Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 35

Morgunblaðið - 08.09.1991, Side 35
1 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUIUl 3 I )UO=1 fflQAJHKUOHOM SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1991 KVIKMYNDIR Lofsamleg umfjöllun g um Börn náttúrunnar « í Noregi - Nýjasta mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, var í frumsýnd í Noregi í síðasta mánuði. Hún hlaut lofsamleg ummæli í norskum blöðum og hér á eftir fara hlutar úr gagnrýni blaðanna Aftenposten, Dngbkidet og Verdens Gang. IAftenposten hinn 22. ágúst fjall- ar Edel Bakkemoen um Börn náttúrunnar og segir að hún sé „alvörugefin og sannfærandi mynd, brosleg á stundum, sem fjallar um hversu tilgangslaust lífið á elliheim- ili getur virst". Þar segir að mynd- in byrji rólega, en líði síðan ljúflega áfram. „Á sömu stundu og gamla parið læðist út í næturmyrkrið á skjannahvítum hlaupaskóm, stelur gömlum jeppa og gefur sig á vald hinnar fögru íslensku náttúru og höfuðskepnanna, gerist eitthvað áþreifanlegt í myndinni. Það er eins og flóttinn til frelsisins hafi blásið nýju lífi í persónurnar og kvik- myndagerðarmennina um leið. Hugarflug þeirra fær að leika laus- um hala og endurspeglast í stór- brotnum myndum, og óvænt hjálp frá yfimáttúrulegum öflum gefur þessu aukið vægi.“ Bakkemoen lýkur umfjöllun sinni á því að benda á að Börn náttúrunn- ar eigi margt sammerkt með mynd- um Wims Wenders, „en hér er það hið heillandi íslenska landslag sem er umgjörðin um leitandi ferðalag einmana manneskja". Umfjöllun Borghildar Maaland birtist í Dagbladet sama dag. Þar segir hún að myndin höfði á áhrif- amikinn hátt til tilfinninganna og að leikstjórinn, Friðrik Friðriksson, geri þá kröfu til áhorfenda að þeir gefí sér tíma til að horfa á hana. Löng atriði án orða gefí kyrrstöðu til kynnji. „En smám saman fer myndin að lifna á tjaldinu," segir Borghild. „Friðriksson lýsir niður- lægjandi lífi gamla fólksins með Friðrik Friðriksson. örsmáum, nákvæmum smáatriðum, bæði hjá fjölskyldunni og á elliheim- ilinu.“ Borghild segir að gildismat gamla fólksins í nútímasamfélagi vekji fólk til umhugsunar. Hún lýk- ur umfjöllun sinni á því að segja að myndin fjalli að nokkru leyti um rólega uppreisn gamals fólks, en einnig um djúpar tilfinningar sem birtast í einföldum orðaskiptum á milji tveggja manneskja. í Verdens Gang hinn 22. ágúst er umsögn um myndina sem Thor Ellingsen skrifaði. Þar segir að Börn náttúrunnar sé langt frá því að vera tregafull og væmin mynd. „Myndin fjallar um allt sem var og allt sem er á bitran, fallegan, bein- skeyttan og ljóðrænan hátt, hún fjallar um kynslóðabilið og óumflýj- anleik ellinnar." Farið er lofsamleg- um orðum um leikstjórn Friðriks, og sagt að hann hafi með myndinni sýnt styrk sinn sem leikstjóri og skapað sér sterk séreinkenni. Hann taki á efninu af mikilli innlifun og öruggu valdi á kvikmyndamiðlinum. „Friðriksson leikstjóri lætur ferð- ina að sjálfsögðu gerast á tveimur sviðum," segir Ellingsen, og á þá við að ytri atburðarás er aðeins umgjörð um aðra og mikilvægari sögu. Bæði gamalmennin láta sig dreyma um afturhvarf til hins liðna og um að snúa aftur til heimahag- anna. Hann lýkur orðum sínum með því að lýsa ferð gamalmennanna sem „hæglátri ásökun, bæði gam- ansamri og innilegri". 3 I J Morgunblaðið/pþ. Jens Á. Tómasson á tröppunum fyrir utan Gamla skála i Vatnaskógi. HEFÐ Jenni í Vatnaskógi í fimmtugasta og fyrsta sinn Þeir eru margir sem koma oft á gamla staði til þess að rifja upp gömlu góðu daganna, þar sem þeir hafa átt góðar stundir á sínum yngri árum. Sjaldgæft mun aftur á móti vera að menn séu svo síungir í anda að þeir taki þátt í flokkastarfsemi sem ætluð er börnum og unglingum þótt sjálfir séu þeir komnir af léttasta skeiði. Til eru undantekningar á öllum reglum og ein undantekningin er Jens Á. Tómasson sem hefur komið hvert sumar í dvalarflokk í Vatnaskógi síðan 1940 eða í alls fimmtíu og eitt skipti í röð. Jens er nú 75 ára gamall, en það eru ekki nema flmm ár síðan að hann hætti að mæta í drengjaflokka og venja komur sínar þess í stað í sér- stakan karlaflokk. Jens, eða Jenni eins og hann er náttúrulega kallað- ur hefur ævinlega fallið vel í hópinn þrátt fyrir 60 ára aldursmun. Hann hefur ævinlega tekið þátt í leikjum með drengjunum og alltaf hlakkað jafn mikið til þess að komast í Skóg- inn ár hvert. Margir kannast við Jens frá strætis- vagnabiðskýlinu á Hlemmi þar sem hann mundar kústinn og heldur íjvæðinu hreinu. Það er af sem áður húsinu, þá þurfti Jenni að sópa þrisvar á vakt, en nú er ein umferð látin duga. Þótt árin séu orðin 75 talsins lætur hann engan bilbug á sér finna á Hlemmi og þangað rek- ast ævinlega inn drengir sem þekkja sinn Skógarmann og spyija þá gjaman hvort hann sé ekki með munnhörpuna í vasanum og hvort hann vilji ekki taka eitt lag eða svo. Til að kóróna allt saman, setur Jenni saman ljóð, en það eru engin venjuleg Ijóð, heldur svokallaðar „Jennhendur“. Ein er svona: Ganga um skóginn kappar tveir spjalla mikið saman. Annar ætlar að gifta sig en hinn að búa í kofa. Og önnur er svona: Einn og kvart Mundi smart Einn og hálfur ' Jf—| —Mnndi-sjálfur.- DANSSKÓLIAUÐAR HARALDS Erlendir gestakennarar: Constansa Krauss og Woody Krauss frá Þýskalandi Kennslustaðir: Skeifan 11B, Gerðuberg í Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 13-19 ís. 686893 og 39600 Skírteini afhent í Skeifunni 11B laugard. 7 sept. og sunnud. 8. sept. kl. 13-18 Kennsla hefst mánud. 9. sept. F.Í.D. - betri kennsla - betri árangur Samkvæmisdansar Gömlu dansarnir Barnadansar yngst 3-5 ára Rock’n’roll — tjútt — Funk og Hip hop Barna-, unglinga- boogie og hjónahópar Einkatímar Byrjendur — framhald DA/VSS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.