Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1991, Blaðsíða 15
15 Ásmundur Sveinsson, 1893-1982. arfs okkar og jafnvel út fyrir hann, og hugmyndir þær, sem hann fékk við lestur hinna ýmsu fornrita urðu honum mikilvægur innblástur jafnt í hlutlægum sem óhlutlægum verk- um. Og þessi hlið listar Asmundar telst með því merkasta, sem hann gerði um dagana. Ekki þó fyrir hið bókmenntalega inntak heldur þann myndræna tjákraft, sem leystist úr læðingi. Myndir Ásmundar einkennir í senn mýkt sem skilvirkur formrænn tjákraftur. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefín út óvenju vönduð sýningar- skrá, sem margir hafa lagt hönd að, en hönnun annaðist Birgir Andrés- son og hefur famast það verk vel. Hún fer vel í hendi og er laus við allan sérvizkubrag, sem oftar en ekki gerir það að verkum að skrán- um er fargað fyrr en ella, auk þess sem að innihald þeirra kemst síður til skila. Þetta er þannig að öllu leyti sýn- ing sem mæla má með og mikilvægt er að fólk festi sér sýningarskrána og leiti dýpri skilnings á áhrifum fornbókmenntanna á list Ásmundar. Og nú er haustar og erlendum ferða- löngum fækkar er tilvalið að innlend- ir skoði hana vel og gaumgæfilega og beina straumi skólafólks á stað- inn, en hún á að geta orðið tilefni uppbyggjandi ritgerða um lista- manninn og þennan þátt sköpunar- ferils hans. Þess má og geta að miklar um- bætúr hafa farið fram á bygging- unni og hringmyndaða vinnuálman verið tengd íbúðarhúsinu og gömlú vinnuaðstöðunni og hefur Manfreð Vilhjálmsson arkitekt annast skipu- lagið. Sjálf heildarhönnunin hefur tekist ágætlega að mínu mati, en skrítið er að koma á þennan stað svona sallafínan og eitthvað rýrir marmaragólfið hinn upprunalega og jarðneska kraft í myndverkunum. Þau virka eitthvað svo einmana í þessum fínheitum og kannski væri ráð að sýna einnig málverk samtíð- armanna Ásmundar á veggjunum. Mætti a.m.k. gera tilraunir í þá átt- ina, því að oftar en ekki er ávinning- ur af slíkum samruna rýmisverka og tvívíðra verka. .. JÁ NÚ SKIL ÉG ALA EfíT ÞÚ AO FAfíA í FEfíDALAG EOA / TUNGUUÁLANÁM ? (SIENSKA, DANSKA. ENSKA, FRANSKA, ÞYSKA. SPÆNSKA ALLT (SÓMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMALA SEM TÖLVAN BÝR YFIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 —I ‘ T ■ ' I ■ r - I'.*. I ' l ; : ■ l>—I ! ' < i ■■. ■ í' / 1' I. i '- ... þvt þá eru síöustu forvöö aö panta Macintosh-tölvur og tölvubiínaö í Fyrirtœkjasamningi Apple-umboösins. Verödœmi: Macintosh Classic 4/40 Macintosh LC 4/40 með 12" sv/hv skj; og litlu lyklaborði Macintosh IIsi 3/40 með 12" litaskjá, litlu lyklaborði og reikniörgjörva Macintosh IIci 5/40 með 13" litaskjá, skjástandi og stóru lyklaborði Macintosh Ilfx 4/80 með 13" litaskjá, 4»8 spjaldi, skjástandi og stóru lyl Apple StyleWriter Personal LaserWriter LS Tilboö grunnv. Tilboö stgr. 132.537,- 125.910,- 211.453,- 200.880,- 385.319,- 366.052,- 571.842,- 543.251,- laborði 866.817,- 823.477,- 48.316,- 45.900,- 103.276,- 98.112,- Upplýsingar eru veittar hjá Apple-umboðinu í síma 624 800. Staðfestingargjald ápöntun er30% af heildarverði. Verð gœtu breyst ef verulegar breytingar verða á gengi Bandaríkjadollars. Greiðslukjör eru til allt að 30 mánaða Muniö að panta í síöasta lagi laugarclagiim 14. september Apple-umboðið Skipholti 21, Sími: 91-624800 UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.