Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.09.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 af Skeggjagötunni, Tómas Grétar, Steingrímur bróðir minn, Steinar og ég, ásamt eiginkonum okkar, hitt- umst og áttum saman glaða kvöld- stund. Nú finn ég það best, að þær hefðu átt að vera fleiri. Nu, þegar leiðir skilja og komið er að kveðjustund, þakka ég Stein- ari Magnússyni langa og góða vin- áttu og margar glaðar samveru- stundir. Við, gömlu félagarnir af Skeggjagötunni, sendum Önnu Baldursdóttur, börnum hennar, Klöru systur Steinars, og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kvéðjur. Megi minningar um góðan dreng milda sorg þeirra og söknuð. Höskuldur Baldursson Mikill sómamaður er fallinn frá löngu fyrir aldur, lífshlaupi Steinars vinar míns er lokið mjög svo óvænt. Ekki hvarflaði það að mér þegar við hittumst síðast, að það yrðu okk- ar síðustu samskipti í þessu lífi, en allt er í heiminum hverfult, menn ráða ekki alltaf sínum næturstað. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup Steinars, en mig langar til að setja á blað nokkur orð í virðingar- og þakklætisskyni. Kunningsskapur okkar hafði stað- ið í 40 ár. Við hittumst fyrst haust- ið 1951 þegar við báðir hófum nám í framhaldsdeild Samvinnuskólans. Síðan atvikaðist það þannig að við hófum báðir störf hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga 1. maí 1952 og allar götur síðan hafa leiðir okk- ar legið saman í starfi og á ánægju- legum samfundum hér heima og erlendis. Með okkur Steinari tókst strax náinn kunningsskapur sem síð- an þróaðist upp í vináttu sem aldrei bar skugga á. Samstarf okkar var oft mjög náið og þá einkum þegar hann veitti for- stöðu skrifstofu Sambandsins í Hamborg sem ég átti mjög mikil samskipti við í starfi mínu og svo tímabilið sem hann var framkvæmd- astjóri fyrir Jötni hf. en lengst af þeim tíma var ég í stjórn þess fyrir- tækis. Steinar var háttvís í fram- komu og einkar athugull og vandað- ur starfsmaður. Samviskusemi og heiðarleiki voru honum í blóð borin og rækti hann störf sín af alúð og nærgætni við samstarfsmenn sína og viðskiptavini. Hvar sem spor hans lágu gat ekki hjá því farið að ljúf- mennska hans og fáguð framkoma gæddu umhverfið næst honum sér- stökum andblæ sem skildi eftir var- anlegar kenndir hlýju og mann- gæsku hjá samferðamönnunum. Þegar hann er horfinn af sjónar- sviðinu erum við allir sem næst hon- um stóðum og störfuðu fátækari og söknum góðs félaga og vinar. A bak við fátæklegan búning þessara kveðjuorða dyljast hugsanir og til- finningar sem eru tvinnaðar úr mörgum þáttum, en hinn sterkasti þeirra er þó tengdur endurminning- um mínum um persónulega sam- skipti okkar fyrr og síðar. Hafi hann að leiðarlokum heila þökk fyrir langa og flekklausa samfylgd. Eiginkonu hans, börnum og öðr- um í fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð og bið þeim blessunar guðs og að þeim megi öðlast friður og styrkur til þess að sigrast á þeim harmi sem að þeim er kveðinn. Á þessum degi sorgarinnar bið ég þau að minnast þess, að „minn- ingin lifir, þótt maðurinn deyi, björt eins og sól á sumarvegi". JÓn Þór Jóhannsson Við skyndilegt og óvænt fráfall vinar míns Steinars, sem lést að kveldi sunnudagsins 1. þ.m. í Land- spítalanum, aðeins rösku hálfu ári miður sextugu, hrannast að í huga