Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991
21
Joseph A. Schumpeter var hægri
hönd Samuelsons við samsuðu til-
gátunnar, sem m.a. liggur að baki
nýaldarhugsun prófessors Hayeks,
sem áður var getið.
í tímamótaverki sínu „Theory of
Economic Development“, sem kom
út á þýzku árið 1911, hafði Schump-
eter sjálfur sett fram hugmyndir
um tengsl peningahugsunar á
eignahlið og tekjuhlið. Er bókin kom
út á ensku 1934 lýsti Schumpeter
þær hugmyndir ófullnægjandi en lét
síðan þar við sitja.
Um verðtryg’gingu
fjárskuldbindinga
íslenzkir peningahagfræðingar
virðast kunna nákvæmlega engin
skil á „Correspondence Principle"
Samuelsons, þótt tilgátan sé einnig
undirrót kennisetninga seðlabanka-
manna um gildi verðtryggingar fjár-
skuldbindinga við nútímaaðstæður
í hinu íslenzka hagkerfi.
Sem slík á tilgátan rætur að rekja
til Ricardos og Marx, sem litu á
alla peninga sem jafngildi fram-
leiðsluverðmæta — nýsköpun pen-
inga án tengsla við samtíma og
samsvarandi aukningu raunverð-
mæta spilaði enga rullu í Das Kapi-
tal og bíður enn viðurkenningar í
Seðlabanka ísiands.
„Hvað gengur manninum til með
þessari vitleysu," sagði Keynes er
Winston Churchill, þáverandi fjár-
málaráðherra Breta, hneppti brezka
hagkerfið í langvarandi kreppu upp
úr 1920 með fyrirfram dauða-
dæmdri tilraun til að endurvekja það
gullgildi, sem pundið hafði fyrir
1914.
Með Ólafslögum 1979 voru mis-
tök Churchills endurtekin hér á
Fróni af nákvæmlega sömu ástæð-
um og ráðið höfðu gerðum hins fyrr-
nefnda — í báðum tilfellum var
gengið til móts við hagsmuni fjár-
magnseigenda, sem hagnast höfðu
á undanfarandi seðlaprentun og
vildu gulltryggja hag sinn.
í grein sinni gengur prófessor
Ólafur út frá hliðstæðum forsend-
um, þótt síðustu leifar rauntrygg-
ingar pappírspeninga á alþjóðavett-
vangi hafi horfið með afnámi gull-
tengsla bandaríkjadals árið 1971 —
hugvitsmenn í íslenzka stjórnkerf-
inu kusu hins vegar að snúa klukk-
unni til baka.
Eins og fyrri daginn í Bretlandi
á fjármálaráðherratíð Churchills, þá
hafa afleiðingarnar orðið hrikalegar
— sá er þó munurinn, að Seðla-
banki íslands hefur forðast það for-
dæmi Englandsbanka, sem segir
ábyrgð á raungildi pappírspeninga
hvíla á herðum seðlabanka hvers
lands.
Ef yfirstjórn íslenzkra peninga-
mála vill axla þá ábyrgð, þá er henni
hægur leikurinn að endurvekja gull-
tryggingu íslenzku krónunnar —
hinn er þó vandinn verri, að nei-
kvæður gjaldeyrisvarasjóður bank-
anna, sem lög segja skuli varðveitt-
ur af Seðlabanka, myndi gera leik-
inn ótrúverðugan!
Vextir og verðbólga
Allur þessi formáli er nauðsynleg-
ur svo íjalla megi um umsagnir
prófessors Ólafs Björnssonar um
meint samhengi vaxta og verðbólgu,
þar sem höfðað er til reynslu er-
lendra ríkja af vaxtahækkun tii
áréttingar umsögnum, sem ekki
verða studdar fræðilegum rökum.
Gegn marxískri arfleifð sinni,
sem endurspeglast í kreppuvaldandi
verðtryggingu fjárskuldbindinga,
teflir yfirstjórn íslenzkra peninga-
mála óhaminni lánsfáraukningu eft-
ir forskrift nýaldarspeki — „flýtur
á meðan ekki sekkur" segja menn
þar á bæ og veðja á álver landi og
lýð til bjargar!
Prófessor Ólafur segir réttilega,
að háir vextir dragi úr verðþenslu
að því marki sem þeir minnki fjár-
festingar og umframeftirspurn í
hagkerfinu — hann lætur hins vegar
ósagt, að svo verður einungis ef
háir vextir draga úr nýsköpun pen-
inga í bankakerfi landsmanna.
