Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 10
Eg get
ágætlega tjáð
mig í samræðum
og lendi nánast
aldrei í því að skilja
ekki talað orð. Mér
finnst margir af
krökkum sem ég þekki
tala lélega íslensku,
sletta mikið erlendum
orðum og tala vitlaust.
Ég hef umgengist
afa og ömmu mikið, en
varla annað eldra fólk. í
uppvextinum horfði ég
mikið á myndbönd, það
var lítið annað við að vera
á Hólmavík, þar sem ég
ólst upp í foreldrahúsum
ásamt 2 systkinum. Ég las
einnig mikið af unglinga-
bókum en nú les ég miklu
færri bækur, helst saka-
málasögur eða ævisögur
frægra manna. Um þessar
mundir er ég að lesa um
Elvis Presley.
Hjalti Arnason hefur
stundað nám við Fjöl-
brautaskólann við Ár-
múla síðustu 2 annir.
„Mér finnst gagn-
rýni Háskólans að
hluta til réttmæt. í þessum skóla er þó íslerísku-
kennsla góð. Ég tel mig eiga gott með að tjá
mig í ræðu sem riti og vera allgóður í stafsetn-
ingu. Ég skil vel allar bækur sem ég les, og les
ég þó mikið og er alæta á bækur. Mest hef ég
þó lesið af spennúbókum. Ég er alinn upp hjá
foreldrum mínum á Sauðárkróki en var þó nokk-
ur ár hjá afa og ömmu og hef umgengist mikið
af eldra fólki. Af því hef ég lært mikið í mál-
inu. Ég horfi lítið á myndbönd og sjónvarp enda
vinn ég frá 5 til 10 á kvöldin við bóksölu, m.a.
við að selja íslendingasögurnar. Krakkar í kring-
um mig lesa lítið og tala misjafnlega gott mál,
helmingurinn af því sem sumir segja er á ensku.
Það ætti að minnka ensk áhrif, m.a. með því
að tala inn á barnaefni.
Louisa Stefanía Djermoun var fyrst við nám
í Kvennaskólanum en síðan skiptinemi í frönsku-
mælandi hluta Kanada. „Þetta er annað árið
mitt hér,“ sagði hún. „Mér finnst íslenskukennsl-
an hér góð. Ég er ekki í neinum vandræðum
með að tjá mig í ræðu lengur. Áður leiðréttu'
krakkar mig oft, því ég beygði talsvert vit-
laust. Faðir minn er frá Alsír og foreldrar mín-
ir töluð ensku og frönsku heima þar til ég var
10 ára. Eftir það var íslenska aðalmálið. Ég er
heldur ekki mjög góð í stafsetningu, þess vegna
myndi mig ekki langa til að verða rithöfundur
þó ég hafi ríkt hugmyndaflug. Ég les talsvert
og hef uppáhald á höfundum eins og Isabellu
Allende, mér finnst gaman af skrítnum bókum
og les ekki ástarsögur nema ég hafi ekki ann-
að. Ég skil vel flest öll orð sem fyrir koma í
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
ísland er hjarta mitt, rautt eins og blessaö blóÖ.
— ÞaÖ brennur eitt kveld í geislum og verÖur svo IjóÖ.
Ekkert land á eins fögur og fíngerÖ hljóö
fiðla míns hjarta er röddin þín, móÖir góð.
Þannig kvað Jóhannes úr
Kötlum. í þessu litla ljóði
dregur hann upp mynd
af landinu böðuðu í
kvöldsólinni, vekur með
okkur léttan enduróm af
fuglakvaki, og lætur
okkur gruna ljúfan and-
vara við vanga. Til þessa
notar hann íslenskuna, móðurmál
okkar sem byggjum harðbýla kletta-
eyju langt norður í Atlantshafi.
Þannig hafa skáld þessa lands alla
tíma, í sögum og ljóðum, miðlað sam-
löndum sínum lífssýn sinni og birt
þeim hugmyndir sínar. Nú. spyrjast
þau tíðindi að erfíngjar alls þess
auðs sem íslensk tunga hefur safnað
á undangengnum öldum og árum
kunni að hafa takmarkað gagn af
auðlegð sinni af því að þá skorti
þekkingu á móðurmáli sínu. Forráða-
menn Háskóla íslands hafa lýst því
yfír, jafnt í ræðu sem riti, að ís-
lenskukunnáttu nemenda þar hafi
hrakað svo umtalsvert sé.
Þetta þykja að vonum illar fréttir
og eru menn ekki á eitt sáttir um
málið. Blaðamaður heimsótti fyrir
skömmu Fjölbrautaskólann við Ár-
múla og tók tali nokkra nemendum
skólans, til þess að heyra þeirra sjón-
armið.
Halldóra Guðný Jónsdóttir er
ný í skólanum, hafði áður stundað
nám við Menntaskólann á Akureyri.
„Þar er mjög góð íslenskukennsla,"
sagði Halldóra. „Ég skil ekki allt sem
ég les, t.d. hefði ég ekki getað kom-
ist fram úr Njálu nema með aðstoð
kennara. Ég hef alltaf fengið 10 í
stafsetningu en það er eigi að síður
ekki mín sterkasta hlið að tjá mig í
riti enda geri ég lítið af því. Ég hef
líklega ekki þá sköpunargáfu sem
þarf í slíkt.
I