Morgunblaðið - 08.09.1991, Qupperneq 18
Hildegard og Dieter Koglin frá Leipzig í Þýska-
landi segja að trúin og tónlistin hafi gert líf
þeirra í lokuðu landi kommúnismans léttbærara
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
HJONIN sem sitja ein í kirkjunni
á Eyrarbakka hafa í tvígang
horft á hrun ríkis síns og jafnoft
tekið þátt í uppbyggingu þess.
Orgelið í Eyrarbakkakirkju er
aðeins minna en það sem Dieter
Koglin organisti spilar á í Leipzig
en tónarnir eru þeir sömu. Og
Hiidegard kona hans setur hend-
ur í kjöltu sér, hlustar í mestu ró
á músikina og þannig hefur það
ætíð verið. Meðan kommúnistar
héldu þjóð þeirra í helgreipum
héldu þau kirkjunnar fólk sínu
striki. Spiluðu Bach og hina
meistarana.
Við vorum eins og í stóru
fangelsi," segir Dieter
þegar hann talar um
síðustu fjörutíu árin í
Austur-Þýskalandi.
„Kirkjan var styrkur
okkar, þar gátum við
talað saman í trausti þess að það
færi ekki lengra.“
Fyrsta utanlandsferð Hildegard
og Dieters Koglin frá Leipzig var
hingað til íslands núna í ár. í sept-
ember 1989 dvöldu íslenskir starfs-
bræður Dieters, þar á meðal Haukur
Guðlaugsson söngmálastjóri Þjóð-
kirkjunnar, á heimili þeirra hjóna.
Þegar íslendingarnir kvöddu mælt-
ust þeir til þess að þau hjónin kæmu
til íslands og fannst Dieter sú hug-
mynd afar óraunhæf. „En árið 1990
var hugmyndin ekki svo vitlaus,"
segir Dieter, „og meðan Austur-
Þjóðveijar fögnuðu frelsinu og
streymdu til Mallorka skrifuðum við
Hauki og sögðumst gjarnan vilja
heimsækja land hans. Hann tók svo
vel í það að við skunduðum bein-
ustu leið á ferðaskrifstofu og sögð-
umst vilja fara til íslands. Islands?
sögðu þeir. Hvar er það? Ætlið þið
fara þangað akandi?
GRJÓTIÐ
Dieter er borinn og bamfæddur
í Leipzig og var tíu ára gamall þeg-
ar seinni heimsstyijöldinni lauk.
Hildegard kona hans er frá Slesíu,
sem nú tilheyrir Póllandi, en varð
að yfírgefa heimili sitt ásamt fjöl-
skyldu sinni þegar Rússar réðust inn
í landið í stríðslok.
Þau hjónin kynntust í gegnum
starf sitt í kirkjunni og hafa ætíð
búið í Leipzig eða í grennd við hana.
Þau eiga tvö börn, Iris sem er 35
ára og býr í Köln, og Jens-Georg
sem er tvítugur og er enn í foreldra-
húsum. Hann kom með foreldrum
sínum til íslands en dvaldi hér skem-
ur en þau. Þótt börnin séu löngu
uppkomin kalla þau hjónin hvort
annað mamma og pabbi, eða „Mutti
og Vati“, og þijátíu ár í lokuðu landi
virðast lítil áhrif hafa haft á lundina.
Á Eyrarbakka hafa þau hjónin
dvalið í sumarhúsi Hauks í besta
yfirlæti milli þess sem þau hafa ferð-
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Tónlistinog
trúin veitti
þeim hjónum
hald og traust
á erfiðum tím-
um.
Hildegard
og Dieter:
Aðeins það að
við lifðum
þetta af er stór
0öf.
ast um landið. „Við förum mikið í
gönguferðir um þorpið, göngum
meðfram gijótgarðinum héma. Ekki
satt Mutti?“ segir Dieter á skemmti-
legri mállýsku og lítur á konu sína.
„Jú Vati,“ segir hún hressilega, og
svo eru þau alveg til í að spjalla við
mig um lífið í Leipzig, bæði fyrir
tíma múrsins og eftir.
„Ulbrich var búinn að segja að
við yrðum að nota gijótið okkar í
að byggja húsin, en það var nú
notað í múrinn,“ segir Dieter hugsi
og gýtur augum á sakleysislegan
gijótgarð Eyrbekkinga um leið og
við göngum út úr kirkjunni.
„Alþýðulýðveldið var stofnað árið
1949, og okkur var sagt að við
myndum gera þetta allt öðruvísi.
Sagt að þeir í vestri færu of geyst
í að byggja upp og skulduðu því
Ameríkönum háar fjárhæðir sem
þeir þyrftu að borga til baka.“
„Reyndar vorum við í fríi í Ham-
borg árið 1957 og þá lögðu vinir
okkar þar fast að okkur að við yrð-
um kyrr,“ segir Hildegard. „Það
hvarflaði að okkur seinna að það
hefðum við átt að gera. En á þessum
tíma var allt gert með leynd í Aust-
ur-Þýskalandi, við vissum ekki hvað
verða vildi, auk þess sem foreldrar
okkar og ættingjar voru allir fyrir
austan."
„Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
voru líka útskýrðar á mjög jákvæð-
an hátt,“ segir Dieter. „Sífellt heyrði
maður slagorðið: Við byggjum upp
og allir verða að hjálpa til, hvort
sem þeir eru kommúnistar eða
kristnir. Og flestir fylgdu bara fjöld-
anum.“
FANGELSI
„Árið 1954 sögðu kommúnistar
að kirkjan ætti sér ekki langa líf-
daga því það væri aðeins gamla
fólkið sem færi í kirkju,“ segir Diet-
er. „Þeir sögðu líka að það yrði að
ala fólkið upp á sósíalíska vísu.“
Hildegard:„Þeim tókst það ekki.“
Dieter:„Dóttir okkar hóf skóla-
göngu sína árið 1962 og fékk
sósíalískt uppeldi í skólanum í tíu
ár. í kringum 1970 fór unga fólkið
að verða mjög uppreisnargjarnt.
Þau sáu í sjónvarpinu hvemig lífið
gekk fyrir sig á Vesturlöndum og
voru hrifin af öllu vestrænu, hvort
sem það var bíll eða bírópenni. Ég
sagði oft við hana dóttur mína, elsk-
an mín það er ekki allt gull í vestri.“
En dóttirin vildi fara vestur hvað
sem tautaði og sendi inn umsókn
til ríkisins þar sem hún bað um
brottfararleyfi. Þar af leiðandi var
fylgst með henni og mánuði eftir
að hún sendi inn umsóknina, eða í
mat 1977, var hún handtekin aðeins
21 árs gömul, sett í kvennafangelsi
og dæmd fyrir „flótta frá
lýðveldinu".
Foreldrarnir fengu fyrst upplýs-
ingar um handtökuna þegar lögregl-
an kom og spurði hver borgaði leig-
una fyrir íbúð dótturinnar meðan
hún væri í fangelsi. „Við heimsótt-
um hana í fangelsið þar sem hún
sat inni ásamt afbrotamönnum, og
í alþýðulýðveldinu var það þannig,
að þeir sem dæmdir voru fyrir flótta
fengu verri meðferð en morðingjar.
Við fengum lögfræðing frá Berlín
til að vinna í málum hennar og hún
var leyst út í desember það sama
ár. Það voru Vestur-íjóðveijar sem
borguðu gjaldið sem sett var fyrir
hana, en á þeim'tíma var ríkið í
skuld við þá í vestri og því var oft
„verslað" með fólk. Dóttir okkar tók
ekki í mál að fara í íbúðina sína
aftur, fór yfir til Vestur-Þýskalands
og fékk strax vinnu í Köln á vegum
kirkjunnar.“
HRUNIÐ
Dieter er bæði organisti og guð-
fræðingur og sér meðal annars um
barnaguðþjónustur í kirkjunni sinni.
Kirkjunnar menn voru ekki vel séð-
ir úti á hinum almenna vinnumark-
aði, og börnum þeirra síður en svo
hampað í skólanum. „Börnum okkar
gekk vel í skóla og því voru þau
viðurkennd," segir Hildegard. Hún
er lærður kjólameistari en hefur
ekki unnið við iðn sína eftir að hún
gifti sig. „Ég var heima hjá börnum
mínum fyrstu árin, en það var ekki
eðlilegt að kona í þessu landi væri
heimavinnandi húsmóðir. Sonur
minn hafði til dæmis enga leikfélaga
því þeir voru allir á dagheimilum.
Ég fór síðar að vinna úti og því var
ekki að neita að það var mjög gott
að vera útivinnandi móðir í Austur-
Þýskalandi. Vinnuveitendur sáu al-
gjörlega um barnagæslu sem var
auk þess afskaplega ódýr. Það var
mjög jákvætt. Hið neikvæða var,
að það var einmitt það sem ríkið
vildi. Ala upp börnin á sinn hátt.“
- Hvenær fór ykkur að gruna að
eitthvað væri bogið við stjórnskipu-
lagið?
Dieter:„Þegar vörurnar fengust
ekki lengur."
Hildegard:„Áður hafði allt verið
til, fiskur, ananas, - allt!
Dieter:„Fyrst eftir byggingu
múrsins virtust allir vera jafnir, en
upp úr 1970 fóru háttsettir embætt-
ismenn að geta verslað í sérverslun-
um þar sem allt fékkst. Hinn al-
menni borgari fékk þar ekki að-
gang.“
Hildegard segir að Stasi hafi auk
þess verið allsstaðar. „Það var fylgst
með fólki, bæði í skólum og verk-
smiðjum. Ef manni varð á að segja
eitthvað sem féll ekki í góðan jarð-
veg var oftast sagt: þú rökræðir
þetta á rangan hátt.
Oft var leitað í íbúðum fólks