í marxískri nútímapeningahag-
fræði er engan slíkan fyrirvara að
finna, eins og áður var rakið — þar
er einfaldlega ekki gert ráð fyrir
því samspili kreppu — og þenslu-
valdandi þátta, sem einkennt hefur
yfirstjórn íslenzkra peningamála um
langt árabil.
Þar sem hér er um kjarna máls-
ins að ræða, þá skal enn vitnað til
forystugreinar Financial Times 29.
ágúst sl., þar sem hávaxtastefna
er réttilega sögð vera tvíeggjað
sverð við aðstæður hliðstæðar þeim,
sem einkennt hafa íslenzka efna-
hagskerfið mörg undanfarin ár:
„Vankantar peningastefnu, sem
þyggist alfarið á virkni vaxtabreyt-
inga, hafa þegar verið dregnir fram
í dagsljósið. Vandinn er ekki einung-
is sá að vaxtahækkun sé seinvirkt
stjórntæki, heldur eru jafnvel refsi-
vextir óvirkur hemill á lánsfjáreftir-
spurn, þegar verðlag fer ört hækk-
andi, eins og var á fasteignamarkað-
inum í lok síðasta áratugar," segir
þar um reynslu Breta af nýaldar-
hagspeki á peningamarkaði. („The
shortcomings of a monetary policy
that places exclusive reliance on
interest rates have already been
exposed... It is not simply that
interest rates take a long time to
bite in a deregulated market; even
penal rates of interest will fail to
deter borrowers when asset prices
are rising as fast as house prices
rose in the late 1980s).
í stuttu máli sagt, þá má halda
mörgum Alafossinum á floti svo
lengi sem fyrirtækjum er fleytt yfir
kreppuvaldandi vexti með þenslu-
valdandi fjármok^tri — einhvern
tíma kemur þó að skuldadögunum,
jafnvel þótt stundum megi skjóta
skipbrotinu á frest fram yfir næstu
kosningar!
Enn um vexti og verðbólgu
prófessor Ólafur Björnsson minn-
ist ekki á það stefnu- og stjórnleysi
sem einkennt hefur íslenzkan láns-
Eigendaskipti hjá
bílaleigunni Erni
EIGENDASKIPTl urðu nýlega á
bílaleigunni Erni á Akureyri.
Bílaleiga RVS, Sigtúni 5, hefur
nú yfirtekið reksturinn og með
þvl aukið við starfsemi sína.
AVIS-fyrirtækið er með
yfir hundrað þúsund bíla um allan
heim og er ein allra þekktasta bíla-
leiga veraldar. Fyrirtækið starfar i
62 löndum og vinna um 6.000
manns hjá því á 1.900 stöðum, auk
Akureyrar nú.
Með þessum kaupum er Bílaleiga
RVS að leitast við að þjóna við-
skiptavinum sínum enn betur og
geta nú allir tekið eða skilað bílum
í Reykjavík eða á Akureyri, án
aukagjalds.
Aðsetur Bílaleigu RVS verður á
sama stað og Bílaleigan Örn hafði,
þ.e. á Tryggvagötu 1 (Glerárstöð
Olís) og er afgreiðslubás einnig á
Akureyrarflugvelli.
Bílaleiga RVS er með um 20 teg-
Eigendur Bílaleigunnar Arnar á
Akureyri. F.v.: Þorsteinn Bene-
diktsson og Birgir Bragason, sem
er að handsala fyrirtæki þeirra
yfir til Hafsteins J. Reykjalíns
hjá Bilaleigu RVS.
undir af bílum, allt frá 4ra til 12
manna. Einnig verða þar farsímar
til útleigu.
fjármarkað um árabil og endur-
speglast m.a. í tvöföldun útlána á
sama tíma og magn landsfram-
leiðslu hefur staðið í stað eða dreg-
ist saman á undangengnum misser-
um.
Sendinnefnd Aljþóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem heimsótti Island til
skrafs og ráðagerða fyrir tæpu ári
síðan, vék hins vegar að vandanum
í skýrsiu sinni, þar sem sagt var
berum orðum, að stjórnvöld hefðu
látið undir höfuð leggjast að móta
einhveija trúverðuga stefnu í pen-
ingamálum.
