Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 Víkingaskipið Gaia á siglingu. Víkingaskip gera strandhögg í Boston Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRJÚ LANGSKIP, Gaia, Saga Siglar og Oseberg, komu til hafnar í Boston í Massachusetts síðdegis í gær. Knerrirnir eru á siglingu nið- ur með austurströnd Norður-Ameríku og er Boston fyrsti viðkomustað- ur þeirra í Bandaríkjunum. Tilefni siglingarinnar er að í ár eru 1000 á liðin frá því að Leifur heppni Eiríksson sigldi til Nýja heimsins. Tekið var á móti skipunum með fallbyssuskotum fyrir utan Castle Island, eiði eitt í Boston. Þaðan var siglt í fylgd annarra báta að sjóher- skipahöfninni í Charlestown, sem er eitt úthverfa Boston. Þar verða knerrimir almenningi til sýnis í eina viku og á föstudag og laugardag verða á dagskrá ýmis skemmtiatriði þar sem þjóðmenning og listir á Norðurlöndum verða kynnt. íslendingar og Norðmenn standa sameiginlega að leiðangrinum, sem að hluta til er fjármagnaður af norska skipakónginum Knut Kloster. Opinber tilgangur ferðarinnar er að auka vitund almennings um um- hverfismál með því að gera mönnum ljóst að án þeirrar ævintýraþrár, sem víkingamir bjuggu yfír og sýndu, muni mannkyn halda áfram að tor- tíma jörðinni. Ýmsir í áhöfninni kváðust einnig sjá annan tilgang í viðtali við banda- ríska dagblaðið, Boston Globe, og sögðu að hér væri komið kærkomið tækifæri til að sýna Kristófer Kól- umbusi og þeim, sem á næsta ári ætla að fagna því að 500 ár verða liðin frá því hann sigldi til Ameríku, hvemig í raun og veru er í pottinn búið. Eins og dagblaðið hafði eftir Gunnari Eggertssyni, stýrimanni Gaiu: „Myndir þú vilja láta ganga framhjá þér ef þú vissir að þú hefðir unnið kappsiglinguna með 500 ára forskoti?“ Gaia, Saga Siglar* og Oseberg fengu hagstæðan byr frá síðasta við- komustað í Halifax í Nova Scotia og sigldu því þremur dögum á undan áætlun inn í band'aríska landhelgi. Þar sem ekki mátti spilla þeim mót- tökum, sem undirbúnar höfðu verið fyrir knerrina í Boston ákváðu áhafn- ir þeirra að kasta akkerum og láta fyrirberast fyrir utan bæinn Salem. Þá var einnig hægt að láta skipin líta vel út þegar þau kæmu fyrir al- mennings sjónir. Illa gekk þó að fara huldu höfði. Þúsund ára gömul skip eru auðþekkjanleg frá farkostum okkar daga og fyrr en varði höfðu smábátar safnast umhverfis Iangbát- ana og flugvélar hnituðu hringa í lágflugi yfir þeim. Ýmsir áttu erfitt með að trúa því að þessi skip gætu flotið og aðrir spurðu hvort þau væru í raun þúsund ára gömul. Marg- ir þeirra sem áttu leið framhjá, vörp- uðu vínflöskum og bjórkippum um borð og voru þessar óumbeðnu gjafir vel þegnar þegar kvölda tók og gítar- inn var tekinn fram. Gaia er eftirlíking af 79 feta löngu og 850 ára gömlu víkingaskipi, sem var grafið upp í Noregi árið 1880. Saga Siglar, sem er 57 fet á lengd, og Osebek, sem er 71 fet á lengd eru eftirlíkingar skipa, sem hafa ver- ið grafnar upp í Danmörku og Nor- egi. Nafnið Gaia er komið frá frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Skipin hafa öll einhvem nútímaút- búnað. Hvert skip hefur káetu, litla vél, talstöð og rafmagnsdælu til að dæla út sjó, sem lekur linnulaust gegnum viðarkili makaða tjöru og hampi. Ragnar Thorseth er skipstjóri Gaiu og jafnframt leiðangursstjóri. Hann er blaðamaður og ofurhugi. Hann vakti mikla athygli í Noregi fyrir tveimur árum þegar hann tók að mata ísbirni út um gluggann á stýrishúsi báts síns, Havella, um- kringdur ísjökum við Spitzbergen. Skipin sigla á þriðjudag í næstu viku áfram til Newport á Rhode Is- land, þaðan til New York og að síð- ustu til Washington. Þá verður kom- ið fram í október. Myriam Bat-Yosef sýnir í FIM-salnum MYNDLISTARKONAN María Jósefsdóttir, eða Myriam Bat- Yosef