
ur til króatíska héraðsins Slavoníu
þar sem hart hefur verið barist
undanfarnar vikur. Enn var barist
á fimmtudag og vonir dofnuðu
um að hægt yrði að koma á vopna-
hléi fyrir tilstuðlan Evrópubanda-
lagsins,
Major
Samsæriskenningar
og valdaránsklúður
Samsæriskenningar ganga nú ljósum logum um stræti Moskvu
og eru allir, sem vettlingi geta valdið, bendlaðir við valdaránið,
allt frá Gorbatsjov til Jeltsíns. Einnig hafa mistök valdaræningj-
anna verið á milli tannanna á fólki. Það er eins og þeir hafi les-
ið leiðbeiningar Leníns um það hvernig á að fremja valdarán og
ákveðið að fara ekki eftir þeim.
Ibréfi, sem dagsett er 26.-27.
september 1917 og gefið hef-
ur verið út undir heitinu „Marx-
ismi og uppreisn“, segir Lenín:
„Það á að nálgast uppreisn á
marxískan hátt, það er eins og
list... staðsetja verður tryggar
hersveitir við mikilvægustu staði,
handtaka ríkisstjórnina, . . . og
taka á sitt vald símskeyta- og
símstöðvar án þess að mínúta
fari til spillis. Það er ekki hægt
að vera trúr marxismanum á
mikilvægasta augnablikinu án
þess að líta á uppreisnina sem
list.“
Þegar reið á voru valdaræn-
ingjarnir ekki
trúir marxis-
manum. Þeir
tóku hvorki lyk-
ilstaði, né hand-
tóku Jeltsín og
stjórn hans. I
ofanálag áttu þeir í vandræðum
með að finna trygga hersveit. Þá
gerðu valdaræningjarnir þá
skyssu að leyfa alþjóðlegum frétt-
astöðvum að halda uppi beinni
sjónvarpsútsendingu frá Moskvu
allan sólarhringinn. Það var leik-
ur einn að hringja tii Moskvu til
að ná í upplýsingar.
Önnur mistök: Valdarænin-
gjarnir héldu að það væri nóg að
sýna fólkinu mátt hersins. Al-
menningur myndi hlaupa í felur
án þess að beita þyrfti valdi. Eins
og kom í Ijós var það misráðið.
í Moskvu eru uppi hinar flókn-
ustu og fjarstæðukenndustu
kenningar um það hver hafi í
raun verið heilinn á bak við valda-
ránið og eru ýmsir nefndir til
sögunnar.
Höfuðpaurar og verkfæri
þeirra
„Ekki er allt sem sýnist," segir
Vladimír Sjerbakov, sem var að-
stoðarforsætisráðherra og náinn
aðstoðarmaður Gorbatsjovs og
margra þeirra, sem hafa verið
handteknir fyrir þátt sinn í valda-
ráninu. Hann var á fundum með
valdaræningjunum meðan á vald-
aráninu stóð og hefur skrifað
skýrslu um þá fundi. Þar segir
Sjerbakov að neyðarnefndin, sem
tilkynnti 19. ágúst að hún myndi
stjórna Sovétríkjunum í sex mán-
uði, hefði ekki verið stofnuð fyrr
en eftir að aðrir menn og óþekkt-
ir hefðu framið valdaránið. Sam-
kvæmt þessari lýsingu voru þeir
menn, sem hafa verið handteknir,
viljalaus verkfæri í höndum hinna
raunverulega forsprakka.
Sjerbakov nefnir ekki forsp-
rakkana, en frásögn hans vekur
spurningar um þátt ýmissa
manna í valdaráninu. Sjerbakov
segir að Valentín Pavlov, þáver-
andi forsætisráðherra, hafi lýst
för sendinefndar til Krímskaga
18. ágúst. Sagði Pavlov að sendi-
nefndin hefði komið að Gorbatsj-
ov í rúminu, hann hefði verið fár-
veikur og ekki getað gert sig
skiljanlegan. Þegar sendinefndin
sneri aftur var Pavlov, ásamt
öðrum embættismönnum, kallað-
ur á fund Vladimírs Kijútjskovs,
yfirmanns sovésku öryggislög-
reglunnar KGB, og Júrís Plek-
hanovs, yfirmanns þeirrar deildar
KGB, sem gætir öryggis hátt-
settra embættismanna. KGB-
mennirnir greindu frá því að ver-
ið væri að undirbúa valdarán í
Moskvu og taka ætti háttsetta
embættismenn og fjölskyldur
þeirra af lífi. Sagði Pavlov aðstoð-
armanni sínum að hópurinn hefði
ákveðið að lýsa yfír neyða-
rástandi vegna þessara upplýs-
inga og skipa nefnd til að fylgj-
ast með framkvæmd þess.
