Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 33

Morgunblaðið - 12.09.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 12. SEPTEMBBR 19ðl 33 „Sjóræningjar“ eftir Friðrik Haraldsson Oddný Sv. Björgvins er enn þá við sama heygarðshornið, þegar hún ijallar um ferðamál og útlend- inga, sem starfa að þeim hérlendis. Hér er átt við svokallaða viðtals- pistla, þar sem hún „gefur fulltrú- um erlendra ferðaskrifstofa tæki- færi“ til að koma skoðunum sínum á framfæri vegna „neikvæðra við- bragða íslendinga í ferðaþjónustu“, einkum leiðsögumanna. Það er leitt til þess að vita, að O.Sv.B. skuli ekki hafa beitt þeim gáfum og dómgreind, sem margir vita, að hún býr yfir til að kynnast öllum hliðum þeirrar atvinnugrein- ar, sem hún hefur tekið að sér að skrifa um í víðlesnasta dagblað landsmanna. Hún fellur sí og æ í sömu gryfjuna, þegar hún ræðst með atvinnurógi á samlanda sína í þessari mikilvægu þjónustu og upp- hefur erlenda lögbijóta, sem hafa árum saman verið staðnir að verki. Umijöllun hennar er byggð á ótrúlegu þekkingarleysi og virðing- arleysi fyrir landslögum, illgirni í garð ferðaþjónustunnar, útlend- ingadekri og undirlægjuhætti. Eina ályktunin, sem hægt er að draga af málflutningi hennar, er sú, að einhver eða einhveijir í þessari at- vinnugrein hafi sært hana svo djúpu sári hér á árum áður, að eigi grói aftur um heilt. Fari ferðaþjónustan svo mjög í taugarnir á henni ætti hún að huga að öðrum starfsvett- vangi hið allra fyrsta. O.Sv.B. er því miður ekki ein á báti hvað niðurrifsstarfsemi snertir. Hún á sem betur fer ekki nema fáa skoðanabræður og systur, sem sum telja sig eiga um sárt að binda eft- ir viðskipti sín við ferðaþjónustuna, en eru samt að fúska í atvinnugrein- inni öllum til óþurftar og skaða vegna þess, hve hátt þau láta í fjöl- miðlum og hve rækilega hefur tekizt að rugla embættismenn í þeim ráðuneytum, sem fjalla um ferðamál og atvinnuleyfí. Þessir rugludallar hafa beint og óbeint hvatt útlendinga til lögbrota og þar með grafið undan sjálfum „Þessir rugludallar hafa beint og óbeint hvatt útlendinga til lög- brota og þar með grafið undan sjálfum sér ásamt öllum öðrum, sem málið snertir og hafa afkomu af ferða- þjónustu hérlendis.“ sér ásamt öllum öðrum, sem málið snertir og hafa afkomu af ferða- þjónustu hérlendis. Þetta fólk hefur verið og er svo blint á kjarna máls- ins, að það er litið hornauga úr öll- um áttum og álitið furðufuglar og utangarðsfólk. Kjarna málsins, sem er íslenzk lög og reglugerðir, forðast O.Sv.B. sem heitan eldinn í furðuskrifum sínum. Hún hamrar á frelsi okkar til ferða með íslenzka hópa um önnur lönd, þar sem gilda aðrar reglur, stundum strangari en hér og stundum vægari, án þess að gera greinarmun þar á. Þarna af- hjúpar hún algert þekkingarleysi sitt og lætur tilfinningar sínar og viðmælenda sinna ríða röftum. Vilji hún og aðrir viðhlægjendur hennar draga úr takmörkunum, sem lög og reglur setja starfsemi erlendra ferðaútgerða hérlendis, verða þau að beijast fyrir breytingum í stað þess að stuðla beint og óbeint að lögbrotum. Hér skal vísað í nokkur lög og regiugerðir, sem brotin hafa verið árum saman af skjólstæðing- um O.Sv.B. 1. Reglugerð um hópferðir er- lendra aðila í atvinnuskyni, þar sem m.a. er kveðið á um skilyrði til reksturs erlendra ferðaskrifstofa og starfa erlendra leiðsögumanna hér- lendis. 