Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 12.09.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 SIEMENS Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SlMI 28300 STJARNAN GARÐABÆ Líkamsrækt fyrir alla aldurshópa í íþróttamiðstöðinni Asgarði Leíkfimi fyrir karla og konur á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Sund og heitir pottar eftir hvern tíma. Tímarnir eru kl. 17.15,18.15 og 19.10. Leiðbeinendur eru Lovísa Einarsdóttir, Ólafur Á. Gislason, Sigurjón Elíasson og Birna Guðmundsdóttir, íþróttakennarar. Mömmumorgnar á mánudags og fimmtudagsmorgnum. Fjölbreytt leikfimi. Leiðbeinandi Birna Guðmundsdóttir íþróttakennari. Nánari upplýsingar og innritun í síma 651940 á fimmtudag og föstudag. Námskeiðin hef jast mánudaginn 16. september n.k. Gönguferð um gosbeltið, 11. ferð: Hestagjá - Víðiker eftirBaldur Sveinsson Lagt verður af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 10 og 13 sunnudaginn 15. september og er þetta 11. ferðin og sú næstsíð- asta um gosbeltið. Ekið verður sem leið liggur um Mosfellsdal að Kárastaðastíg, en hann er gamla ökuleiðin niður í AI- mannagjá. Til hægri handar er Hakið með ágætri útsýnisskífu. Áður en lagt er af stað í gönguna er tilvalið að ganga að skífunni og kynna sér vel hinn fagra fjallahring, sem verður fyrir aug- um næstu stundirnar og njóta um leið helgi staðarins. Gert er ráð fyrir að fylgt verði Almannagjá allt til Leynistígs. Við Drekkingarhyl verður farið yfír Öxará og gengið undir Fang- brekku og Hallinum inn á Vellina efri, en þaðan eftir göngustíg upp í Stekkjargjá. Er þaðan stutt að ganga að öxarárfossi, þar sem hann fellur niður í gjána tær og fagurskapaður með léttum úða til mikillar prýði fyrir annars dásamlegan hamrasal. í Fangbrekku munu þinggest- ir hafa setið og horft á glímur og aðra leika, sem fram fóru á sléttum vellinum fyrir neðan. Haldið verður göngunni áfram norður Stekkjargjá og farið upp úr henni til vinstri inn svokallað- an Langastíg og er þá komið upp á brúnir Snókagjár. Snókagjá er fremur erfið yfirferðar á köflum, vegna mikils framhruns úr gjár- veggjum og er því betra að þræða brúnir hennar, þegar komið er inn á Tæpastíg, þar sem þjóðvegurinn liggur niður á Leir- ana, er rétt að beygja til vinstri og ganga Hvammagjá inn undir Leynistíg. Hún er björt og gróð- ursæl og slétt undir fæti. Nú er stefnan tekin um Bola- bás og Sleðaás undir hlíðum Ármannsfells. Vestan undir Sleðaási, þar sem vegurinn sveigir upp á hann, stendur mik- ill steinn nefndur Grettishaf. Segir sagan, að Grettir hinn sterki hafi eitt sinn dundað við að lyfta þessu bjargi, þegar hann hafði ekkert merkilegt fyrir stafni. Ekki er þó ráðiegt fyrir göngumenn að þreyta sig neitt við bjargtök að þessu sinni, því Á slóðum Ferðafélags íslands að alllöng leið er enn fýrir hönd- um. Leiðin liggur nú við hlíðar- rætur Ármannsfells og er sig- dældin mikla, hinir fögru Blá- skógar, á hægri hönd. Einnig blasa við til sömu handar Hrafnabjörgin með þverhníptum móbergshömrum og setja þróttmikinn svip á landslagið. Framundan gnæfír fegursta dyngja landsins, fjallið Skjald- breiður, og gersemi fjallahrings sveitarinnar. Brátt er komið á Hpfmanna- flöt við austurenda Ármanns- fells, en þar skiptast leiðir. Leið- in til vinstri liggur um Sandkluft- ir, en sú til hægri er nefnd Ey- firðingarvegur. Hér mun hafa verið áningarstaður manna og hesta um langan aldur, malur opnaður og dreypt á ferðapela. Einnig er þess getið í fornum bókum, að þegar Ármann bjó í Ármannsfelli hafi verið efnt til íþróttamóts þar á vellinum og voru þar mættir til leiks hálf- þursar og önnur heljarmenni víðsvegar að af landinu. Fóru þar fram knattleikir og glímur allstórkarlalégar. Skessur og jötnastelpur sátu á Skessusæti og hvöttu garpana til átaka og hlógu dátt, svo að kvað við í.fjöll- unum. Bárður Snæfellsás var þar mættur til leiks og hvað hann sér hljóðs við mótslok og mælti svo: „Mun mannfundur þessi í minnum hafður, því ég hygg eigi komi annars staðar saman fríðara drengjaval né röskvari garpar, en hér eru nú og skal völlur þessi, er vér höfum hist, heita Hofmannaflötur.“ Liggur nú leiðin upp fyrir Sandkluftir með Lágafell á hægri hönd. Opnast nú sýn í norður fyrir sandorpna sléttu, sem þó er nokkuð gróin, þar sem heita Ormavellir. Lítið vatn, Sandkluftavatn, en þar í kvosinni til vinstri. Við enda sléttlendisins ber fyrir augu brekku sem upp skal klífa, og heitir þar Trölla- háls. Kemur þá í hugann gömul þjóðsaga um sakarmanninn Skúla, sem flýði undan óvinum sínum þessa leið og norður um Kaldadal. Segir sagan að hann hafí verið dæmdur á þingi til lífláts, en hann hafi sloppið úr haldi og komist á hest sinn Sörla mikinn stólpagrip. Reið hann síðan einhesta frá Þingvöllum norður um Kaldadal til Húsafells og er á þeirri leið örnefnið Skúla- skeið, en þar sneru fjandmenn hans aftur, því að þar er ekki reiðvegur sökum stórgrýtis. Grímur Thomsen hefur með kjarnyrtu kvæði gert afrek Sörla ódauðlegt. Kvæðið hefst þannig: Þeir eltu hann á átta hófahreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar en Skúli gamli sat á Sörla einum og svo að heldur þótti gott til’veiðar. Og síðar segir í sama kvæði: Þynnast bráðum gerði fjanda flokkur fimm á Tröllahálsi klárar sprungu og í Víðikerum var ei nokkur vel fær nema garpur Sveins í Tungu. Og nú eiga göngumenn eftir að klífa þennan snarbratta háls og því ráðlegt að blása mæðinni við rætur hans, áður en upp- gangan er hafin. Norðan við hálsinn taka við Víðiker, sauð- land gott og er þá komið að endalokum þessarar gönguferð- ar. Nú ræður fararstjóri hversu langt verður gengið inneftir Víði- kerunum. Upp frá Víðikerum rís allmikið fell, Kvígindisfell, en í suðvestri rísa Botnssúlur í allri sinni tign. Til norðausturs er jö- klasýn, en til austurs sést til Hlöðufells handan Skjaldbreiðar. Boðið er upp á tvær raðgöng- ur um gosbeltið þennan sunnu- dag, brottför í fyrri ferðina er kl. 10.00 en þá seinni kl. 13.00, frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Styttri gönguferðin hefst hjá Víðivöllum og endar í Víðikerum. Höfundur er verkfræðingur. . i i i » » ' » i t í í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.