Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 34

Morgunblaðið - 08.09.1991, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRjRj jl. SEPTEMBER 1991 Einsemd Eg skrapp um daginn aust- ur að Þingvöllum eins og ég geri stundum mér til sálu- bótar. Veðrið var stillt, þétt úðarigning, en annað veifið grisjaði í Grafn- ingsíjöllin og gufurnar í Henglinum stigu tignarlega til himins. Vatnið var eftir Sigurð G. spegilslétt og Tómasson himbriminn hljóðaði undir dimmbláu Arnarfelli. Þegar ég var lítill sagði hún amma min mér að gufustrókarnir í Henglinum segðu fyrir um veður. Liklega hefur Hitaveit- an nú endanlega séð fyrir þeim þætti i alþýðlegri veður- fræði, þótt engin kelling eins og hún amma mín sé nú leng- ur á dögum, hvort sem er. Ég gat semsagt ekkert spáð i hverina og lét mér duga að horfa á veðrið eins og það var og hvernig það varð, því það breytist stöðugt. Ég labbaði upp í Almannagjá, leit yfir í Hestagjá, þar sem nú fá ekki að koma neinir hestar, í fyrsta sinn í meira en þúsund ár, að boði yfirvaldanna. Svo gekk ég veginn niður gjána, þar sem skammsýnir fram- kvæmdamenn spilltu sögu- legum minjum, til þess aðgeta tekið á móti arfaprinsinum sínum. Þegar ég stóð á brúnni ^varð mér hugsað til allra þeirra alþýðukvenna sem létu Íífið í hylnum fyrir tilverknað fyrirrennara hátignarinnar. Þegar hún amma mín kom að Þingvöllum var sú myrka fortíð horfin í móðu timans en örnefni eins og Gálgaklett- ar, Drekkingarhylur og Brennugjá hafa vakið óhug i barnshjarta. Hún kom for- eldralaus austan úr Holtum, var svo heppin að eldri systir hennar var orðin gift kona og þau bjuggu á hálfum Þingvöll- um á móti prestinum. Og þeg- ar ég stóð þarna á gjárbarmin- um, þar sem búið er að byggja hátimbraða palla svo við slítum ekki burt helgasta stað þjóðarinnar, varð mér hugsað til hennar og mundi eftir sögu sem hún sagði mér. Þetta var sumarið 1882. Hún var rétt að verða tólf ára og þótt hún væri rétt komin á staðinn var hún send að ná í kýrnar. Það var niðaþoka, svartari en þennan sumardag meira en hundrað árum seinna sem ég stóð þarna og horfði. Hún amma mín fann aldrei kýrnar frá Þingvöllum, því hún villt- ist í þokunni og ráfaði um í endalausu hrauninu þangað ,til hún fannst seint og um síðir með hói. Og mér varð hugsað til hennar þarna í ein- hverri lautinni, í sumarnótt á Þingvöllum, þar sem þokan settist að þér og enginn var á ferli og ekkert hljóð heyrðist. Og þegar full rúta af túristum sturtaðist yfir mig þarna á timbrinu hætti ég að heyra í himbrimanum en hugsaði með mér: Hún hefur heyrt í honum líka. Og það var eins og þau væru ekki liðin þessi hundrað ár. BYLTA Lítil virðing fyrir kóngafólki Prinsessan Marta Lovísa hefur lengi haft brennandi áhuga á hross- astússi og meðal annars numið hrossatamingarfræði á skóla í Bret- landi. Hún þykir liðtækur knapi og hún hefur sett stefnuna á næstu Olympíuleika þar sem hún ætlar að keppa í hrossaþrautum. Því er þetta gert að umræðu- efni, að myndsyrpan sem hér fylgir birtist nýverið í dönsku viku- blaði og þar sést best, að áralangar æfingar hafa ekkert með það að gera, að hvenær sem er getur bykkjan tekið upp á þeim óskunda að varpa knapanum af baki. Þó að hrossafólkið beri hjálma á höfði geta meiðsli hlotist af slíkum bylt- um. Það er til í dæminu að lenda illa, eða að verða fyrir sparkandi hófum hrossins, sem sjaldnast meinar neitt illt með þessu. Lovísa slapp með skrekkinn að þessu sinni. Þetta átti sér stað á hrossasýningu í Lundúnum, en það fylgir sögunni, að hvorugt hafi þekkt hitt, hrossið og Lovísa og því hafi ekki betri samræming á hreyfingum náðst. Lovísa prinsessa steypist á haus inn, en slcppur með skrekkinn. UOÐABLUS Það lifir enginn ánljóðsins I kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.00 