2. Lög um atvinnuréttindi útlend- inga, sem skýra nákvæmlega hvernig skuli staðið að umsóknum um atvinnuleyfi, m.a. um nauðsyn þess, að slík leyfi þurfi að hafa við komuna til landsins, ella verði við- komandi að snúa aftur til síns heima. Um flokksstj órnar- fund Alþýðuflokksins Athugasemd frá Guðmundi Einarssyni í Morgunblaðinu þriðjudaginn 10. september er frétt af flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins sl. föstudag. Fréttin er byggð á fréttatilkynn- ingu frá Ólínu Þorvarðardóttur og þar er ekki rétt sagt frá málsatvik- um við tillöguflutning á fundinum. Skýrt er þar frá tillögu sem Ólína Þorvarðardóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og fleiri fluttu um að flokksstjóri áréttaði að aldrei mætti víkja frá grundvallarstefnumiðum flokksins. Síðan segir að flutnings- menn hafi lagt til að bætt yrði fram- an við setningu, þar sem lýst er stuðningi við forystumenn flokks- ins, ráðherra og þinglið í framgöngu þeirra við gerð ríkisijárlaga. Síðan segir að „áður hafi tillaga um traustsyfirlýsingu á ráðherrana, borin fram af Guðmundi Einars- syni, verið dregin tii baka.“ Það síðastalda er rangt. Hið rétta er að undirritaður, Guðmundur Ein- arsson, gerði margumrædda tillögu Ólínu Þorvarðardóttur, Guðmundar Árna Stefánssonar o.fl. um grund- vallarstefnumið flokksins, að um- talsefni á fundinum og benti á að ekki væri ljóst af henni hvert tilefni væri til flutnings hennar. Undirritaður bar fram breyting- artillögu þar sem lögð var til sú viðbót að fundurinn vísaði algerlega á bug þeim áburði að forysta flokks- ins hefði gengið á svig við grund- vallaratriði stefnunnar og að fund- urinn lýsti yfir fyllsta stuðningi við forystufólkið. ðlína Þoi’varðardóttir kom síðar í ræðustól og bar efnislega fram þá breytingu á tillögu undirritaðs, að brott félli fyrri hlutinn, þar sem vísað var á bug áburðinum um svik, en látin yrði standa traustsyfirlýs- ingin. í ljósi þess að langt var liðið á nótt ákvað undirritaður að höfðu samráði við fundarstjóra að draga tillögu sína til baka. En það var ekki gert áður en tillaga Ólínu kom fram eins og sagt er í fréttatilkynn- ingu hennar. Þvert á móti var það gert eftir að Ólína hafði flutt sína tillögu og.ljóst var að hún myndi standa að traustsyfirlýsingu á for- ystumenn flokksins. Það verður svo hver að finna það út fyrir sig af hveiju Ólína Þorvarð- ardóttir vildi ekki að flokksstjórn Alþýðuflokksins andmælti þeim, sem áður höfðu borið flokksforyst- unni það á brýn að hún virti stefn- una að vettugi. Það er auðvitað ósköp leiðinlegt að þurfa að ónáða lesendur Morg- unblaðsins með þessu máli og flest- ir geta látið það fara fram hjá sér. En einhveijir eru vafalaust að reyna að átta sig hvað gerðist á flokksstjórnarfundinum góða. Þeirra vegna taldist rétt að benda á að frásögn Ólínu Þorvarðardóttur er ekki sannleikanum samkvæmt eins og hún er birt í Morgunblaðinu. í ferðaþjónustu 3. Lög um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem kveða m.a. á um, að lágmarkslaun útlendinga í vinnu hérlendis megi ekki vera lægri en lágmarkstaxti viðkomandi stéttar- félags segir til um. Hægt er að tína fleira til, t.d. reglur, sem útlendingaeftirlitið á að framfylgja, s.s. að ganga úr skugga um að fólk hafí atvinnu- leyfi við komuna til landsins, sem hefur ekki verið sinnt, þegar um leiðsögumenn hefur verið að ræða. Málflutningur leiðsögumanna hefur frá upphafi byggzt á því, að yfirvöld framfylgi gildandi lögum og reglugerðum