Sjerbakov segir að bæði Ana-
tolíj I. Lúkjanov, fyrrum forseti
þingsins, og Alexander Bessmert-
nykh, fyrrum utanríkisráðherra,
hefðu verið viðstaddir þegar þessi
ákvörðun var tekin. Þeir hefðu
hins vegar ekki viljað sitja í neyð-
amefndinni. Báðir neita aðild að
valdaráninu, en þeir hafa verið
reknir úr starfi fyrir að hafast
ekki að. Þegar Lúkjanov ætlaði
að veija gjörðir
sínar stöðvaði
Gorbatsjov hann
og sagði: „Þu
hefur þekkt mig
í 40 ár. Ekki
hlaða núðlum á
eyrun á mér.“
Sjerbakov vildi ekki nefna
neina höfuðpaura til sögunnar,
en sagði að ekki mætti vanmeta
hlut þeirra, sem fóru til Krím
fyrir valdaránið.
Að sögn viðstaddra aðstoðar-
manna Gorbatsjovs voru í sendi-
nefndinni Plekhanov hershöfðingi
ásamt tveimur aðstoðarmönnum,
Oleg Baklanov, sem hefur umsjón
með hergagnaframleiðslu, Oleg
Sjenín, starfsmannastjóri komm-
únistaflokksins, Vítalíj Varenn-
ikov, hershöfðingi úr landhemum,
og Valeríj Boldín, starfsmanna-
stjóri forsetans.
Sjerbakov heldur því fram að
kenning sín skýri ef. til vill hvers
vegna valdaránið mistókst svo
hrapallega þrátt fyrir að samsær-
ismennirnir hafí haft stærsta her
og öryggisiögreglu heims til yfir-
ráða.
Hvernig stóð á því að sovéska
öryggislögreglan KGB handtók
ekki Borís Jeltsín, forseta Rúss-
lands, og aðra fijálslynda stjórn-
málamenn í upphafí valdaránsins?
Jeltsíns var illa gætt. Daginn, sem
valdaránið var framið, flaug hann
heim til Moskvu frá Kazakhstan
í farþegaflugi og hafði vera hans
þar síst farið leynt. Þó var ekki
hreyft við honum. Hvers vegna?
Samkvæmt kenningunni höfðu
samsærismerinimir Kijútsjkov
ekki fullkomlega á sínu bandi.
Annað athyglisvert atriði kem-
ur fram þegar skýrsla Sjerbakovs
er skoðuð. Þar sést hvernig emb-
ættismenn og ríkisstarfsmenn
einbeittu sér að störfum sínum
fremur en að bjóða valdaræningj-
unum byrginn. Sumir voru sigri
hrósandi yfír falli Gorbatsjovs,
aðrir drógu lögmæti valdaránsins
í efa, en lang flestir leiddu stóru
spurningarnar hjá sér og ein-
beittu sér að sínum daglegu verk-
efnum, að halda járnbrautarlest-
um á áætlun og koma uppskem
undir þak.
Víst er að áttmenningaklíkan
var nægilega afturhaldssöm til
að styðja valdarán. Hins vegar
halda margir því fram að átt-
menningamir hafí hvorki haft
dug né áræði, hugmyndaflug né
vald til þess að fremja valdarán
upp á eigin spýtur.
Meðal þeirra, sem bendlaðir
eru við að hafa leitt valdaránið,
eru Varennikov, Baklanov, Lúkj-
anov, og Borís Púgó, innanríkis-
ráðherrann, sem skaut sig.