eins og hún heitir réttu nafni, heldur um þessar mundir sýningu verkum sinum í sal Félags íslenskra myndlistar- manna við Garðastræti. Á sýn- ingunni eru rúmlega 50 verk listakonunnar frá síðustu árum, flest máluð með vatnslitum á silki, pappír eða léreft. Hún hélt síðast sýningu hér á landi árið 1988. Myriam Bat-Yosef er fædd í Berlín í Þýskalandi en foreldrar hennar voru Gyðingar frá Líthá- en. Fjölskyldan fluttist til Palest- ínu árið 1934 og var Myriam alinn þar upp. Hún stundaði listnám sitt íísrael og síðan í París en flutt- ist hingað til lands 1956 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Guðmundi Guðmundssyni, Erró. Á íslandi bjó hún í eitt ár og hef- ur síðan komið til landsins á tveggja til þriggja ára fresti og haldið sýningar á verkum sínum. Sýningar hennar hér á landi eru því orðnar 17 eða 18 en alls hefur hún haldið yfir 60 einkasýningar víðs vegar í heiminum. Hún hefur undanfarin ár búið og starfað í Latínuhverfinu í París. I samtali við Morgunblaðið sagði Myriam að tengsl sín við ísland væru mjög mikil. Hér ætti hún fjölda vina og kunningja og héldi við þá góðu sambandi. Varð- andi verkin á sýningunni sagði hún að þau sýndu hvað hún hefði verið að gera á síðustu árum. Hún hefði fyrir fjórum árum farið að mála á silki, fyrst slæður, en síðar til dæmis hálsbindi. Hún hefði mjög gaman af því að fást við Myriam Bat-Yosef við tvö verka við Garðastræti. ólíkar gerðir silkis með mismun- andi áferð enda þætti henni skemmtilegt að vinna með ólíka hluti. Á sýningunni væri til dæm- is verk, sem málað væri á lok af salernisskál. Myriam segir að hún vilji sýna manninn í verkum sínum og þar beri mikið á táknum eins og aug- um, höndum og þríhyrningum, sem mjókka niður. Augun og Morgunblaðið/RAX sinna á sýningunni í FÍM-salnum hendurnar séu verkfæri hennar við sköpun myndverksins og þrí- hyrningurinn tákni konuna. Þetta komi líka fram í þeim gjörningum, sem hún sýni af myndbandi á sýningunni. Þar sé markmið henn- ar að verða sjálf hluti af listaverk- inu. Syning Myriam Bat-Yosef var opnuð þann 5. september og stendur hún til 23. september. Sjómannaafslátturinn um 1,5 milljarðar 1991: Lögskráðum dögum fjölgar þrátt fyrir óbreyttan fjölda sjómanna Sjómenn vara stjórnvöld við afleiðingum af skerðingu skattafrádráttarins ATHUGUN sljórnvalda á leiðum til að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi rikissjóðs á næsta ári hefur m.a beinst að skerðingu sjó- mannaafsláttar en talið er að sjómenn njóti allt að 1,5 milljarðs kr. skattafrádráttar vegna hans á þessu ári, sem skiptist á milli rúm- lega 10.600 framteljenda. Sjómannaafslátturinn byggist á fjölda lög- skráningardaga en upplýsingar skattframtala um skráða daga á sjó, sem byggt er á við fjárlagagerð, sýna að á síðustu tíu árum hefur meðalfjöldi lögskráðra daga á hvem sjómann aukist úr 188 árið 1980 í 220 árið 1990. Fjöldi sjómanna hefur hins vegar staðið í stað. Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins segir þetta al- gerlega rangt. Kerfið hafi ekki breyst þrátt fyrir staðgreiðsluna. „Ég get fullyrt að undirmenn eru ekki skráðir á sjó þá daga sem þeir eru í landi,“ sagði Óskar. Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, segir að eðlilegar skýringar séu á fjölgun Iögskrán- ingardaga. „Flotinn hefur stækkað á þessu tíu ára tímabili. Frystitogar- ar taka nær tvöfaldan mannskap á við hefðbundinn ísfisktogara og starfstækifæri sjómanna á sjó hafa aukist. Smábátum hefur líka fjölgað gríðarlega," sagði hann. Sjómenn afskráðir í fríum Benedikt sagðist ennfremur telja víst að aukning hefði orðið á árs- verkum í sjávarútvegi á undanförn- um árum eins og fram kæmi fram í skýrslum Hagstofunnar. Aðspurð- ur hvort sjómenn væru lögskráðir þegar þeir væru í