hefst nýstárleg dagskrá í Púlsin- um við Vitastíg, en þá stíga sex ijóðskáld og blúskóngarnir í Vinum Dóra á sviðið samtímis og opinbera innstu kenndir sínar fyrir áheyr- endum. Skáldin munu lesa upp ljóð sín, en Vinir Dóra verða í bak- grunninum á meðan, a.m.k. fyrsta kastið. Eitt skáldanna, sem fram kemur, er Hrafn Jökulsson og var hann fyrst spurður hvaða skáld kæmu fram í kvöld. Þetta eru allt skáld af yngri kyn- slóðinni, þó svo að aldursmun- ur á hinu elsta.og hinu yngsta sé nokkur. í stafrófsröð eru það auk mín þeir Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Stefánsson og Krist- ján Þórður Hrafnsson, sem fram koma. Svo má vitaskuld ekki gleyma heiðursgestinum, Hilmari Erni Hilmarssyni, sem hefur lofað okkur einhverskonar gjörningi. Hverskonar veit ég ekki. En hvað er það, sem knýr unga menn tii þess að stíga á stokk og lesa upp ljóð? „í mínu tilviki er helsta ástæðan sú, að ég var að gefa út ljóðabók, sem heitir Húsinu fylgdu tveir kett- ir, og á sama hátt og tónlistarmenn fylgja plötuútgáfu eftir með tón- leikahaldi er sjálfsagt fyrir ljóð- skáld að koma afurðum sínum á framfæri með öllum ráðum .. . Svo finnst mér líka svo ljómandi skemmtilegt að lesa upp. Þetta á væntanlega líka við um félaga mína. Þeir eru flestir með nýt.t efni í fórum sínum og þó svo . JA NU SKIL EC að þeir séu ekki allir með ljóðabók í vændum vilja þeir vitaskuld kynna nýjustu viðfangsefni sín.“ Þetta er ógnarfjöldi... lifir ein- hver á ljóðum? „Nei, það held ég ekki. En ég held að enginn okkar lifi án þeirra heldur.“ En hvers vegna eruð þið að blanda saman ljóðum og blúsi? „Þessi hugmynd kviknaði fyrst hjá okkur Jóhanni G. Jóhannssyni, sem rekur Púlsinn. Sumsé að ég læsi upp ljóð þarna og fengi ein- hveija tónlistarmenn mér til fullt- ingis. Og þá komu Yinir Dóra að sjálfsögðu fyrst upp í hugann. Þeg- ar ég reifaði þetta við Halldór Brag- ason, Dóra sjálfan, þá kom í ljós að hann hafði verið að velta svipuð- um hugmyndum fyrir sér. Við ræddum þetta og ákváðum svo að hóa í þetta einvalalið og hér erum við!“ Hvernig leist hinum skáldunum á þetta? „Menn voru furðufljótir að kveikja. Þetta hljómaði kannski fjarstæðukennt í fyrstu, að standa Hrafn Jökulsson. uppi á sviði með heila hljómsveit á bak við sig og lesa upp ljóð. Sumir hafa þá tilhneigingu að líta á ljóð sem ofurviðkvæman hátíðarvöru, sem þoli ekkert hnjask, en það er sjaldnast rétt. Að minnsta kosti voru mínir menn ekkert hræddir við þetta. Það hefur kannski hjálpað, að Dóri sagði okkur að hann og vinir hans væru eina hljómsveitin á ís- landi, sem kynni að spila lágt! En svo þegar upplestrinum er lokið, munu Vinir Dóra sýna og sanna, að þeir kunna bæði að spila hátt og lágt.“ Nú hefur Besti vinur ljóðsins sagt sitt síðasta eftir fimm ára starfsemi, en þú varst þar fremstur meðal jafningja. Eru önnur fímm ár ljóðalesturs — og nú með blús- ívafi — í vændum? „Við sjáum bara til með það. Þetta er fyrst og fremst okkur, sem þátt tökum í þessu, til skemmtun- ar. Nú, ef sú skemmtun smitar út frá sér, þá er aldrei að vita með framhaldið." T$LVAN HEXAGLOT ERT ÞÚ AO FARA I FERDALAC EDA í TUNGUMÁLANÁM 7 é (SLENSKA, DANSKA. ENSKA. FRANSKA. ÞÝSKA. SPÆNSKA ALLT (SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR YFIR UM LAND ALLT p ItrjjpOTfrl 'ítíj> cn ih Bladk) sem þú vaknar við! Ilil j.J I«l illUUí v ••- Kennsiustaðir: Auðbrekka 17, "Lundur" Auðbrekku 25, og "Hallarsel" við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og uppiýsingar dagana 2. - 6. sept. kl. 13 -19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Kennsla hefst miðvikudaginn 11. sept. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öilum stærðum og gerðum. 1 / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.