Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 25
MOKÖtmféliAlMB
Kentucky er ódýr; nám á fram-
haldsstigi kostar 4.138 dali (um 233
þús. íkr.).
í Bretlandi verða erlendir náms-
menn að greiða skólagjöld. Gjöld
við breska skóla eru oftast umfram
hámark það sem lánasjóðurinn set-
ur. Lánasjóðurinn lánar vegna náms
þar um 3.300 pund (tæpar 311
þús. íkr.) en gjöldin í flestum tilvik-
um 4.000-6.000 pundum (414-622
þús íkr.). Nám í klíniskri sálarfræði
getur jafnvel kostað 8.100 pund
(rúmlega 849 þús. íkr.) árlega í
þrjú ár.
Á meginlandi Evrópu krefjast
opinberir háskólar almennt ekki
skólagjalda. Stjórnunarskóli Evr-
ópubandalagsins í Belgíu innheimtir
þó skólagjöld, þar á bæ kostar eins
árs stíft og samþjappað nám í
stjórnunar- og stjórnsýslufræðum
320 þúsundir belgíska franka (rúm-
ar 547 þús. íkr.).
Opinberir eða ríkisreknir háskól-
ar í Evrópu hafa ekk'i farið var-
hluta af niðurskurði og aðhaldi á
ýmsum sviðum. Nemendum hefur
fjölgað á hvern kennara og námsað-
staða stundum versnað. Þetta hefur
örvað einkarekna skóla sem bjóða
„betri þjónustu“ ef svo má að orði
komast. T.d. er í boði viðskiptafræð-
inám á masters-stigi í Frakklandi
sem kostar yfir eina milljón ís-
lenskra króna. Örfáir íslendingar
hafa stundað nám í slíkum skólum
að sögn Þórðar Gunnars Valdimars-
sonar og hann lagði áherslu á að
þeir væru í algjörum minnihluta í
hópi þeirra námsmanna sem lærðu
í Evrópu.
Málið ekki rætt innan LÍN
Hugmyndir um gjaldtöku, skóla-
gjöld/innritunargjöld við Háskóla
Islands og/eða íslenska sérskóla
sem ræddar hafa verið innan ríkis-
stjómar og stjórnarflokkanna hafa
ekki borist inná borð lánasjóðsins
og verið ræddar af stjóm sjóðsins.
Að sögn Þórðar Gunnars Valdi-
marssonar hefur ekki tekin afstaða
til þess hvort sjóðurinn myndi lána
námsmönnum ‘vegna hugsanlegra
námsgjalda við Háskóla íslands.
En framkvæmdastjórinn sá strax
þijá fleti á því máli.
1) Veita lán vegna skólagjalda
eins og gert hefði verið vegna náms
við íslenska sérskóla, s.s. Sam-
vinnuháskólann eða Tölvuskóla
V^rslunaskólans. — Þá yrði sparn-
aður ríkisins lítill a.m.k. til að byija
með. Ef 5.500 lánþegar sem stun-
duðu nám hérlendis greiddu t.d. 30
þúsundir króna í skólagjöld og
fengju lán fyrir þeim myndu lánveit-
ingar sjóðsins aukast um 165 millj-
ónir.
2) Sá möguleiki væri einnig fyrir
hendi að flokka gjaldtökuna sem
innritunargjald; yrði þá ekki veitt
hærra lán.
3) Einnig kæmi til greina að líta
á þessa gjaldtöku sem sérstakan
kostnað sem væri ekki beint viður-
kenndur en tekið tillit til við tekju-
meðferð á lánsumsóknum. Þá
myndi kostnaður vegna skólagjalda
draga úr þeirri skerðingu á náms-
lánum sem námsmenn verða að
sæta vegna eigin atvinnutekna. Slík
túlkun myndi einungis koma þeim
námsmönnum til góða sem hefðu
háar tekjur en ekki nýtast þeim
tekjulægri.
Hörð gagnrýni á skólagjöld
Hörð gagnrýni hefur komið fram
á hugmyndir ríkisstjórnrinnar um
skólagjöld og raunar er ekki eining
um þau innan stjórnarflokkanna því
þrír þingmenn Alþýðuflokksins
hafa gert fyrirvara við þennan
tekjulið fjárlagafrumvarpsins og
vilja ekki að hann verði settur inn
sem sértekjur. Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra segir að slíkt
verði væntanlega ekki gert. Stjórn-
arandstaðan telur að skólagjöldin
bijóti í bága við lög um framhalds-
skóla en Olafur G. Einarsson telur
að ótvíræð lagaheimild sé til staðar
fyrir þessari gjaldtöku þótt mein-
ingarmunur væri um til hvaða þátta
í starfsemi skólanna mætti inn-
heimta innritunargjöld.
Nýr rektor Háskóla íslands,
Sveinbjörn Björnsson, gerði skóla-
gjöld m.a. að umræðuefni í ræðu
sinni við rektorsskiptin í vikunni.
Hann taldi ekki ráðlegt að fara inn
á braut skólagjalda til að ná endum
saman í rekstri skólans. Reynslan
af slíkum gjöldum sýndi að þessi
gjöld færu hækkandi með tímanum
og gætu orðið veruleg hindrun efna-
minni ' stúdentum og
barnmörgum fjölskyldum.
Olafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra segir að ekki sé verið
að neyða skólanna til að innheimta
þessi gjöld. Ef þeir fínni önnur ráð
til að brúa bilið þá geri þeir það.
VAR ÞESS VIRÐI
FÆÐUBÓTAEFNIÐ
►
I
FÆST LOKSINS A ISLANDI
FRA ÖRÓFI ALDA HEFUR YUCCA PLANTAN VERIÐ
MIKILVÆGUR HLEKKUR í FÆÐUKEÐ|U INDÍANA
NORÐUR-AMERÍKU, OG HAFA ÞEIR KALLAÐ HANA
GULL EYÐIMERKURINNAR, ENDA TÖLDU ÞEIR
AÐEINS VATN MIKILVÆGARA. UR PLÖNTUNNI
HEFUR NÚ VERIÐ UNNIÐ FÆÐUBÓTAREFNIÐ
YUCCA GULI
◄
I
- segir Finnbogi Rútur Arnarson
Menntun kostar sitt, iðni og ástundun nemenda. Og síðast en ekki
síst peninga. í Stjórnunarskóla Evrópubandalagsins eru flestir
nemenda styrkþegar framkvæmdastjórnar bandalagsins eða ríki-
stjórna bandalagsríkjanna. Þ6 ekki allir; Finnbogi Rútur Arnarson
sendiráðsritari borgaði sjálfur.
Stjórnunarskóli Evrópubanda-
lagsins er embættismanna-
skóli, rekinn af bandalaginu til
að mennta stjórnarerindreka og
svonefnda „eurokrata" þ.e.a.s.
embættismenn við binar margvís-
legu stjórnardeildir bandalagsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Lán-
asjóði íslenskra námsmanna kost-
ar nám við þessa menntastofnun
nú 320 þúsundir belgískra franka,
þ.e.a.s rúmar 547 þúsundir ís-
lenskra króna.
Skólinn er þröngur inngöngu;
strangar kröfur eru gerðar til
hæfni nemenda. 95% nemenda eru
styrkþegar framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins eða ein-
stakra ríkisstjórna. Finnbogi Rút-
ur tilheyrði minnihlutahóp, hann
borgaði námið. Þegar Finnbogi
Rútur var nemandi fyrir þremur
árjjm var námið reyndar allmiklu
óaýrara, ekki nema 230 þúsundir
franka (rúmar 393 þús. íkr.).
Finnbogi Rútur sagði að hann
hefði getað lækkað þann kostnað
enn frekar þar sem fæði og hús-
næði hefði verið innifalið í verðinu
en með því að sjá um sig sjálfur
hefði gjaldið farið niður í 130
þúsundir franka (rúmar 222 þús.
íkr.).
— Var námið peninganna
virði?„Já, það var þess virði, ég
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Finnbogi Rútur Arnarson
var ánægður með skólann. Það
er ekkert annað en að bíta á jaxl-
inn og borga. íslenska ríkið styrk-
ir ekki sérstaklega nám í dýrum
skólum svo maður verður að taka
lán. Og það verður að endur-
greiða. Þetta er í sjálfu sér ekk-
ert meira en menn hafa borgað
fyrir framhaldsnám í Bandaríkj-
unum. Kennararnir komu hvað-
anæva úr Evrópu, og jafnvel frá
Bandaríkjunum, og þeir voru
langflestir mjög góðir. Það voru
gerðar miklar kröfur um gæði
kennslunnar."
►
I
►
I
►
HVAÐ GERIR YUCCA GULL FYRIR ÞIG?
■ HREINSUN:
YUCCAGULL INNIHELDUR EENI SEM ER TALIÐ HAFA
HREINSANDI AHRIF A MELTINGARFÆRIN OG
RISTILINN OG LOSA UM URGANGEFNI SEM
LÍKAMINN HEFUR EKKI HREINSAÐ SIALFUR.
■ GIGT:
YUCCA GULL ER TALIÐ DRAGA UR GIGTAREINKENN-
UM - RANNSÓKNIR I BANDARIK|UNUM SYNDU
VERULEGAN BATA H|A 85% GIGTARSIUKLINGA SEM
NOTUÐU YUCCA GULL
■ STREITA:
YUCCA GULL ER TALIÐ DRAGA VERULEGA UR
STREITU OG STYRKJA LÍKAMANN
■ HAGSTÆTT VERÐ:
DAGSKAMMTUR ER 2 TÖFLUR Á DAG, SEM TAKA
MÁ INN KVÖLDS EÐA MORGNA. EITT GLAS AF
YUCCA GULLI MEÐ MÁNAÐARSKAMMTI
KOSTAR AÐEINS 490,-
SVII’AD (Kj 2 SIC.AKI TTL H’M\I\ \/\.
I l\l\ \L \ii:on \ /S/ \\ 1)1:
beUR/iíi[:
LAUGAVEGI 66, 101 R.VIK. SIMAR: 623336, 626265
◄
I
◄
I
GRFIÐSLUKORT
PÓSTKRÖFUÞIÓNUSTA
◄