Með hliðsjón af staðreyndum
málsins, þá er prófessor Ólafi ekki
stætt á eftirfarandi kjarna umsagn-
ar hans um meint tengsl vaxta og
verðbólgu í íslenzka hagkerfinu síð-
ustu_ árin:
„Á hinn bóginn er sú skoðun í
meira lagi hæpin, svo ekki sé dýpra
tekið í árinni, að hærri vextir leiði
til aukinnar verðbólgu. Þeir sem
slíku halda fram einblína á áhrif
vaxtanna á framboðs- eða kostnað-
arhlið vöru og þjónustu, en taka
ekkert tillit til áhrifanna á ijárfest-
ingu eða heildareftirspurnar, sem
auðvitað er í öfuga átt.“
Hvað undirritaðan varðar, þá skal
hér tekið undir þau orð prófessors
Ólafs, að hæð vaxta er lykilatriði
við ákvörðun umfram eftirspurnar,
sem eðli málsins samkvæmt hlýtur
að vera fjármögnuð af nýsköpun
lána, sem keyrir eftirspurn umfram
það mark sem samræmist stöðugu
verðlagi.
Þótt marxískar forsendur nútíma-
peningahagfræði viðurkenni ekki
tilveru slíkrar peningasköpunar, þá
hefur hún um langt árabil verið hinn
versti verðbólguvaldur í íslenzka
hagkerfinu, þó yfírstjórn peninga-
mála kjósi að láta sem staðreyndir
málsins séu allt aðrar.
Ilinn vandaði fræðimaður pró-
fessor Ólafur Björnsson hefur enn
ekki tekist á við þau flóknu vanda-
mál, sem bíða úrlausnar þegar „ein-
földun" að hætti Samuelson-Solow-
Tobin er látin sigla sinn sjó — svo
má m.a. ráða af eftirfarandi tilvitn-
un hans til erlendra peningahag-
fræðinga:
„Flestir hagfræðingar eru sam-
mála um það að þessi (samdráttar-)
áhrif séu að jafnaði þyngri á metun-
um en fyrrnefndu (verðbólgu-)áhrif-
in,“ ritar prófessor Ólafur, „enda
þarf ekki annað en hlusta á dagleg-
ar fréttir um efnahagsmál grann-
landa okkar til þess að sannfærast
um að stjórnvöld í þessum löndum
líta jafna svo á að vextir og verðlag
breytist í öfuga átt.“
Burtséð frá fyrirvara um „dóm-
greindarleysi“ hinna sömu stjóm-
valda, sem Financial Times vék að
í síðustu viku, þá lýsir minn ágæti
lærifaðir hér samþykki sínu við af-
neitun erlendra stjórnvalda á þeirri
flónsku, sem Paul Samuelson og
félagar hafa gert að hornsteini nú-
tímapeningahagfræði. Samuelson
sagði peninga skipta engu máli þar
til Milton Friedman hlaut Nóbels-
verðiaun fyrir að sanna hið gagn-
stæða — að baki býr hugmyndin
um sparnað af tekjum líðandi stund-
ar sem einu uppsprettu lánsfjár, eins
og yfirstjórn islenskra peningamála
vili vera láta.
Með öðrum orðum, „Flestir hag-
fræðingar eru (í rauninni) sammála
um það,“ að hugmyndarammi þeirra
Ricardos, Marx, og Samuelsons hef-
ur nákvæmlega ekkert að gera með
þær staðreyndir á peningamarkaði,
sem hagfræðingar aðrir en
skemmtiskokkarar taka mið af í
fræðilegri umræðu.
„Að eitthvað allt annað eigi við
hér á landi er firra ein,“ eru lokaorð
prófessors Ólafs Björnssonar, sem
undirritaður gerir hér að sínum.
Höfundur er hagfræðingvr.
Macintosh fyrir byrjendur
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
© _ 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá.
*<?
*%>
Tölvu- og verkfræBiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu
FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD býður nú, í samvinnu við SAS,
ThaHandsferðir á hreint ótrúlegu verði:
Tvær vikvr á fímm stjörnv hótefí á
AÐHNS 99.500 krónvr.
Fiogið er með SAS um Kaupmannahöfn og haidið beint á hina giæsiiegu
Pattaya strönd, sem á fáa sína iíka í heiminum. Dvaiið verður á Royai C/iff,
sem hefur verið útnefnt eitt aftíu bestu hóteium í heiminum.
Boðið er upp á ferðir á hálfsmánaðar fresti fram til jóla
á þessu frábæra verði. Látið ekki happ úr hendi sieppa.
Það býður enginn betur! Brottfarirnar eru 11. og
25. september, 9. og 23. október,
6. og 20. nóvember og 4. desember.
BB
UI/fSAS
mmi m i is i ð e i n
hr#ib
AUSTURSRÆT117, SÍMI622200
YlftffvtVfl
á hreint ótrúlegu verdi,
99.500 kr.