Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 19
meðan það var í vinnunni og ef það
átti gömul, verðmæt húsgögn voru
þau tekin eignarhaldi.
Ástandið versnaði sífellt í land-
inu. Þeir sem unnu í verksmiðjunum
höfðu auðvitað fyrir löngu tekið eft-
ir því að það vantaði bæði ull og
stál, og að verksmiðjurnar sem voru
frá stríðsárunum voru bæði orðnar
gamlar og úreltar."
„Og allir sögðu að þetta gengi
ekki lengur, nú yrði stóri bróðir í
austri að koma og hjálpa okkur.
Mannstu Mutti?“ segir Dieter og
horfir lymskulega á konu sína sem
kinkar kolli. „Okkur var komið í
skilning um að hermennirnir væru
bræður okkar,“ heldur hanná-
fram,„og bræður get ég ekki valið,
en vini get ég valið!
En við höfðum oft hugsað með
okkur: Þetta er ekki eðlilegt, þetta
er ekki eðlilegt."
- Hvers söknuðuð þið helst að
vestan?
„Ég saknaði alls sem þurfti til
að elda!“ segir Hildegard og hlær
hátt. „Ég saknaði líka bómullarefn-
is, það er svo andstyggilegt að vera
í þessum gerviefnum, maður svitnar
allur, - nú og svo var orðið erfitt
að fá saumavélar undir lokin. Sjáðu
til, allir voru jafnir, en sumir bara
aðeins rétthærri."
Ekki var auðvelt að vera músik-
ant fyrir austan því oft reyndist
erfitt að fá nótur og hljóðfæri.
„Bestu hljóðfærin voru seld úr
landi,“segir Dieter. „Maður varð að
fá leyfi frá Berlín til að fá flygil.“
Ég spyr hvort honum hafi aldrei
dottið í hug að ganga í flokkinn?
Hann brosir:„Nei. Þá hefði ég
ekki getað þjónað kirkjunni, enginn
hefði trúað mér. Ekki satt Mutti?"
BORGIN
Litla-París var Leipzig kölluð
þegar Goethe kom þangað sextán
ára gamall árið 1765 til að læra
lögfræði. Borgin átti engan sinn lík-
an Þýskalandi. Breiðstræti og upp-
lýstar göngugötur meðfram síkjum
þar sem fyrirfólk borgarinnar spók-
aði sig með sólhlífar og pípuhatta,
frægar bókaverslanir, útgáfufyrir-
tæki og rómaður háskóli voru helstu
einkenni hennar. íbúar lögðu
áherslu á hinn einá sanna elegans
í umgengni og klæðnaði. Enda mun
víst Goethe hafa lagt meiri áherslu
á að læra um lífið en lögin.
Leipzig varð fyrir loftárásum
bandamanna í lok seinni heímsstyij-
aldar og var miðborgin lögð í rúst.
Á fimmta og sjötta áratugnum var
hún byggð upp að mestu leyti en
úthverfin -látin afskiptalaus. „Húsin
féllu sökum vanhirðu og það var
sárt að horfa upp á verðmæt hús
verða eyðileggingunni að bráð,“
segir Hildegard. „Ríkið tók húsin
eignarnámi, það er að segja ef eig-
endur gáfu ríkinu ekki hús sín, en
ekkert fé fékkst í nauðsynlegt við-
hald og viðgerðir."
„Það vildi enginn erfa hús,“ segir
Dieter og kímir.
Hildegard:„En nú koma eigend-
urnir aftur!“
Dieter:„Við höfum reynt að taka
nokkur hús í gegn, vonum að Leipz-
ig verði fín aftur.“ Syngur svo:
„Mein Leipzig lob ich mir, es ist ein-
klein Paris“!
Hann segir að skipulag borgar-
innar hafi alltaf verið erfítt. Þijár
ár hafi eitt sinn runnið um borgina,
en séu nú neðanjarðar menguð af
úrgangi efnaverksmiðja. „Nú þurf-
um við að greiða fyrir gamlar synd-
ir, en við viljum endilega fá árnar
upp á yfírborðið aftur."
KIRKJAN
Nikulásarkirkja og Tómasar-
kirkja, sem eru Bachkirkjur báðar
tvær, eru þær helstu í Leipzig og
það var í þeirri fyrrnefndu sem
menn söfnuðust saman á mánudög-
um um fimm leytið og ræddu fram-
tíð Austur-Þýskalands. „Ég spilaði
á orgelið þarna og kirkjan var ætíð
full. En þetta v'ar ekki messa í eigin-
legum skilningi," segir Dieter.