mér Ijúfar minningar liðins tíma, allt frá fyrstu kynnum okkar fyrir réttum fjórum áratugum, þegar ég hitti hann í fyrsta sinn, haustið 1951, í Samvinnuskólanum, sem þá var til húsa í Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu, en þar nam hann í efri bekk skólans, en ég sat í þeim neðri. Leiddu þau kynni til ævilangrar vin- áttu, sem aldrei bar á neinn skugga, þrátt fyrir að við deildum stafsvett- vangi undir sama þaki í fjöldamörg ár — hann á 3. hæð en ég á 1. hæð Sambandshússins — en gamalt spak- mæli segir að „vík skal vera á milli vina, en fjörður á milli frænda". Reyndi því oft á þá kosti hans að vera gæddur miklu jafnaðargeði og hófsemi til orðs og æðis, þar sem við snerrisaman var að eiga, en fyr- ir umburðarlyndi hans og trausta vináttu vil ég nú — að leiðarlokum — þakka af heilum huga, jafnframt sem ég drúpi höfði við kistu vinar míns á þessum, að mér fínnst, ótíma- bæra degi. Steinar Guðjón var fæddur í Reykjavík þann 27. apríl árið 1932 og voru foreldrar hans þau Klara Sigurðardóttir og Magnús A. Guð- jónsson, sem lengi var vélgæslumað- ur hjá Slippfélaginu í Reykjavík, en heimili þeirra stóð þá á Skeggjagötu 3 og reyndar allar götur síðan, bæði á meðan Steinar og þau systkinin dvöldu í foreldrahúsum og eins eftir að Klara var orðin ekkja. Steinar var einkasonur foreldra sinna en deildi foreldraástúð með yngri systur sinni Klöru. Á það heimili kom ég löngum og ávallt sýndu húsráðendur mér sömu hlýjuna, svo að mér fannst ég vera þar auðfúsugestur. Þannig studdu foreldrarnir ekki aðeins son- inn, heldur vini hans líka, og er það geymt þakklátum muna, sem þau fá e.t.v. skynjað eigi þau hugargengt úr Ijósheimum. Eins og fyrr segir hittumst við fyrsta sinni haustið 1951, en þá þegar hafði Steinar í raun lokið hinu formlega Samvinnuskólanámi, sem á þeirri tíð var aðeins einn vetur, og var búinn að vera í starfí hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga um nokkur misseri, en þar réði þá ríkjum sá fyrirferðarmikli og duglegi kaupfé- lagsstjóri, Eiríkur Þorsteinsson, síð- ar alþingismaður, en vart mun hafa verið hægt að kjósa sér betri hús- bónda bæði að framsýni, dugnaði og allri atorku. Steinar var því all- vel sjóaður þegar hann hóf nám að nýju í svokallaðri framhaldsdeild, sem reynt var að velja í eftir föng- um, enda var skólastarfið hugsað, öðrum þræði, sem undirbúningur að viðameiri störfum hjá samvinnu- hreyfingunni og þá frekar þeim, sem þess áttu kost að þiggja tilsögn síð- ari veturinn. Að góðu framhaldsskólaprófi loknu fór líka svo að Steinar réðst til Sambandsins og valdist honum starfi hjá Iðnaðardeild, sem þá var í örum vexti undir stjórn frænda hans, Harrys Fredriksens. Það ráðs- lag reyndist honum happadijúgt, því þrátt fyrir afburða snyrtimennsku og fágaða kurteisi umbar Harry ekkert ráðdeildarleysi, leti né veifi- skatahátt, og hann þurfti ekki að hækka röddina til þess að menn vissu til hvers ætlast var af þeim. Strax varð með þeim frændum gagn- kvæmt traust og hélst það ævina út, en Harry féll einnig frá um aldur fram fyrir allmörgum árum. Þessir líku frændur, í svo mörgu, áttu það sameiginlegt að þeir veittu sam- vinnuhreyfingunni allan sinn stuðn- ing ævina út og, sem Kolskeggur forðum, níddust þeir aldrei á neinu því, sem þeim var tiltrúað. Sígandi lukka er best og reis starfsframi