til þess að þeir njóti sömu verndar og önnur stéttarfé- lög. Hingað til hafa þeir verið eins og vergangsmenn við garðshlið hinna háu herra og hafa ekki feng- ið annað en orðhengilshátt og útúr- snúninga. Vonandi má innan tíðar vænta umsagnar Umboðsmanns Alþingis eftir 17 ára hráskinnsleik ónýtra embættismanna. íslenzkir leiðsögumenn hafa aldr- ei haft horn í síðu þeirra útlend- inga, sem hafa aflað sér réttra leyfa eftir réttum leiðum og á réttum tíma. Undanþágur til útlendinga hafa ætíð átt sér stað eftir að stétt- arfélag var stofnað hinn 6. júní 1972, lengst af samkvæmt anda laga um atvinnuréttindi útlendinga, þar til einn embættismaður félags- málaráðuneytisins var ruglaður svo í ríminu, að hann hefur ekki borið barr sitt síðan og valdið ómældu tjóni. Þar með kallaði hann yfír sig Friðrik Haraidsson og fylgifiska sína stríð, sem tekur ekki enda fyrr en lög verða virt eða þeim breytt. Fyrir skömmu tók Ferðamálaráð íslands þá ábyrgð á sínar herðar, án lagaheimildar, að gefa út undan- þágur til útlendinga til að fara með og stýra erlendum hópum um land- ið okkar. Sett var á fót undanþágu- nefnd þriggja aðila, fulltrúa Ferða- málaráðs ferðaskrifstofanna og Fé- lags leiðsögumanna. Auk þess að þessi skipan mála sé í trássi við gildandi lög er réttur stéttarfélags- ins til umsagnar numinn úr gildi, þar eð einn fulltrúi þess í nefndinni verður ævinlega í minnihluta. Árið 1990 veitti þessi undanþág- unefnd 46 útlendingum leyfi til starfa hérlendis og nú í ár urðu undanþágurnar 71 samkvæmt lista frá Ferðamálaráði 16. júlí 1991, sem sundurliðast þannig: Imbach Reisen 3 Ferðaskrifstofan Saga 1 Ferðaskrifst. G. Jónassonar hf. 3 Samvinnuf. — Landsýn 8 BSÍ 35 Land og Saga 10 Ferðaskrifstofa íslands 1 Natur Reisen 10 Margir þessara aðila sóttu svo seint um leyfi, að fjöldi útlendinga var farinn af stað með hópa um landið í hrópandi trássi við íslenzk lög, margir fengu synjun en störf- v uðu samt og margir hirtu ekki um að sækja um undanþágu. Til þess að saklausir líði ekki undir þessari ádrepu verður að geta þess, að einn skipuleggjandi ferða frá Austurríki, Kneissl-Turistik, liggur undir mestu ámæli. Undirrit- aður sat sjálfur fyrir framan Elísa- betu Kneissl, einn eiganda þessa fjölskyldufyrirta'kis, þegar hún lof- aði í upphafi að virða íslenzk lög og reglur og hét góðu samstarfi. Við það hefur hún ekki staðið og komizt upp með það. Á hennar veg- um voru nokkrir undanþágulausir útlendingar í starfi hérlendis í sum- ar. Þetta kalla íslenzkir leiðsögu- menn sjóræningjastarfsemi. Höfundur er leiðsögumaður innanlands og fararstjóri erlendis. Vegna ótrúlego hagstæðra innkaupa getum við boðið kvenkuldaskó, loðfóðraða meÖ riffluðum sóla_ ó mjög lógu verði, eða ó aðeins kr. 2.990,- Stærðir: 36-41 Sölua&ilar um land allt: Reykjavik: Skólínan Kópavogur: Skóbúð Kópavogs Akureyri: Skóhúsið Axel Ó. Hafnarfjöróur: Skóhöllinn Húsavik: Versl. Garðarshólminn Steinar Waage Keflavik: Skóbúð Keflavíkur Vopnaf jörður: Kf. Vopnfirðinga SkómarkaSurinn Grindavik: Verslunin Bóra Egilstaðir: Kf. Héraðsbúa Gallerí skór Akranes: Betri búðin Neskaupstabur: ViðLækinn Toppskórinn Bolungarvík: Versl. Einars Guðfinnssonar Eskifjörbur: Sportvöruversl. Hókons Hagkaup Hvammstangi: Kf. Vestur-Húnvetninga Vestmannaeyjar: Axel Ó. Lórusson Mikligarður Sauðórkrókur: Verslunin Sparta Selfoss: VöruhúsKÁ. Stepp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.