„Stuttu fyrir 9.nóvember 1989 voru
svo allar aðalgötur og hliðargötur
fullar af fólki, bæði borgarar og
lögreglumenn með hunda.“
- Voruðu þið ekkeit smeyk?
________________________________________________________________________________________________________________________________________1981
„Smeyk?!“ hrópar Hildegard.
„Við vorum dauðskelfd! Við óttuð-
umst blóðbað. Óróleikinn lá í loft-
inu, var í hveijum einasta manni.
Við höfðum slæma reynslu frá árinu
1953 þegar við gerðum uppreisn og
Rússar bældu hana niður.“
Dieter: „Okkur hefði aldrei dottið
í hug að ríkin ættu eftir að samein-
ast. Foreldrar okkar höfðu sagj;, að
Rússar gæfu aldrei eftir það sem
þeir eitt sinn hefðu eignast.“
„Okkur fannst það sorgleg til-
hugsun,“ segir Hildegard.
Ég spyr þau hvort það hafi ekki
verið erfítt að vera kristin meðal
kommúnista, en þau segja að það
hafi einmitt verið kirkjan og músik-
in sem veitti þeim hald og traust.
„Sem kristinn maður hugsaði ég
með mér: Þúsund ára ríki Hitlers
varð að engu, og guð mun líka
ákveða hversu lengi þetta ríki var-
ir,“ segir Dieter. „En ég hef líka
spurt sjálfan mig hvort það ástand
sem við höfum núna í Þýskalandi
sé nokkuð betra."
- Áttu við sameinað Þýskaland?
„Nei, ég á við það hvernig við
lifum núna. Þegar maður trúir í ein-
lægni er von til. En þegar menn
fara að gefa sig að tilgangslausum
hlutum þá eiga þeir ekki mikla von.
Á þessari stundu getum við kirkj-
unnar menn ekki séð að maðurinn
eigi mikla framtíð fyrir sér. Sagan
hefur margoft sýnt að það hefur
aldrei bofgað sig að ætla sér að ríkja
yfir sköpunarverkinu.
Árið 1989 voru allar kirkjur fullar
og fólkið stóð saman. En það gildir
ekki lengur.“
„Þegar vel gengur þarfnast menn
ekki kirkjunnar,“ bætir kona hans
við.
BRÆÐURNIR
- Hvernig fínnst ykkur að byggja
upp ríki ykkar í annað sinn á stutt-
um tíma, hafið þið trú á að það
muni takast?
„Hveiju á maður að svara Mutti?“
segir Dieter og horfir á konu sína.
„Það verður að takast," segir hún
ákveðin.
„Ég verð að viðurkenna að ég
verð víst ekki yngri, segir Dieter.
„En það sem er gott og jákvætt
komum við til með að njóta. Það
er indælt að geta ferðast og keypt
sér almennilegan fatnað. Hins vegar.
óttumst við atvinnuleysið."
Ég spyr þau hvo'rt þeim finnist
þau tilheyra hinu sameinaða Þýska-
landi? Þau segja að síðustu tíu árin
hafi þau þekkt betur til vestur-
þýskra stjórnmálamanna en austur-
þýskra. Hildegard segir að þau hafi
þó oft hugsað um það hvernig þeim
yrði tekið fyrir vestan.
„Þeir segja að við viljum fá allt
upp í hendurnar,“ segir Dieter áður
en ég fæ ráðrúm til að spyija.
Hildegard:„Sumir segja að vrð
hefðum bara átt að vera hjá Rúss-
um.“
„Þeir fyrir vestan þörfnuðust okk-
ar ekki, en Þýskaland er og á að
vera eitt ríki,“ segir Dietter með
þunga.
- Eruð þið kannski gröm bræðrum
ykkar í vestri?
„Ekki gröm, en stundum finnst
okkur sem þeir líti niður á okkur,“
segir Dieter.
Hildegard:„Það er ekki jafnræði
með okkur.“
„Við sátum með syni okkar á
kaffihúsi hér í Reykjavík," segir
Dieter, „og við næsta borð sátu
landar okkar að vestan og töluðu
illa um Þjóðveijana að austan. Sem
betur fer eru þó ekki allir sem hugsa
svona, en það væri ekki óraunhæft
að ætla að þjóðin skiptist í tvær
jafnar fylkingar hvað sameininguna
snertir.
Við Þjóðveijar að austan höfum
mikið að gefa löndum okkar menn-
ingarlega séð. Við gefum þeim Dres-
den, Weimar, og aðeins það að við
lifðum þetta af er stór gjöf. Við
höfum mikið að gefa með þessa
reynslu.