Steinars með ámóta hætti og varð hann fljótlega deildarstjóri, síðar skrifstofustjóri og aðalhjálparhella framkvæmdastjórans, sem sá í hon- um trúverðugan forystumann. Fyrir aðstoð Harrys komst Steinar í starfsþjálfun hjá Þýzka samvinnu- sambandinu á árinu 1-958 og sýndi það bæði framsýni þess reynslumeiri og vilja Steinars til að efla þekkingu sína, enda komu kynni hans af lands- búum og þýzkunni í góðar þarfir síðar, þegar honum bauðst fram- kvæmdastjórastarfíð í Hamborg, en það hefði ekki legið á lausu ef mála- kunnáttuna hefði vantað. Þar kom í ársbyijun 1976 að vinur minn var kallaður til framkvæmdastjórastarfa fyrir Jötunn hf., en það fyrirtæki, sem áður hafði verið í umsjá Iðnað- ardeildar, skyldi nú eflt að allri starf- semi. Hann reis undir ábyrgð sinni með eðlislægri gætni, passasemi og nauðsynlegu frumkvæði, því fímm og hálfu ári síðar skilaði hann af sér góðu og öflugu fyrirtæki, þegar hann í júlílok 1981 var kvaddur af forstjóra til að veita skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg forstöðu. Gegndi hann framkvæmdastjóra- störfum í Þýzkalandi, þar til í lok októbermánaðar 1985 að hann snéri heim, til að taka á ný við forstöðu „Jötuns“ unz viðamiklar skipulags- breytingar voru gerðar á öllum rekstri Sambandsins og fyrirtækja þess og „Jötunn“ þá sameinaður nýju fjölþættu fyrirtæki, undir sama nafni. Varð hann skrifstofustjóri hins nýja fyrirtækis frá stofnun þess í ársbyijun 1990 og allt til lokadæg- urs síns. Af framanrituðu má ljóst vera að samvinnuhreyfingin á bæði þökk og skuld að gjalda ósérhlífnum og sam- viskusömum starfsmanni, en hún veitti honum einnig umbun með áunnu trausti og möguleikum, sem veittu honum ómælda ánægju og nægir í því skyni að nefna hamingju- söm ár þeirra í Hamborg, þar sem fjölskyldan gat' ótrufluð sinnt innri fjölskyldurækt, svo sem fortapast í annasömum störfum og stressi hér heima. Á „sokkabandsárum" okkar beggja var ýmislegt brallað, sem ekki skal tíundað hér, ferðir á fjöll og firnindi, föst spilakvöld að vetri í hópi góðra vina, en svo kom að langri utanlandsferð að hausti 1961, suður í lönd með „Hamrafellinu“, þar sem okkur tvo og þriðja góða ferðafélagann bar yfír Njörvasund og til Marokkó, og þá um Evrópu- lönd, sem leið lá til Kaupmannahafn- ar, en þrátt fyrir nábýlið í lítilli bif- reið, sem ég fékk að taka með mér til Gíbraltar, reyndist farteskið ávallt vera þýtt jafnlyndi og einhugur ferð- afélaganna. Allir minntumst við þessarar ferðar með ánægju, þótt ekki vissum við, á þeim tíma, að við deildum ferðinni með enn einum ferðalanginum, sem ekki var tiltölu- lega rúmfrekur á plássið. En um þann vissum við ekki fyrr en all- mörgum misserum síðar, þegar Steinar, þrátt fyrir hógværð sína, vildi knýja á fleiri dyr, og fór, með öðrum vini okkar beggja, á miðils- fund, en þar kvaddi sér hljóðs „ferða- langurinn“ afí hans og rakti í stórum dráttum ferðina á enda og hló mik- ið. Þar sem sætisnautur Steinars var ekki sá sem í ferðina fór, en bar því vitni hvað karlinn sagði, hef ég þá trú síðan að „hinum megin“ sé líka gert að gamni sínu. Sérstakur gæfudagur rann upp þann 8. febrúar 1964, en þá gekk Steinar að eiga Önnu Þóru Baldurs- dóttur hjúkrunarfræðing frá Ólafsvík og hefír sú hamingjutíð staðið frá fyreta degi með þeim hjón- um. Hún hefir búið bónda sínum afar smekklegt