landi, sagði hann að skv. lögskráningarlögum ætti að afskrá alla sjómenn af skipum þegar þeir tækju sér frí. „Það er alltaf gengið þannig um hnútana að það eru aldrei skráðir aðrir fyrir hvern túr en þeir sem eru um borð. Lögskráningarstjórar eru sýslu- menn og fulltrúar þeirra sem sjá um þetta og ég tel enga ástæðu til að ætla annað en að þessi lögskrán- ing sé rétt í öllum höfuðatriðum,“ sagði Benedikt. Jafngildir stríðsyfirlýsingu Fulltrúar FFSÍ hafa afhent ijár- málaráðherra ályktun stjórnar sam- bandsins þar sem stjómvöld eru vöruð við afieiðingum þess að skerða sjómannaafsláttinn. „Stjórn FFSÍ telur það jafngilda stríðsyfir- lýsingu við sjómenn ef stjórnvöld ætla að framkvæma þessi áform og mun þess vegna hvetja til snarpra og róttækra aðgerða af hálfu allra starfandi sjómanna," segir í ályktuninni. Benedikt sagði að á fundi með ráðherra hefði komið fram að engin ákvörðun hefði verið tekin en málið væri enn í skoðun í ráðuneytinu. Ráðherra hafi þó sagt að hann myndi hafa samráð við samtök sjó- manna ef ákvörðun yrði tekin um þetta. „Sjómenn benda á að þessi skattahlunnindi eru hluti af þeirra kjörum. Þeir standa frammi fyrir því að þurfa að taka á sig 12% raunlækkun launa vegna skerðing- ar á aflakvótum á yfirstandandi fiskveiðiári. Ríkisstjómin hefur lýst yfir að hún ætli ekki að hækka skatta. Ef sjómannaafslátturinn yrði lækkaður þýddi það skatt- hækkun fyrir sjómenn,“ sagði Benedikt. Heilagur í augum sjómanna Óskar Vigfússon segir að fulltrú- ar Sjómannasambandsins muni hitta fjármálaráðherra á morgun þar sem krafist verður svara við hvort þrálátur orðrómur um skerð- ingu afsláttarins eigi við rök að styðjast. „Sjómannaafslátturinn er heilagur í augum sjómanna og það verður ekki unað við að stjómvöld leggist á hann. Því yrði svarað af sjómannastéttinni,“ sagði Óskar. Skipstjórafélag Norðlendinga hefur sent frá sér hörð mótmæli við öllum áformum um að skerða sjómannaafsláttinn. „Stjórn S.N. telur það siðlaust, ef þannig verður ráðist að starfskjörum einnar starfsstéttar í landinu. Sjórn S.N. telur einsýnt, ef þessi áform ná fram að ganga muni sjómenn mæta þeim með hörðum aðgerðum,“ segir m.a.í ályktuninni. 20 þús. á mánuði Auk fiskimanna, njóta farmenn og hlutaráðnir sjómenn eins og beit- ingamenn sjómannaafsláttar en hann byggist á fjölda lögskráðra daga og getur orðið allt að 20 þús- und krónur á mánuði hjá sjómanni í fullu starfi. Kemur afslátturinn til viðbótar persónuafslætti. Það jafn- gildir um 110 þús. kr. skattleysis- mörkum sjómanna, en skattleysis- mörk landverkafólks eru 60 þúsund kr. Skv. upplýsingúm Hómgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra sjó- mannasambandsins hefur sjómönn- um í heilsársstörfum lítið ljölgað á undanförnum árum. „Árið 1988 var heildarfjöldi sjómanna, miðað við heilsársstörf, 6.263, 1989 var hann 6.290 og á síðasta ári 6.553,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum sem byggðar eru á skattframtölum var heildarfjöldi framteljenda sem töldu fram laun af sjómennsku árið 1980 rúmlega 10.600 og meðalfjöldi lög- skráningardaga á hvem sjómann 188. Árið 1985 hafði sjómönnum fækkað í um 10.400 en skráðum dögum á hvern sjómann hafði fjölg- að í 200 og árið 1990 var fjöldi þeirra sem nutu sjómannaafsláttar 10.675 en meðalfjöldi lögskráning- ardaga 220. í fjármálaráðuneytinu er áætlað að laun sjómanna hafi hækkað tals- vert umfram laun annarra launþega síðasta áratuginn eða allt að 20%. Skattbyrði sjómanna sé hins vegar rúmlega 10% lægri hjá sjómönnum en landverkamönnum ef miðað er við sömu laun. Mánaðarlaun sjó- manna á þessu ári eru hins vegar áætluð um 190 þúsund kr. að með- altali en laun landverkafólks um eða undir 100 þúsund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.