Varennikov stjórnaði aðgerð-
um sovéska hersins í Afganistan
og hann er grunaður um að bera
ábyrgð á blóðbaðinu í Litháen I
janúar. Hann hefur krafist þess
að umbótum verði hætt og sagt
er að einn valdaræningjanna, sem
nú sitja í fangelsi, segi Varenn-
ikov enn þeirrar hyggju að rétt
hafí verið að fremja valdaránið.
Harðlínumenn eru hins vegar
margir þeirrar skoðunar að rót-
tækir umbótasinnar hafí staðið
að baki valdaráninu.
Þeir, sem ganga lengst, halda
því fram að Jeltsín hafi verið
höfuðpaurinn. Ástæðan er ein-
föld: Jeltsín stendur uppi sem sig-
urvegari eftir valdaránið. Viku-
blaðið Kommersant bendir á að
sú kenning hafi einn alvarlegan
galla: „Hún setur leiðtoga hinnar
sigruðu valdaránsnefndar í það
heimskulega hlutverk að hafa lát-
ið Jeltsín spila með sig.
Önnur kenning segir að Jeltsín
og Gorbatsjov hafí saman lagt á
ráðin um valdaránið til þess að
greiða götu umbóta. Það hlýtur
hins vegar að teljast fráleitt að
tveir valdamiklir leiðtogar taki
slíka áhættu til þess að losa sig
við óvini sína, svo aftur sé vitnað
í Kommersant.
Samsæriskenningar um
Gorbatsjov
Og þá er komið að vinsælustu
kenningunni. Hún er sú að Gorb-
atsjov hafí verið höfuðpaurinn í
að steypa sjálfum sér. Gorbatsjov
hafi hugsað sem svo að tækist
valdaránið gæti hann snúið aftur
til valda og haft sýnu meiri frið
en áður til að ráða ráðum sínum.
Færi valdaránið hins vegar út um
þúfur væri hann laus við harðlínu-
kommúnistana, sem hafa staðið
I vegi fyrir umbótastefnunni.
Ýmis atriði varðandi þátt Gorb-
atsjovs krefjast nánari skýringa.
Boldín, einn af nánustu ráðgjöf-
um Gorbatsjovs, vár eins og áður
sagði í sendinefndinni, sem fór
til Krím 18. ágúst. Hann er ýmist
sagður'hafa leitt samsærismenn-
ina á villigötur eða svikið yfír-
mann sinn. Boldín reyndi að fá
Gorbatsjov til að snúast á sveif
með valdaræningjunum á
Krímskaga.
Aðild þessa nána samstarfs-
manns Gorbatsjovs að valdarán-
inu hefur vakið ýmsar aðrar
spurningar. Það þykir undarlegt
að Gorbatsjov skuli hafa fengið
að halda lífvörðum sínum í prí-
sundinni á Krímskaga. Vladimír
Degtjaijov, aðstoðaryfírmaður
landamæravarðanna, sem gættu
sumarhúss Gorbatsjovs, kveðst
engar sérstakar fyrirskipanir
hafa fengið milli 18. og 21. ágúst.
Hann segir menn sína ekki hafa
séð til ferða KGB að sumarhús-
inu. Vikuritinu Moskvufréttum
fannst undarlegt að hægt væri
að taka leiðtoga kjarnorkuveldis
úr sambandi við umheiminn I þrjá
daga. Einnig þykir hæpið að
hægt hafí verið að gera Gor-
batsjov símasambandslausan með
svo auðveldum hætti. Valentín
Zanín, yfirmaður fyrirtækisins,
sem setti upp símkerfíð í sumar-
húsinu, segir að áttmenningaklík-
an hefði ekki getað lokað símum
Gorbatsjovs: „Þetta er ekki bara
sumarhús, landinu er stjórnað úr
þessu húsi,“ sagði Zanín við
Moskvufréttir. „Það er ekki hægt
að skera á samskipti forsetans
við umheiminn."
Einnig þykir undarlegt að
Gorbatsjov skyldi hafa haft kvik-
myndavél í fórum sínum í prí-
sundinni. Hann tók upp yfírlýs-
ingar, sem hann hugðist smygla
frá sumarhúsinu, en að sögn hans
þá tókst það ekki.
BAKSVIÐ
eftir Karl Blöndal