heimili og verið stoð hans og stytta bæði í meðbyr og mótlæti. Hefír það jafnt gengið yfír bæði. I hjúskap sínum hafa þau eign- ast þijú börn, tvo syni og eina dótt- ur, en unga dóttur átti Anna áður, Hafdísi Aradóttur hjúkrunarfræð- ing, gifta Tómasi Jónssyni lækni. Eldri sonurinn, Baldur rafvirki, sem ber nafn móðurafa síns, er kvæntur Guðrúnu Erlingsdóttur kennara, en sá yngri, Magnús, einnig rafvirki, sem axlar nafn föðurafa síns og er 19 ára, dvelst enn í foreldrahúsum, ásamt systur sinni Guðrúnu, sem nú er mest vant, því umhyggja og ástúð foreldranna beggja, svo og systkinanna allra, er hennar hlíf í 41 skjóllitlum heimi. En við þessar þrengingar biður maður þess að guð veiti líkn með þraut og að hún megi njóta sama athvarfs og hún naut ávallt áður í faðmi foreldranna beggja, en þar veit ég að móðirin stendur ekki ein, með synina báða, eldri dóttur sína, tengdadóttur og tengdason að bijóstvörn. Spakmælið „Að hryggjast og gleðjast um fáa daga, að koma og fara er lífsins saga“ heldur ávallt gildi sínu, en það á ekki hvað síst við þegar skráð er þannig í teiginn að sigðin hefði allt eins getað komið í annan stað niður, en nú varð raun- in á. Enginn má sköpum renna og hér er ekki við dómarann að deila. Því er aðeins fyrir okkur, vinina, að minnast nú góðs drengs, sem öllum vildi vel og var vammlaus í öllu háttemi. Við vitum að hans hafa beðið vinir í varpa við umskipt- in, en fyrir eiginkonu hans og börn- in hennar biðjum við Sigríður þann, sem öllu ræður, að veita þeim sálar- þrek til að standast þá þolraun, sem nú hefir á axlir þeirra verið lögð. En vini okkar óskum við Sigríður fararheilla og blessum minningu hans. Kjartan P. Kjartansson SIEMENS-sæð/ ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóðar og á mjög góðu verði. HS 24020 Breidd 60 sm Grill 4 hellur Geymsluskúffa HN 26020 Breidd 50 sm Grill 4 hellur Geymsluskúffa Munið umboðsmenn okkar víðs vegarum landið Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. • Borgarnes: Glitnir. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvitárskóla. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrimsson. • Stykkishólmur: Skipavik. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar. • ísafjörður: Póllinn hf. • Blönduós: Hjörleifur Júliusson. • Sauðárkrókur: Rafsjó hf. • Siglufjörður: Torgið hf. • Akureyri: Sir hf. • Húsavík: Öryggi sf. Þórshöfn: Norðurraf. Neskaupstaður: Rafalda hf. Reyðarfjöröur: Rafnet. Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmundss Breiðdalsvík: Rafvoruv. Stefáns N. Stefánss. Höfn i Hornarfirði: Kristall. Vestmannaeyjar: Tréverk hf. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga. Selfoss:'-Árvirkinn hf. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar Keflavik: Ljósboginn. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Goldstar símkeríi, þar sem ekkert er gefið eftir. æ htf\ Traust fyrirtœki sem tekur réttar ákvarðanir, og er í góðu sambandi við viðskiptavini sína. Það velur traust, fullkomið og tœknilegt símkerfi frá Goldstar. Gœði, þœgindi og tækni. GoldStcir Örugg þjónusta. Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, hafa kosið símkerfi frá ístel. Komdu við í Síðumúlanum, eða sláðu á þráðinn. Og tryggðu góðan árangur. SIÐUMULA 37 SIMI 687570

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.