Sonur okkar er nú að heíja há-
skólanám og við fórum með hann í
margar borgir til að sýna honum
háskólana, meðal annars í Frank-
furt og Hamborg, en hann sagði:
Nei, ég ætla að læra heima. Við
erum eitthvað, og við frá Leipzig
höfum upp á margt að bjóða.“
MODEL MYND! er nýtískuskóli,
sniðin ttð þörfum fólJcs f nútíma þjóðfélagi
MÓDEL MYND! er skóli
sem þjónar aldrinum 7-60
ára af báðum kynjum.
MÓDEL MYND! starfar í
6 vikur í senn, ýmist einu
sinni eða tvisvar í viku.
Aðalkennarar skólans
eru: Guðrún Ólafsdóttir
(Snúlla) og Kolbrún Aðal-
steinsdóttir (Koila) sem
sameina nú margra ára
kunnáttu sína ásamt
fjölda annarra sérhæfðra
kennara.
MYND
Kringlunni,
símar 12934 — 677270.
Ath. Við erum á besta
stað í bænum.
Við erum ÍKRINGLUNNI.
Afhending skírteina verð-
ur laugardaginn 14/9
kl: 10-17 á 3. hæð.
Kennslan byrjar mánu-
daginn 16/9.
Mætum öll kát og hress.
Kærar kveðjur.
Snúlla og Kolla.
7-9 ÁRA: Strákar og stelpur: Lærið á
skemmtilegum námskeiðum. Vantar börn
til sýningastarfa. í boði er góð kennsla,
mikið og nytsamlegt nám.
10-12 ÁRA: Strákar og stelpur: Sett upp
tískusýning. Hverjir eru möguleikar mínir?
Feimni, ganga í takt við músík, tíska -
efni, hreyfing, dans, leiklist, myndataka,
myndbandsstund, auglýsingar. HIP HOP
músík og spor.
13 ÁRA OG ELDRI: Módel námskeið hjá
MÓDEL MYND.
Okkur vantar stráka á skrá. Unglingar, ef
þið viljið læra þá getum við kennt ykkur
spennandi námskeið með spennandi nýj-
ungum. Leltum að hæfileikaríku fólki.
Staða 1. Byrjendur, söfnun í möppu, að
bera sig vel, tíska, húð og hár,
undirstaða.
Staða 2. Framhald af stöðu 1. Þyngra og
við ætlumst til meira af þér.
Staða 3. Módeling-auglýsingar, mynda-
taka, módelum komið á fram-
færi, diploma, prófskjöl afhent.
KONUR! KONUR! KONUR! 40 ÁRA OG
ELDRI! NYTT! Ekki sitja heima. Komið
heldur og prófið eitthvað fyrir ykkur sjálfar!
NÁMSKEIÐ SEM TEKUR Á MÖRGU
Kynningar, óöryggi, mín eigin sjálfsímynd,
göngur, stöður, sjálfsöryggi, tíska, fataval,
svar í síma, halda veislur, borðskreyting-
ar, hormónabreytingar, skilnaðir, sorgir.
HJÓN! HJÓNAKLÚBBAR! HJÖN!
Því ekki að breyta til og læra eitthvað
saman sem gaman er að!!
Að bera sig vel, halda veislur, partý, mann-
leg samskipti, leikfimi, dans, ganga í takt
við músík, leiklist, kynningar, samtalsþætt-
ir, boðið út, hvernig vill hún að þú sért?
Hvernig vill hann að þú sért?
Leikurinn Tarsan og Jane! Komdu fram við
mig eins og ég kem fram við þig. Hjón í
nútíma þjóðfélagi o.s.frv.
Aldursskipting
7- 9 ára 13-15 ára 20-30 ára
10-12 ara 16-20 ára 30-40 ára
Leiðbeinum með skreytingar fyrir brúð-
kaup og útstillingar fyrir verslanir.
Innrítun tiafín sunnudag 8/9 kl. 13-18 og öll kvöld þessa viku.
Símar 677270 og 12934
AFHENDING
__________________________________________U
rr
skírteina fyrir kennslustaði okkar:
Kópavogur
Alftanes
Seltjarnarnes
Tónabær Rvk.
er í dag sunnudag 8. sept
kl. 13-18 á Smiðjuvegi 1, Kópavogi.
Einnig:
* Studio 1
Létt „æfing" fyrir veturinn!
* Studio 2
Myndband frá nemendasýningu, Vor '91!
*Allirnemendur fá óvænta gjöf!
Allir velkomnir
Dansandi kveðja,
_ 1 Dagný Björk
danskennari
V/SA' F
BBEHBI
DSI. DI. ICBD.
Kennsla hefst mánudaginn 9. sept.